Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 23

Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 23
UMRÆÐAN 23 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Nú er komið í ljós að svokölluð „end- urbygging“ Þorláks- búðar í Skálholti er byggð á ósannindum sem Árni Johnsen al- þingmaður hefur spunnið og vélað kirkjuráð þjóðkirkj- unnar til verksins með sér. Kirkjuráð hefur samþykkt (2. nóv. sl.) að gera „ekki athugasemdir við að Þorláksbúðarfélagið ljúki fram- kvæmd verksins þar sem fyrir liggi að byggingarleyfi verði gefið út,“ (leturbreyting mín) sagði í frétt á mbl.is 5. nóvember sl. Í Morg- unblaðinu 9. september síðastliðinn var haft eftir Árna Johnsen tals- manni Þorláksbúðarfélagsins: „Þetta var allt formlega samþykkt og fengust leyfi fyrir fram- kvæmdum frá réttum aðilum.“ Aft- ur sagði þingmaðurinn í Morgun- blaðinu 23. september „að öll réttmæt stjórnvöld hafi samþykkt verkefnið“. Þetta eru hrein ósann- indi, því eins og fram kemur í bók- un kirkjuráðs var ekki búið að gefa út byggingarleyfi 2. nóvember. Í byrjun nóvember var sem sé ekk- ert byggingarleyfi til staðar. Það kom svo fram í Morgunblaðinu 8. nóvember að 4. nóvember 2011 hefði verið gefið út framkvæmda- leyfi. Leyfi fyrir framkvæmdum sem hófust á árinu 2010! Skýring byggingafulltrúa er sú að sögn Morgunblaðsins að leyfið hafi ekki verið gefið út fyrr vegna beiðni um- sækjanda! Einnkennileg stjórn- sýsla, vægast sagt. Gilda önnur lög í þessu landi um Árna Johnsen og Þorláksbúðarfélagið en aðra borg- ara og félög í landinu? Þá hefur líka komið fram að aldrei hefur verið haft samband við afkomendur Harðar Bjarnasonar arkitekts sem fara með höfundarrétt að verki hans, Skálholtskirkju. Leyfi frá börnum hans lá sem sé ekki fyrir. Við þau var aldrei rætt. Rétt yfirvöld og rétthafar hafa því ekki samþykkt þessa tóftar- byggingu sem nú er að rísa við kirkjuvegg Skálholtskirkju. Bókun kirkjuráðs staðfestir að Árni John- sen sagði ósatt. Ormar Þór Guð- mundsson arkitekt hefur greint frá því í grein í Morgunblaðinu 17. september að það sé rangt sem Árni Johnsen hefur haldið fram í sama blaði að Þorláksbúð tengist 800 ára kirkjusögu Skálholts því Þorlákur biskup hafi reist hana á tólftu öld. Þorláksbúð var ekki reist fyrr en eftir bruna svonefndrar Árnakirkju árið 1527 og þá sem bráðabirgðaskýli fyrir messuhald. Þetta er enn einn þátturinn í þess- ari löngu fléttu ósann- inda. Kirkjan verður að hreinsa sig af þessu máli og það er óskilj- anlegt að kirkjuráð skuli hafa látið blekkja sig eins og nú er ber- lega komið í ljós. Biskup Íslands sagði í grein í Morgun- blaðinu 17. september síðastliðinn (um Þor- láksbúð í Skálholti): „Þorláksbúðarfélagið hefur borið hitann og þungann af verkefn- inu. Kirkjuráð og biskup Íslands bera ábyrgð á öllum fram- kvæmdum í Skálholti og geta ekki vikist undan því.“ Fram hefur kom- ið að biskup sat hjá við afgreiðslu málsins í kirkjuráði í sl. viku. Kirkjuráð hefur þannig beitt valdi sínu gegn biskupi sínum, biskupi Íslands. Það er ótrúlegt, en sorg- lega satt. Það er svo annar angi þessa máls að starfsfólk Skálholtsskóla hlýtur þessa daga að hugsa sitt. Þar hefur öllum verið sagt upp störfum. Sam- tímis er varið milljónum í þetta skemmdarverk við Skálholtskirkju. Því verður ekki trúað að kirkjan haldi áfram byggingu þessa torf- kofa við Skálholtsdómkirkju, torf- kofa sem byggður er á hreinum og rakalausum ósannindum. Nú þarf kirkjuþing eða Húsafriðunarnefnd að grípa í taumana og koma í veg fyrir þessa makalausu framkvæmd. Ég heiti á biskup Íslands að veita því lið. Ef þetta óþurftarverk verð- ur til lykta leitt verður þetta van- helgur kofi á helgum stað, minn- isvarði um ósannindi, óheilindi og blekkingar við hlið dómkirkju Skál- holtsstaðar. Það má aldrei verða. Það er svo sérstakt umhugsunar- efni hvers vegna þjóðkirkjan fól Árna Johnsen alþingismanni um- sjón með þessu verkefni sem kann að kosta um tuttugu milljónir króna eða svo. Það fé kemur fyrr eða síð- ar úr vösum okkar skattgreiðenda. Varla hefur það verið gert með hliðsjón af reynslu þessa þing- manns við meðferð opinberra fjár- muna sem honum var trúað fyrir. Erum við ekki reynslunni ríkari í þeim efnum? Ósannindafléttan um Þorláksbúð í Skálholti Eftir Eið Guðnason »Nú þarf kirkjuþing eða Húsafriðunar- nefnd að grípa í taum- ana og koma í veg fyrir þessa makalausu fram- kvæmd. Ég heiti á bisk- up Íslands að veita því lið. Eiður Guðnason Höfundur er fyrrverandi sendiherra og umhverfisráðherra. Velferðarráðherra kynnti fyrir stuttu nið- urstöður ráðgjafahóps um skipulag heilbrigð- isþjónustu og ráð- stöfun fjármuna. Sú vinna sem liggur að baki þessari skýrslu var sannarlega löngu tímabær og mikið fagnaðarefni að nú liggi fyrir greining á og fyrstu tillögur um hvernig auka megi gæði heilbrigð- isþjónustunnar og nýta á sama tíma fjármunina betur. Flest það sem ráð- gjafahópurinn bendir á að bæta þurfi í skipulagi og veitingu heilbrigðisþjónust- unnar hefur reyndar komið fram áður í til- lögum og athugasemd- um nefnda og faghópa sem láta sig heilbrigð- ismál varða. Styrkur hinnar nýútkomnu skýrslu er hins vegar sá að þar er þessum tillögum og at- hugasemdum safnað saman og þær tengdar þáttum eins og aldurs- samsetningu þjóðarinnar, búsetu- dreifingu, samgöngum og síðast en ekki síst fjármögnun heilbrigð- iskerfisins og fjárveitingum til ein- stakra hluta þjónustunnar. Tillögur hópsins eru því raunhæfari og markvissari en margar þeirra til- lagna sem áður hafa verið settar fram. Ráðgjafahópurinn leggur fram ýmsar mikilsverðar tillögur til að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar og fara betur með fé. Gerðar eru at- hugasemdir við innri skipulagsmál heilsugæslunnar, einkum á höf- uðborgarsvæðinu. Bent er á að auka þurfi teymisvinnu hjúkr- unarfræðinga og lækna. Þá er bent á að vinna þurfi sérstaklega í skipu- lagi sérgreina- og öldrunarþjónustu, að þjónusta sérgreinalækna sé of- notuð vegna skorts á þjónustustýr- ingu, að lækka þurfi lyfjaverð, að bæta þurfi áætlanagerð- og árang- ursstjórnun og margt fleira. Þessi ágæta skýrsla ráð- gjafahópsins er aðeins fyrsta skref- ið. Nú er búið að greina vandann og benda á þá þætti sem þarf að skoða sérstaklega. Hópurinn leggur enda til að strax verði hafist handa, við- eigandi sérfræðingar og hags- munaaðilar kallaðir til og að heild- stæð framkvæmdaáætlun verði sett fram. Nú reynir á að menn hafi kjark og þor til að horfa fram í tím- ann og ákveða hver geri hvað, hvar hvað er gert og síðast en ekki síst hver greiði hvað. Loks hillir undir alvöru stefnu í heilbrigðismálum Eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur »Nú reynir á að menn hafi kjark og þor til að horfa fram í tímann og ákveða hver geri hvað, hvar hvað er gert og síðast en ekki síst hver greiði hvað. Elsa B. Friðfinnsdóttir Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. I. Í Laxdælu er greint frá því, er þeir þreyttu sund með sér Kjartan Ólafsson og Ólafur kon- ungur Tryggvason í ánni Nið. Mátti ekki á milli sjá, hvor var þar betur búinn að íþrótt- um, Kjartan eða Ólafur. Rúmlega þúsund ár eru nú síðan þessi viðureign átti sér stað í Niðarósi, sem við nefn- um Þrándheim í dag. Fáar þjóðir eru betur syndar í dag en við Íslendingar, en upphafsmaður sundíþróttarinnar hér á landi mun hafa verið Jón Kjer- nested af Kjarnaætt í Eyjafirði. II. En nú berast fregnir frá frændum okkar í Noregi, að ungt fólk, sem leik- ur sér á hraðbátum í Óslófirði, hrökkvi útbyrðis og drukkni, er það þeytist um á ofsahraða, því þetta fólk er sumt ósynt. Hvernig má þetta vera í þessu mikla íþróttalandi? Skýringin er sú, að sund er ekki skyldunámsgrein í norsk- um skólum, en á Íslandi fær enginn að ljúka fullnaðarprófi úr barna- skóla, nema flugsyndur sé. Ef satt er, þá skora ég á menntamálaráð- herra Noregs að kippa þessu í lag og sund- laugavæða alla skóla í Noregi. III. Það var sumarið 1946, að ég kom í fyrsta skipti til Noregs. Mennta- skólinn í Reykjavík varð 100 ára þetta ár og við 100. stúdentarnir frá þeim ágæta skóla. Við sigldum með Esjunni til Kristiansand og þaðan með járn- brautarlest til Óslóar, þar sem við gist- um í Johannesar Folkeskole. Eftir nokkra daga dvöl í Ósló var farið með járnbrautarlest til Stokkhólms um Charlottenborg, sem er landamæra- borg á milli Noregs og Svíþjóðar. IV. Í september 1963 gerðist ég fylgd- armaður Ársæls Sveinssonar föð- urbróður míns áleiðis til Þrándheims. Hann var þar að láta smíða Ísleif IV. hjá Örens Mekanska Værksted þar í borg. Þrír aðrir bátar voru þar í smíð- um fyrir Íslendinga, Bergur VE, Hug- inn II og Stefán Árnason frá Fá- skrúðsfirði. Við frændur bjuggum á Hotel Prinsen, en sjósetningarveisla Bergs VE var haldin í Palmehaven á Hotel Britannia, hinn ágætasti fagn- aður. V. Hér á Litlu-Grund horfi ég mikið á norska sjónvarpið enda með eigið tæki á herbergi mínu. Það fór því ekki fram hjá mér voðaatburðurinn á Útey (Ut- öja) í Óslófirði, er 69 ungmenni voru myrt þar 22. júlí 2011. Minning- arathöfnin í sjónvarpinu var svo áhrifamikil, að hún gekk mér inn að hjartarótum. Mátti með sanni segja að í mér slægi samnorrænt hjarta. Svo mikil var samúð mín með hinni norsku þjóð, að ég spurði sjálfan mig: „Hefur þú nokkurn tíma hætt að vera norsk- ur?“ Noregsbréf Eftir Leif Sveinsson » Svo mikil var samúð mín með hinni norsku þjóð, að ég spurði sjálfan mig: „Hefur þú nokkurn tíma hætt að vera norskur?“ Leifur Sveinsson Höfundur er lögfræðingur. Mig rak í rogastans er ég sótti B12-vítamínið mitt sem ég hef fengið með nál á þriggja mánaða fresti í mörg ár. Nú fæ ég ekki lengur 5 skammta pakkningu eins og mörg undanfarin ár því að Sjúkratryggingar eru að fara eftir nýjum reglum sem banna lyfjabúð- um að afgreiða lyf til lengri tíma en þriggja mánaða. En hvenær urðu vítamín lyf? En rúsínan í pylsuend- anum er að þessi eini skammtur kostaði nú mig 1298 kr. en 5 skammtarnir hefðu kostað 1602 kr., mismunur og hækkun 405% á einu ári eða 11.731 kr. fyrir lífs- nauðsynlegt vítamín og 12 ferðir í apótekið í stað 2-3. Fyrst vítamín eru flokkuð sem lyf og lyfseðil þarf til að kaupa það þá er þetta enn eitt óþurftarverk stjórnvalda sem eru með þessu að níðast á eldri borgurum. Og við erum víst ekki svo fá sem getum ekki frásogað þetta vítamín úr meltingarveginum og þurfum þó þetta vítamín það sem eftir er ævinnar til að tóra. Þetta sýnir betur en nokkuð annað hve langt yfirvöld eru reiðubúin til að seilast í vasa okkar eldri borg- ara. Þetta er mikil afturför! Fram- för hefði verið að gera þetta B12- vítamín ekki lyfseðilsskylt! Í Eng- landi kosta t.d. 100 hylki (8 ára birgðir fyrir mig) með jafnsterku innihaldi innan við 2.000 kr. (10,16 pund ) og án lyfseðils. Þar er græn- metisætum líka ráðlagt að taka það þar sem lítið er af því í jurtafæði. Þá eru líka seld plastglös af B12- vítamíni (sub-lingual B12 1000 μg) jafnsterku á rúmar 800 kr. sem leyst er upp undir tung- unni og fer beint út í blóðið og því engin þörf á nálarstungu sem virð- ist því frekar úrelt aðferð. B12-vítamín er það vítamín sem líkaminn þarf minnst af og eitt fárra B-vítamína sem líkaminn get- ur geymt. Skortur á því veldur al- varlegum blóðsjúkdómi sem getur dregið menn til dauða vegna hæg- ari endurnýjunar rauðu blóðkorn- anna og þar með hægari súrefn- isflutnings til frumnanna. Væri reisn yfir yfirvöldum væri þetta frítt enda Actavis sem setur þetta í umbúðir og hæg heimatökin. Þegar við kaupum lyf eru oftast alltof margar töflur sem kaupa þarf og væri hagur í því að kaupa minna en þá er verðið líklega margfalt hærra eins og nú fyrir B12- vítamínið, sem er þó í jafnstórum umbúðum og áður! Það væri skrítin hundalógík ef 5 ýsur yrðu 4 sinnum ódýrari en ein! Mikill magnaf- sláttur það! Ein hundalógíkin er að allt lyfseðilsskylt er víst flokkað sem lyf þótt ekki sé í raun lyf og þar með viðgengst sígild geðþótta- ákvörðun yfirvalda. Já, allt virðist viðgangast á þessu blessaða landi og hagur okkar eldri er síður en svo í hávegum hafður hjá núver- andi stjórnvöldum um þessar mundir. PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur. B12-vítamínsokur og aldraðir Frá Pálma Stefánssyni Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felli- glugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.