Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 63

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 63
LEIKSKÓLAR Blómlegt starf undir nýju nafni Bergur Felixson, framkvœmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur Á síðasta ári var nafni Dagvistar bama í Reykjavík breytt í Leikskól- ar Reykjavíkur. Þetta var gert í ffamhaldi af samþykkt borgarstjóm- ar um starf leikskólaráðs. Tilgangur breytinganna er að laga reglur um starfsemina að lögum um leikskóla frá 1994. I þeim lögum segir að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og því hluti af íslenska skólakerfinu. Þess vegna er nú talað um leikskóla í lögunum í staðinn fyrir dagvistar- heimili. Á aldamótaárinu 2000 nær starf- semi Leikskóla Reykjavíkur til 73 leikskóla og 22 gæsluleikvalla. Auk þess em í gildi þjónustusamningar um rekstur tveggja leikskóla í eigu Reykjavíkurborgar. Skrifstofa Leik- skóla Reykjavíkur hefur umsjón og eftirlit með daggæslu bama í heima- húsum, en nú em um 230 dagmæð- ur með starfsleyfi frá Reykjavíkur- borg. Þá hafa 14 foreldra- eða einkareknir leikskólar rekstrarleyfi og fá rekstrarstyrki úr borgarsjóði. Þessi starfsemi, sem Leikskólar Reykjavíkur reka eða hafa umsjón með og styrkja, varðar um 7.200 böm, sem er um 86% allra bama í Reykjavík á aldrinum 1-5 ára. Þróun leikskólamála í Reykjavík Síðustu ár hefur þróunin í leik- skólamálum í Reykjavík gengið í þá átt að leikskólum fjölgar jafnt og þétt en gæsluleikvöllum fækkar. Helgast þetta af þeirri staðreynd að reykvískir foreldrar vinna báðir full- an vinnudag og nægir því ekki að börnin séu á gæsluleikvelli eða í stuttri dvöl í leikskólanum. Frá árinu 1995 hafa verið byggðir 10 leikskólar, langflestir fjögurra deilda. Byggt hefur verið við 15 leikskóla og þeir stækkaðir og einnig hafa miklar lagfæringar átt sér stað í eldri leikskólum til að að- laga þá breyttum tímum. Þá hefur rekstur sjö leikskóla sem sjúkrahús- in í Reykjavík ráku verið yfirtekinn samkvæmt sérstöku samkomulagi og einnig bættist við einn leikskóli þegar Kjalameshreppur og Reykja- víkurborg sameinuðust árið 1998. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun leikskóla hefur börnum á biðlista ekki fækkað. Það stafar af því að eftirspum eykst stöðugt og þá sér- staklega eftir heilsdagsvistun, sem áður bauðst ekki öllum. Er nú svo komið að hlutfall heilsdagsplássa nálgast um 70% af öllum leikskóla- plássum. Á síðasta ári stóðu Leikskólar Reykjavíkur, eins og margar aðrar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, frammi fyrir erfiðleikum við að manna allar stöður í leikskólum. Á þenslutímum í samfélaginu verður baráttan um starfsfólk æ harðari, en jafnffamt eykst þörf fyrir leikskóla- pláss, eins og áður segir. Leiddi þetta m.a. til þess að ekki var hægt að fúllvista í öll pláss í leikskólum borgarinnar sl. haust og fram eftir vetri. Gripið hefúr verið til ýmissa ráða Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, veitir viðtöku viðurkenning- arskjali úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra „fyrir öndvegisstarf þar sem tekist er á við krefjandi og skapandi verkefni af faglegum metnaði" hinn 21. júní sl. Ljósmyndina tók Jóhannes Long. 253

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.