Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 24
STJÓRNSÝSLA Einkaframkvæmdir Gunnar I. Birgisson, alþingismaður ogformaður bœjarráðs í Kópavogi Rekstur og eignarhald Öll þjóðfélög eiga sér ákveðið stoðkerfi sem er forsenda verð- mætasköpunar. Þetta stoðkerfi þjóð- félagsins skapar umgjörð og skilyrði þjóðarframleiðslunnar og sam- anstendur af þáttum eins og sam- göngu- og veitumannvirkjum, fjar- skipta- og orkufyrirtækjum, heil- brigðis- og uppeldisstofhunum, lög- gæslu og þess háttar. Þetta eru svo- kallaðir innviðir þjóðfélagsins, á ensku „infrastructure". Evrópulöndin hafa beitt margvís- legum aðferðum við uppbyggingu og rekstur slíkra innviða. I Frakk- landi var ekki óalgengt fyrr á öldum að einkaaðilar tækju að sér fram- kvæmdir og rekstur opinberrar þjónustu, svo sem vatnsveitu og húshitun. Bretar gengu hins vegar lengra og snertu afskipti einkaaðila eignarhaldið líka, á meðan hlutverk rikisins takmarkaðist við að setja reglur um starfsemi og verðlagn- ingu. Breyting á lögum og reglum hafa svo smám saman leitt til þess víða um lönd að möguleikar á sam- keppni í innviðastarfsemi hafa auk- ist með þeirri afleiðingu að verkefhi og eignarhald hafa í æ ríkari mæli flust frá hinu opinbera til einkaaðila. Island er engin undantekning frá þessari þróun. Á íslandi hefur rekst- ur innviða verið að mestu leyti í höndum ríkis og sveitarfélaga. Þess vegna hefur rekstur innviða gjaman kallast opinber rekstur hér á landi. Nú er að verða breyting á og hefur hið opinbera síðustu ár stigið nokk- ur skref í átt til markaðslausna á op- inberum verkefnum með ýmsum hætti. Vissulega em nýir kostir við fjármögnun og rekstur opinberra verkefna gleðiefni en þeim fylgja freistingar. Freistingarnar gætu stefnt fjármálum ríkis og sveitarfé- laga í óefni ef ekki er farið varlega í sakimar og arðsemin höfð að leiðar- ljósi. Nýir valkostir Ein af áðumefndu markaðslausn- um á opinberum verkefnum gæti kallast verkefnafjármögnun og er það samheiti yfir verkefni sem fjár- magna sig sjálf. Þannig leiða saman hesta sína verktakinn, fjármagnseig- andinn og verkkaupinn. Að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum er hagræði fyrir verkkaupann greini- legt. Fjármögnunaraðilinn og verk- takinn axla áhættu fjármagns, fram- kvæmda og reksturs en verkkaupinn sér fram á lausn verkefnisins án þess að stöðu rekstrar- og efhahags- reiknings verði raskað líkt og með hefðbundinni fjármögnun. Það sem meira er, lánshæfismat kann þar með að koma betur út, a.m.k. til skemmri tíma litið. Með verkefnafjármögnun hafa orðið stórstígar framfarir við arð- semisútreikninga og áhættumat á öllum stigum framkvæmda- og rekstrarferils verkefna. Þetta hefur orðið reyndin með áunninni reynslu, gagnaöflun og tækniframförum. Með sundurliðun áhættumats er auðveldara að skipta því meðal þátt- takenda verkefnis. Með aukinni þekkingu og reynslu í samnings- gerðinni, áhættumati, stærri verk- efnum og lengri samningstíma hefur verkefnafjármögnun orðið stöðugt fýsilegri fjármögnunarkostur fyrir hið opinbera undir heitinu „einka- framkvæmd“. Einkaaðilar eru taldir færari um að velja lausnir, sérstaklega í upp- hafi en einnig yfir samningstíma sem tryggja lægri reksturskostnað og minna viðhald heldur en hið op- inbera, sem finnur sig gjaman knúið til að halda stofnkostnaði í lágmarki i upphafi. Þetta er án efa ein helsta skýringin á því hvers vegna einka- aðilum hefúr tekist hvort tveggja í senn, að hagnast á einkaframkvæmd og skila þjónustu fyrir lægri kostn- að. Á hinn bóginn hefur hið opinbera aðgang að mun ódýrara lánsfé held- ur en einkaaðilar og því er alls ekki sjálfgefið að einkaframkvæmd sé ódýrari valkostur. Einkaframkvæmd Til eru dæmi um mjög vel heppn- aðar einkaframkvæmdir þar sem verkefni aftarlega í forgangsröð hins opinbera hafa verið leyst farsællega á grundvelli arðsemi þeirra. Þau hafa þá gjaman fjármagnað sig sjálf með þjónustugjöldum notenda, t. d. veggjaldi eða vægu skuggagjaldi eftir árangursríkan samtakamátt margra aðila. Notendur hafa sætt sig 2 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.