Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 47
TÆKNIMÁL
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, talið frá vinstri, Þorsteinn Njálsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Steinunn Guðna-
dóttir og Gissur Guðmundsson.
gengi að upplýsingum, jafnt heima
sem á fundum, sem liggja fyrir
á rafrænu formi hjá sveitarfélaginu
og tengja þá betur við almenna
upplýsingamiðlun til starfsmanna
með hliðstæðum netföngum
(fullt.nafn@hafnarfjordur.is).
Þannig verði allir bæjarfulltrúar
með sama búnaðinn sem auðveldar
öll tölvusamskipti milli stjómmála
og starfsemi. Eitt af höfúðmarkmið-
um er síðan að draga úr pappírs-
dreifingu á vegum bæjarsjóðs
þannig að öll gögn, sem mögulegt
er, verði i framtíðinni á rafrænu
formi.
Forrít
I tölvunni eru hefðbundin
Microsoft-forrit, s.s. Word, Excel
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margeir Reynisson, kerfisstjóri á tölvdeild, standandi, og síðan, sitjandi,
bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, taldir frá vinstri, Valgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason,
Tryggvi Harðarson, Jóna Dóra Karlsdóttir og Ingvar Viktorsson. Ljósmynd: Jóhann Guðni Reynisson.
og Power Point, tölvupóstforritið
Outlook 2000 og netvafrarinn Inter-
net Explorer 5.0.
Námskeiö
Bæjarfúlltrúar geta sótt námskeið
sér að kostnaðarlausu hjá Nýja
tölvu- og viðskiptaskólanum en þar
gefst kostur á kennslu í þeim forrit-
um sem em í fartölvu þeirra. Talið
var farsælast að hver
og einn bæjarfúlltrúi
pantaði námskeið
fyrir sig í þeim for-
ritum sem hann ósk-
ar og á þeim tíma
sem honum hentar.
Netföng
Allir aðalbæjar-
fulltrúar hafa nú
fengið netfang hjá
bæjarsjóði sem sett
hefur verið upp í
tölvu þeirra. Net-
fangið má nálgast í
netfangaskrá á
heimasíðu Hafnar-
fjarðarbæjar, www.
hafúarfjordur.is.
237