Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011               !" #  $  %  &&Næsta námskeið byrjar 16. nóvember 2011 Hin séríslenska ESB-firringverður æ dularfyllri eins og Vinstrivaktin bendir á:    Á sama tíma ogÖssur segir á Alþingi að Íslend- ingar eigi að ganga í ESB, „enda sé það pólitískt heilbrigð- isvottorð fyrir ESB að ríki vilji þangað inn“ lýsir leiðtogi já-hreyfingarinnar í Noregi því yfir að ESB sé vitfirring („galskap“), sem bjóði stanslaust upp á kreppufundi, kreppupakka og ör- þreyttar taugar („EU er blitt en fast leverandør av krisemøter, krise- pakker og tynnslitte nerver“).    Leiðtogi já-hreyfingarinnar, Pa-al Frisvold, lét þessi orð falla á kappræðufundi í Halden sem norska utanríkisráðuneytið stóð fyrir. Hann bætti því við að jákvæð afstaða til ESB-aðildar hljómaði í dag eins og gríska. Ummæli Paal Frisvold eru auðskiljanleg í ljósi þess að samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun í Noregi sem gerð var af Synovate (Aegis Group) fyrir Dagbladet myndu aðeins 12% kosn- ingabærra manna í Noregi segja já við ESB-aðild.    Félagafjöldi í norsku Evr-ópuhreyfingunni fer stöðugt minnkandi og er nú kominn niður í 4500 að sögn Aftenposten en til samanburðar eru félagar í hreyf- ingunni „Nei til EU“ um 30.000.    En á Íslandi eigum við utanrík-isráðherra sem rökstyður um- sókn um inngöngu í ESB með því að Íslendingar verði að gefa „vitfirr- ingunni“ í ESB og á evrusvæðinu heilbrigðisvottorð!!!“ Össur Skarphéðinsson Er ekki allt í lagi? STAKSTEINAR Paal Frisvold Veður víða um heim 9.11., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað Vestmannaeyjar 9 rigning Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 7 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 alskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 6 þoka Brussel 12 skýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 11 skýjað London 13 heiðskírt París 16 léttskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 6 þoka Berlín 5 þoka Vín 8 þoka Moskva 2 alskýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -1 alskýjað Montreal 12 skýjað New York 16 heiðskírt Chicago 15 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:40 16:45 ÍSAFJÖRÐUR 10:01 16:33 SIGLUFJÖRÐUR 9:45 16:15 DJÚPIVOGUR 9:13 16:10 Egill Ólafsson egol@mbl.is Séra Gunnlaugur Stefánsson, prest- ur í Heydölum sem sæti á í kirkju- ráði, segist vera ósammála því sjón- armiði að erfingjar höfundarréttar Skálholtskirkju eigi að ráða stað- setningu húsa sem byggð eru í Skál- holti. Hann segir einnig að Húsafrið- unarnefnd hafi með ályktun sinni um Þorláksbúð reynt að krefjast valds sem nefndin hafi ekki sam- kvæmt lögum. Það sé Fornleifa- verndar ríkisins að veita umsögn í málinu og hún hafi samþykkt stað- setningu Þorláksbúðar og bygging- arleyfi samkvæmt skipulagslögum hafi verið gefið út. Kynntu sér sjónarmið rétthafa Húsafriðunarnefnd samþykkti ályktun í haust þar sem lagst er gegn því að Þorláksbúð verði stað- sett í rústum gömlu Þorláks- búðar sem eru skammt frá kirkj- unni. Í ályktun nefndarinnar er vísað sérstaklega til þess að nefnd- in fari með lög- sögu í málinu samkvæmt 3. og 4. grein laganna.. Gunnlaugur segir að ef þessar lagagreinar eru lesnar megi öllum vera ljóst að nefndin hafi enga lög- sögu í þessu máli nema gripið sé til heimildar í lögunum um skyndi- friðun. Hann segir að nefndin eigi að stuðlar að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar og meta hvaða hús sé rétt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til menntamálaráðherra. Ekkert hús í Skálholti sé friðað. Þegar kirkjuráð ákvað í haust að fara þess á leit við Þorláksbúðar- félagið að fresta framkvæmdum meðan því gæfist tóm til að fara bet- ur yfir málið var m.a. tekið fram að það ætlaði að kanna höfundarrétt- indi Skálholtskirkju. Hörður H. Bjarnason, sonur Harðar Bjarna- sonar, sem teiknaði Skálholtskirkju, segir að kirkjuráð hafi ekkert rætt við þá sem fara með höfundarétt kirkjunnar. Gunnlaugur segir að Hörður hafi sent bréf til kirkjuráðs og afstaða höfundarrétthafa hafi því legið fyrir í málinu. Kirkjuráð hafi farið yfir þessi sjónarmið. Hann segist vera ósammála því að erfingjar höfund- arréttinda eigi að ráða staðsetningu húsa á Skálholtsstað. Hlutverk kirkjuráðs var að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum í sam- bandi við byggingu þessa húss og það hefur verið gert. Það hafa skipu- lagsyfirvöld einnig staðfest með út- gáfu byggingarleyfis. Helgi Kjartansson bygginga- fulltrúi segir að bygginganefnd hafi samþykkt framkvæmdina í fyrravor. Gera hafi þurft breytingu á teikn- ingu vegna brunavarna og m.a. þess vegna hafi dregist að gefa út bygg- ingarleyfi. Stjórn Arkitektafélagsins ætlar að fjalla um höfundarréttarmál Skálholtskirkju á fundi á morgun. Gagnrýnir Húsafriðunarnefnd  Séra Gunnlaugur Stefánsson sem sæti á í kirkjuráði telur að erfingjar höfund- arréttar Skálholtskirkju eigi ekki að ráða staðsetningu húsa í Skálholti Þorláksbúð Skiptar skoðanir eru um hvort staðsetja eigi Þorláksbúð í rústinni. Gunnlaugur Stefánsson Úrbótanefnd sem kirkjuþing skip- aði í júní 2011 til að vinna úr til- lögum sem fram koma í rannsókn- arskýrslu kirkjuþings skilar áfangaskýrslu á kirkjuþingi um helgina. Kirkjuþing hefst í Grens- áskirkju laugardaginn 12. nóv- ember með setningarathöfn kl. 9.00. Fyrir þinginu liggja 36 mál. Meðal mála má nefna tillögu til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga þar sem gert er ráð fyrir talsverðum breytingum á nú- gildandi lögum. Gert er ráð fyrir því að milliþinganefnd hafi frum- varpið áfram til meðferðar og skili endanlegum tillögum á kirkjuþingi 2012. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leik- menn, auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands. Úrbótanefnd skilar áfangaskýrslu til kirkjuþings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.