Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 66

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Oddný H. Björgvins- dóttir bæjarbóka- vörður í Garðabæ Erla Jónsdóttir lét af störfum sem bæjarbókavörður í Garðabæ hinn 1. nóvember 1999. Oddný H. Björg- vinsdóttir tók við starfí hennar frá sama tíma. Oddný er fædd í Reykjavík 28. janúar 1949. Foreldrar hennar eru Guðfinna Guð- laugsdóttir hús- móðir, sem lést árið 1998, og B j ö r g v i n Ólafsson biffeið- arstjóri. Oddný lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1970, stund- aði nám í sálarffæði við Háskóla ís- lands 1972-1974, kenndi við Breið- holtsskóla í Reykjavík 1974-1980, var búsett í Hamborg í Þýskalandi 1980-1983, var kennari við Flata- skóla í Garðabæ 1983-1985 og kennari og skólasafnvörður við Hofsstaðaskóla í Garðabæ 1990-1999. Hún lauk B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla íslands vorið 1997. Oddný er gift Gunnari Gröndal, innkaupastjóra hjá SÍF, og eiga þau þrjú böm. Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menning- arsviðs Seltjarnar- neskaupstaðar i ^ | Lúðvík Hjalti Jónsson hefur 1 verið ráðinn for- stöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarnes- kaupstaðar frá 14. ágúst sl. Lúðvík er fæddur í Reykjavík 5. janúar 1959. Foreldrar hans eru Guðrún Hjaltadóttir, deildarstjóri á Heilsuvemdarstöðinni i Reykjavík, og Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Reykjavikurborg, sem lést árið 1985. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1979 og kandídatsprófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands 1984. Lúðvík var ráðinn forstöðumaóur hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga 1984, var starfsmaður Launanefndar sveitarfélaga ffá sama tíma og deildarstjóri launadeildar sambandsins frá 1996. Hann hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum á vegum launanefhdar og sambands- ins. Eiginkona Lúðvíks er Gerður Gústavsdóttir iðjuþjálff. Þau eiga tvö böm, dreng og stúlku. Stálslegid öryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. I V) Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 — 256

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.