Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 50
TÆKNIMÁL
notenda TETRA eru kröfur um
áreiðanleika og gott aðgengi. Til að
mæta þeim kröfum verða allar for-
sendur og umgjörð TETRA-kerfis-
ins að vera réttar, en því má líkja
við húsbyggingu, þar sem hús er
ekki bara hús, það skiptir máli hvort
húsið er byggt á traustu bjargi eða
sandi og að fagmennska sé höfð í
fyrirrúmi við hönnun þess og srníði.
Til að hámarka rekstraröryggi
TETRA-kerfis Stiklu þannig að
kerfið stæði undir nafni sem örygg-
iskerfi í ijarskiptum varð niðurstað-
an sú að eftirfarandi lykilþættir
væru hafðir að leiðarljósi við upp-
byggingu og rekstur þess:
1. Að valinn yrði hágæðabúnaður
með tilliti til rekstraröryggis og
varð tæknibúnaður frá Nokia fyr-
ir valinu.
2. Móðurstöðvar kerfisins væru
tengdar miðstöð þess með tveim-
ur aðskildum fjarskiptaleiðum
þar sem því yrði við komið.
3. Gerður yrði þjónustusamningur
við Nokia sem tryggði Stiklu að-
gang að færustu tæknimönnum
Nokia og nýjustu TETRA-tækni
hverju sinni.
4. Markviss þjálfun tæknimanna
Stiklu.
5. TETRA-kerfíð sett upp og próf-
að af tæknimönnum frá Nokia.
6. Skipulagður varahlutalager.
Hagnýting TETRA fyrír
sveitarfélög
Með eiginleika TETRA-tækninn-
ar að leiðarljósi og í ljósi þess að
TETRA-kerfi Stiklu er sérstaklega
hannað sem öryggiskerfi i fjarskipt-
um vaknar sú spuming hvaða hag-
nýtingu sveitarfélög geti haft af því
að nýta sér TETRA-tæknina.
Með tilkomu TETRA-fjarskipta-
kerfisins sem viðbót við upplýsinga-
kerfi sveitarfélagsins opnast leið
fyrir stjórnendur og starfsmenn til
að vera í betri samskiptum sín á
milli og ná þannig fram skilvirkari
stjórnun og um leið getur TETRA
verið öryggiskerfi fjarskipta í sveit-
arfélaginu. Hér á eftir eru nefnd
nokkur dæmi um hagnýtingu
TETRA fyrir sveitarfélög, en það
skal tekið fram að þessi dæmi eru
almenns eðlis og ekki tæmandi fyrir
hagnýtingu TETRA hjá sveitarfé-
lögum:
Sem boðkerfi og til úthlutunar
verkefna
TETRA-kerfið er hægt að nýta
sem boðkerfi starfsmanna sem eru á
bakvakt, t.d starfsmanna slökkvi-
liða, veitustofnana, áhaldahúsa og
hafnarstarfsmanna, svo eitthvað sé
nefnt, en eins og kunnugt er áætlar
Landssiminn að leggja niður boð-
kerfi sitt á næsta ári. Boð er hægt að
senda sem smáskilaboð eða sem
stöðuskilaboð eins og lýst var hér að
ffaman.
Á sama hátt er hægt að senda
smáskilaboð á textaformi til úthlut-
unar verkefna eða til þess að koma
hvers konar textaupplýsingum milli
einstaklinga og hópa.
Skilvirk stjórnun og öryggiskerfi
TETRA-tæknin gefur stofnunum
og stjómendum sveitarfélaga mögu-
leika á að skilgreina skilvirkt skipu-
rit fyrir öll nauðsynleg hópsamskipti
einstakra starfsmanna og stjómenda
þeirra. Þannig geta t.d. deildarstjóri
og verkstjórar, sem undir honum
eru, myndað einn stjórnendahóp
sem er í hópsamskiptum sín á milli.
Síðan geta einstakir verkstjórar ver-
ið í fjarskiptahópi með sínum undir-
mönnum o.s.frv. Þessir aðilar geta
einnig hringt einkasamtöl sín á milli
þar sem TETRA-farstöð virkar
einnig sem farsími.
Öryggiskerfi yfirstjórnar sveitar-
félags og viðbragsaðila
Þau tilfelli munu ætíð koma upp
að brýn þörf er fyrir stjórnendur
veitustofnana og yfirstjóm sveitar-
félagsins að vera í öruggum
hópsamskiptum sin á milli og jafh-
framt að þeir eigi samtímis kost á
þvi að vera í hópsamskiptum við
stjómstöðvar viðbragðsaðila á við-
komandi svæði.
Með tilkomu TETRA-tækninnar
geta stjórnendur veitustofnana og
yfirstjóm sveitarfélagsins myndað
eins konar öryggisráð sem er í þráð-
lausum hópsamskiptum sín á milli
hvar sem þeir eru staddir innan
TETRA-dreifikerfisins á landinu og
skulum við kalla þennan hóp örygg-
ishóp A. Einnig mætti hugsa sér að
til væri öryggishópur B, sem í væm
allir úr hópi A auk fulltrúa lögreglu,
slökkviliðs og björgunarsveitar í
viðkomandi sveitarfélagi. Hópur B
yrði fyrst og fremst virkur væm að
eiga sér stað atburðir eða hamfarir
sem krefðust samstarfs yfirstjómar
sveitarfélagsins og viðbragðsaðila á
svæðinu. Þannig gæti t.d. bæjar-
stjórinn i Hafnarfirði verið staddur á
Akureyri en samt verið virkur þátt-
takandi í sínum öryggishópi ef á
þyrfti að halda, svo framarlega sem
hann væri staddur innan þjónustu-
svæðis TETRA-kerfis Stiklu.
Landsvirkjun er dæmi um íslenskt
fyrirtæki sem byggt hefur upp sér-
stakt skipurit fjarskipta innan
TETRA-kerfisins, þar sem búið er
að skilgreina allar fjarskiptaleiðir
yfirstjórnenda, millistjórnenda og
starfsmanna, m.t.t. daglegrar starf-
semi og neyðarviðbragða. Guð-
mundur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Stiklu og fyrrverandi fjar-
skiptastjóri Landvirkjunar, hefur
gegnt lykilhlutverki í hönnun og
þróun skipurits TETRA-fjarskipta
fyrir Landsvirkjun.
Staðsetning manna og búnaðar
TETRA-farstöðvar með inn-
byggðum GPS-staðsetningartækjum
er hægt að nýta til þess að fylgjast
með staðsetningu manna og búnað-
ar. Þessum upplýsingum er hægt að
safha saman á einn stað og með sér-
tækum hugbúnaðarlausnum er hægt
að færa þessar upplýsingar í korta-
grunn og fá þannig á myndrænan
hátt landfræðilegar upplýsingar um
staðsetningu manna og búnaðar
ásamt hreyfiferlum þeirra.
Upplýsingar um mæligildi
Smáskilaboð í TETRA-kerfi eru
bitarunur á stærðarbilinu 16-2047
bitar. Með litils háttar hugbúnað-
240