Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 40
F U LLTR ÚARÁÐS F U N DI R
58. fundur fulltrúaráðsins
haldinn í Reykholti í Borgarfirði
58. fundur fulltrúaráðs sambandsins var haldinn á
Hótel Reykholti 30. og 31. mars sl.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins,
setti fundinn, bauð þingfulltrúa og gesti velkomna en
síðan flutti ávarp Rikharð Brynjólfsson, oddviti Borgar-
fjarðarsveitar, og bauð fúndarmenn velkomna til starfa í
nýsameinuðum hreppi, Borgarfjarðarsveit. Einnig kynnti
hann Reykholt og skýrði ffá undirbúningi Kristnihátíðar
á staðnum.
Félagsmálaráðherra Páll Pétursson flutti ávarp, þakk-
aði gott samstarf við sveitarstjómarmenn, vék að fjár-
málum sveitarfélaganna og vanda þeim sem felst í
byggðarröskun sem hann nefndi þjóðflutninga. Hann
ræddi félagslega íbúðakerfíð og málefni fatlaðra og taldi
ekki tímabært að færa þann málaflokk til sveitarfélag-
anna fyrr en öll sveitarfélögin eru tilbúin að taka við
honum. Hann fjallaði um frumvarp til laga um félags-
þjónustu sveitarfélaga, sem þá hafði nýlega verið lagt
fyrir Alþingi. Jafhffamt skýrði hann ffá því að ný jafn-
réttislög yrðu afgreidd frá Alþingi fyrir vorið. Loks
ræddi hann félagslega íbúðakerfið og skýrði ffá því að
sveitarfélög hefðu orðið að leysa til sín 137 íbúðir og þar
af stæðu 76 auðar.
Ríkharð Brynjólfsson var fúndarstjóri auk formanns
og Soffia Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Austur-Héraði,
fundarritari og henni til aðstoðar Unnar Stefánsson.
Til starfa á fúndinum vom kosnar þrjár nefndir, fjár-
hagsnefnd, allsherjamefnd og tekjustofnanefnd.
Birgir L. Blöndal aðstoðarframkvæmdastjóri kynnti
ársreikninga sambandsins, sem síðar var vísað til fjár-
hagsnefndar, og formaður flutti skýrslu urn starfsemi
sambandsins árið 1999. Skýrslan var fjölfolduð og er fá-
anleg á skrifstofú sambandsins.
Flutningur málefna fatladra til sveitarfé-
laga
Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmála-
ráðuneytinu og formaður verkefnastjómar, gerði grein
lyrir stöðu mála varðandi flutning málefna fatlaðra frá
ríki til sveitarfélaga. Hann kvað sérstaka verkefnastjóm
hafa verið skipaða og þijár vinnunefndir auk landshluta-
nefnda. Vinnunefndimar em laganefnd, kostnaðamefnd
og úttektarhópur. Auk þess em að starfí nefnd um starfs-
mannamál og nefnd um biðlista eftir búsetu og annarri
þjónustu hjá svæðisskrifstofúm málefna fatlaðra og gerir
nefndin jafnframt framkvæmdaáætlun til nokkurra ára
um uppbyggingu á þjónustu við fatlaða. Laganefnd hafði
lokið störfúm og höfðu fjögur frumvörp ýmist verið lögð
fram á Alþingi eða yrðu lögð fram í vikunni á eftir, um
félagsþjónustu sveitarfélaga, um Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins, um réttindagæslu fatlaðra og um breyt-
ingar á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Húnbogi kvað
gert ráð fyrir því að málefni fatlaðra yrðu flutt til sveitar-
félaga hinn 1. jan. 2002. Úttektarhópurinn lauk störfúm
síðla árs 1998 og skýrði Húnbogi frá störfum hans.
Biðlistanefnd skilaði skýrslu í desember 1998 og skýrði
hann innihald hennar. Kostnaðamefnd var þá enn starf-
andi en stefndi að því að ljúka störfúm innan tíðar. Hún-
bogi kvað stefnt að því að halda fúndi með landshluta-
nefndum þar sem þeim yrðu kynnt frumvörpin og staða
mála í heild. Húnbogi svaraði síðan nokkrum fyrirspum-
um.
Endurskoöun tekjustofnalaga
Jón Kristjánsson, alþingismaður og formaður endur-
skoðunamefndar tekjustofúalaga, fjallaði um störf nefnd-
arinnar. Einkum ræddi hann þróun tekjustofna sveitarfé-
laga á síðasta áratug og verkefni sveitarfélaga. Jón svar-
aði síðan mörgum fyrirspumum og tók þátt í almennum
umræðum um málið, m.a. um vaxandi lífeyrisskuldbind-
ingar, fólksfækkunarframlög og mikilvægi þess að
tengja rekstur atvinnufyrirtækja og tekjustofna sveitarfé-
laga. Jón kvaðst gera ráð fyrir því að sveitarstjómar-
mönnum gæfist kostur á að tjá sig um tillögur nefndar-
innar áður en hún skilaði endanlegri skýrslu.
Mat á tekjum og gjöldum vegna yfirtöku
grunnskólans
Ólafur Darri Andrason, fyrrverandi forstöðumaður
fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavikur, sagði frá
vinnu sinni við endurmat á viðbótarkostnaði og viðbótar-
tekjum vegna flutnings grunnskólans og Sigrún Magnús-
dóttir borgarfúlltrúi talaði um sama mál.
Þau Ólafur Darri og Sigrún svömðu síðan fyrirspum-
urn og tóku þátt í umræðum um málið. Tóku margir til
máls og nefndu m.a. aukna þörf húsnæðis vegna tölvu-
kennslu og tölvuvæðingar skólanna og aukinna krafha á
ýmsum sviðum, s.s. vegna fjölgunar kennara, breytinga á
230