Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 33

Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 ✝ Ingibjörg Hall-dórsdóttir fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 8. desember 1926. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 30. októ- ber 2011. Foreldrar hennar voru Hall- dór Kristján Júl- íusson, sýslumaður í Strandasýslu, f. 29.10. 1877, d. 4.5. 1976 og kona hans Lára Valgerður Helgadótt- ir, f. 5.12. 1895, d. 4.2. 1971. Systkini hennar eru Júlíus, f. 1924, d. 1998, Helgi Kristján, f. 1928, d. 2009, Þorgerður, f. 1929, Ásgerður, f. 1935, Stein- gerður, f. 1940. Hálfbræður, samfeðra, voru Eiríkur f. 1903, d. 1940, Hjörtur, f. 1908, d. 1977 og Birgir, f. 1920, d. 1986. Eftirlifandi maki Ingibjargar er Ingólfur Eyrfeld Guðjónsson, f. 28.6. 1920. Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson, hreppstjóri í Árneshreppi, f. 5.2. 1890, d. 8.11. 1971 og kona hans Guðjóna Sigríður Halldórs- dóttir, f. 22. 5. 1890, d. 26.8. mundi Jóhanni Jónssyni, börn þeirra eru a) Katrín Ósk gift Jónasi Tryggvasyni, börn þeirra eru Heiðdís Hrönn og Tryggvi Jóhann. b) Jón ókvæntur. Ing- ólfur á einnig Ólaf Guðna, f. 22.6. 1941, kvæntur Svanhildi Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Guðjón og Guðrún. Ingibjörg átti heima á Borð- eyri við Hrútafjörð fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðan til Reykjavíkur, í Melbæ við Soga- veg. Að loknum barnaskóla fór hún einn vetur í matreiðslunám í Kvennaskólanum í Reykjavík og veturinn eftir fór hún í Ingi- marsskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Sem ung stúlka fór hún norður á Ingólfs- fjörð, sem þá var síldarvinnslu- staður, og vann þar á símstöð. Þar kynntist hún Ingólfi. Ingi- björg sinnti ýmsum fé- lagsstörfum, var m.a. formaður sóknarnefndar. Ingólfur og Ingibjörg bjuggu á Eyri í Ing- ólfsfirði til ársins 1971 er ís lagðist upp að Norðurlandi og fyllti fjörðinn. Þá fluttu þau í Kópavog. Ingibjörg vann við verslunarstörf eftir að hún flutti suður. Árið 1980 keypti hún kertaverksmiðjuna Norðurljós og rak hana til ársins 1999. Útför Ingibjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 10. nóvember 2011, og hefst athöfn- in kl. 13. 1961. Börn Ingi- bjargar og Ingólfs eru 1) Lára Val- gerður, f. 13.6. 1946, gift Jóni Leifi Óskarssyni, synir þeirra eru a) Ósk- ar, kvæntur Önnu Valbjörgu Ólafs- dóttur, börn þeirra eru Ólafur Már, Lára Sóllilja, Davíð Logi og Fanney Helga. b) Birkir, maki Malin Er- ikson, börn þeirra eru Sindri og Ylva. c) Orri ókvæntur. 2) Sig- urður, f. 31.10. 1947, maki Ing- unn Hinriksdóttir, sonur þeirra er Sævar. 3) Stúlka, f. 17.4. 1953, d. 17.4. 1953. 4) drengur, f. 17.4. 1953, d. 18.4. 1953. 5) Halldór Kristján, f. 31.10. 1954, maki Hrönn Jónsdóttir, synir þeirra eru a) Ingólfur, d. 2007, b) Bjarki Rafn, d. 2000, c) Ingi- björn og d) Júlíus. 6) Guðjón Eg- ill, f. 24.2. 1956, kvæntur Hörpu Snorradóttur, sonur þeirra er a) Helgi Örn. Einnig á Guðjón þau b) Bergdísi, c) Ingólf Eyrfeld og d) Guðjón Ágúst. 7) Þórhildur Hrönn, f. 19.8. 1960, gift Guð- Með nokkrum orðum vil ég minnast Ingibjargar Halldórs- dóttur, sem lést á Landspítalan- um að kvöldi sunnudagsins 30. október sl. eftir erfið veikindi. Margs er að minnast þegar lit- ið er yfir farinn veg í meira en hálfa öld. Við bjuggum hvor í sínu hús- inu á Eyri í Ingólfsfirði, þetta voru fyrstu búskaparár okkar Ólafs Ingólfssonar, stjúpsonar Ingibjargar. Ég kom í Árneshrepp ung og óreynd og kunni ekkert til bú- verka á sveitaheimili. Ingibjörg varð leiðbeinandi minn, hún kenndi mér flesta hluti, henni fórust öll búverk vel úr hendi, allt var unnið heima bæði matur og fatagerð, það var margt sem kom mér í opna skjöldu kaup- staðarstúlkunni. Það er mér dýrmæt reynsla að hafa fengið að læra handtökin hjá henni og finnst mér alltaf þetta hafa verið minn hús- mæðraskóli. Ég man eftir skemmtilegum ferðum, berjaferðum, til dæmis í Ingólfsfjarðarbotn, þar voru oft miklar berjabreiður. Einu sinni sem oftar gengum við yfir Ing- ólfsfjarðarbrekku, við tíndum mikið af berjum á leiðinni og fengum svo veislukaffi í Ófeigs- firði á eftir. Oft fórum við á bát í Dranga- vík, það voru viðarferðir stund- um með berjaívafi. Allar okkar ferðir eru með ævintýraljóma. Eftir að allir voru fluttir suður og Eyri varð að sumarhúsa- byggð, þá fórum við árið 1976 saman til Kanaríeyja. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda. Þau Ingólfur höfðu farið þangað árið áður og vildu nú fá okkur Óla með. Við áttum þarna þrjár ynd- islegar vikur, bjuggum í litlu húsi á Ensku ströndinni, við sóluðum okkur og gengum í heitum sand- inum og nutum lífsins í botn. Sú ferð er mér ógleymanlegt ævin- týri. Ingibjörg átti margar góðar stundir í húsinu þeirra Ingólfs á Eyri með fjölskyldunni og oft með góðum vinum, þangað fóru þau á hverju sumri til lengri eða skemmri dvalar, en hún átti líka unaðsreit í Kjósinni, því fyrir nokkrum árum festi hún kaup á sumarbústað í Eilífsdal, þar sem hún undi sér vel við að snyrta til bæði innan húss og utan. Hún hafði yndi af að hlúa að gróðr- inum á lóðinni þar sem hún rækt- aði kartöflur og annað grænmeti. Í einni af síðustu heimsóknum okkar til hennar, áður en hún fór á spítalann þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt, sýndi hún mér með nokkru stolti uppskeruna úr garðinum við sumarbústaðinn. Já, minningarnar streyma um huga minn, þær eru svo margar. Yfir Ingibjörgu var mikil reisn, hún var falleg kona, alltaf fín og vel tilhöfð, hún varð aldrei gömul hvorki í útliti né í anda. Börnin, tengdabörnin og öll barnabörnin eru nú sorgmædd, söknuðurinn er mikill og skarðið stórt eftir þessa góðu konu sem gaf svo mikið af sér til okkar allra. Mest hefur þó misst tengda- faðir minn, Ingólfur, sem syrgir nú í hárri elli kæran lífsförunaut sinn til meira en 65 ára. Hugur okkar er hjá honum. Með þessu litla ljóði vil ég kveðja Ingibjörgu. Í minning mætrar konu margt um huga fer. Eitt líf með gleði og vonum úr heimi farið er. Ég bið að hana taki og geymi í faðmi sér sá er yfir vakir og heyrir allt og sér. (SG) Hvíli hún í friði. Svanhildur Guðmundsdóttir. Það var í júnílok árið 1968 sem ég kynntist Ingibjörgu sem síðar varð tengdamóðir mín. Ég kom norður í Ingólfsfjörð til þess að heimsækja Láru dóttur hennar. Þetta vor var fjörðurinn hálf full- ur af hafís, það var heldur kulda- legt, en móttökurnar voru það ekki. Þegar verið var inni var oft setið í eldhúsinu sem var hitað með olíueldavél sem hitaði líka húsið. Þarna var notalegt að sitja og spjalla saman og stutt í kaffi- könnuna. Kynnin af hafísnum og hvernig fólkið tók honum sýndi að þetta var harðduglegt fólk er tókst á við óblíð náttúruöfl og lét ekki bugast. Mörg sumrin fór ég norður í Ingólfsfjörð og var ætíð vel tekið. Drengirnir okkar þrír nutu þeirra gæða að vera hjá ömmu sinni og afa á sumrin í lengri eða skemmri tíma. Ferð- irnar sem farnar voru í Dranga- vík, ýmist til dúntekju eða til þess að njóta fallegrar náttúru, eru manni ofarlega í huga. Ekki skemmdi gott og mikið nesti sem alltaf var með í för. Þegar vel tókst til var líka komið heim með nokkra rekadrumba til að saga í girðingastaura. Ingibjörg var alltaf góð heim að sækja. Skemmtilegt var þegar tekið var í spil, enda hún dágóð í því að svindla smá en gat orðið svolítið tapsár þegar ekki gekk allt upp hjá henni. Það var gott að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á eða þurfti að laga í höndunum, enda mikil hannyrðakona. Ingibjörg keypti sumarbústað í Eilífsdal í Kjós og dvaldist þar löngum á seinni árum. Í þessum sælureit hlúði hún að trjágróðri og ræktaði kartöflur og annað grænmeti, þar var haldið upp á afmæli Ingólfs og voru það mikl- ar veislur, oftast í góðu veðri, í lok júní. Ingibjörg var harðdug- leg og glöð kona sem hafði gam- an af að ferðast hvort heldur var um landið okkar eða utan þess, enda fór hún í mörg ferðalög um ævina. Það verður erfitt að venj- ast því að hún er ekki lengur á meðal okkar. Megi hún hafa þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Vil ég svo votta eft- irlifandi ættingjum hennar sam- úð og þá sér í lagi tengdaföður mínum, honum Ingólfi. Jón Leifur Óskarsson. Kynni mín af Ingibjörgu Hall- dórsdóttur hófust fyrir nær 35 árum þegar við Þórhildur Hrönn dóttir hennar fórum að vera saman. Ingibjörg var einstök manneskja, ein sú heilsteyptasta sem ég hef kynnst í lífinu. Hún var kona sem bætti umhverfi sitt og þá sem í kringum hana voru. Þegar ég hugsa til baka minn- ist ég þess ekki að hafa séð Ingi- björgu skipta skapi eða hækka róminn. Það hafa allir skap en sumir hafa einfaldlega betri stjórn á því en aðrir. Samgangur fjölskyldu minnar og tengdafor- elda var alltaf mikill, hlýjar minningar frá liðnum samveru- stundum norður á Ingólfsfirði sækja á hugann. Þegar þokan og súldin hékk yfir Eyri á Ingólfs- firði, stundum svo dögum skipti, var lítið annað við að vera en að sitja hana af sér. Oftar en ekki var setið inni í eldhúsi með kaffi- bolla í hönd og heimagert bakk- elsi, í einhverjum tilvikum jafn- vel léttvínsglas. Raðað var upp í myllu, horft út á fjörðinn og spáð í veðrið, hvort þokan færi nú ekki að gefa sig. Á þessum tímum var spjallað um heima og geima og slegið á létta strengi. Tengdamóðir mín var afar glæsileg kona. Það áttu margir erfitt með að trúa því hversu mörg ár hún átti að baki, hún bar aldurinn einstaklega vel. Ef til vill var það hreina loftið sem hún ólst upp við norður á Ströndum sem gerði það að verkum að elli kerling sótti ekki á hana eins og flest annað fólk. Þá var tengda- móðir mín mjög smekkleg kona en hún lagði mikið upp úr því að klæðast fallegum flíkum. Ekki veit ég hversu oft ég sagði við hana í gegnum tíðina „Varstu nú að koma frá Hrafnhildi?“ en í þeirri verslun keypti hún sér gjarnan fallegan fatnað. Hvernig Ingibjörg bar sig í veikindum sínum síðustu mánuði var í algjöru samræmi við kynni mín af henni. Æðruleysið var al- gert og lét hún sína nánustu ekki finna að henni liði illa eða að hún hefði af sjálfri sér áhyggjur. Tveimur vikum fyrir andlát sitt var hún með Ingólfi eiginmanni sínum í matarboði hjá okkur hjónum á Kópavogsbakkanum. Á þeirri stundu var hún sem fyrr glæsileg, bar höfuðið hátt og nærvera hennar hlý og þægileg eins og ávallt. Í framtíðinni munu minningar um tengdamóð- ur mína skapa hlýju í hjörtum þeirra sem hana þekktu. Ingibjörgu Halldórsdóttur þakka ég samfylgdina. Hvíl í friði. Guðmundur Jóhann Jónsson. Elsku amma. Vonandi gaf ég þér til baka brot af þeirri ást sem þú gafst af þér. Þú geislaðir alltaf og sýndir öllu svo mikinn áhuga. Í návist þinni voru allir ein- stakir og ég man hvernig þú blikkaðir mig laumulega þegar ég hafði gert einhverja vitleysu. Við vorum alltaf í sama liði. Jákvæðni þín og gleði verður alltaf í hjarta mínu. Þinn Jón (Nonni). Elsku amma. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur. Mér fannst eins og þú yrðir alltaf hjá mér. Þú varst ein- stök kona, sérstaklega klár og geislaðir alltaf af lífsgleði. Ég er mjög þakklát fyrir hvað við vor- um alla tíð mikið saman. Við vor- um svo góðir ferðafélagar en í okkar fyrstu ferð fórum við þeg- ar ég var tveggja mánaða gömul. Þú kenndir mér ótal margt og sagðir mér frá svo mörgu. Sam- töl okkar um uppvöxt þinn og ævi eru mér dýrmæt en sögu þína þykir mér svo vænt um að þekkja. Það var bara hjá þér sem krakkarnir mínir komust upp með að sleikja kremið af hverri kexkökunni á fætur annarri og henda síðan afganginum. Mér finnst svo erfitt að fara á Nýbó og hafa þig ekki til að taka á móti prinsinum þínum eins og þú kall- aðir hann Tryggva minn. Elsku amma, það er margt í fari þínu sem ég ætla að tileinka mér. Minningin lifir með okkur, þín er sárt saknað. Þín, Katrín Ósk. Elsku amma mín. Ég sem hélt að ég hefði þig alltaf. Hvað sagðir þú alltaf, þarna kemur prinsinn minn, því við vorum svolítið lík og höfðum bæði áhuga á fatnaði og útliti. Þegar ég var í 8. bekk skrifaði ég ritgerð um þig. Ég hafði nóg að skrifa því þú hafðir svo mörg áhugamál, t.d. dans, golf, sund og fleira. Þér fannst að ég yrði að læra golf og þú kenndir mér golf og lést mig fara á námskeið. Svo ég minnist nú ekki á leikhúsferð- irnar sem við fórum saman. Fyrst borðuðum við eitthvað gott og gerðum eitthvað skemmtilegt og svo fórum við í leikhúsið. Ég má heldur ekki gleyma þegar þú keyptir handa mér fyrsta snjóbrettið og sagðir mér að ég yrði að prufa snjó- bretti. Ég hef verið á fullu á snjóbretti síðan. Fyrir norðan áttum við fullt af góðum stund- um saman, ég og Ingibjörn bróð- ir minn. Og nú er ég að kveðja þig, elsku amma mín, þú sem mér fannst best og skemmtileg- ust. Pétur Emil Júlíus Halldórsson. Fyrir skömmu barst sú frétt, að Ingibjörg Halldórsdóttir frá Eyri væri látin. Fréttin kom ekki á óvart, við höfðum fylgst með því, að hún ætti við veikindi að stríða. Andlátsfrétt kemur samt á óvart, þetta er fréttin, sem fær okkur til að staldra við. Ingibjörg og maður hennar, Ing- ólfur Guðjónsson bjuggu á Eyri líklega í 25 ár. Þar fæddust börn þeirra og ólust upp. Hún var tengd inn í fjölskyldu sem átti sér djúpar rætur í sveit- inni og varð fljótt heimamann- eskja í Árneshreppi. Því langar mig að festa á blað nokkur kveðjuorð, sem gætu verið, ef vel tekst til, kveðja „að heiman“. Ég sá hana fyrst á Eyri sum- arið 1945, hún var þá ráðin þar við afgreiðslu á Landsímastöð um sumarið. Dvölin á Eyri varð lengri en ætlað var. Á þeim tíma var álitið að væri vænlegur kost- ur að staðfestast á Eyri. Að baki voru ár mikilla umsvifa við síld- arvinnslu, og fátt benti til, að á því væru nein endalok, þó blikur væru á lofti. Ingólfur var alinn upp við þetta og kunni þar til allra verka. Þau byggðu sér íbúðarhús á Eyri og það átti eftir að verða heimili þeirra um langt árabil. Ekki var útlit fyrir að vinnu væri að hafa fyrir konur, utan heimilis, á þeim tíma var það líklega ekki hugleitt, þegar búseta var ákveðin. Þessi glæsi- lega kona var orðin húsmóðir í sveitinni. Heimili þeirra var hlý- legt og gestrisið og öllum tekið vel. Það stækkaði og nóg var að sýsla. Ingibjörg var glaðlynd og fljótt orðin þátttakandi í fé- lagslífi sveitarfélagsins. Árin liðu, síldin hvarf, afkomumögu- leikar, sem treyst var á horfnir, en þau gáfust ekki upp. Sjöundi áratugur síðustu aldar var grimmur á Ströndum, hafís fyrir landi. Á sama tíma voru börn hjónanna að fara að heiman í skóla og atvinnuleit, svo ýmis- legt þrengdi að. Árið 1971 fluttu þau búferlum. Hugurinn var samt eftir í sveitinni. Þau komu á hverju sumri að vitja fornra slóða. Ingibjörgu var umhugað um afdrif byggðar í Árnes- hreppi, um það talaði hún oft. Langt er um liðið síðan við vor- um samtíða á Eyri, þetta um- rædda sumar. Það var reyndar svo, að ég tengdist Eyrarheim- ilinu, þegar ég var barn og ung- lingur, og þar var mér vel tekið af öllum, og eru um það ljúfar minningar. Svo var einnig með Margréti konu mína, þegar hún var í sumardvöl á Eyri, ung stúlka og minnist samvistanna við Ingibjörgu með hlýju og þakklæti. Það styttist í afmælið hennar Ingibjargar, ég hringdi gjarnan í hana á afmælisdaginn. Þá var tekið spjall um menn og málefni og spurt frétta úr sveitinni, en tíminn er hverfull og allt hefur sinn enda. Síðasta heimsókn okkar til þeirra var þegar nýlok- ið var við endurbætur á húsi þeirra á Eyri sem hún barðist fyrir eins og kraftar leyfðu. Hún var alsæl með það. Við hjónin erum þakklát fyrir vináttu þeirra gegnum árin. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Ingólfur minn, og fjölskyld- unnar, frá okkur hjónunum og fjölskyldu okkar. Gunnsteinn Gíslason. Ingibjörg Halldórsdóttir HINSTA KVEÐJA Við áttum hér saman yndisleg ár, af þeim geislarnir skína. Nú falla að lokum fjölmörg tár á fallegu kistuna þína. (Dísa Þórðard.) Ingólfur Eyrfeld Guðjónsson. á skilji mest eftir. Það eru oft þeir sem fara hljóðlega í gegnum lífið sem gefa okkur það sem reynist síðan vera hvað dýrmæt- ast. Við fjölskyldan vottum frænku, Pétri, Önnu og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Freygerður Anna Ólafsdóttir. Það er eins og ég hafi haldið að hann Halldór blessaður frændi minn yrði eilífur, svo mikið fékk á mig að heyra látið hans. Hann hafði samt strítt við veikindi undanfarið og var auk þess orðinn 85 ára gamall, svo það átti ekki að koma á óvart. En hann var hins vegar alltaf svo ungur í anda, hress og lif- andi, áhugasamur um ættfólkið sitt og alla tíð sami ljúfi barna- karlinn sem ég hafði þekkt í uppvextinum, þessi klettur í til- veru manns, sem er svo erfitt að horfa á eftir. Mig langar í örfá- um línum að þakka honum sam- fylgdina. Halldór var föðurbróðir minn. Hann var þriðji yngstur 15 systkina frá Hörgsdal og Keld- unúpi á Síðu, nú þegar hann kveður er aðeins ein systir, Kristjana, á lífi. Þau voru á mín- um æskuárum næstu nágrannar í Kópavoginum. Það var alla tíð mikill og náinn samgangur systkinanna og fjölskyldna þeirra. Ég á einungis góðar minningar um Halla. Mjög snemma fannst mér ég vera uppáhaldið hans, en það var áreiðanlega vegna þess að hann var svo ljúfur, skemmtilegur og barngóður að öll börn sem hann umgekkst hljóta að hafa fengið þessa tilfinningu. Hann er ljóslif- andi í minningunni verslunar- stjórinn í Kron á Hlíðarveginum, kvikur og skemmtilegur í hvítum slopp. Sé hann fyrir mér að spúla stéttina og skvetta smá glettnislega á okkur krakkana. Sé hann líka henda sér utan í búðarhurðina alltaf þegar hann gekk fram hjá, til að tékka hvort hún væri ekki örugglega læst. Einhvern tímann hafði hann dottið inn. Svo fór hann alltaf stigana upp til sín í nokkrum skrefum, í minningunni var hann alltaf á hlaupum. Ég naut þess síðar að kynnast honum í starfi sínu sem bæj- argjaldkeri í Kópavogi, þar fór sami ljúflingurinn, það var gott að vinna með honum og ég get fullyrt að hann var vel liðinn starfsmaður sem naut trausts og virðingar. Í seinni tíð voru tengslin mest í kringum starf Mosafélagsins, fjölskyldufélags um Mosana, síð- asta heimili afa og ömmu á Síð- unni, og skógræktina þar. Við gegndum hlutverki skoðunar- manna félagsins og það var alltaf tilhlökkunarefni að fara til Halla að skrifa á reikningana. En skemmtilegasta form fé- lagsstarfa er alltaf þegar fólk kemur saman til að vinna lík- amlega vinnu eins og hefur sannast best í vinnuferðunum að Mosum, til að halda við húsinu og síðustu tuttugu árin skóg- ræktinni í Kyllabrekkum. Þarna komu systkinin og fjölskyldur þeirra saman, allir unnu eins og kraftarnir leyfðu, ákafinn og vinnugleðin í fyrirrúmi og ég trúi að hann Halldór Jónsson hafi oft komið þreyttur heim til sín á eftir. Það var alltaf gott að koma á myndarlegt heimili Halla og Sillu í Kópavoginum og eru minnisstæðar góðar móttökur þar, hvort sem það voru hinir ár- legu Mosafundir eða önnur til- efni. Það var líka ljúft að fylgjast með Halla í hlutverki föður og afa, þar naut hann sín augljós- lega vel. Um leið og ég þakka Halla fyrir allt það góða sem hann gaf mér sendi ég samúðar- kveðjur frá okkur Bubba til fjöl- skyldunnar hans. Anna Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.