Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM
Frá aðalfundinum, sem haldinn var í húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Reykjanesbæ. Við fremsta borð sér framan á, talið frá vinstri, Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son, alþingismennina Þorgerði Gunnarsdóttur og Árna M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra, Ingimund Þ. Guðnason, hreppsnefndarmann í Gerðahreppi, Sigurð Jóns-
son, sveitarstjóra Gerðahrepps og Sigurð Ingvarsson, oddvita Gerðahrepps. Við
næsta borð eru bæjarfulltrúarnir Þorsteinn Erlingsson, Ólafur Thordersen og Björk
Guðjónsdóttir, Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri Reykjanesbæjar, og alþingis-
mennirnir Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
vænnar sorpeyðingar í landinu. Tæknilegur frágangur á
samningi við vamarliðið stendur nú yfír.
Formaður vék máli sínu að málefhum aldraðra:
„Sameinuðu þjóðimar tileinkuðu árið 1999 ári aldr-
aðra undir yfirskriftinni „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum
aldri“. í samráði við framkvæmdastjórn vegna sam-
þykktarinnar og í samstarfi með stéttarfélögum á Suður-
nesjum stóð SSS fyrir ráðstefnu í Stapa hinn 12. mars
um málefhið. Fmmmælendur vom Ingibjörg Pálmadótt-
ir heilbrigðisráðherra, Benedikt Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, Edda Rós Karlsdóttir
hagfræðingur og Höskuldur Goði Karlsson íþróttakenn-
ari. Til fundarins komu um 300 manns. Málefhi aldraðra
verða án efa í brennidepli á næstu misserum. Bygging
D-álmu, sem er öldrunardeild við Heilbrigðisstofnun
Suðumesja, stendur nú yfir samkvæmt samningi þar um
og þurfa sveitarstjómir áfram að standa fast sameigin-
lega um það mál. Húsnæðismál, félagsmál, tómstunda-
mál og fleiri áhersluatriði em þó mikilvæg þegar við lít-
um okkur nær i sveitarstjómunum og vil ég hvetja til-
heyrendur að huga gaumgæfdega að hagsmunum eldri
borgara hver í sínu sveitarfélagi.“
Á árinu 1998 var undirritaður samstarfssamningur
milli SSS og Charent Maritime-héraðsins í Frakklandi.
Meginmarkmið samningsins er að efla víðtækt samstarf
milli stofnana, félagasamtaka, rannsóknarstofa skóla og
fyrirtækja og er um þriggja ára sam-
starfsverkefni að ræða. Dominique
Pleyel Jónsson, viðskiptafulltrúi
franska sendiráðsins, og þeir Guðjón
Guðmundsson og Ólafur Kjartansson,
framkvæmdastjóri Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofú Reykjanesbæjar
(MOA), hafa verið tengiliðir vegna
samningsins. Tvennt stendur upp úr á
árinu, annars vegar heimsókn fulltrúa
Lyonnaise Des Eaux en samsteypan
starfar á sviði orku, vamsveitumála og
vatnshreinsunar, sorp- og endur-
vinnslu og í fjarskiptamálum. Hug-
mynd þeirra er að taka þátt í verkefni
á svæðinu með fjármögnun, rekstri
eða tæknilegri ráðgjöf. Skúli Skúla-
son, Ólafur Kjartansson hjá MOA,
Guðjón Guðmundsson og Albert Al-
bertsson frá Hitaveitu Suðurnesja
tóku á móti hópnum í lok ágúst. Þá
fóru ungir siglingaáhugamenn í heim-
sókn til héraðsins og hingað kom hóp-
ur franskra unglinga í tengslum við
Siglingasamband Islands.
Umhverfisráðuneytið hafði auglýst
eftir sveitarfélögum í Reykjaneskjördæmi sem óskuðu
eftir því að náttúrustofu yrði valinn staður í þeirra sveit-
arfélagi. Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður,
Grindavíkurkaupstaður, Reykjanesbær og Sandgerðis-
bær höfðu öll sent inn umsókn. Að áliti ráðuneytisins var
aðeins í Sandgerði og Kópavogi rekin starfsemi sem gat
komið að notum við uppbyggingu náttúrustofu sem
fræðistofhunar, og eftir að Sandgerðisbær og Grindavík-
urkaupstaður lýstu yfir að sveitarfélögin myndu standa
sameiginlega að starfrækslu náttúrustofu ákvað ráðu-
neytið að náttúrustofa í Reykjaneskjördæmi yrði með
aðalaðsetur í Sandgerði í tengslum við fræðasetrið. Und-
irbúningur stendur nú yfir og er fyrirhugað að starfsemin
hefjist á næsta ári.
Vargfúgl hefúr valdið sveitarfélögunum áhyggjum og
verið íbúum til óþæginda. Sílamávurinn hóf að verpa við
Faxaflóann i kringum 1950 og eftir talningu sem Nátt-
úrufræðistofnun gerði 1990-1992 á fjölda para á svæð-
inu ffá Grindavík vestur fyrir og að Akranesi er áætlað
að stofhinn sé um 80.000-110.000 fúglar. Stofhinn mun
þó aldrei vera allur hér á landi í einu. Ekki er vitað hvort
stofninn er enn að stækka eða hvort hann hefúr náð jafn-
vægi. Tilraunir sveitarfélaganna til að fækka fúgli hafa
eingöngu leitt til þess að stofninn færir sig til innan
svæðisins. Til þess að ná árangri i að halda stofninum
niðri þyrfti líklega að fella 22.000 fúgla á ári og er kostn-
aður við það ekki undir 12 millj. kr. á ári.
244