Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Átta íslensk handrit eru nú á sýningu í Schirn Kunsthalle í Frankfurt, þar sem þau eru sett í samhengi við innsetningu Gabrí- elu Friðriksdóttur myndlistarmanns. Þessi viðburður hefur vakið mikla athygli í Frankfurt og hafa hon- um verið gerð rækileg skil í þýskum fjöl- miðlum. Sú umfjöllun endurspeglaði í senn virðingu fyrir hinum íslensku dýrgripum og áhuga á tengingu þeirra við íslenska samtímalist. Óttar Guðmundsson læknir skrif- ar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann lýsir yfir hneykslun sinni á því meinta virðingarleysi sem ís- lensku handritunum er sýnt með þessari fléttu ólíkra menningar- heima og beinir spurningum til þeirra sem bera ábyrgð á varðveislu handritanna. Fyrir tveimur árum fór Schirn Kunsthalle í Frankfurt þess á leit við Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum að stofnunin sýndi nokkur handrit á þess vegum í tengslum við Bókamessuna í Frank- furt. Schirn Kunsthalle er einn virtasti sýning- arstaður myndlistar í Þýskalandi og því var beiðnin tekin til alvar- legrar skoðunar. Strangar reglur gilda um lán handrita til út- landa og alls ekki er sjálfsagt að á þær sé fallist. Mjög sjaldan er samþykkt að lána handrit úr landi og þá aðeins í þeim tilvikum að um veigamiklar sýn- ingar sé að ræða er hafi ótvírætt menningarlegt gildi og tengist jafnvel sögulegum tímamót- um, líkt og var t.d. um sýningu á ís- lenskum handritum í tengslum við afmæli landafunda norræna manna í Ameríku. Tekið skal fram að sum handrit verða aldrei lánuð úr landi. Sá heiðurssess sem Ísland skipaði á Frankfurtarmessunni í ár er vit- anlega stórviðburður í okkar menn- ingarlífi og því var tekið jákvætt í beiðni forráðamanna Schirn. Sú hugmynd vaknaði fljótlega hvort tengja mætti handritasýn- inguna með einhverjum hætti við sýningu á verkum íslensks nútíma- listamanns og efna þannig til sam- tals milli nútíma og fortíðar. Vissu- lega má deila um hvort rétt sé að tengja handritin með svo beinum hætti við nútímaverk, en í slíku sam- starfi felast óneitanlega tækifæri til að sýna handritin með öðrum hætti en jafnan er gert og ná þannig til annarra áhorfenda en venjulega. Það liggur í hlutarins eðli að slíkri ákvörðun fylgir nokkur áskorun. Sætta þarf ólík sjónarmið – öryggis- og virðingarsjónarmið þeirra sem bera ábyrgð á handritunum og list- ræna sýn listamannsins. Ákveðið var að þó svo að listamaðurinn myndi, í samvinnu við stofnunina, koma handritunum fyrir í samhengi við verk sitt skyldu þau þó vera að- greind í rými svo að fyllsta öryggis væri gætt. Tekið skal skýrt fram að rík og góð samvinna var á milli stofnunarinnar og listamannsins á öllum stigum, og sýndi listamað- urinn handritunum mikla virðingu í vinnu sinni og nálgaðist viðfangsefni sitt á mjög faglegan hátt. Stofnunin fylgir ströngum örygg- isreglum við meðferð handrita og sýningu á þeim. Eftir ítarlega skoð- un og heimsókn á sýningarstaðinn mælti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að hand- ritin yrðu léð á þessa sýningu, en ríkisstjórn Íslands samþykkti síðan lánið, eins og reglur kveða á um. Vissulega var farin óvenjuleg leið í þessu tilviki og er eðlilegt að menn deili um hvort vel hafi tekist til. Af- staða manna til sýningarinnar bygg- ist einnig á því hvort verk Gabríelu Friðriksdóttur falla fólki vel í geð eða ekki. Segja má að áherslan á sýningunni sé fremur á hin sjón- rænu og dulúðlegu áhrif sem hand- ritin hafa á áhorfandann heldur en aðeins á innihald þeirra, en útkoman er að mínu mati sérlega áhrifamikil. Engum sem gengur inn í sýninguna dylst þó hverrar gerðar handritin eru. Á stórum vegg fyrir framan sýningarsalinn er komið fyrir upp- lýsingum um efni og gerð hvers handrits, svo að ég get ekki sam- sinnt því að handritin týnist eða séu á hrakhólum á sýningunni. Óttar spyr hvort hver sem er geti komið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fengið lánuð handrit á sýningu. Að sjálfsögðu ekki. Eins og ég hef þegar lýst var mælt með láninu af stofnuninni eftir ítarlega skoðun. Sú ákvörðun hvílir aldrei á geðþótta einstakra manna, heldur á hlutlægu mati á mikilvægi viðburðarins og öryggi á sýning- arstað. Ég get fullvissað Íslendinga um að vel er hlúð að handritunum á Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Handritin eru ekki á hrakhólum, líkt og Óttar ýjar að. Hins vegar má fullyrða að starf- semi stofnunarinnar sé á hrakhól- um, enda hefur lengi verið beðið eft- ir því að handritunum og þeirri rannsóknar- og fræðastarfsemi er þeim tengist yrði búin sómasamleg umgjörð. Nú þegar styttist í að reist verði Hús íslenskra fræða þar sem handritin verða loks sýnd svo að sómi verður að, er vakandi áhugi vel- unnara þeirra mikils virði og treysti ég því að í þeim efnum muni Óttar Guðmundsson áfram reynast traust- ur liðsmaður. Handritin í Frankfurt Eftir Guðrúnu Nordal »Eftir ítarlega skoðun og heimsókn á sýn- ingarstaðinn mælti Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum með því að handritin yrðu léð á þessa sýningu, en rík- isstjórn Íslands sam- þykkti síðan lánið, eins og reglur kveða á um. Guðrún Nordal Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Hefur bankahrunið leikið huga okkar svo grátt að allt þarf í dag að borga sig? Sem dæmi um slíka hugsun mætti spyrja hvort mönnum fyndist rétt og heilbrigt að spítalar þyrftu að ákveða um lækningar sjúklinga út frá hag- kvæmnissjónarmiðum, að hvert nýtt mann- virki yrði öðru líkt í sparnaðar- skyni, lista- og menningarlíf sjálf- bært og borgarar stjórnuðust af sérplægni fremur en almannahags- munum? Stúdentar hugsuðu um hagnaðarvon en hvorki áhuga né hæfileika þegar þeir kysu náms- braut? Eitt af sjúkdómseinkennum sam- félagsins í aðdraganda hrunsins var einmitt viðleitnin til að „hámarka arðinn“ hvað sem það kostaði. Nú er Perlan í Öskjuhlíð auglýst til sölu og stendur væntanlega til að einkavæða hana. Hún stendur ekki undir sér, segja menn, því að bókhald gerir ekki ráð fyrir hug- lægum gróða tekjumegin. Það gengur illa að læra af reynslunni. Borgaryfirvöld þyrftu að hugsa sinn gang en eigandi hússins, Orkuveita Reykjavíkur, er undir hælnum á þeim og fékk fyr- irmæli um að skera niður. Margir átta sig ekki á að borg- arstjórn notaði ekki tækifærið til að leysa húsið til sín þegar það bauðst, ferðamanna- og veitinga- staðinn Perluna í Reykjavík, eitt helzta kennileiti og stolt borg- arinnar, sem stórhuga bygging- armeistarar gerðu hvort eð er ekki ráð fyrir að myndi borga sig í ströngum skilningi hagfræðinnar þegar það var byggt. Árið 1991 var talið að leigutekjur myndi hugsanlega endurgreiða stofnkostnaðinn á 100 árum. Rekst- ur og viðhald var þar fyrir utan. Perlan er núna 20 ára og þá er spurning hvort menn ætli að gefast upp eftir bara 20 ár? Í DV árið 1991 kom fram að borgaryfirvöld litu á Perluna sem „annað og meira“ en veitingastað til að hafa leigutekjur af. Hún væri „fyrst og fremst frábær útsýn- isstaður og góð ímynd fyrir Reykjavík“ sem mundi skila sér í „auknum ferðamanna- straumi til borg- arinnar“. Í þessu ljósi kemur mönnum ekki á óvart að kauptilboð í Perluna eru langt frá verð- hugmyndum eigand- ans. Þau hafa verið það áður þegar sala á hús- inu hefur komið til tals og þau virð- ast af fréttum að dæma vera það núna líka. Orkuveita Reykjavíkur þarf að reikna út fjárhagslegt tap af því að selja Perluna á móti tapi af því að reka hana áfram. Ákvörðun af þessu tagi á ekki að hvíla á herðum reiknimeistara fyrirtækis í hagræð- ingarferli heldur stjórnmálamanna. Helst stjórnmálamanna sem hafa lært af hruninu og skilja að lífið er meira en bókhaldstölur sem segja ekki alla söguna. Perlan ber hið lýríska nafn sitt með rentu og þangað leggja um 600.000 ferða- menn leið sína á ári hverju. Þegar húsið var opnað og blessað sagði Morgunblaðið að það yrði há- tíð þegar Reykvíkingar gæfu sjálf- um sér þá gjöf sem öðrum fremur væri líkleg til að verða stolt borg- arinnar: „Hún sindrar og skín þar sem hana ber við himin og hún skiptir um lit eftir birtu og skýja- fari svo hún er farin að keppa við Esjuna sem aldrei er eins á lit- inn.“ Perlan væri ekki aðeins veg- legt hús sem hæst bæri í höf- uðborginni heldur verðugt tákn um hagsæld og forsjálni þeirrar stofn- unar sem einna mest hefði stuðlað að velmegun borgarbúa, sjálfa hita- veituna. Þetta tákn er nú til sölu og það er í fullri alvöru verið að hugleiða að selja það með tapi. Kaupandinn mun vafalaust gera kröfur um að húsið og reksturinn standi undir sér samkvæmt ströngustu skil- greiningum hagfræðinnar. Verður mikill sómi að stolti borgarbúa og einu helsta kennileiti Reykjavík- urborgar þegar við blasir að það getur ekki orðið og seglin verða rif- uð? Er öruggt að áfram verði hægt að fara með ferðamenn á útsýn- ispallana, kaupa ítalskan rjómaís í kaffiteríunni og dýrindis málsverð á tyllidögum á veitingastað sem snýst ofurhægt hring svo að mat- argestir geta notið fagurs útsýnis yfir borgina og Faxaflóa? Ef Perlunni verður lokað fyrir ferðamenn myndast skarð sem erf- itt verður að fylla. Hinn mikli straumur ferðamanna til Reykja- víkur að skoða mannvirki og útsýni útheimtir mikla þjónustu, ekki síst salernisaðstöðu. Allir sem starfa að ferðamálum vita að Perlan er eitt af helstu salernis- og útsýnisstopp- unum. Þetta hljómar ef til vill sem tragikómedía í eyrum þeirra sem ekki þekkja til ferðamála, en þetta er staðreynd. Salernum í Hall- grímskirkju hefur verið lokað fyrir ferðamönnum og þá er ekki um auðugan garð að gresja. Eftir standa Þjóðminjasafnið, Harpa og Perlan sem geta þjónað miklum fjölda ferðamanna. En þá á ekki að vera með feimni hvað varðar gjald- töku, jafnvel aðgangseyri – eða ein- göngu aðgangseyri vegna salerna. Það sem ég segi eru staðreyndir. Ef Perlan hverfur sem þjón- ustukjarni missum við skemmti- legan áfangastað og einnig metnað. Ekkert er öruggt í þessum efn- um nema borgaryfirvöld standi við þær ákvarðanir sem teknar voru um Perluna í upphafi og búa henni, öllum sem starfa þar, borgarbúum og öðrum gestum stöðugleika, því að það er víst með að borga sig. Sjáum hvað setur. Ég er bjart- sýnn á framtíðina. Ferðamanna- þjónustan er fyrir okkur mikil framtíð og ég vona svo sannarlega að allir hlutaðeigandi skilji það og breyti rétt varðandi Perluna. Verður stolt borgarinnar selt með tapi? Eftir Friðrik Á Brekkan Friðrik Á. Brekkan » Orkuveitan þarf að reikna út fjárhags- legt tap af því að selja Perluna á móti tapi af því að reka hana áfram. Ákvörðunin er stjórn- málamanna. Höfundur er leiðsögumaður. Í Morgunblaðinu mánudaginn 7. nóv- ember ber að líta greinarkorn eftir séra Þórhall Heimisson þar sem hann fjallar um messu allra sálna, en nýafstaðnar eru fyr- irbænaguðsþjónustur fyrir þeim sem lokið hafa lífshlaupinu. Ég hef sem aðrir kvatt vin og annan á þann formlega hátt sem við gerum í þessu samfélagi. Í flestum tilvikum var ástvinurinn kvaddur með því fororði að nú væri hann kominn í ljósið mikla, kærleiksfaðm Guðs. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess sem kirkjan kennir með skírnarsakra- mentinu, en í því felst þrennan: Þegnréttur í náðarríki Guðs, fyr- irgefning syndanna og endurfæð- ingin. Er fyrirbæna þörf? Cluny- klaustrið í Frakklandi, heyrandi til Benediktsreglunni, varð einhvers konar undanfari fyrirbænagjörð- arinnar með ábótann Odilo (962- 1048) í fararbroddi, en á þeim tíma var sú trú ríkjandi að fyrirbænir gætu stytt dvöl þeirra í hreins- unareldinum sem á annað borð áttu sér einhverja sáluhjálparvon, og töldu sumir sig heyra reiðiöskur hinna illu ára í hinu neðra er þjak- aðar sálir losnuðu úr prísundinni sakir bænaþunga hinna trúuðu, en hreinsunareldurinn var til þess gerður að slípa menn til fullkomn- unar sem tók að vísu mislangan tíma. Ekki verður séð í fljótu bragði í hverju hin mikla siðbót er fólgin sem séra Þórhallur nefnir sem út- breiðslustarfsemisávöxt hinnar benediktsku klausturreglu. Lút- ersk-evangelísk kirkja kennir þvert á móti að þessi forslípun til full- komnunar sé óþörf með því að í fórnardauða Krists felist hin eig- inlega frelsun, en kenn- ingin er þó þannig í framkvæmd að kirkjan viðhefur milliþrep og kippir einstaklingum inn fyrir hinn himneska þröskuld með sakra- menti skírnarinnar, framkvæmd sem Helgi heitinn Hóseasson, blessuð sé minning hans, krafðist svo eftir var tekið að kirkjan ógilti en var hunsaður allt fram í andlátið. Ég innti skjólstæðing eftir því fyr- ir nokkru, hvernig hann liti á tilvist drauga. Það varð reyndar fátt um svör, þannig að ég gaf honum alltént tvo valkosti: Annaðhvort að við dauðann færi viðkomandi beint til Guðs, sem um leið útilokaði allt sál- arsveim, nema þá sem grófleg mis- munun, þ.e. sakramentisskírn kristninnar vs. allir hinir óskírðu ut- an hennar, eða þá hitt að sálir væru á sveimi sem höfðu ekki náð eða ættu eftir að ná til ljóssins mikla, sem þýddi þá væntanlega um leið að presturinn lygi til um afdrif okkar. Hann leit á mig og svaraði að bragði: Presturinn lýgur, ekki spurning! Er kirkjan í mótsögn við sjálfa sig með fyrirbænaguðsþjónustu fyrir þeim sem kvatt hafa?“ Fyrirbænir og draugar Eftir Ómar Torfason Ómar Torfason »Er Lútersk-evang- elísk kirkja í mót- sögn við sjálfa sig með fyrirbænaguðsþjónustu fyrir þeim sem horfnir eru? Höfundur er sjúkraþjálfari. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.