Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 25
STJÓRNSÝSLA við þjónustugjöld vegna flýtingar verkefnis og/eða þegar í boði er val- kostur um aðra leið án notenda- gjalds sem keppir við verkefnið. Má nefha Hvalfjarðargöngin sem dæmi í þessu sambandi. I slíkum tilfellum er áhættan á herðum einkaaðila sem myndað hafa með sér félagsskap sérstaklega um verkefnið. Félags- skap sem hefur Qárhagslega burði til að mæta ábyrgðinni og hugsan- legum áföllum tengdum verkefhinu. I lok samningstímans, þegar notend- ur hafa greitt fjárfestinguna að við- bættum arði til fyrirtækisins, á hið opinbera skuldlausa eign og hefur staðið fyrir framboði á gæðum miklu fyrr en upphaflega stóð til. Ef einkaframkvæmdir snúast um opinber verkefhi sem geta ekki fjár- magnað sig sjálf með notendagjöld- urn heldur krefjast hárra skugga- gjalda frá hinu opinbera eða tiitekin árleg rekstrarframlög eru kostir einkaframkvæmdar óljósir. Þá auka hagkvæmari lánskjör hins opinbera enn á þessa óvissu. Sveitarfélög hafa upp á síðkastið mörg hver átt þess kost að leysa ein- stök verkefni sín með dyggri aðstoð fyrirtækja sem boðið hafa lausnir í nafni einkaframkvæmda, vegna verkefha þar sem erfitt er að koma við notendatengdri gjaldtöku og skuggagjöldum. I þessu sambandi má taka dæmi um byggingu mann- virkis sem gæti verið íþróttahús, reiðhöll, skóli eða menningarmið- stöð. Mannvirkið á að þjóna íbúum á ffekar óskilgreindu svæði til upp- eldis og afþreyingar. Slíkt hús gæti talist arðbært frá samfélagslegu sjónarmiði en ekki viðskiptalegu. Sveitarfélagið fær tilboð frá verk- taka í nafni einkaframkvæmdar þar sem boðist er til þess að reisa mann- virkið, fjármagna það og reka gegn „vægu“ árlegu framlagi í ákveðinn árafjölda. Með þessu er örvuð við- leitni sveitarstjórna til að kaupa strax og borga síðar. Ef illa tekst til í flókinni samningagerð á íslenskum markaði, þar sem reynslan er fábrot- in og samkeppni lítil, kann svo að fara að sveitarfélagið skuldbindi sig til mjög óheppilegra Qárútláta tugi ára fram í tímann. Þannig gæti sveitarfélag staðið uppi með dýra og jafnvel ónauðsynlega rekstrarein- ingu, alla áhættuna af rekstri mann- virkisins og í lok samningstímans mannvirkjalaust! Freistingar og refsingar Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um þungan rekstur sveitar- félaga og aukna skuldsetningu þeirra. Við slíkar aðstæður, þegar hlutfall rekstrarkostnaðar og skatt- tekna er hátt, rekstrarafgangur til framkvæmdar er lítill og skuldir sliga sveitarfélagið, þá freistar einkaframkvæmdin mest. Ástæðan er sú að við þessar aðstæður hefúr sveitarfélagið ekkert fjárhagslegt svigrúm til framkvæmda. Hins veg- ar býður einkaffamkvæmdin eins og áður sagði upp á fullfrágengið mannvirki gegn árlegu framlagi sem rúmast ágætlega á rekstrarreikningi og er að öðru leyti utan bókhalds bæjarsjóðs! Við þessar aðstæður er freistingin mest en að sama skapi refsingin verst. Ástæðumar eru eftirfarandi: I fyrsta lagi er þrýstingur kjós- enda á framkvæmdir tilfmnanlegri gagnvart stjórn þegar rekstrarfor- sendur og skuldabyrði leyfa ekki viðunandi framkvæmdastig í náinni framtíð. Viðleitnin til að kaupa nú og greiða seinna kann að verða örv- uð með valkostinum um einkafram- kvæmd. I stað þess að einblína á sársaukafullt rekstrarlegt hagræð- ingarferli til að auka svigrúm til ffamkvæmda er leitað annarra leiða. Ef einkaframkvæmd verður fyrir valinu veldur gjaldfærsla hennar á rekstrarreikningi því að minna verð- ur afgangs til niðurgreiðslu skulda og eignabreytinga hjá sveitarfélag- inu. I öðm lagi valda skuldbindingar einkaframkvæmda ósveigjanlegum rekstri. Hendur stjórnenda eru bundnar gagnvart tilteknum rekstr- arþáttum og hagræðingarvalkostum í rekstri fækkar í framtíð. Þessi ókostur er tilfinnanlegri hér á Is- landi en annars staðar því við búum við miklar hagsveiflur. Þessu til við- bótar getur verið að þróun ytri þátta, sem hafa rekstrarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið á löngum tíma, skili sér síður til þess, svo sem reglu- gerðarbreytingar, verðþróun, tækni- framfarir, breyttir starfshættir og þess háttar. í þriðja lagi verður bók- haldið flóknara því skuldbinding einkaframkvæmdar er utan efna- hags. Stjórnendur og kjósendur skilja síður umfang framtíðarskuld- bindinga og dreifingu þeirra á kom- andi kynslóðir. í fjórða lagi má nefna að þegar sveitarfélag er skuld- sett skiptir lánshæfismatið meira máli. Einkaframkvæmdir kunna að leiða til betra lánshæfismats og ffeista því ffekar skuldsettra sveitar- félaga. Að lokum skiptir máli hvernig ábyrgð og áhætta skiptist. Einka- framkvæmdasamningar eru lítt þekktir hér enn og lítil reynsla hlot- ist af. Einkaframkvæmdir eru samn- ingslega flóknar og skiptir máli hvaða þátttakendur eru valdir til verkefnisins og hvemig þeir skipta með sér áhættu og ábyrgð. Mestu skiptir fyrir sveitarfélagið að skipta ábyrgð með þátttakendum og að fé- lagsskapurinn sem um verkefhið er stofnaður sé fjárhagslega burðugur til að mæta áfollum. Þetta felur í sér að viðkomandi félagsskapur taki ekki að sér önnur áhættusöm verk- efni og hafi baktryggingar þannig að rekstrarstöðvun þurfi ekki að koma til. Aö byrgja brunninn A Bretlandi hafa sveitarfélög ver- ið hvött til þess að kynna sér mögu- leika einkaffamkvæmda. Þar í landi verður samningur sveitarfélags á grundvelli einkaframkvæmdar að- eins til að uppfylltum ákveðnum eftirlits- og öryggisþáttum í undir- búningsferlinu. Þetta er svona m. a. vegna afskipta ríkisins. Ríkið hefúr stuðlað að faglegri vinnubrögðum einkaframkvæmda sveitarfélaga með aðild sinni að stofnun sem ber nafnið „The Public Private Partner- ship Program". Hún vinnur að 2 1 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.