Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 31
STJÓRNSÝSLA
Stjórnsýsla í dreifbýli
Guðjón Ingvi Stefánsson, fv. framkveemdastjóri Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjördœmi
Eins og sveitarstjórnarmönnum
hlýtur að vera vel kunnugt skiptist
stjómkerfi hins opinbera í löggjafar-
vald, framkvæmdavald og dóms-
vald. Löggjafarvaldið er hjá Al-
þingi, dómsvaldið hjá dómstólum
og framkvæmdavaldið nú hjá ríkis-
stjóm og sveitarstjómum. Sveitar-
stjómir, sem áður áttu sér samheitið
hreppar, em elstu stofnanir íslensks
samfélags, þ.e. frá elleftu öld, og
höfðu helst það hlutverk til foma að
annast framfærslu fátækra, vera
samábyrgðarfélög íbúanna gegn
tjónum og að sinna atvinnumálum,
t.d. fjallskilum.
Hreppaskipanin hefur haldist lítt
breytt lengst af síðan en með breytt-
um atvinnuháttum og myndun þétt-
býlis fjölgaði sveitarfélögum með
skiptingu þeirra á íyrri hluta þessar-
ar aldar. Síðustu áratugina hefur
þeim fækkað vegna íbúafækkunar
og sameiningar. A Vesturlandi vom
þau 36 fyrir 6 ámm en em nú 17.
Ömtin gömlu störfúðu hér á landi
í rúm 200 ár eða þar til heimastjóm
tók við 1904, og sýslurnar voru
þriðja stjórnsýslustigið á Islandi í
117 ár, frá 1872-1989.
A vettvangi sýslunefnda beittu
heimamenn sér fýrir margvíslegum
framfaramálum en það var þó mis-
jafnt eftir sýslum og skipan þeirra
var lengi umdeild. Á Suðurlandi
stóðu þær að stofnun og rekstri hér-
aðsskólanna á Laugarvatni og að
Skógum, þær ráku húsmæðraskóla,
elliheimili, sjúkrahús og safnastofn-
anir og stóðu fyrir lendingarbótum á
Eyrarbakka og Stokkseyri og síðar
hafnargerð i Þorlákshöfn. Þær
styrktu félagsmál margs konar,
æskulýðsmál og menningarmál.
Auk sambærilegra verkefna og
Árnessýsla, Rangárvallasýsla og
Vestur-Skaftafellssýsla önnuðust
byggði sýslan þar sem ég bý, þ.e. í
Mýra- og Borgafjarðarsýslu, raf-
orkuver, Andakílsárvirkjun, og
stofnaði og rak öfluga peningastofn-
un, þ.e. Sparisjóð Mýrasýslu, sem
ávallt síðar hefúr verið ein styrkasta
stoð atvinnulífsins í héraðinu.
Með fjölgun kaupstaða og eftir
brotthvarf þeirra úr sýslunefndum
beittu margir sveitarstjórnarmenn
sér fyrir stofnun fjórðungssambanda
í flestum landshlutum á árunum
1943-1950. Elstu landshlutasam-
tökin sem nú starfa er Fjórðungs-
samband Vestfjarða.
Rök Jónasar Guðmundssonar frá
Norðfirði, sem síðar varð fyrsti for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, og Hjálmars Vilhjálmssonar
frá Seyðisfirði, sem síðar varð ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
fyrir stofnun Fjórðungssambands
Austfirðinga 1943 voru þau að úti á
landsbyggðinni yrði að vera til
stjómvald sem væri þess umkomið
að taka við þeim verkefnum, fjár-
magni og völdum sem nauðsynlegt
væri að fá út á land til að takast á
við ný verkefni í kjölfar lýðveldis-
stofnunar. Sýslunefndir og mörg lít-
il sveitarfélög hefðu ekki slíka
stöðu. En fjórðungssamböndin
reyndust veikburða og lifðu stutt
skeið.
Á sjötta og sjöunda áratug aldar-
innar efldist mjög miðstýring ríkis-
valdsins frá Reykjavík á flestum
sviðum samfélagsins. Ríkisbankam-
ir keyptu upp flesta sparisjóðina og
innflutningsverslun, sem áður var
blómleg, lagðist af úti á landi eftir
að leyfisveitingakontór Fjárhagsráðs
með biðstofu á Skólavörðustíg var
opnaður en innflutningur án leyfis
þaðan var bannaður.
Með breyttum atvinnuháttum og
tækni hefúr mannafli í frumvinnslu-
greinum minnkað mikið en jafn-
framt hafa þjónustuatvinnugreinar
eflst í þéttbýli. Opinber þjónusta
hefur aukist mikið þar sem stjóm-
sýsla hennar er og í kjölfarið hafa
miklar breytingar orðið á búsetu í
vestrænum ríkjum. Til mótvægis
hafa komið vaxandi kröfúr um vald-
dreifmgu og þjónustudreifingu og
annars staðar á Norðurlöndum var
stjómkerfi dreifbýlis endurskipulagt
m.a. með lögskipun á sameiningu
sveitarfélaga 1956-1967 og með
flutningi verkefna til þeirra og til
millistjómstigs fylkja. Hlutfall hins
opinbera af samneyslu er nokkru
lægra hér á landi en í nágrannalönd-
unum en hlutur sveitarfélaganna er
aðeins um 1/4 af heildarumsvifum
hins opinbera 1994. Hlutdeild ríkis-
ins hefúr því verið yfirgnæfandi en
þessu er öfugt farið í öðmm löndum
þar sem opinbera þjónustan er að
mestu í höndum sveitarfélaga og
fylkja.
Hér á landi var fyrst gerð tilraun
til að endurskoða skiptingu landsins
i sveitarfélög á síðari hluta sjöunda
áratugarins en með litlum árangri.
Samband íslenskra sveitarfélaga
beitti sér fyrir stofnun landshluta-
samtaka sveitarfélaga í öllum kjör-
dæmum landsins um 1970 og bundu
margir vonir við að með því eignað-
ist landsbyggðin stjómvaldstæki til
að snúa þróuninni við. Á fyrstu
ámm samtakanna á Vesturlandi var
mikil umræða urn nauðsyn vald-
22 1