Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 37
DÓMSMÁL Af hæstaréttardómi 11. maí Arni Guðmundsson, formaður Starjsmannafélags Hafnarfjarðar í síðasta tölublaði Sveitarstjómarmála ritar lögfræð- ingur sambandsins grein um hæstaréttardóm varðandi orlof á fasta efiirvinnu. Grein þessi er reyndar efnislega samhljóða dreifbréfi er sent var sveitarfélögum í landinu í vor og undirritaður gerði nokkrar athugasemdir við. Hins vegar var það svo að með opinberri birtingu í Sveitarstjómarmálum fékk greinarhöfundur allmargar hringingar frá mörgum félagsmönnum Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðar (STH) sem málið varðaði þar sem viðkomandi lýstu yfir undmn sinni á þessari umfjöllun og töldu ekki annað fært en að koma málinu í það sam- hengi sem til þess var stofnað. Hér verður á hinn bóginn einungis stiklað á stóm. ítarlegri umfjöllun um þetta mál gaf að líta í dagblaðinu Degi hinn 26. ágúst sl. Lögffæðingur sambandsins gengur í meginatriðum út frá tveimur atriðum í umfjöllun sinni. í fyrsta lagi að málið sé einkamál undirritaðs og í öðm lagi að ríkt hafi 20 ára ffiðsemd (tómlæti!) um málið í Hafnarfirði. Þetta leiðir hann til þeirrar niðurstöðu að málið hafi ekki al- mennt fordæmisgildi. Við þetta er ýmislegt að athuga eins og hér verður nánar rakið. Mál þetta á sér alllanga sögu og nánast allan síðasta áratug eða svo. Fyrir liggja i áranna rás formlegar óskir, bréf, samtöl, greinar í fréttabréfí STH, samþykktir starfskjaranefhdar og bæjarráðsbókanir m.m. Arið 1996 em aðilar sammála um að leita sameigin- lega eftir lögfræðiáliti óháðs lögfræðings til að fá úr þessu ágreiningsefni skorið. Það var gert og álitið var okkur starfsfólkinu i hag. Ekki vildi Hafnarfjarðbær una þeirri niðurstöðu þegar til kastanna kom þrátt fyrir fyrra samkomulag. Aðilar vom síðan sammála um að leita eftir niðurstöðu dómstóla. Var það skilningur félagsins að einungis yrði nauðsyn á niðurstöðu Héraðsdóms þar sem almennt væri þegar farið með greiðslur samkvæmt þeim hætti sem starfsmannafélagið óskaði. Héraðsdóm- ur féll okkur í hag. Hafharfjarðarbær áfrýjar málinu til Hæstaréttar, sem vakti nokkra fúrðu í ljósi forsögunnar. Auk þess berast okkur þau skilaboð fýrir milligöngu Bjama Ásgeirssonar, lögfræðings Hafnarfjarðarbæjar, í málinu að þeir óski effir að fá að leggja inn ný gögn í málið (tómlæti) og að ef ekki verði á það fallist þá líti þeir á málið sem einkamál undirritaðs. Þessum óskum, sem féllu vægast sagt í grýttan jarðveg, var alfarið hafh- að. Menn spurðu sig þeirrar einföldu spumingar hvers vegna ekki vom lögð inn í málið öll þau gögn í héraði sem talið var nauðsynlegt af hálfú Hafnarfjarðarbæjar? Kannski gæti skýringanna verið að leita í hinum afdrátt- arlausu dómsorðum réttarins, hver veit? Stjóm félagsins samþykkti heimild til að heQa víðtæk málaferli vegna allra þeirra fjölmörgu einstaklinga er málið varðaði ef þess gerðist þörf og ef þessi óvænta og nýja afstaða yrði að veruleika. Hæstiréttur staðfesti síðan héraðsdóminn þann 11. maí sl. Þar með lá fyrir að á öllum stigum og í öllum myndum málsins var niðurstaðan Starfsmannafélagi Hafharfjarðar i vil. Málinu lýkur síðan formlega með hinni mjög svo sérkennilegu bókun í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í júlí sl. Á fúndinum liggur fyrir lögfræðiálit (dreifibréf, grein) launanefndar sveitarfélaga varðandi dóminn. Bæjarstjóm viðurkennir ekki fordæmisgildi dómsins en samþykkir samt sem áður að fara nánast í einu og öllu eftir þeim niðurstöðum sem Hæstiréttur komst að gagnvart því fjöl- marga starfsfólki er málið varðaði. Greinarhöfundur hefði auðvitað kosið að „hin stjómkerfislegu“ lok máls- ins heföu verið vörðuð meiri virðuleika en raun ber vitni og ekki síst í ljósi forsögu málsins. Bókunin ber afar sterkan keim af því að vera fram komin fyrst og fremst sem einhvers konar „nesti“ fyrir þau sveitarfélög sem ennþá þybbast við að greiða orlof á fasta eftirvinnu sam- kvæmt niðurstöðum Hæstaréttar sem og gegn almennum viðteknum venjum í þessum efhum. Hvað sem þessari bókun líður þá hefur Hafnarfjarðarbær af myndarskap viðurkennt niðurstöður í verki og er því komin viðunandi niðurstaða fyrir allt það starfsfólk sem málið varðar. Málið er og var auðvitað próffnál í þeim skilning að til þess er stofnað af aðilum sameiginlega til þess að fá úr þessum málum skorið í eitt skipti fyrir öll. Þetta tiltekna mál er því ekki einkamál i þeim skilningi enda ekki til þess stofnað í þeim tilgangi. Lögfræðiálit með gefnum forsendum, sem byggja á þrengstu hugsanlegu túlkunum og beinlínis rangindum eins og um hina meintu 20 ára friðsemd í Hafnarfirði, dæmir sig því sjálft. Málið er ekkert flóknara en að ofan greinir og nauðsynlegt að koma því í það samhengi sem því ber. Að láta afar einsleita umfjöllun og túlkun full- trúa Sambands íslenskra sveitarfélaga átölulausa hefði verið ábyrgðarleysi gagnvart aðilum málsins sem og þeim bæjarstarfsmönnum sem ennþá njóta ekki sam- bærilegra réttinda, hvað sem síðar verður. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.