Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  264. tölublað  99. árgangur  JÓLAGJAFAHANDBÓK VIÐSKIPTABLAÐ FINNUR.IS THEÓDÓR LEIKARI JÚLÍUSSON SAFNAR VERÐLAUNUM ELDFJALL VÍÐA UM HEIM 40 –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG Hann er búinn Toyota Touch kerfinu með snertiskjá Erum á Toyota á Íslandi TOYOTATOUCH& GO Nýr Yaris ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 56 74 5 11 /1 1 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Lítið sem ekkert eftirlit er með gæð- um og innihaldi máltíða sem grunn- skólanemendum er boðið upp á. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur að eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Eina eftirlitið virðist vera í hönd- um heilbrigðiseftirlits sveitarfélag- anna, sem fyrst og fremst hefur eft- irlit með þrifum og geymslu matvælanna. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg hafa all- ar skólamáltíðir þar verið fram- reiddar samkvæmt ráðleggingum frá embætti Landlæknis, en tals- maður embættisins segir að það hafi ekki eftirlit með því hvað sé á mat- seðlum grunnskólanna. Þrjár reykvískar mæður grunn- skólabarna gerðu alvarlegar at- hugasemdir við skólamáltíðir í grunnskólum Reykjavíkur á síðasta vetri. Meðal þess sem þeim þótti ábótavant er skortur á eftirliti. Ein þeirra, Margrét Gylfadóttir, segir að þeim hafi verið boðið á nokkra fundi með borgaryfirvöldum, en fátt hafi breyst í þessum efnum. Innkaup á matvælum fyrir mötu- neyti grunnskóla borgarinnar eru samræmd, sem felur í sér að ein- ungis má versla við tiltekna birgja. Að mati Margrétar er það hluti vandans, matreiðslumenn í skólum hafi því ekki tök á að elda annars konar mat, þrátt fyrir að þeir vildu það gjarnan. »9 Matur án eftirlits  Ekkert opinbert eftirlit er með inni- haldi skólamáltíða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skólamáltíðir Lítið eftirlit er með innihaldi þeirra og gæðum. Þessar 9-12 ára gömlu stúlkur í KFUM & K voru önnum kafnar í gær við að pakka „jólum í skó- kassa“ vestur á Aflagranda í Reykjavík. KFUM & K efndu nú til verkefnisins áttunda árið í röð. Fólk skreytir skókassa með jólapappír og setur í hann gjafir t.d. ritföng, föt, leikföng, hreinlætisvörur og sælgæti. Kassinn er svo merktur eftir því hvort innihaldið er ætlað dreng eða stúlku og á hvaða ald- ursbili. Gjöfunum verður dreift til þurfandi barna í Úkraínu en þar ríkir mikil fátækt. »14 Morgunblaðið/Golli Jólagjafir leggja í langferð „Jól í skókassa“ áttunda árið í röð Páll Halldórsson, stjórnarformaður Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir að verði ekki tekið á vanda A-deildar sjóðsins muni staða hennar bara versna. Hann segir að eina lausnin sé að ríkið hækki iðgjaldið í samræmi við ákvæði laga um sjóðinn. Sam- kvæmt mati tryggingastærðfræðings er 47 milljarða munur á eignum og framtíðar- skuldbindingum A-deildar. Ef jafna á þenn- an mun þarf að hækka iðgjaldið um 4%. Það myndi kosta rík- issjóð yfir 5 milljarða á ári. ASÍ og SA gerðu sam- komulag við gerð síðustu kjarasamninga um að lífeyr- iskjör allra laun- þega yrðu jöfn- uð á árunum 2014 til 2021, en samkomulagið byggðist á þeirri forsendu að ið- gjaldið sem ríkið greiðir vegna sinna starfsmanna sé 11,5%. Það samkomulag er í uppnámi ef ríkið hækkar iðgjald í LSR í 15,5%. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, segir að félagar í al- mennu lífeyrissjóðunum hafi tekið á sig skerðingu á síðustu árum vegna hrunsins. Það gangi ekki að þeir þurfi líka að greiða það áfall sem LSR varð fyrir vegna hruns- ins. Lífeyrisréttindi í LSR eru ríkistryggð. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frum- varp á Alþingi sem heimilar LSR að hafa allt að 15% mun á réttindum og eignum. Páll segir að með þessu sé bara verið að fresta vandanum. egol@mbl.is »6 Vandi LSR að aukast  Yfir 400 milljarða vantar inn í LSR Mikill halli » Skuldbindingar B-deildar LSR eru 513 milljarðar, en eignir nema 187 milljörðum. » Munur á eignum og skuldbindingum A-deildar er 47 milljarðar. » Munur á eignum og skuldum Lífeyr- issjóðs hjúkr- unarfræðinga er 39 milljarðar.  Green Lofoten, systurskip flutn- ingaskipsins Ölmu sem missti stýrið í Hornafjarðarósi aðfaranótt laug- ardags, kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi. Umskipa á farminum úr Ölmu og gæti verkið tekið 4-5 daga að mati Garðars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Nesskipa, sem annast umboð fyrir útgerð Ölmu. Garðar sagði að Green Lofoten hefði ekki verið langt frá og auð- sótt mál að fá skipið til flutning- anna. Ekkert liggur fyrir um hvort farið verður fram á sjópróf vegna óhappsins. Stýri Ölmu er ófundið enda hefur ekki viðrað vel til leitar. Krafa til tryggingar björgunar- launum var lögð fram í gær, að sögn Garðars. gudni@mbl.is Systurskip Ölmu komið til hjálpar Alma Skipið í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Morgunblaðið/Albert Kemp  Þeir sem keppa við Skýrr á upplýsinga- tæknimarkaði eru afar gagnrýnir á framgöngu Skýrr á markaði og segja nánast vonlaust að keppa við fyrirtækið, sem ástundi undirboð. Skýrr hafi svo sterka stöðu á markaði í skjóli þeirra eignatengsla sem fyrirtækið hefur við Framtakssjóð og Lands- bankann. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Spenna á milli Skýrr og keppinauta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.