Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 44
MENNINGARMAL
sjálfsögð og íþróttamannvirki og
skólar og greidd af riki og sveitarfé-
lagi eins og þau. Bygging og rekstur
slíkrar aðstöðu, hvort sem hún kall-
ast félagsheimili, listhús eða menn-
ingarhús, á að vera skilgreint verk-
efni sveitarfélaga samkvæmt lögum
enda verði tekjustofnar sveitarfélag-
anna leiðréttir til samræmis við auk-
in verkefni. Leggja þarf menningar-
starfsemi á landsbyggðinni til þá að-
stöðu sem nauðsynleg er, þannig að
skapandi kraftur listamanna eyðist
ekki og brenni út á hrakhólum hús-
næðisleysis.
Um starfsemi áhugaleik-
félaga
Mörg rök eru íyrir því að styrkja
beri starfsemi Bandalags íslenskra
leikfélaga. Þessi eru helst:
Bandalag islenskra leikfélaga rek-
ur einu þjónustumiðstöðina sem
þjónar allri leikstarfsemi á íslandi,
þar með talið skólum og frjálsum
félagasamtökum ásamt áhugaleikfé-
lögum og atvinnuleikhópum. Þjón-
ustumiðstöðin sér leikhópum og
skólum fyrir leikritum/handritum og
ýmiss konar leikhúsvörum. Hún er
tengiliður milli atvinnuleikara og
leikstjóra, sem ráða sig til starfa hjá
áhugafólki víða um land.
Bandalag íslenskra leikfélaga rek-
ur leiklistarskóla sem heldur reglu-
bundið og árlega 4-6 námskeið,
7-10 daga hvert, í ýmsum greinum
leiklistar og leikstjórnar. Kennarar
eru undantekningarlaust viður-
kenndir fagmenn með ríka reynslu.
Skólinn veitir inngöngu fólki án
skilyrða um prófgráður og flestir
nemendur hans starfa að námi loknu
hjá áhugafólki eða a.m.k. utan at-
vinnuleikhúsa og því flestir utan
höfuðborgarinnar.
Öflug starfsemi aðildarfélaga
Bandalags íslenskra leikfélaga, sem
nú hefur starfað í 50 ár, hefur sett
sitt mark á menningarlíf landsins og
verður áfram einn af burðarásum
menningarlífs landsbyggðarinnar og
á höfuðborgarsvæðinu. Þessi starf-
semi mun enn eflast, ef henni eru
tryggð ytri skilyrði, og styrkja bú-
setu og byggð í landinu.
Skólavörubúðin
Hjá okkur færðu:
• Kennsluforrit • Ritföng
• Námsbækur • Skólatöflur
• Kennslutæki • Kortabrautakerfi
• Sérkennslugögn • Myndvarpa og segulbönd
• Tómstundavörur • Landakort
• Gjafavörur • Sýningartjöld
Vlö bjóðum elnnlg upp á sérpöntunarþjónustu
Kæru viðskiptavinir.
Hafíð samband við okkur í nýrri og
glæsilegri Skólavörubúð.
Við hlökkum til að þjónusta ykkur.
(yj
Skólavörubúðin
- fndmi, leik ogstarji -
• Smiðjuvegur 5 • 200 Kópavogur
• Sfmbréf 58-50-508 • www.skolavorubudin.is
234