Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Grensásvegur 16a, 201-5642, 58,8% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ekron,
félagasamtök, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánu-
daginn 14. nóvember 2011 kl. 10:30.
Gunnarsbraut 36, 201-1970, Reykjavík, þingl. eig. Málfríður Haralds-
dóttir, gerðarbeiðendur Gunnarsbraut 36, húsfélag, Íbúðalánasjóður
og Reykjavíkurborg, mánudaginn 14. nóvember 2011 kl. 14:00.
Hátún 6, 201-0262, Reykjavík, þingl. eig. Páll Ágúst Ólafsson, gerðar-
beiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., mánudaginn 14. nóvem-
ber 2011 kl. 11:00.
Leifsgata 21, 200-8768, Reykjavík, þingl. eig. Vilhjálmur Pálsson, gerð-
arbeiðandi Kaupthing mortgages Fund, mánudaginn 14. nóvember
2011 kl. 14:30.
Miklabraut 70, 203-0567, Reykjavík, þingl. eig. Guðni Birgir Gíslason,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 14. nóvember 2011 kl.
15:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
9. nóvember 2011.
✝ Halldór ViðarArnarson
fæddist á Landspít-
alanum 25. júní
1982. Hann lést á
heimili sínu, Selási
11, Egilsstöðum,
30. október 2011.
Foreldrar hans
eru hjónin Örn
Rúnarsson, f. 15.
júní 1958, og Val-
borg H. Kristjáns-
dóttir, f. 5. apríl 1960.
Systkini hans eru Kristján
Garðar Arnarson, f. 25. sept-
ember 1978. Jónína Guðrún
Arnardóttir, f. 27. apríl 1989,
unnusti hennar er
Arnar E. Hjart-
arson. Kristinn Örn
Arnarson, f. 6.
ágúst 1991, unn-
usta hans er Elín
Ósk Ellertsdóttir.
Halldór eign-
aðist eina dóttur,
Ágústu Örnu, með
þáverandi sam-
býliskonu sinni,
Hugrúnu Ósk Haf-
þórsdóttur, þau slitu samvistir.
Útför Halldórs fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
8. nóvember 2011, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Kveðja frá mömmu og pabba
Nú ertu farinn frá okkur, elsku
drengurinn okkar. Það er erfitt
að setjast niður og skrifa til þín.
Þér lá alltaf lífið á, gast ekki einu
sinni beðið með að koma í heim-
inn heldur komst fyrir tímann.
Þú varst alltaf svo lífsglaður og
hress stráklingur og alltaf nóg að
gera hjá þér. Alltaf vildir þú fara
allt með okkur, t.d. allar tjald-
ferðirnar okkar með systkinum
þínum eða allar fjöruferðirnar
eða að leita að grjóti og alltaf
fannst þú flottustu steinana. Svo
einn daginn fékkstu áhuga á að
spila á gítar og þá bara byrjaðir
þú að spila og varst alltaf með gít-
arinn á milli handanna og spilaðir
í tíma og ótíma og samdir á hann,
einnig ákvaðst þú að keppa í
borðtennis og auðvitað vannstu
þar.
Svo komu dýrin öll, vitum ekki
hvað þú varst búinn að draga
mörg dýr heim til okkar, en
hundurinn þinn hann Elvis átti
alltaf hug þinn og hjarta og mun-
um við hugsa vel um hann. Það
var alltaf svo stutt í hláturinn
þinn og húmorinn, getum enn
heyrt þig hlæja að einhverri vit-
leysunni sem við gerðum. Oft
varstu búinn að hlæja mikið og
gera grín að pabba þínum þegar
hann var að þvælast með spýtur í
bústaðnum, eða í hrókasamræð-
um við hann Elvis þinn, aðal-
hundinn í bænum.
Aldrei máttir þú aumt sjá og
alltaf tilbúinn að hjálpa til, þú
varst með svo stórt hjarta. En því
miður þá náði eitrið tökum á þér,
elsku drengurinn okkar, og alltaf
héldum við að nú væri þetta að
koma hjá þér, því þú áttir alltaf
góða tíma, svo kynntist þú henni
Hugrúnu þinni og þið eignuðust
yndislega dóttur, hana Agústu
Örnu, og þú varst svo mikill og
stoltur pabbi, alveg 150% og þið
búin að búa ykkur svo fallegt
heimili, en því miður varð eitrið
sterkara.
Þú varst svo mikill fjölskyldu-
maður, vildir alltaf hafa alla fjöl-
skylduna hjá þér á þínum góðu
tímum og alltaf þegar við hitt-
umst þá spurðir þú um litlu dótt-
ur þína og systkini þín.
Svo í sumar ákvaðstu að flytja
austur í von um betra líf og þú
varst svo bjartur og glaður þegar
við komum til þín á heimilið þitt
þar.
Erum svo þakklát fyrir dagana
sem þú varst hjá okkur hálfum
mánuði áður en þú kvaddir þenn-
an heim, en þá sáum við hvað þú
varst orðinn veikur. Nú vitum við
að þér líður vel og ert kominn í
faðm þeirra sem fóru á undan
þér. Söknum þín svo sárt, elsku
drengurinn okkar, en við vitum
að við hittumst seinna.
Viljum senda þér uppáhalds-
sálminn þinn:
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
(23. Davíðssálmur)
Örn og Valborg.
Elsku bróðir. Mér finnst ótrú-
lega skrýtið að hugsa til þess að
þú sért farinn frá okkur og ég eigi
aldrei eftir að sjá þig aftur. Það
var svo gaman þegar við hittumst
í sumar, þegar við naglalökkuð-
um Elvis og hlógum yfir fyndnum
dýramyndböndum og sáum sko
fram á það að við þyrftum að fá
trampólín í garðinn fyrir
hundana. En þú glímdir við erfiða
fíkn sem dró þig á þann myrka
stað sem þú varst kominn á núna
í október. Núna ertu kominn á
betri stað, stað þar sem allt er
gott og frábært.
Hvíldu í friði, elsku Halldór
minn.
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesús hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki’ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa’ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesús minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
(Magnús Runólfsson)
Þín systir,
Jónína Guðrún Arnardóttir.
Elsku bróðir minn.
Ég á efir að sakna þín svo mik-
ið.
Við ólumst upp saman og við
gerðum mikið af okkur saman.
Stundum fannst okkur að við
ættum engan annan að nema
hvor annan. Við eigum mörg
leyndarmálin sem enginn annar
fékk að heyra.
Mörg samtölin þar sem við
stöppuðum stálinu hvor í annan,
þú kenndir mér og gafst mér svo
mikið. Þú varst alltaf með
áhyggjur af því hvernig mér
gengi, og ég á þér, elsku Halldór
minn, svo mikið að þakka.
Ég er búinn að hugsa mikið
um árið 2007, þá komuð þið Hug-
rún mér til hjálpar svo oft, þið
hjálpuðuð mér þegar neyðin var
mest. Mér hlýnar í hjartanu við
tilhugsunina um allar sumarbú-
staðaferðirnar, og þegar þið tók-
uð mig með að Skógafossi um
verslunarmannahelgina, og öll
skiptin sem ég fékk gistingu hjá
ykkur á Neshaganum.
Þegar við vorum pollar stóðum
við alltaf saman ef á reyndi. Við á
móti hinum. Stundum var ég að
pína þig, en þú fyrirgafst mér það
alltaf og vildir bara hanga með
mér og vinum mínum. Svo eltist
þú og fórst út á sömu villigötur og
ég, ég man vel eftir því þegar ég
„böstaði“ þig í fyrsta skiptið.
Mikið höfum við hlegið að því
saman. Svo fóru vandamálin að
hrannast upp hjá þér, það getur
enginn ráðið við svona ástand, og
þú varst ekkert undanskilinn þar.
Árin liðu, og svo kynnist þú
henni Hugrúnu. Og eitthvað
gerðist hjá þér, ég skildi það ekki
fyrst en svo sagðir þú mér það,
þú varst ástfanginn, og kannski
ekkert skrítið. Ég horfði upp á
þig reyna ítrekað að taka þig á.
Og þú áttir við mig mörg sam-
tölin um það hvernig þú ættir að
fara að því.
Svo einn góðan veðurdag sagð-
ir þú mér fréttirnar, Hugrún er
ólétt. Glaður og hræddur sagðir
þú mér frá þessu og þá átti að
breyta lífi sínu til hins betra og í
þetta skiptið var mínum manni
alvara. Og, Halldór minn, ég veit
að þú meintir það frá hjartanu,
en, elsku kallinn minn, þú varst
haldinn sjúkdómi. Þú reyndir og
reyndir. Svo eignaðist þú falleg-
asta barn sem ég hef séð, hana
Ágústu Örnu Halldórsdóttur. Ég
man að hafa sagt við þig hvernig í
ósköpunum fórstu að þessu? Og
þú svaraðir ég skal sýna þér það
ef Hugrúnu er sama.
Sjúkdómurinn tók síðan völd-
in.
Og ég vil enda þetta, Halldór
minn, á því að segja þér að ég veit
hvernig þér leið þegar þú ákvaðst
að fara. Ég hef verið í þínum
sporum og ég skil þig, ró og frið-
ur ræður nú ríkjum hjá þér.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og takk fyrir að hafa
kvatt mig þetta örlagaríka kvöld.
„Love you bro.“
Ráðvilltur ég stóð um stund og þagði,
en af stað svo lagði aftur heim á leið.
Ég vissi að litla dóttir mín
hún myndi hjálpa mér
að mæta vanda þeim
sem heima beið. Hún sagði:
Bíddu pabbi, bíddu mín,
bíddu, því ég kem til þín.
Æ, ég hljóp svo hratt,
að ég hrasaði og datt.
Bíddu pabbi, bíddu mín.
(Iðunn Steinsdóttir.)
Kristján Garðar Arnarson.
Elsku bróðir minn, rosalega
verður erfitt að kveðja þig, ég er
búinn að vera að hugsa um þá
daga sem við vorum saman og
hlutina sem við pældum í, þeir
voru svo margir. Við töluðum um
að smíða okkur rallýbíl, opna
okkar eigin tattú-stofu í kjallar-
anum hjá þér og margt, margt
fleira, þetta eru allt ókláraðir
hlutir, en ég veit að við tveir mun-
um standa við þessi orð okkar og
klára þessi verkefni þegar minn
tími kemur, þegar við verðum
saman tveir á ný.
Grátið ekki þótt ég sé farinn
því ég er aðeins í „burtu“.
Ég dó ekki og mun ekki deyja.
Ég er hjá ykkur alla daga.
Það er satt að ég hef yfirgefið jörðina,
en ég lifi í anda hjá ykkur.
Óttist ekki um mig, því ég er
hamingjusamur
í þeim friði og ást sem hér er.
Það, sem ég var, er ég nú,
jafnvel betri en ég var.
Himnaríki hefir svo mikla fegurð,
fjöll og tré og svo margt annað.
Grátið mig ekki, talið um mig
á sama hátt og þið gerðuð áður.
Gerið minningar okkar að
ánægjulegum minningum,
sem geta róað og huggað ykkur.
Minnist mín með gleði.
Syrgið mig ekki, þótt ég sé farinn.
Í himnaríki eflist ég og líf mitt
heldur áfram.
Grátið mig ekki, því ég er hjá ykkur
í því,
sem þið segið og gerið
á hverri stundu á hverjum degi.
Ást mín er líka hjá ykkur.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Kristinn Örn Arnarson.
Halldór Viðar
Arnarson
✝ Jónas Guð-mundsson
fæddist á Kiðja-
bergi í Kjós 22.
febrúar 1941.
Hann lést á dval-
arheimilinu Mörk
1. nóvember 2011.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Óskar Einarsson,
f. 28.6. 1910, d.
25.5. 1995, og
Rósa Pétursdóttir, f. 18.9.
1919, d. 6.7. 2008. Stjúpfaðir
hans var Eiríkur Valdimars-
son, f. 29.7. 1915, d. 17.8.
2003. Systkini eru Ragnheiður
Eiríksdóttir, maki Gunnar
Haraldsson, þau eiga 3 börn,
og 4 barnabörn. Sigmar Ei-
ríksson, maki Sigríður Ást-
mundsdóttir, þau eiga 4 börn,
og 6 barnabörn. Pétur Eiríks-
son, maki Jóna Jónsdóttir,
stjúpbörn 4 og 8 barnabörn.
Sævar Eiríksson, maki Inga
Finnbogadóttir, þau eiga 3
börn, og 7 barnabörn. Valdi-
mar Eiríksson,
maki Guðbjörg
Hrafnsdóttir.
Soffía Ellerts-
dóttir uppeld-
issystir, maki
Tómas Tómasson,
þau eiga 4 börn
og eitt barnabarn.
Jónas var giftur
Sólveigu Jóhanns-
dóttur. Móðir
hennar er Sig-
urbjörg Jónsdóttir, faðir henn-
ar var Jóhann Guðmundsson.
Systir Sigurbjargar er Ásdís
Jónsdóttir, maki Stefán Jóns-
son, þau eiga 3 börn og 5
barnabörn.
Jónas ólst upp í Norð-
urgarði á Skeiðum, hann fór
snemma að heiman og vann
ýmis störf. Jónas var alltaf
heilsuveill, hann bjó lengst af í
Reykjavík.
Útför Jónasar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 10.
nóvember 2011, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Hvíldu í friði, elsku tengda-
sonur og mágur.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Þín er sárt saknað.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ásdís Jónsdóttir.
Nú ertu búinn að kveðja
okkur, elsku bróðir, en minn-
ingin lifir.
Þú varst alltaf duglegur að
ferðast þrátt fyrir fötlun þína
og ég efast um að það séu
margir sem þekkja landið eins
vel og þú. Það var alltaf gott að
sækja ykkur Sólveigu heim en
yndislegri konu er vart hægt að
finna. Það var mikil gæfa fyrir
þig að hitta hana. Þið Sólveig
höfðuð gaman af því að dansa
og stunduðuð það meðan heilsa
þín leyfði. Þú hafðir gaman af
að spjalla og oft lentir þú í
þrasi sem endaði í hlátri því þú
varst léttur í lund. Þú last mik-
ið og varst ótrúlega minnugur
svo að systkini þín stóðu oft á
gati. Þú varst mjög frændræk-
inn og varst duglegur að heim-
sækja ættingjana og var þá
mikið spjallað og haft gaman
af.
Þú hafðir yndi af því að
ferðast til útlanda og eitt sinn
fórstu með foreldrum þínum til
Flórída og oft minntust þau á
það hvað þú varst duglegur að
keyra þar um. Ekki var laust
við að þú værir haldinn smá
bíladellu. Lengi vel áttir þú
Lödur sem þú endurnýjaðir
reglulega. Það spunnust oft há-
værar umræður við bræður
þína um gæði þessara bíla, en
alltaf stóð Ladan uppúr í þínum
huga.
Þrátt fyrir fötlun þína varstu
duglegur að finna þér vinnu og
vannst ýmis störf um ævina,
m.a. landbúnaðarstörf og hjá
Pósti og síma, síðast varstu að
vinna á salernunum í Banka-
stræti en varðst að gefast upp
vegna veikinda. Undir það síð-
asta varstu orðinn það þrotinn
af kröftum að þú gast ekki
lengur verið heima og tókuð þið
Sólveig þá ákvörðun að þú fær-
ir á stofnun þar sem hún gat
ekki annast þig heima vegna
eigin heilsu. Það var erfitt fyrir
hana en jákvæðni þín var ótrú-
leg og varstu sáttur við orðinn
hlut. Sólveig fór til þín á hverj-
um degi og sá um að þig van-
hagaði ekki um neitt.
Þú varst alltaf kátur er við
heimsóttum þig og aldrei
kvartaðir þú yfir þínu hlut-
skipti. Ragga var að taka þig
út í göngutúra í hjólastólnum
og þá fóruð þið í heimsókn til
Sólveigar. Valdimar fór með
þig í heimsókn helgina áður en
þú kvaddir þennan heim. Þá
áttum við ekki von á að þetta
yrði síðasta ferðin þín, en
svona eru forlögin, elsku Jónas
minn. Minning þín mun alltaf
lifa með okkur.
Við systkinin þökkum starfs-
fólki á dvalarheimilinu Mörk
fyrir góða og kærleiksríka
umönnun.
Systkinin frá Norðurgarði,
Ragnheiður, Sigmar, Pét-
ur, Sævar, Valdimar, og
Soffía.
Elsku Jónas, það er erfitt að
kveðja.
Það eru ófáar stundirnar
sem við höfum átt öll saman í
eldhúsinu heima í Ljósheimum.
Ekkert var þér óviðkomandi og
þú hafðir gaman af lífinu og
fólkinu í kring um þig. Þú
varst glettinn og gast alltaf
fengið okkur til að brosa. Við
og okkar börn höfum svo sann-
arlega verið rík að eiga þig að.
Síðustu 3 ár hafa verið þér
erfið þar sem sjúkdómurinn
hefur verið að taka yfirhönd-
ina. En þú varst ekki tilbúinn
að gefast upp, tókst veikind-
unum af æðruleysi og kímni og
lést fátt stöðva þig. Allir vegir
voru þér færir. Þú varst ávallt
reiðubúinn ef til þurfti.
Það er ekki svo langt síðan
við komum í heimsókn til þín,
og ekki grunaði okkur að það
væri sú síðasta.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Þú
varst alltaf svo góður við okkur
og alltaf að gera eitthvað fal-
legt fyrir okkur. Þín er sárt
saknað. Guð geymi þig að ei-
lífu.
Elísabet Stefánsdóttir
og börn, Ásgrímur
Stefánsson og dætur,
Sigurbjörg Stefánsdóttir.
Jónas
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð þig, elsku eig-
inmaðurinn minn, og bið
Guð um að varðveita þig.
Takk fyrir þau ár sem
við áttum saman, þú varst
góður félagi í gegnum lífið.
Sólveig
Jóhannsdóttir
Bridsfélag Reykjavíkur
Að loknum 9 umferðum af 24,
er mjög þétt er á toppnum í
haustsveitakeppni BR 2011.
Sparisjóður Siglufjarðar er
með tveggja stiga forystu á
sveit Chile og eiga að spila
saman í næstu umferð.
Sparisjóður Siglufjarðar 166
Chile 164
Ólafur Steinason 163
Garðs Apótek 152
Skarphéðinn Lýðss. – Ágúst
Stefánss. 363
Erla Sigurjónsd. – Jóhann
Benediktss. 355
Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 349
Kristján Þorlákss. – Haukur
Guðmss. 348
Sverrir Gunnarss. – Kristrún
Stefánsd. 338
Setbergsbræður bestir
í Firðinum
Þá er lokið þriggja kvölda hrað-
sveitakeppni Bridsfélags Hafnar-
fjarðar með sigri Setbergsbræðra
sem háðu harða keppni við Miðviku-
dagsklúbbinn.
Lokastaðan:
GSE 106
Miðvikudagsklúbburinn 101
Eðvarð Hallgrímsson 86
Næstu tvo mánudaga er Madera
Butler-tvímenningur
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is