Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 57
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM
Fulltrúar Sandgerðisbæjar á fundinum, talið frá vinstri, Óskar Gunnarsson, forseti
bæjarstjórnar, Jóhanna S. Norðfjörð bæjarfulltrúi, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæj-
arstjóri og bæjarfulltrúarnir Sigurbjörg Eiríksdóttir, Reynir Sveinsson og Eyþór Jóns-
son. Myndinar með greininni tók Oddgeir Karlsson.
Tekjustofnar sveitarfélaga
Aðalfitndur SSS 1999 beinir þeirn
eindregnu tilmælum til Alþingis og
tekjustofnanefndar, sem félagsmála-
ráðherra hefur skipað, að við endur-
skoðun tekjustofna sveitarfélaga
verði sveitarfélögum tryggðir nauð-
synlegir tekjustofnar til að sinna þeim
verkefnum sem þeim eru falin sam-
kvæmt lögum og reglugerðum.
Aðalfimdur SSS telur nauðsynlegt
að Alþingi og tekjustofnanefnd taki
til sérstakrar skoðunar þá tekjuskerð-
ingu og aukin útgjöld sem sveitarfé-
lög hafa orðið fyrir vegna breytinga á
skattalögum. Lögð er áhersla á að
sveitarfélögunum verði nú þegar bætt
umrædd skerðing.
Aðalfundur SSS vekur athygli á
því að samkvæmt skýrslu nefndar um
fjármálaleg samskipti ríkis og sveitar-
félaga 1990-1997 kemur í ljós að að-
gerðir ríkisvaldsins hafa skert fjárhag
sveitarfélaganna um 14 til 15 millj-
arða á tímabilinu. Fundurinn tekur
undir efni skýrslunnar og ítrekar að
bæta verði sveitarfélögunum þessa fjármuni.
Vegamál
Aðalfundur SSS 1999 krefst þess að tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar verði flýtt frá því sem nú er gert
ráð fýrir í vegaáætlun.
Jafnframt verði hafinn undirbúningur að Suðurstrand-
arvegi frá Þorlákshöfn um Grindavík, Reykjanesvita,
Hafnir og Ósabotna að Stafhesi.
Tillögu að ályktuninni jylgdi svofelld greinargerð:
Umferð um Reykjanesbraut jókst um 8% milli áranna
1997 og 1998 samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinn-
ar. Umferð um brautina við Straumsvík á árinu 1997 var
alls 5870 bifreiðar á sólarhring en 6330 á árinu 1998.
Fyrirhuguð stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og
stóraukin umsvif þar vegna vaxandi farþega- og fragt-
flugs auka enn á umferð á álagstímum brautarinnar. Slys
á kaflanum frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur hafa verið
að meðaltali 40 á ári á árunum 1992-1996.
Með nýrri kjördæmaskipan er brýnt að tengja saman
væntanlegt Suðurkjördæmi með Suðurstrandarvegi sem
og til að þjóna atvinnulífinu.
Stjórn SSS
Fyrir næsta starfsár voru eftirtalin tilnefnd í stjóm
SSS: Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjómar í Reykja-
nesbæ, Hallgrimur Bogason, forseti bæjarstjórnar
Grindavíkurkaupstaðar, og Óskar Gunnarsson, forseti
bæjarstjómar Sandgerðisbæjar, Sigurður Jónsson, sveit-
arstjóri Gerðahrepps, og Þóra Bragadóttir, oddviti Vatns-
leysustrandarhrepps.
A fýrsta fundi sínum skipti nýkjörin stjóm með sér
verkum þannig að Sigurður Jónsson er formaður, Skúli
Skúlason varaformaður og Hallgrímur Bogason ritari.
Einnig kaus fundurinn fjóra fulltrúa á samráðsfund
Landsvirkjunar.
Skoöunarferö og kvöldveröur
Við lok fundar á föstudeginum var fundarmönnum
boðið í skoðunarferð um Reykjanesbæ undir Ieiðsögn
heimamanna þar sem ýmsar framkvæmdir vom skoðað-
ar, m. a. Heiðarskóli, sem er nýr og glæsilegur gmnn-
skóli.
Að loknum aðalfúndi á laugardeginum var kvöldverð-
ur fýrir fúndarmenn og maka í boði SSS í KK-salnum í
Reykjanesbæ.
Fundargerð aðalfundarins má finna á vefsíðu Sam-
bands sveitarfélaga á Suðumesjum: http://www:sss.is
247