Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 41
F U LLTR ÚARÁÐS F U N DI R
Séð yfir fundarsalinn í safnaðarheimili Reykholtskirkju. Ljósm. Sigríður Kristinsdóttir.
námsskrá og breytinga á dagpeningagreiðslum til kenn-
ara vegna endurmenntunar. Einnig var rætt um jöfhunar-
sjóð og áhrif hans á lausnir í skólastarfi.
Vinnubrögó þjóölendunefndar
Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungnahrepps,
lagði ffam tillögu að ályktun um vinnubrögð þjóðlendu-
nefndar sem er ráðgefandi nefnd fjármálaráðherra um
þjóðlendumál. Fylgdi hann tillögunni eftir með skýring-
um. Tillögunni var vísað til allsheijamefhdar fundarins.
Nefhdir tóku síðan til starfa.
Hlutverk Jöfnunarsjóös sveitarfélaga -
er breytinga þörf?
A síðari fundardeginum gerði Elín Pálsdóttir, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, grein fyrir Jöfhunarsjóði
sveitarfélaga, tekjum og gjöldum og þeim reglugerðum
sem úthlutun úr sjóðnum byggist á. Hermann Sæmunds-
son, deildarsérffæðingur í félagsmálaráðuneytinu, gerði
í ffamhaldi af yfirlitserindi Elínar sérstaklega grein fyrir
tekjujöfnunarframlögum, þjónustuframlögum og al-
mennum framlögum til reksturs grunnskóla, og Asgeir
Magnússon, bæjarfulltrúi á Akureyri, flutti erindi þar
sem hann svaraði spumingu þeirri sem felst í yfirskrift
þessa dagskrárliðar jákvætt og rökstuddi hvers vegna
þörf væri á breytingum á jöfhunarsjóðnum. Erindi Ás-
geirs var að stofni til birt í 2. tbl. Sveitarstjómarmála.
Stefnumörkun og breyting á samþykkt-
um Launanefndar sveitarfélaga
Karl Bjömsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg
og formaður Launanefndar sveitarfélaga, kynnti nýlega
stefhumörkun Launanefndar sveitarfélaga og tillögur um
breytingar á samþykktum nefhdarinnar. Vom þær bomar
undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Störf framtíöarnefndar
Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og
varaformaður sambandsins, fjallaði að lokum um störf
ffamtíðamefndar sambandsins.
Var síðan gengið til afgreiðslu á álitum starfsnefnda
fúndarins.
Yfirfærsla grunnskólans
Soffía Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Austur-Héraði,
kynnti álit allsherjamefhdar.
Að tillögu nefndarinnar samþykkti fulltrúaráðið tvær
ályktanir, aðra um yfirfærslu gmnnskólans og hina um
þjóðlendur.
Um yfirfærslu grunnskólans var svofelld ályktun gerð:
58. fúndur fúlltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfé-
23 1