Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Eplasafi 89kr ...opið í 20 ár Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Útför Eiríks Guðnasonar, fyrrverandi seðla- bankastjóra, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Eiríkur starfaði við Seðlabankann allt frá árinu 1969. Þar gegndi hann stöðu forstöðumanns pen- ingamáladeildar, aðalhagfræðings og aðstoð- arbankastjóra áður en hann tók við starfi seðla- bankastjóra árið 1994. Gegndi hann því starfi til ársins 2009. Séra Sigurður Arnarson jarðsöng og Árnes- ingakórinn í Reykjavík söng við athöfnina. Líkmenn voru, frá vinstri, þeir Jón Sigurðs- son, Guðni Kolbeinsson, Ingvar A. Sigfússon, Ágúst Ágústsson, Björn Ólafur Hallgrímsson, Sveinn Erling Sigurðsson, Gestur Ólafur Karls- son og Davíð Oddsson. Eiríkur Guðnason borinn til grafar Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsafriðunarnefnd hefur ákveðið að skyndifriða Skálholtskirkju, Skál- holtsskóla og nánasta umhverfi. Í kjölfar ákvörðunar nefndarinnar voru framkvæmdir við endurbygg- ingu Þorláksbúðar stöðvaðar. Þor- láksbúðarfélagið hóf í fyrradag að setja upp grind inni í tóftinni. Búið er að tjalda yfir hana. Húsafriðunarnefnd kynnti mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína í gær, en ráðherra tekur endanlega ákvörðun um friðun húsa sem nefndin gerir tillögu um. Nikulás Úlfar Másson, forstöðu- maður nefndarinnar, segir að sam- kvæmt mati nefndarinnar séu kirkj- an og skólinn meðal vönduðustu bygginga 20. aldar á Íslandi. „Við teljum að þessar byggingar í Skál- holti myndi eitt fegursta rými í nú- tímabyggingarlist á landinu, þ.e. manngert rými. Þegar skólinn er hannaður, þá er hann hannaður með miklu tilliti til kirkjunnar. Þarna er gífurlega fallegt samtal á milli sem við teljum að bygging þessa húss [Þorláksbúðar] á þessum stað komi til með að rjúfa. Við teljum að það sé það mikið í húfi þarna að þetta beri að friða,“ segir Nikulás. Skyndifrið- un gildir í tvær vikur en innan þess tíma þarf ráðherra að taka endan- lega ákvörðun. »8 Kirkja og skóli á Skál- holtsstað friðuð í skyndi Morgunblaðið/RAX Skálholtsstaður Húsafriðunarnefnd hefur farið fram á skyndifriðun.  Framkvæmdir við Þorláksbúð voru hafnar á ný en hafa nú verið stöðvaðar  Húsafriðunarnefnd ákvað skyndifriðun Skip Hafrannsóknastofnunarinnar voru enn við bryggju í gær vegna verkfalls undirmanna, einnig er ósamið við skipstjórnarmenn og vél- stjóra á skipunum. Engir nýir fundir höfðu verið boð- aðir vegna kjaradeilu Sjómanna- félags Íslands, vegna undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar- innar, við samninganefnd ríkisins (SNR), að sögn Jónasar Garð- arssonar, formanns samninga- nefndar sjómanna, síðdegis í gær. Síðast var fundað í deilunni fyrir rúmri viku eða 2. nóvember. Kjara- deilunni var vísað til ríkissáttasemj- ara 7. september sl. og hófst verkfall undirmanna á hafrannsóknaskipum 28. september. Kjaradeilu Félags skipstjórn- armanna (FS) og SNR vegna yf- irmanna á skipum Hafrannsókna- stofnunarinnar var vísað til ríkissáttasemjara 26. september. Síðast var fundað 3. nóvember. Guð- jón Ármann Einarsson, fram- kvæmdastjóri FS, sagði að félagið hefði ekki boðað verkfall. Hann taldi ólíklegt að yfirmenn gerðu kjara- samning á meðan undirmenn væru í verkfalli. Einnig er ósamið við vél- stjóra á hafrannsóknaskipunum. gudni@mbl.is Hæga- gangur hjá Hafró  Fundur ekki boðaður í kjaradeilu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafróverkfall Undirmenn á skip- unum fóru í verkfall 28. september. Loðnuskip HB Granda, Lundey NS 14 og Ingunn AK 150, voru við loðnuleit innan grænlensku lögsög- unnar um 150 sjómílur norður af Horni í gærkvöldi. Skammt frá var grænlenska loðnuskipið Erika. Bræla hefur verið á þessum slóð- um frá því íslensku skipin komu þangað, að sögn Arnþórs Hjörleifs- sonar, skipstjóra á Lundey, í gær- kvöldi. Arnþór sagði að Ingunn AK hefði kastað einu sinni í gærmorgun en ekkert komið út úr því. Þeir höfðu þó séð einhverjar lóðningar á smá bletti. „Það er bara erfitt að átta sig á þessu þegar veðrið lætur svona,“ sagði Arnþór. Hann hafði ekki trú á að veðrið batnaði næsta sólarhring- inn. gudni@mbl.is Bræla á loðnumið- unum Ljósmynd/HB Grandi Lundey NS Tvö íslensk skip voru á loðnu í grænlensku lögsögunni. Útgjöld rík- issjóðs hækka um tæplega 2,6 milljarða og tekjur lækka um rúmlega tvo milljarða frá fjárlögum yf- irstandandi árs samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjár- laganefndar við fjáraukalaga- frumvarp ársins. Fjárlaganefnd afgreiddi frum- varpið til fjáraukalaga til annarrar umræðu á Alþingi í gær, samkvæmt upplýsingum Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns fjár- laganefndar. Meirihluti nefndarinnar sam- þykkti að veita fjármálaráðherra lánsheimild vegna Vaðlaheiðar- ganga upp á einn milljarð. Í nefnd- aráliti segir að forsendur Alþingis vegna ákvörðunar um að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga hafi verið að framkvæmdin standi undir sér að öllu leyti. Ríkisútgjöld hækka um 2,6 milljarða Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, and- aðist í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði, áttræður að aldri. Matthías fæddist í Hafnarfirði 6. ágúst 1931 og var sonur hjónanna Árna Matt- híasar Mathiesen, lyfjafræðings og kaup- manns, og konu hans, Svövu E. Mathiesen húsmóður. Matthías lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951 og lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957. Hann fékk réttindi héraðsdóms- lögmanns 1961 og hæstaréttarlög- manns 1967. Matthías var spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1958-67, rak málflutn- ingsskrifstofu 1967-74 og svo frá 1991. Matthías gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum um ævina. Hann var kjörinn á Al- þingi árið 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var þingmaður Reyk- nesinga samfleytt til 1991. Hann var fjár- málaráðherra 1974-78, viðskiptaráðherra 1983-85, utanrík- isráðherra 1986-87 og samgönguráðherra 1987-88. Eftirlifandi eiginkona Matthíasar er Sigrún Þ. Mathiesen. Þau eign- uðust þrjú börn; Árna Matthías, Halldóru og Þorgils Óttar, sem öll lifa föður sinn. Andlát Matthías Á. Mathiesen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.