Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 26
STJÓRNSÝSLA
kynningu og þróun þessarar úr-
lausnar fyrir sveitarfélög. Henni er
ætlað að veita ráðgjöf, safna og
miðla upplýsingum, staðla vinnu-
brögð og meta árangur einstakra
verkefna. Stofnun þessi er eins kon-
ar tengiliður einkaaðila og hins op-
inbera. Mat þessarar stofnunar á ár-
angri einkaframkvæmda er að ár-
angur sé líklegri í stærri verkefnum
en smærri, enda er ráðgjafarkostn-
aður og annar stofnkostnaður flók-
innar samningsgerðar mikill og
lánakjör einkaaðila óhagstæðari en
sveitarfélaga. Þessi stofnun hefur
því mælt með að smærri verkefni
verði að einu stóru þar sent því
verður við komið til að ná fram
stærðarhagkvæmni. Þetta þýðir þar í
landi að samningsferlið taki til
nokkurra skóla í stað eins. Annar
þáttur sem stuðlar að bættum vinnu-
brögðum er bein aðkoma ríkis að
fjárfestingu sveitarfélaga. Til dæmis
þarf ákvörðun sveitarfélags um
byggingu skóla að hljóta staðfest-
ingu menntamálaráðuneytis. Fjár-
málaráðuneytið styrkir svo sveitar-
félag um ákveðið hlutfall af ijár-
magnskostnaði framkvæmdar.
Framlag ríkis fæst aðeins að upp-
fylltum skilyrðum, m. a. um frágang
viðskiptaáætlunar, útboðs og samn-
ings. Að lokum má nefna að reglur
um bókfærslu samninga em skýrar.
Danir hafa reynslu af einkafram-
kvæmdum sveitarfélaga enda taka
lög og reglugerðir mið af þessum
valkosti. Samkvæmt reglugerð
verða sveitarfélög að starfa innan
ákveðins „lánaramma“ sem tekur
mið af skuldsetningu þeirra og fjár-
festingarumfangi. Þannig hefur
hvert sveitarfélag skilgreint hámark
á mögulegri skuldsetningu á hverju
reikningsári. Ef sveitarfélag ákveður
að semja við einkaaðila um að
byggja og eiga skóla á grundvelli
leigusamnings þar sem reksturinn er
í höndum sveitarfélagsins, þá bók-
færist árleg leiga á rekstursreikning.
Skuldbindingin hefur þessu til við-
bótar áhrif á lánarammann sem
nemur endurstofnverði byggingar-
innar þótt hún komi ekki fram á
efnahagsreikningi bæjarsjóðs.
Þannig virðist ákvörðun um einka-
framkvæmd takmarka aðgengi
sveitarfélagsins að frekara fram-
kvæmdafé, ólíkt því sem gerist hér á
landi.
Lokaorö
Hagkvæmni einkaframkvæmdar
byggist á arðsemi verkefnis, þátt-
töku einkaaðila í áhættudreifingu
framkvæmda og reksturs og hæfi
þeirra og útsjónarsemi til að halda
rekstrar- og viðhaldskostnaði í lág-
marki. Álagning notendagjalda
skiptir máli og að einkaaðilinn geti
ábyrgst skyldur sínar.
Ekki er sjálfgefið að einkafram-
kvæmd eigi alltaf vel við. Sveitarfé-
lög hafa aðgang að ódýrara lánsfjár-
magni og samningsgerð einkafram-
kvæmda er dýr og tímafrek. Þar að
auki fylgir samningum um einka-
framkvæntd sú staðreynd að rekst-
urinn verður ósveigjanlegri, bókhald
flóknara, skuldbinding flyst í aukn-
um mæli til framtíðarkynslóða og
hættan á að ekki verði staðið við
samninga t. d. með gjaldþroti. Þá
kann enn frekar að vera örvuð við-
leitni til að kaupa nú og greiða
seinna.
Sveitarstjórnir gætu freistast til
einkaframkvæmda án tillits til hag-
kvæmni heldur fyrst og ffemst til að
ná pólitískum markmiðum á þægi-
legan hátt. Sérstaklega á meðan
engar skýrar reglur eru til um bók-
færslu samninganna og með tilliti til
þeirrar staðreyndar að nú eru slíkar
skuldbindingar ekki bókfærðar á
efnahagsreikningi bæjarsjóðs.
Hvorki Samband íslenskra sveitar-
félaga né félagsmálaráðuneytið hafa
gefið út reglur um bókhaldslega
meðferð samninga um einkafram-
kvæindir og er tilkoma þeirra enn
ein leið sveitarstjóma til að hagræða
bókhaldsstærðum.
Ef hagkvæmnissjónarmið á að
ráða ríkjum er æskilegt að minna á
einkavæðingu með eða án eignar-
halds sveitarfélagsins á mannvirk-
inu. Má benda á rekstur leikskóla og
daggæslu í því sambandi þar sem
sveitarfélög geta byggt sín hús og
leigt út reksturinn eða keypt þjón-
ustu alfarið frá einkaaðilum. Með
þeim hætti eru kostir einkafram-
kvæmdarinnar nýttir að stórum
hluta en sveigjanleiki rekstursins
tryggður með skemmri samnings-
tíma og/eða einfaldari uppsagnar-
ákvæðum.
Greinin er samhljóða erindi sem höfimdur
flntti á ráðstefnu sambandsins i Hafnarfirði
17. mai sl. um kosti og galla einkafram-
kvœmda á vegum sveitarfélaga.
VARMASKIPTAR
hafa ótvíræða kosti
Til dæmis á ofnhitakerfi, neysluvatnskerfi og snjóbræðslukerfi
Danfoss hf.
SKÚTUVOGI 6 SI'MI 5104100
2 1 6