Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 61
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Samgöngu- og atvinnumálanefnd aöalfundarins. Við enda borðsins, hið næsta
Ijósmyndaranum, er formaður nefndarinnar, Jón Hólm Stefánsson, bæjarfulltrúi í
Ölfusi, handan hans sér á Hjörleif Brynjólfsson, forseta bæjarstjórnar í Ölfusi,
síðan er Drífa Hjartardóttir, alþingismaður og hreppsnefndarfulltrúi í Rangár-
vallahreppi, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Holta- og Landsveit, standandi, Stein-
þór Vigfússon, hreppsnefndarmaður í Mýrdalshreppi, bæjarfulltrúarnir Björn
Gíslason, innstur vinstra megin borðsins, og Torfi Áskelsson í Árborg, handan
hans, Kjartan Lárusson, hreppsnefndarmaður í Laugardalshreppi, Bryndís Harð-
ardóttir, hreppsnefndarmaður í Mýrdalshreppi, og Ragnar Sær Ragnarsson,
sveitarstjóri í Biskupstungnahreppi, sem snýr baki í Ijósmyndarann, Þorvarð
Hjaltason, sem tók myndirnar sem frásögninni fylgja.
verðlag og þjónustu varðar.
í ljósi þess að boðkerfi Landssímans
verður lagt niður á næstunni verður að
tryggja bætta þjónustu í farsímakerfmu
enda er um afar brýnt öryggismál að
ræða. Styrkja verður farsímakerfin svo
þau geti tekið við þessu þjónustu- og ör-
yggismáli.
Stækkun hafnar í Þorlákshöfn
Aðalfundur SASS 2000 skorar á al-
þingismenn Suðurlands að beita sér af
miklum þunga fyrir umtalsverðri stækk-
un hafnarinnar í Þorlákshöfn. Þær áætl-
anir sem nú er unnið að hjá Siglinga-
málastofnun um verulega stækkun hafn-
arinnar sýna að slík framkvæmd er hag-
kvæm. Stór hafskipahöfn í Þorlákshöfn,
sem sinnt gæti umtalsverðum inn- og út-
flutningi auk núverandi þjónustuhlut-
verks, mun skapa margvísleg tækifæri
til atvinnusköpunar og jákvæðrar
byggðarþróunar fyrir Suðurland allt.
Styrking landbúnaðar
Aðalfúndur SASS 2000 vekur athygli
á þeim miklu möguleikum sem Suður-
land hefúr ffam að bjóða til fjölbreyttrar
landbúnaðarframleiðslu. Landbúnaður,
úrvinnslugreinar hans og ýmis atvinnu-
starfsemi tengd landbúnaði er umtals-
verður þáttur í lífsviðurværi á Suður-
landi. Aðalfúndurinn lýsir áhyggjum sínum af núverandi
afkomu þessarar atvinnugreinar og hvetur til raunhæffar
sóknar sem styrkt geti atvinnugreinina. í því sambandi
er horft til starfsemi Búnaðarsambands Suðurlands, af-
urðastöðva bænda á Suðurlandi og jákvæðra aðgerða
ríkisvaldsins varðandi samkeppnisstöðu íslenskrar og
erlendrar landbúnaðarffamleiðslu.
Styrking jaðarbyggða
Aðalfúndur SASS 2000 skorar á ríkisvaldið að tryggja
svo sem kostur er viðgang og vöxt jaðarbyggða. Mörg
þau vandamál sem slíkar byggðir fást við verða ekki
milduð nema með tilstyrk ríkisvaldsins og leggur aðal-
fúndurinn áherslu á það.
Sameiginlegt orkufyrirtæki á Suðurlandi og Suður-
nesjum
Aðalfundur SASS 2000 styður eindregið að hug-
myndir um sérstakt orkufyrirtæki sem næði til Suður-
lands og Suðumesja verði kannaðar til hlítar.
Jöfnun raforkuverðs
Aðalfúndur SASS 2000 skorar á iðnaðarráðherra og
Alþingi að nú þegar verði gripið til nauðsynlegra ráðstaf-
ana til að jafna orkuverð í landinu. Ekki er vansalaust
fyrir stjómvöld hvað lítið er aðhafst í þessum efúum á
sama tíma og herðir á fólksflóttanum til Reykjavíkur,
sérstaklega með tilliti til þess að orkufyrirtækin em öll í
opinberri eigu.
Raforkubændur/smávirkjanir
Aðalfundur SASS 2000 hvetur til þess að sköpuð
verði skilyrði fyrir eigendur smárra raforkuvirkjana til að
þeir geti selt umffamorku inn á stærri markað.
Þrífösun rafmagns/styrking dreifikerfis
Aðalfundur SASS 2000 skorar á yfirvöld raforkumála
og Rafmagnsveitur ríkisins að undinn verði bráður bugur
að styrkingu raforkudreifikerfisins og jafnframt að þrí-
fösun raffnagns.
Tekjustofnar og verkefni ríkis og sveitarfélaga
Aðalfúndur SASS 2000 skorar á ríkisstjóm og Alþingi
að vinna nú þegar að eftirtöldum verkefnum:
a) Að 15% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stofn-
kostnaði og meiri háttar viðhaldi heilbrigðisstofnana falli
25 1