Morgunblaðið - 10.11.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
✝ Sigríður Kjar-an fæddist í
Reykjavík 9. febr-
úar 1919. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaug-
arstöðum 4. nóv-
ember 2011.
Foreldrar Sig-
ríðar voru hjónin
Soffía Kjaran hús-
móðir (f. Siemsen),
f. 23. desember
1891, d. 28. desember 1968, og
Magnús Kjaran stórkaupmaður
(f. Tómasson), f. 19. apríl 1890,
d. 17. apríl 1962. Systkini Sig-
ríðar voru Þórunn húsmóðir,
gift Pétri Ólafssyni hagfræð-
ingi, Birgir alþingismaður,
kvæntur Sveinbjörgu (f. Blön-
dal), og Eyþór. Systkinin og
makar þeirra eru nú öll látin.
Sigríður giftist Sigurjóni Sig-
urðssyni, síðar lögreglustjóra í
Reykjavík, 31. júlí 1942 en
hann lést árið 2004. Foreldrar
hans voru Sigurður Björnsson
brunamálastjóri frá Höfnum á
Skaga og Snjólaug Sigurjóns-
dóttir húsmóðir frá Laxamýri.
Börn Sigríðar og Sigurjóns eru:
1) Soffía, lífeindafræðingur og
seta Íslands, f. 28.12. 1955,
kvæntur dr. Ástu Bjarnadóttur
forstöðumanni; þeirra börn eru
Ólafur Kjaran, Soffía Svanhvít
og Gunnar Sigurjón en fyrir
átti Árni Snjólaugu með Lilju
Valdimarsdóttur hornleikara.
Barnabarnabörn Sigríðar eru
16.
Sigríður starfaði á sínum
yngri árum við heildsölufyr-
irtæki föður síns og var síðar
aðstoðarmaður á röntgendeild
Landspítalans. Sem húsmóðir
stóð hún fyrir stóru heimili en
er um hægðist á þeim vettvangi
gat hún sinnt listinni af meiri
krafti en áður. Sigríður sótti
námskeið hjá Ásmundi Sveins-
syni í höggmyndalist og stund-
aði síðar nám í Myndlistaskóla
Reykjavíkur og sótti námskeið í
höggmyndalist og leir-
munagerð í Noregi og á Spáni.
Eftir Sigríði liggja margir fagr-
ir listgripir, glerverk, högg-
myndir og brúður. Hún tók þátt
í nokkrum sýningum og á sýn-
ingu hennar, Íslenskum þjóð-
lífsmyndum, í Þjóðminjasafni
Íslands veturinn 1990-91 mátti
sjá brúður hennar við hefð-
bundin störf í borg og sveit.
Sigríður verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag, 10.
nóvember 2011, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
kennari, f. 3.10.
1944, gift dr. Stef-
áni J. Helgasyni yf-
irlækni; þeirra
börn eru Sigurjón
Örn, Ragnheiður
Hrönn og Sigríður
Helga. 2) Sigurður,
hæstarétt-
arlögmaður í
Reykjavík, f. 24.3.
1946, kvæntur
Hönnu Hjördísi
Jónsdóttur, BA í frönsku og
sögu; þeirra börn eru Tómas,
Soffía Elín og Jóhann. 3) Magn-
ús Kjaran, arkitekt hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, f. 3.5.
1947, kvæntur Þórunni Benja-
mínsdóttur kennara; þeirra
börn eru Kristbjörg, Árni og
Sigríður. 4) Birgir Björn, fjár-
málastjóri Reykjavíkurborgar,
f. 20.2. 1949, kvæntur dr. Ingi-
leif Jónsdóttur prófessor;
þeirra synir eru Magnús og
Árni. 5) Jóhann, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar, f.
25.10. 1952, kvæntur Helgu
Bragadóttur arkitekt; þeirra
börn eru Fríða Sigríður, Soffía
Dóra og Sigurjón. 6) Dr. Árni,
skrifstofustjóri hjá embætti for-
Falleg kona með snotra
flauelshúfu í gættinni á sunnu-
degi með járnpott fullan af góm-
sætum kjúklingapottrétti. Þann-
ig sá ég Sigríði fyrst, fyrir
rúmum tuttugu árum á Öldugötu
2. Það lýsir Sigríði vel að hún
skyldi koma færandi hendi með
mat til okkar sem vorum að mála
íbúðina. Þannig var hún, alltaf
svo umhyggjusöm og hlý og
hugsaði um þarfir annarra áður
en þeir gerðu sér grein fyrir þeim
sjálfir. Myndirnar sem koma í
hugann eru sveipaðar ljúfum
ljóma; Sigríður að föndra úr kart-
öflum með börnunum, Sigríður
með skuplu við leirbrennsluofn-
inn sinn í þvottahúsinu, Sigríður
á ferðalagi með snoturt útbúið
nesti og tauservíettur, Sigríður á
kafi í garni, vírum og efnisbútum
í vinnuherberginu sínu, Sigríður
með nýfætt barnabarn í fanginu,
Sigríður glæsileg stórfjölskyldu-
móðir á gamlárskvöld, Sigríður í
stólnum sínum í kontórnum að
spyrja frétta. Framtakssemi og
einlægur áhugi á öllu mögulegu
voru einkennandi fyrir Sigríði;
það var alltaf eitthvað skemmti-
legt í gangi hjá henni sjálfri og
hún hafði líka brennandi áhuga á
því sem aðrir voru að gera. Þau
Sigurjón voru einstaklega sam-
rýnd og ástrík hjón, hún saknaði
hans auðvitað síðustu sjö árin
þótt hún bæri sig vel. Það er
huggun á þessari kveðjustundu
hvað Sigríður átti gott líf og hvað
hún var sátt við allt og alla. Efst í
huga mér er þakklæti, fyrir að
hafa átt hana sem tengdamóður,
fyrir minningarnar sem hún skil-
ur eftir og fyrir þá fögru fyrir-
mynd sem hún var og verður
áfram.
Ásta Bjarnadóttir.
Sigríður tengdamóðir mín er
öll.
Hugurinn reikar til baka er
fundum okkar bar fyrst saman
fyrir um fjórum áratugum. Tók
hún mér af slíkri hlýju að aldrei
kólnaði. Ég hafði séð henni
bregða fyrir með manni sínum
Sigurjóni lögreglustjóra í
Reykjavík og tekið eftir, enda
bæði glæsileg svo af bar. En
fyrstu kynni okkar voru er ég
kom í heimsókn til Jóhanns á
rausnarheimili Sigríðar og Sigur-
jóns og fjölskyldu á Ægisíðu 58.
Í þá daga sinnti Sigurjón um-
fangsmiklu, erilsömu starfi og
hafði gert um áratugaskeið þegar
börnin sex uxu úr grasi. Hvíldi þá
heimilisrekstur og barnauppeldi
aðallega á herðum Sigríðar. Ey-
þór yngri bróðir hennar var líka
daglegur gestur og undir vernd-
arvæng systur sinnar alla tíð.
Þessu hlutverki sinnti hún af
dugnaði og kærleika eins og öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Sigríður bjó yfir persónutöfr-
um, var örlát á sjálfa sig, jákvæð
og glaðvær og innilegur þátttak-
andi í lífi og starfi eiginmanns,
barna og barnabarna. Börnum
sýndi hún virðingu jafnt og full-
orðnum og fór aldrei í mann-
greinarálit. Hún hafði lag á að
gera hversdaglega hluti að upp-
byggilegum leik og í henni bjó rík
sköpunarþrá. Þrátt fyrir ríkar
annir og daglegt amstur kunni
Sigríður þó þá list að halda loga í
eigin neista og þegar um hægðist
heimavið gafst Sigríði tími til að
sinna listsköpun og öðrum hugð-
arefnum.
Síðasta árið sem við Jóhann
vorum í námi í Ósló dreif Sigríður
sig þangað í myndlistarnám í
nokkra mánuði. Rúmlega sextug
að aldri bjó hún á stúdentagarði
og kunni því vel. Og hrifnæm og
áræðin vílaði tengdamóðir mín
fátt fyrir sér. Þegar fyrsta barn
okkar Jóhanns fæddist var hávet-
ur og mikil ófærð. Sigríður lét
það ekki aftra sér frá því að heilsa
upp á okkur mæðgur, tók fram
norsku gönguskíðin og gekk í ka-
faldsbyl vestan af Ægisíðu á fæð-
ingardeild Landspítalans.
Börnin okkar þrjú voru svo
lánsöm að njóta samvista við
ömmu Sigríði og afa Sigurjón
sem nutu líðandi stundar með
krökkunum um leið og létt var
undir með foreldrum í erli dags-
ins. Kríuvarp og kartöflutekja á
Álftanesi, þar sem þau áttu lítið
afdrep, lokkaði. Sigríður ræktaði
það sem vaxið gat í íslenskri sum-
arsól og unni náttúru lands síns
mjög og þekkti vel. Tengdafor-
eldrar mínir gerðu ekki einungis
víðreist um Ísland heldur lögðust
einnig í ferðalög um Evrópu og
þegar við fjölskyldan dvöldum
um skeið í Frakklandi heimsóttu
þau okkur auðvitað. Sigurjón ób-
anginn við stýrið og Sigríður vís-
aði veginn með kortinu – þannig
voru þau, svo skemmtilega ólík,
en samvöld öllum stundum við sín
fjölbreyttu viðfangsefni. Sigríður
var borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. Henni þótti vænt um
borgina sína og oft ræddum við
þetta sameiginlega hugðarefni
okkar.
Sigríður naut langra lífdaga.
Hún hélt fullri reisn fram í and-
látið. Við sem áttum því láni að
fagna að eiga hana að, kveðjum
hana í dag með söknuði og trega.
Ég þakka Sigríði tengdamóður
minni þann kærleika sem hún
sýndi mér og mínum alla tíð, svo
aldrei bar skugga á og bið henni
blessunar á nýjum vegum.
Helga Bragadóttir.
Mér er í fersku minni þegar ég
hitti Sigríði tengdamóður mína
fyrst. Hún bauð mig velkoma á
fallega heimilið þeirra Sigurjóns
á Ægisíðu 58 og þau hjónin tóku
mér afar vel. Það var blómskreyt-
ing á stofuborðinu, sem ég hélt að
væri í tilefni heimsóknar minnar.
Ég komst fljótt að því að alltaf
stóðu blóm úr garðinum í lítilli
silfurskál á borðinu, ein bóndarós
eða risavalmúi, umkringd maríu-
stakk eða sóleyjum, hvort sem
voru gestir eða þau Sigríður og
Sigurjón ein. Sigríður stökk út í
garð og kom inn með radísur eða
graslauk, saxaði og stráði yfir
kæfuna, síldina eða annað góð-
gæti sem hún hafði útbúið. Sig-
ríður fegraði allt í kringum sig og
skapaði stemningu. Hún var afar
gestrisin og allt virtist hún gera
fyrirhafnarlaust, elda fyrir stóra
fjölskyldu, rækta garðinn, undir-
búa veislu, og alltaf hafði hún
tíma fyrir börn og barnabörn og
fyrir Eyþór, sem hún annaðist af
mikilli hlýju.
Við Birgir Björn vorum mikið
á Ægisíðunni sumarið ’75 og ég
kynntist Sigríði. Hún var glæsi-
leg kona, greind og skemmtileg,
en umfram allt gegnum-góð. Hún
var fordómalaus, einlæg og talaði
beint frá hjartanu. Ég kvaddi
hana er ég fór til náms í London
um haustið, hún leit snöggt á mig
og sagði: „Mikið er trúlofunar-
hálsmenið fallegt á þér.“ Þá vissi
ég að henni leist jafnvel á mig
sem tilvonandi tengdadóttur og
mér á hana sem tengdamóður.
Vinátta hennar var mér dýrmæt.
Ég naut þess að fylgjast með
Sigríði í þvottahúsinu þar sem
hún renndi úr leir og bjó til skálar
og í litla vinnuherberginu, þar
sem hún skar í tré, bjó til brúður
með andlit og hendur úr leir,
saumaði á þær föt og smíðaði fyr-
ir þær áhöld. Á kvöldin saumaði
hún á þær skó og prjónaði peysur
og sjöl úr eingirni, en þess á milli
lopapeysur á börn og barnabörn.
Sigríður var mikil listakona.
Heimili þeirra Sigurjóns skartaði
mörgum fögrum munum eftir
hana, og öllu fólkinu sínu gaf hún
fallegar höggmyndir, leirföt og
glerskálar sem minna okkur á
hana.
Á fyrstu búskaparárunum átt-
um við Biggi stórkostlega viku í
París með Sigríði og Sigurjóni,
sem sýndu okkur dásemdir borg-
arinnar. Sigríður talaði frönsku
og notaði bendingar ef hana vant-
aði orð. Hún hafði orð fyrir okkur
á spænsku þegar þau Sigurjón
hittu okkur og strákana okkar
Magnús og Árna á Mallorka að
lokinni dvöl á Spáni þar sem Sig-
ríður var í listaskóla. Hún dvaldi
hjá okkur Bigga á Ítalíu vorið
2005 og við nutum þess öll. Sig-
ríður og Sigurjón voru góðir
ferðafélagar og miklir náttúru-
unnendur. Við ferðuðumst saman
um landið okkar, tjölduðum á
miðjum Markarfljótsaurum seint
að kvöldi og Sigríður reiddi fram
smurbrauð úr töskunni góðu með
smurbrauðshillunum. Ferðin í
Aðaldalinn og Náttfaravíkur er
ógleymanleg. Þegar synir okkar
fóru með afa og ömmu í útilegur
fengu þeir bækur til að skrifa í
nöfn allra blóma og fugla sem
þeir sáu, og amma bannaði þeim
að lesa Andrés önd í aftursætinu,
þeir áttu að fylgjast með því sem
fyrir augu bar.
Sigríður var einstök kona. Ég
kveð hana með söknuði, virðingu
og þökk fyrir vináttuna og allt
sem hún gaf mér.
Ingileif.
Þar sem ég sit og skrifa þessi
orð verður mér hugsað til allra
þeirra góðu stunda sem ég átti
með ömmu minni og afa á Ægi
síðunni og get ég ekki annað
en brosað gegnum tárin.
Það var í raun eins og töfrum
líkast fyrir krakka að koma í
heimsókn til þeirra á alla þá
undraverðu staði sem þar var að
finna í stóra fallega húsinu við
Ægisíðu. Staðir eins og fína stof-
an þar sem við eyddum löngum
stundum í að skoða steinasafnið,
kontórinn með arninum þar sem
við sátum og spjölluðum, skoðuð-
um gömul myndaalbúm eða lás-
um Andrésblöð á íslensku, já eða
á dönsku. Vinnuherbergið henn-
ar ömmu þar sem sköpunargáfa
hennar reis sem hæst, stiginn þar
sem barnabörnunum var safnað
saman fyrir myndatökur, stiginn
sem varð alltaf minni og minni
eftir því sem við krakkarnir
stækkuðum og fleiri barnabörn
bættust í hópinn. Ekki má
gleyma kjallaranum með leir- og
glervinnuaðstöðu ömmu.
Það var yndislegt að koma í
heimsókn til afa og ömmu. Þau
voru alla tíð svo ástfangin, ham-
ingjusöm og samstiga í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur og um
leið góðar fyrirmyndir sem við
krakkarnir litum öll upp til. Þrátt
fyrir að þau ættu sex börn og
fjöldann allan af barnabörnum
var okkur öllum sinnt af alúð. Þau
fóru með okkur í tjaldtúra þar
sem við fengum ógleymanlega
kennslu frá ömmu í blómaskoðun
og þeim báðum í fuglaskoðun. Við
tíndum ógrynni af plöntum og
amma vissi alltaf hvað þær hétu.
Árlega var farið í kartöfluupp-
skeru á Álftanesi þar sem við
skemmtum okkur konunglega,
ekki síst þegar tekin var pása og
amma kom með teppi sem við sát-
um á og gaf okkur prins póló og
kók. Amma var listakokkur og
hélt hverja stórveisluna á fætur
annarri eins og ekkert væri. Allt-
af var eitthvað nýtt að finna á
borðum, en lummurnar og kinda-
kæfan báru af. Amma var lista-
kona af guðs náð. Þjóðlífsbrúður
hennar sem sýndu líf Íslendinga í
daglegum störfum fyrr á árum,
glerverk, leirmunir, að ógleymd-
um brúðunum sem hún gaf öllum
stelpunum í fjölskyldunni eru
bara nokkrir af þeim fögru hlut-
um sem hún skilur eftir sig.
Takk, amma mín, fyrir að hafa
verið eins yndisleg þú varst og
takk fyrir að hafa kennt mér svo
margt, bæði sem barni og sem
fullorðinni manneskju.
Ég elska þig og sakna þín.
Þín dótturdóttir,
Sigríður.
Sigríður tengdamóðir mín er
látin.
Það kom mér ekki á óvart að
Siggi ætti jafn glæsilega móður
og Sigríði. Hún var dökk yfirlit-
um, suðræn í útliti, orðhnyttin og
fljót til svars, leiftrandi persónu-
leiki og jafnan hrókur alls fagn-
aðar á góðum stundum. Hár og
smitandi hlátur fylgdi henni alla
tíð.
Frá fyrsta degi tók Sigríður
mér opnum örmum. Í dag eru 40
ár liðin og margs er að minnast.
Fyrstu þrjú árin vorum við Siggi,
ungu hjónin, í kjallaranum á Æg-
isíðu 58 og þar kynntist ég náið
daglegu lífi tengdaforeldra
minna. Mér skildist fljótt að hús-
freyjan á efri hæðinni átti engan
sinn líka að atorku til allra verka.
Yfirferðin var ótrúleg hvort held-
ur var matseld, veisluhald, hann-
yrðir, garðyrkja eða listsköpun.
Allt lék henni í hendi. Nýupptek-
ið grænmeti á borðum og afskor-
in blóm í vösum beint úr garð-
inum alla daga sumarlangt.
Fallega bóndarósin blómstraði
fyrir framan stofugluggann
minn.
Ótal skemmtilegar minningar
koma upp í hugann. Ógleyman-
legt er þegar við vorum saman á
Ítalíu. Þið Sigurjón voruð alvön
að ferðast akandi á eigin vegum
um alla Evrópu sem þið þekktuð
orðið eins og lófana ykkar. Sig-
urjón fór þess vegna létt með það
nær áttræður að aldri að aka eig-
in bíl báðar leiðir frá Lúxemborg
til Mílanó. Þannig ferðuðumst við
saman hvort á sínum bílnum vítt
og breitt um Langbarðaland í
heila viku.
Fyrir réttum tveimur áratug-
um fluttuð þið Sigurjón í Hauka-
nesið á meðan við Siggi fórum í
langferð til útlanda. Þú hélst
heimili af þinni alkunnu röggsemi
fyrir krakkana okkar þrjá í heilan
mánuð. Afi sá um allan akstur og
amma eldaði allan tímann svo
góðan mat sögðu þau. Börnin
okkar geyma ómetanlegar minn-
ingar frá þeim tíma. Þarna fengu
þau tækifæri til að spyrja afa og
ömmu spjörunum úr um liðnar
stundir í lífi þeirra. Elsku
tengdamóðir, ég þakka þér fyrir
öll árin sem við áttum þig að. Þótt
þú sért nú farin frá okkur eigum
við áfram allar góðu minningarn-
ar.
Hanna Hjördís (Anný).
Elsku amma okkar Sigríður er
látin eftir langa og viðburðaríka
ævi.
Það er tæpast hægt að minn-
ast ömmu Sigríðar án þess að
nefna afa heitinn Sigurjón. Þau
voru einstaklega samhent hjón
og það var ömmu óskaplegur
missir þegar afi kvaddi fyrir sjö
árum síðan.
Amma Sigríður var tilfinn-
ingarík og hrifnæm kona. Þegar
eitthvað vakti áhuga hennar eða
kátínu klappaði hún gjarnan
saman lófunum og brosti fagn-
andi. Jafnvel undir það síðasta
hlustaði amma á frásagnir okkar
og samgladdist innilega. Amma
Sigríður var líka mikil stemn-
ingskona, hún kunni að skemmta
sér og gleðja aðra og tók ávallt á
móti okkur með opinn faðminn.
Það var sannarlega engin logn-
molla í kringum hana ömmu. Hún
var alltaf með hendur og huga
full af verkefnum enda mörgu að
sinna í stórri fjölskyldu og þau afi
áhugasöm um svo ótalmargt.
Hún var orkumikil og miklaði
hlutina ekki fyrir sér. Hún lét til
dæmis snjóþungann ekki stöðva
sig í því að heimsækja nýfætt
barnabarn á fæðingardeildina
heldur tók fram gönguskíðin og
hélt ótrauð af stað sem leið lá á
Landspítalann. Amma Sigríður
var listakona góð og þegar um fór
að hægjast hjá þeim afa sinnti
hún list sinni af mikilli elju. En
listhneigð ömmu skein líka í gegn
í öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var í leik
með barnabörnunum, undirbún-
ingi fyrir stórhátíðir eða matar-
gerð í eldhúsinu.
Við systkinin erum svo lánsöm
að hafa notið nærveru bæði föð-
ur- og móðurforeldra okkar lengi
og gefist tækifæri til að kynnast
þeim vel. Sem krakkar vorum við
mikið á Ægisíðunni enda voru
amma og afi ætíð boðin og búin til
að hlaupa undir bagga með for-
eldrum okkar. Á Ægisíðu var
alltaf nóg um að vera og mikið
sport að heimsækja ömmu og afa.
Það varð allt svo skemmtilegt í
meðförum ömmu og það var svo
notalegt að sitja í rólegheitum og
spjalla við afa Sigurjón. Þau
gerðu sér bæði far um að leyfa
okkur að taka þátt í daglegum
störfum og finna upp á einhverju
skemmtilegu til að gera saman. Á
kvöldin var gjarnan setið við
borðstofuborðið og tekið í spil.
Stigakeppni í Ólsen Ólsen eða
Veiðimanni varð oft fyrir valinu
eða Svarti-Pétur þar sem nebb-
inn á þeim sem ekki hafði heppn-
ina með sér var litaður svartur
með kolum. Á Ægisíðu bjuggum
við líka til kartöflukarla, tíndum
fallegar skeljar og steina og
föndruðum áramótahatta, að
ógleymdri ævintýraleitinni að
földum hlut. Stundum fékk mað-
ur að fylgjast með ömmu að störf-
um við brúðugerð í vinnuher-
berginu uppi á lofti eða í
kjallaranum þar sem hún brenndi
fallegu leir- og glermunina sína.
Gaman var að fá að hjálpa til í
eldhúsinu þar sem hún reiddi
fram dýrindis kræsingar – amma
var nefnilega ótrúlega lunkin við
að finna til verk sem við réðum
við og gátum þannig orðið að liði.
Nú er komið að kveðjustund
og við systkinin minnumst ynd-
islegrar ömmu með miklu þakk-
læti. Blessuð sé minning ömmu
Sigríðar, stundirnar með henni
og þeim afa munu fylgja okkur
alla tíð.
Fríða Sigríður, Soffía
Dóra og Sigurjón.
Nú er elsku amma Sigríður
farin frá okkur til afa Sigurjóns.
Amma lagði alltaf mikið upp úr
því að fjölskyldan væri eining
Sigríður Kjaran
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra
ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR
plötu- og ketilsmíðameistara,
Hæðargarði 10,
Reykjavík.
Rósa Ólafsdóttir,
Edda Sóley Óskarsdóttir og fjölskylda,
Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir og fjölskylda,
Valdís Óskarsdóttir og fjölskylda.
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
Frí uppsetning á
höfuðborgarsvæðinu og frí
sending út á land á legsteinum
sem pantaðir eru í nóvember