Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 11

Morgunblaðið - 10.11.2011, Page 11
Morgunblaðið/Ómar Lífsstíll Erla Gerður Sveinsdóttir læknir segir mataræði, hreyfingu og daglegar venjur skipta máli. ekki vera lagða á þyngd kvennanna heldur frekar á lífsstílsbreytinguna. Að konurnar átti sig á stöðu sinni og hvernig þær geti komið sér af stað til að bæta heilsu sína. Þó þurfi konur sem eru of þungar vissulega ekki að þyngjast meira á meðgöngu. Með fræðslunni sé stuðlað að því að kon- urnar fari að lifa heilbrigðara lífi og hreyfi sig eftir góðum leiðbeiningum. Í Heilsuborg er góð aðstaða fyrir barnshafandi konur en svokölluð easy line-tæki sem þar eru þarf hvorki að stilla né læra sérstaklega á. Tækin laga sig einfaldlega eftir hverjum ein- staklingi þannig að ekki er hætta á að fólk fari fram úr sjálfu sér. Þá taka þau á öllum vöðvahópum líkamans á stuttum tíma. Erla Gerður segir slíkt æfingaprógramm vera eina af mögu- legu leiðunum til að hreyfa sig en einna mikilvægast sé að kon- urnar velji sér hreyfingu sem þeim finnist skemmtileg. Hvað varðar hreyfingu á með- göngu segir Erla Gerður að huga beri að nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi þurfi að skoða í hvaða ástandi hver og einn einstaklingur er og hvernig sé best að byrja. Almennt þurfi að hafa í huga að öll liðbönd verða slakari og því verði að passa upp á grindina, bakið og stoðkerfið. Líkamsstaðan og beitingin skipti langmestu máli og það kenni Anna sjúkraþjálfari meðal annars. Mataræðið of einhæft Erla Gerður segir offitu hafa aukist mjög hratt hér á landi og sem samfélag hafi fólk sofnað á verðinum. „Mataræði, hreyfing og dag- legar venjur skipta máli. Að konurnar vinni með viðhorf sín og skoði sjálfar sig. Oft er mikil óregla á mataræði og það er of einhæft til að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarfnast. Líkaminn er því alltaf í ójafnvægi og markmið okkar er að koma þessu jafnvægi á á ný til að allt verði auð- veldara. Það vakir líka fyrir okkur að horfa á einstaklinginn sem er að koma í heiminn og hans vegferð. Það er mikilvægt að barnið fái góða nær- ingu strax í móðurkviði og að móðirin sé meðvituð um hvað sé mikilvægt í þeim efnum. Þetta getur dregið úr heilsufarslegum vanda síðar meir á ævi barnsins,“ segir Erla Gerður. Hún segir næringarfræðsluna byggj- ast á því sem er best þekkt í dag og miða að því að konurnar átti sig á því sem búi að baki ráðleggingunum. Leyfi til að slaka á „Við vitum að þörfin er mikil og viljum hvetja konur til að mæta. Þær geta síðan valið sér þá leið sem þær vilja í framhaldinu. Ég hef engar rannsóknir fyrir mér í þessu en hef á tilfinningunni að í gegnum tíðina hafi konur gefið sér leyfi til að þyngjast á meðgöngunni og slaka á þeirri stýr- ingu sem þær höfðu því það væri eðli- legt ástand að fitna. En það er það ekki og nú er orðin meiri vakning og fræðsla í samfélaginu. Það er mik- ilvægt því ég held að þjóðfélagið sé að breytast þannig að þeir sem eru hraustir og passa upp á heilsuna gera það mjög vel en þeir sem eru komnir í óefni með þyngdina eru að þyngjast meira. Skilin eru því að verða meiri,“ segir Erla Gerður. Fræðslufundirnir verða haldnir fyrsta miðvikudag í mánuði í Heilsu- borg og verður sá næsti haldinn 7. desember. Þeir hefjast klukkan 14.30 og er aðgangur ókeypis en skráning fer fram í móttöku Heilsuborgar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Stórt Rís 59kr ...opið í 20 ár Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs er heldur betur dugleg að bjóða upp á fjölbreytta menningarviðburði í Slát- urhúsinu á Egilsstöðum. Skemmst er að minnast vel heppnaðra tónleika Mugison og í gær var Spáð í himin- geyminn á Dögum myrkurs, sem inni- hélt meðal annars stjörnuskoðun. Í kvöld kl. 20 verður boðið upp á Hryllingssófabíó þar sem sýnd verður hin sígilda kvikmynd Dr. Jekyll and Mr. Hyde, en hún er frá 1931. Nota- legt að orna sér við meistarastykkið og ekki kostar nema 500 krónur inn. Á morgun föstudag kl. 20.30 verð- ur opnun á því sem einfaldlega heitir talnaruna dagsins: 11.11.11 en þó inn- an sviga: (Það sem gerist í Sláturhús- inu eftir myrkur). Þar mun Listafólk Sláturhússins taka á móti gestum, þau Jóna Björt, Kox, Ásdís, Íris, Dúi, Kári, Erla, Haraldur og Lóa. Í boði verða sýningar um myndlist, tónlist, fatahönnun, kvikmyndalist og ljósmyndun. Á opnuninni verður lif- andi tónlist í höndum Slowsteps. Sýningin stendur til 20. nóv. og vert er að taka fram að frítt er inn. Á laugardagskvöld kl. 21 verða fer- ilstónleikar Dóra Pella. Þar verða sagðar sögur, flutt tónlist og framdir gjörningar. Og sem fyrr er frítt inn. Framundan er girnileg tónlistar- helgi í lok mánaðar því föstudaginn 25. nóv. verða tónleikar með djass- sveitinni ADHD og daginn eftir, laug- ardag 26. nóv., verða tónleikar með sjálfri Lay Low ásamt hljómsveit. Sláturhúsið á Egilsstöðum Hryllingssófabíó og annað fjör Sýning Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur, Perlur, verður opnuð næstkomandi laugardag klukkan 14.00 í Menning- armiðstöðinni Gerðu- bergi. Sýning Magdalenu er um konur en myndefni hennar er skáldskapur í bland við veruleika og fjallar hún oftast um kvenlíkamann á hinum ýmsu stigum frá barn- æsku til hinstu stundar. Sýningarheitið vísar í rit- ið Perlur sem gefið var út árið 1930 en þar stendur: „Leikfimi fyrir konur skal vera kvenleg“ og er hug- myndin að sýningunni runnin frá þessum orð- um. Magdalena Margrét vinnur með grafískri tækni, tré- og dúkristur og hand- þrykk á japanskan pappír. Húnlauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1984 og hefur sýnt í mörgum virtum söfnum og galleríum, t.d. á Norð- urlöndum, Ungverjalandi, Kína, Bandaríkjunum og í nær öllum söfnum hérlendis. Þá eru verk eftir hana í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykja- víkur, Listasafns Kópavogs, Hafnarborgar auk erlendra léna í Svíþjóð. Listasýning Konur Magdalena fjallar um kvenleikann á hinum ýmsu stigum á sýningunni. Leikfimi fyrir konur skal vera kvenleg samkvæmt Perlum Samhliða aukinni þyngd verðandi mæðra hefur tilfellum meðgöngusyk- ursýki fjölgað til muna síðastliðin ár. Meðgöngusykursýki er áhættuþátt- ur sem getur skaðað heilsuna ef ekki er gripið til viðeigandi meðferðar. Þó er vel mögulegt að meðhöndla hana og margar leiðir mögulegar til þess. Meðgöngusykursýki má til að mynda oftast meðhöndla með réttu mataræði. Væg sykursýki á meðgöngu er yfirleitt einkennalaus og er oft- ast greind með sykurþolsprófi. Tilfellum fjölgar MEÐGÖNGUSYKURSÝKI Ljósmyndasýningin Málshættir í fókus verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi laugardag. Það eru félagsmenn í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem sýna verk sín en félagið stendur reglulega fyrir ljós- myndasýningum. Að þessu sinni er þemað málshættir, en myndirnar á sýningunni eiga það sammerkt að túlka íslenska málshætti. Málshættir eru skilgreindir sem skýr stuttorð málsgrein, oftast ein setning, sem skilst án samhengis. Margir þeirra skírskota til almennt viðurkenndra sanninda en aðrir eru einskonar spak- mæli eða lífsspeki. Fjölmargir máls- hættir eru okkur flestum kunnir en aðrir eru minna þekktir. Allt er vænt sem vel er grænt, Allt er hey í harð- indum, Þeir fiska sem róa, Maður er manns gaman, Kalt er kattar gamnið, Margar hendur vinna létt verk, Fold skal við flóði taka og Af litlu verður músin mett eru örfá dæmi um máls- hætti sem fangaðir eru í ljósmyndum á sýningunni. Sýnendur eru alls tuttugu og níu talsins en Fókus, félag áhuga- ljósmyndara var stofnað árið 1999. Það er opið öllum áhugamönnum um ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Markmið félagsins er að skapa vettvang fyrir félagsmenn til að sinna ljósmyndun. Sýningin stendur til 8. janúar 2012 og er opin virka daga kl. 11-17 og kl. 13- 16 um helgar. Hér gefst gestum tæki- færi til að sjá málshættina okkar í glænýju og skemmtilegu ljósi. Ljósmyndasýning Málshættir séðir með augum ljósmyndara á sýn- ingu félags áhugaljósmyndara Oscar Bjarnason Brugðið á leik Málshátturinn Betur sjá augu en auga er skemmtilega túlkaður á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.