Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 27
STJÓRNSÝSLA
Afgreiðslutími áfengis á veitinga-
húsum
Þorgerður Ragnarsdóttir framkvœmdastjóri
Með áfengislögum nr. 75/1998,
sem öðluðust gildi 1. júlí 1998,
fluttist útgáfa leyfa til áfengisveit-
inga á veitingastöðum frá lögreglu-
stjóra til sveitarstjóma. Ný reglu-
gerð um smásölu og veitingar
áfengis var samþykkt 17. mars
1999 en þar er nánar kveðið á um
hvernig standa skuli að veitingu
leyfa.
Nýjum áfengislögum nr. 75/1998
lylgdu þær breytingar að ákvörðun-
arvald um starfsleyfí veitingastaða
og afgreiðslutíma vínveitinga færð-
ist frá ríki til sveitarfélaga. Þetta er
liður í þeirri stefnu íslensku ríkis-
stjómarinnar að draga úr miðstýr-
ingu í íslenskri stjómsýslu. Kostir
þannig fyrirkomulags eru að
ákvörðunarvaldið er fært nær íbúun-
um og það eykur möguleika þeirra á
að hafa áhrif á nánasta umhverfi
sitt. Þvi fylgir hins vegar eftirlits-
skylda og ábyrgð á að farið sé að
lögum og reglum á hverjum stað. í
fámennari sveitarfélögum getur ná-
lægð almennra íbúa og þeirra sem
sjá um eftirlitið fyrir sveitarfélagið
orðið til þess að erfitt getur reynst
að fylgja lögum og reglum eftir.
Margir em því þeirrar skoðunar að
stærri og fjölmennari sveitarfélög
séu betur í stakk búin til að sinna
þessu eftirlitshlutverki.
Vínveitingaleyfi
Níu mánuðir liðu frá því áfengis-
lögin öðluðust gildi 1. júlí 1998 þar
til ný reglugerð um smásölu og veit-
ingar áfengis var samþykkt. Sam-
kvæmt eldri reglugerð þurfti að
sækja um leyfi til áfengisveitinga til
ríkislögreglustjóra og leyfilegur af-
greiðslutími var skilgreindur frá há-
degi virka daga og til kl. 02 um
helgar. Samkvæmt nýju reglugerð-
inni þarf að sækja um öll leyfi til
vínveitinga til sveitarstjómar sem
einnig ákveður hve lengi staðirnir
mega afgreiða áfengi. Sveitarstjóm-
ir ákveða afgreiðslutímann innan
þess ramma sem settur er með lög-
um um helgidagafrið nr. 32/1997.
í reglugerðinni er kveðið á um að
leyfi til áfengisveitinga verði ein-
ungis veitt þeim sem hafa gilt veit-
ingaleyfi samkvæmt lögum um veit-
inga- og gististaði nr. 67/1985. Til
þess að öðlast almennt veitingaleyfí,
án vínveitinga, þarf umsækjandi að
eiga lögheimili hér á landi samfellt i
minnst eitt ár, vera fjárráða og hafa
forræði yfír búi sínu. I umsókn um
leyfi fyrir vínveitingastað þarf, sam-
kvæmt gildandi áfengislögum, að
tilnefna stjómanda sem þarf að vera
orðinn 20 ára og uppfylla skilyrði
laga til að fá útgefíð veitingaleyfí.
Umsókn þurfa að fylgja vottorð um
að umsækjandi skuldi ekki skatta,
opinber gjöld né iðgjöld í lífeyris-
sjóð auk hreins sakavottorðs. Hvert
vínveitingaleyfi er bundið nafhi um-
sækjanda og þeim stað sem sótt er
um það fyrir. Loks þarf leyfishafi að
leggja fram tryggingu fyrir greiðslu
krafna á hendur honum vegna veit-
ingarekstursins. Tryggingaupphæðir
eru misháar, frá 500.000 krónum
upp í 3 milljónir króna, eftir stærð
veitingastaðarins.
Þegar sveitarstjóm berst umsókn
um leyfí fyrir veitingastað til áfeng-
isveitinga á hún að leita umsagnar
viðkomandi lögreglustjóra, bygg-
ingar- og skipulagsnefndar og heil-
brigðisnefndar, sem metur innrétt-
ingar og annað svipmót veitinga-
rekstrar á staðnum. A grundvelli
umsagnanna metur sveitarstjórnin
hvort veita skuli leyfið eða ekki. í
fyrsta skipti sem leyfi er gefíð út
gildir það í eitt ár. Framhald leyfís-
ins er síðan háð reynslunni af rekstr-
inum en gildir þó aldrei lengur en til
ljögurra ára i senn.
Sveitarstjórn getur sett nánari
reglur urn hvernig standa skuli að
vínveitingum í umdæminu. Hún
getur t.d. ákveðið að á vissum svæð-
um skuli ekki vera vínveitingahús,
sett reglur um afgreiðslutíma eða
takmarkað leyfið við ákveðnar vín-
tegundir, t.d. léttvín eða bjór. Slíkar
málsmeðferðarreglur era t.d. fyrir-
liggjandi bæði í Reykjavík og á Ak-
ureyri.
Stundum er heimilt að veita
ábyrgðarmanni húsnæðis leyfi til
áfengisveitinga af sérstöku tilefni ef
hann á annað borð uppfyllir lög-
bundin skilyrði þess. Slíkt leyfi þarf
að sækja um með a.m.k. 10 daga
fyrirvara til sveitarstjómar. í máls-
meðferðarreglum Akureyrar og
Reykjavikur um vínveitingaleyfi er
t.d. tekið fram að tækifærisleyfi séu
„ekki veitt í íþróttamannvirkjum í
tengslum við íþróttaviðburði. Með
þvi er átt við veitingar áfengis fyrir
eða eftir íþróttaviðburð eða á meðan
á honum stendur.“
Sl. sumar var til umræðu hvort
leyfa ætti sölu áfengis í tengslum
við tónleikahald á íþróttasvæðinu í
Laugardal en slík tækifæri era ekki
skilgreind í málsmeðferðarreglum
Reykjavíkurborgar. Lögreglan í
2 1 7