Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Tækni Ljósleiðaravæðingin hefur látið bíða eftir sér en bið íbúa við Tjarnargötu í Reykjavík er á enda. Ómar Í ræðu, sem for- sætisráðherra hinnar norrænu velferðar- stjórnar las upp á landsfundi Samfylk- ingar nýlega, lýsti ráðherrann afrekum stjórnarinnar og fyr- irheitum og var ánægð. Sjálfsagt hef- ur þessi stjórn eitt- hvað gert gott. Eða hvað? Fyrsta afrek ráðherrans var að hrekja pólitískan andstæðing úr stöðu seðlabankastjóra ásamt nán- ustu samstarfsmönnum hans, og mun óánægja með pólitíska yf- irburði þess manns hafa ráðið þar ferðinni. Völdin þar voru síðan fengin pólitískum samherjum og fyrrverandi húskarli ráðherrans, sem ekki virðast kunna aðrar að- ferðir við stjórn efnahagsmála en þekktar aðferðir vinstri manna, sem halda okkur í heljargreipum samdráttar og atvinnuleysis. Næsta afrek ráðherrans var að sækja um aðild þjóð- arinnar að ESB gegn vilja meirihluta Al- þingis og þjóðarinnar og með því að þvinga Vinstri græna til stuðnings við umsókn- ina. Ráðherrann lofaði þjóðinni á landsfund- inum, að hún skyldi ljúka málinu á þessu kjörtímabili, þrátt fyr- ir þá staðreynd, að það verður ekki og ár- angurinn er sá helstur að utanríkisráðherra og þjóðin öll eru orðin að aðhlát- ursefni í herbúðum ESB. Þá hét ráðherrann þjóðinni nýrri stjórnarskrá svo hún gæti stært sig af því að hafa fært þjóðinni hina „fullkomnu“ stjórnarskrá, sem ráðherrann taldi aðra stjórn- málamenn hafa svikist um í 67 ár. Stjórnin bjó til ólöglegt „stjórn- lagaráð“ upp úr kosningum, sem þjóðin hafði ekki neinn hug á og Hæstiréttur úrskurðaði ólöglegar. Tillögur þess (400 bls.) virðast nú horfnar í höndum einhverrar nefndar eða ráðs, og enginn sér ástæðu til þess að kynna þær fyrir þjóðinni, sem þó á að greiða at- kvæði um þær. Þá var þjóðinni heitið nýrri skip- an á málum fiskveiðistjórnunar. Árangurinn er tvö frumvörp, sem eru svo vansköpuð, að allir eru í uppnámi, þjóðin, starfsmenn stjórnarráðsins og alþingismenn úr öllum herbúðum. Jafnvel hörðustu hatursmenn útgerðarmanna og fiskverkenda úr liði Samfylkingar eru ráðþrota. Rétt er að geta þess, að ég heyrði ráðherrann ekki lýsa ánægju sinni með þau 7 þúsund (eða voru þau 12 þúsund?) störf, sem hún ætlar að færa þjóðinni (eftir helgi, eða hvað?). Fleira má tína til. Engin ástæða er til þess. For- sætisráðherra er ánægð. Eftir Axel Kristjánsson » Sjálfsagt hefur þessi stjórn eitthvað gert gott. Eða hvað? Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. Ánægja forsætisráðherra Illa er komið fyrir mínum gamla góða samvinnuskóla í með- förum doktors Eiríks Bergmanns í Frétta- tímanum helgina 4.-6. nóvember sl. Eiríkur Bergmann er dósent og forstöðumaður Evr- ópufræðaseturs Há- skólans á Bifröst og titlar sig svo í grein- arskrifum sínum um- rædda helgi. Háskólinn á Bifröst ber því ábyrgð á Evrópusambands- sinnanum sem sakar íslenskan stjórnmálaflokk um hatur á útlend- ingum. Eftirtektarvert var að á þeirri fréttasíðu sem Eiríkur lagði undir sig þessa helgi og var nr. 46 – þá var einmitt auglýsing frá Há- skólanum á Bifröst. Velkomin á Bif- röst – nýir tímar í fallegu umhverfi. Þetta er einstök tilviljun – ef um til- viljun er að ræða – hallast ég held- ur að því að Bifröst hafi fengið þessa auglýsingu ókeypis – á þess- um stað í blaðinu út á andlit og skoðanir doktors Eiríks Evrópu- sambandssinna í gegnum sjóð þann sem sér um að greiða doktornum laun og uppihald í Evrópuáróðr- inum. Þau eru ekki beitt Evr- ópusverðin sem notuð eru til inn- limunar Íslands í Evrópusambandið ef þetta er beittasti hnífurinn í skúffunni. Íslenskir Evrópusam- bandssinnar standa rökþrota gagn- vart þeirri staðreynd að landsmenn vilja ekki sjá að ganga í Evrópu- sambandið. Allt hefur verið reynt, örvæntingin er algjör og spuninn keyrður í botn. Hafa háskólamenn- irnir doktor Eiríkur og Icesave- drottningin Þórólfur Matthíasson farið þar fremstir. Evrurökin halda ekki, heiftarlega hefur verið ráðist að bændum, hætt er að minnast á hagstætt verð á matarkörfum í ESB-ríkjum, kostnaður við aðlög- unarferlið fæst ekki ræddur. Það stendur ekki steinn yfir steini og segja má að rök andstæðinga Evr- ópusambandsins hafi öll komið fram og ræst. Meira að segja er viðurkennt af erlendum sérfræð- ingum að ESB ásælist auðlindir okkar fyrst og síðast. Evrópusam- bandssinnar hafa æst sig máttlausa hingað til yfir þessum stað- reyndum og harðneitað þeim. Fólk er ekki fífl, doktor Eiríkur Berg- mann. Þið Evrópusam- bandssinnar eruð orðn- ir svo þjáðir af örvæntingu vegna þess að þið vitið jafn vel og við Evrópusambands- andstæðingar að af inngöngu Íslands í ESB verður aldrei. Þið eruð því farnir að gera mistök í örvæntingu ykkar – eða við skulum segja – þið notið öll meðul. Grein þín í Fréttatímanum liðna helgi er til marks um það – að grípa til þeirra bragða sem þú notaðir þar – ætti að vera ástæða til að vísa þér úr starfi í Háskólanum á Bifröst. Þar ferðu yfir öfgahreyfingar í Evr- ópu og á Norðurlöndunum og lýsir hatri þeirra á innflytjendum. Þú ferð einnig yfir hin hræðilegu Úteyjarmorð og berð þetta svo allt saman við Framsóknarflokkinn og telur hann hafa breyst í þessa átt hin allra síðustu ár. Ég fyllist við- bjóði, doktor Eiríkur, á samlíking- unni og afþakka slíkar samlíkingar fyrir mína hönd og framsókn- armanna allra. Ég skora á skóla- stjórn Háskólans á Bifröst og rektor skólans að fara yfir hegðun doktors Eiríks sem starfsmanns ríkisstyrkts háskóla. Ekki doktorsins vegna – heldur vegna orðstírs Háskólans á Bifröst. Trúverðugleiki Háskólans á Bifröst Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Íslenskir Evrópu- sambandssinnar standa rökþrota gagn- vart þeirri staðreynd að landsmenn vilja ekki sjá að ganga í Evrópusam- bandið. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins, fé- lags dagforeldra í Reykjavík, spyr hvort undirrituð geri lítið úr starfi dagforeldra í grein hér í Morg- unblaðinu í gær og vís- ar þar til ummæla minna í Ríkisútvarpinu þar sem ég ræddi þann vanda sem margir for- eldrar lenda í varðandi umsjá barna sinna þegar fæðingarorlofi lýkur þangað til leikskólapláss fæst. Ég vil af þessu tilefni taka það fram að ætlun mín var alls ekki að gera lítið úr starfi dagforeldra sem hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna fyrir fjölskyldur í landinu við umsjá og umönnun barna. Hins vegar er sá vandi fyrir hendi að foreldrar geta oft ekki gengið að tryggri dagvistun. Framboð á dagvistun tekur breyt- ingum og sveiflast upp og niður og þannig hefur það verið um marga ára skeið að foreldrar hafa átt erfitt með að fá trygga vistun, hvort sem er hjá dagforeldrum eða leikskólum. Eðli- lega skapar þetta „millibilsástand“ óvissu fyrir margar fjölskyldur og við það átti ég í umræddu viðtali. Efni fréttarinn- ar snerist einmitt eink- um um biðtíma eftir leikskólaplássi og hvort mikilvægt væri að stytta hann en ekki störf dagforeldra. Þá hefur lengi verið rætt hvort lengja eigi fæð- ingarorlof í heilt ár eins og tíðkast víða hjá ná- grannaþjóðum okkar og er það nokkuð sem mér finnst eðlilegt að ræða í þessu samhengi enda þjóðhagslega mikilvægt að börnum og foreldrum þeirra séu búnar sem bestar að- stæður, bæði hvað varðar fæðing- arorlof, dagvistun hjá dagforeldrum og svo leikskólagöngu. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » ...ætlun mín var alls ekki að gera lítið úr starfi dagforeldra sem hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna fyrir fjölskyldur í landinu. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Starf dagforeldra mjög mikilvægt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.