Morgunblaðið - 10.11.2011, Síða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Rún-
ars Rúnarssonar, Eldfjall, hefur átt
virkilega góðu gengi að fagna frá
því hún var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes sl. vor,
hlotið bæði jákvæða gagnrýni og
fjölda verðlauna á alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum. Aðalleikarar
myndarinnar, Theódór Júlíusson og
Margrét Helga Jóhannsdóttir, hafa
verið ausnir lofi en Theódór hefur
nú hreppt tvenn verðlaun fyrir
frammistöðu sína í myndinni, var í
byrjun mánaðar útnefndur besti
leikarinn á 35. kvikmyndahátíðinni í
São Paulo og hafði þá hlotið verð-
laun á kvikmyndahátíð Evrasíu í
Kasakstan. Í Eldfjalli fer Theódór
með hlutverk Hannesar sem er að
komast á eftirlaunaaldur, er skap-
styggur og einangraður frá fjöl-
skyldu sinni og heimili. Hannes
þarf óvænt að takast á við nýtt og
erfitt hlutverk sem gjörbreytir lífi
hans. Blaðamaður ræddi við Theó-
dór í liðinni viku en þá hafði hann
nýhlotið verðlaunin á hátíðinni í São
Paulo og var að vonum ánægður.
„Ég var á leikæfingu og var að
koma inn úr dyrunum, ég vissi nú
ekki af þessu fyrr en ég sá sms frá
Rúnari Rúnarssyni, að ég hefði ver-
ið að fá þessi verðlaun,“ segir Theó-
dór kíminn.
Eftirsótt af kvikmyndahátíðum
– Eldfjall hefur sópað að sér
verðlaunum …
„Já, þetta er alveg makalaust og
kvikmyndahátíðir vilja fá hana
endalaust þannig að þetta
er ekki eins og verið sé að
troða henni á þessar há-
tíðir,“ segir Theódór og
rifjar upp að meiri eft-
irspurn hafi verið á árinu
eftir Eldfjalli en nýj-
ustu kvikmynd Lars
Von Trier, Melanch-
olia. „Ég er bara
hrærður og fékk bara gæsahúð
þegar ég las þetta sms frá Rúnari.“
Theódór segir erlenda fjölmiðla
ekki hafa haft samband við sig svo
mikið vegna myndarinnar en í Can-
nes hafi hann hinsvegar veitt ótal
viðtöl og allur tíminn þar hafi farið í
að veita viðtöl og kynna myndina
með Margréti og Rúnari. Þau hafi í
raun verið í sjónvarpi um allan
heim. „Þetta voru milli 20 og 30
sjónvarpsviðtöl,“ segir Theódór
þegar hann rifjar þetta upp.
– Hefurðu áður lent í viðlíka fjöl-
miðlahavaríi og úti í Cannes?
„Aldrei nokkurn tímann. Maður
var svolítið þreyttur þegar maður
kom heim frá Cannes, gerði ekki
ráð fyrir því að þetta yrði svona.
En mér fannst þetta óskaplega
gaman, það kom einhver extra-orka
í mann við þetta og maður gerði sér
ekki grein fyrir því fyrr en þar
hversu mikil spenna var fyrir
myndinni. Þetta kom manni
skemmtilega og þægilega á óvart,“
segir Theódór.
Theódór segist hafa sökkt sér
djúpt í hlutverk Hannesar og æft
mikið með Rúnari fyrir tökur.
„Meðan á þessu stóð var maður
gjörsamlega fastur í þessu og það
tók mig dálítið langan tíma að losna
út úr þessum karli.“
Theódór segist hafa upplifað
myndina öðruvísi á frumsýningu í
Háskólabíói en í Cannes, hann hafi
notið hennar betur þá. Hann sé
sáttur við leik sinn í henni þó svo
alltaf megi finna eitthvað sem hefði
mátt gera betur.
– Eru einhverjar kvikmyndir
framundan hjá þér?
„Já, já en ég má eiginlega ekki
segja frá því,“ segir Theódór. Hann
verði í Djúpinu, væntanlegri kvik-
mynd Baltasars Kormáks, og hafi
fengið tilboð um að leika í kvik-
mynd sem fer að öllum líkindum í
tökur næsta sumar. Spurður að því
hvort hann muni eiga frekara sam-
starf við Rúnar segist Theódór
vona innilega að svo verði.
Óskarinn nálgast
– Það verður spennandi að sjá
hvort Eldfjall verður meðal þeirra
kvikmynda sem keppa um Óskarinn
sem besta erlenda myndin, spennan
magnast með hverjum verðlaun-
unum sem hún bætir við sig og lík-
urnar aukast, ekki satt?
„Einmitt en maður reynir að
hugsa sem minnst um það. Það
væri náttúrlega rosalega gaman en
ég hef einhvern veginn náð því að
halda mig alveg á rólegu nótunum
gagnvart því. Við erum náttúrlega
þarna inni og eigum hugsanlega
möguleika, miðað við velgengni
myndarinnar í útlöndum og á kvik-
myndahátíðum,“ segir Theódór.
Hann sé fyrst og fremst ánægður
með hinar góðu viðtökur sem skipti
máli fyrir íslenskan kvikmynda-
iðnað. „Rúnar á eftir að ná langt,
ég er sannfærður um það.“
Tók dálítið langan tíma að
komast út úr þessum karli
Theódór Júlíusson hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir leik sinn í Eldfjalli
Lofsungin Theódór og Margrét í kvikmyndinni Eldfjall.
Kvikmyndin Eldfjall hefur verið
sýnd á fjölda alþjóðlegra kvik-
myndahátíða víða um heim og
fleiri eru framundan. Hún hef-
ur hlotið verðlaun á hátíðum
í São Paulo, Valladolid,
Montréal, Chicago,
Reykjavík (RIFF), Kasakstan, Tran-
silvaníu og var einnig tilnefnd til
Camera d’or í Cannes. Þar af hefur
Theódór hlotið tvenn verðlaun fyr-
ir bestan leik í aðalhlutverki. Eld-
fjall er framlag Íslands til Ósk-
arsverðlaunanna á næsta ári.
Eldfjall sýnd víða um heim
VERÐLAUN OG HÁTÍÐIR
Rúnar Rúnarsson
Í ár eru 20 ár liðin frá útgáfu
hljómplötunnar Nevermind með
hljómsveitinni Nirvana og af því
tilefni verða haldnir heið-
urstónleikar á Græna hattinum á
Akureyri annað kvöld, 11. nóv-
ember, og hefjast þeir kl. 23.11.
Á tónleikunum verður platan
flutt í heild sinni af hljómsveit en
hana skipa Einar Vilberg, Franz
Gunnarsson, Þórhallur Stef-
ánsson og Jón Svanur Sveinsson.
Auk laga af Nirvana verða flutt
lög af fleiri plötum sveitarinnar
goðsagnakenndu, þ.e. Bleach, In
Utero, Incesticide og Unplugged
in New York. Tónleikarnir verða
bæði rafmagnaðir og órafmagn-
aðir.
Nirvana heiðruð á
Græna hattinum
Afmælistónleikar Hins Hússins
og Unglistar fara fram í kvöld í
Austurbæ. Fram koma Dikta,
Agent Fresco, Búgdrýgindi,We
Made God og Synir Raspútíns. Síð-
astnefnda sveitin hefur ekki komið
fram í sautján ár en meðlimir í
henni eru m.a. Kolbeinn Óttarsson
Proppé blaðamaður, Kristinn
Schram þjóðfræðingur og Hafþór
Ragnarsson, fyrrverandi skáld.
Synir Raspútíns spila í
fyrsta sinn í 17 ár
AF LEIKHÚSI
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nú standa yfir sýningar íÞjóðleikhúskjallaranum áJudy Garland kabarett. Þar
bregður leikkonan Lára Sveins-
dóttir sér í hlutverki leik- og söng-
konunnar Judy Garland. Djass-
hljómsveit Úlfs Eldjárns leikur
undir og tekur þátt í sýningunni.
Sýningin byggir aðallega á lögum
Garland og á milli er farið yfir lífs-
hlaup hennar í grófum dráttum.
Hún hóf feril sinn aðeins á þriðja
aldursári og lék í fjölda kvikmynda,
kom fram í sjónvarpsþáttum, á tón-
leikum og söng inn á hljómplötur.
Garland þekkti ekkert annað en
sviðsljósið, það var hennar (storma-
sama) líf.
Lára syngur þrettán lög Gar-land, meðal annars hið ódauð-
lega „Over the Rainbow“. Á milli
laga segir hún sögu Garland og
bregður sér í hlutverk hennar og
annarra sem komu við sögu í lífi
hennar. Mér fannst Lára leika óað-
finnanlega. Hún stökk á milli hlut-
verka á sannfærandi hátt, var sögu-
maður, ung kona og fullorðinn
karlmaður í einni senu og allt gerði
hún jafn-sannfærandi án þess að að
annað en breytt rödd og öðruvísi lík-
amsburður þyrftu að eiga sér stað.
Það er ljóst af þessari sýningu
að Lára er mikil leikkona og frábær
söngkona. Hún túlkaði lög Garland
af innlifun og er með mjög flotta
rödd sem hentaði þeim fullkomlega.
Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns stóð
sig líka frábærlega í flutningnum og
gaman að hafa meðlimi hennar
rauðklædda og myndarlega á svið-
inu allan tímann.
Þjóðleikhúskjallarinn hefuralltaf verið í uppáhaldi hjá mér
og sýning eins og Judy Garland-
kabarett á mjög vel heima þar. Það
er líka ekki oft sem maður getur set-
ið við borð með rauðvínsglas á ka-
barettsýningu hérlendis, eitthvað
svo afskaplega „retro“ og svalt.
Nokkur smáatriði fóru þó í taug-
arnar á mér og skrifast þau líklega á
rekstraraðila kjallarans. Þegar
komið var í Þjóðleikhúskjallarann
tók á móti gestum skært flúorljós og
eitt borð sem miðasölumaðurinn sat
við. Dempaðra ljós og kannski smá-
meiri huggulegheit í anddyrinu
hefðu strax slegið tóninn fyrir það
sem koma skyldi og komið fólki í
stemninguna. Einnig fór í taugarnar
á mér ljós sem blasti við alla sýn-
inguna í gegnum glugga á hurð
vinstra megin við sviðið. Það kostar
ekki mikið að setja svarta gardínu
fyrir þennan glugga svo áhorfendur
þurfi ekki að hafa þetta óþarfa ljós
fyrir augunum allan tímann og sjá
þá sem áttu leið um þessar dyr. Mas í
þjónunum á barnum mátti líka heyra
inn í sýningarsalinn þegar ekki var
þeim mun meiri hávaði í sýningunni.
Smáatriði eru oft vanmetin en
þau skipta máli í heildarupplifuninni
og mér finnst Þjóðleikhúskjallarinn
eiga skilið klassa. Judy Garland-
kabarett er sýning í fyrsta klassa og
allt í kringum sýninguna og gesti
hennar á að vera það líka.
Þetta var annars afskaplegaánægjuleg kvöldstund í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Judy Garland-
kabarett tekur rúmlega klukkutíma
í flutningi, er aðstandendum hennar
öllum til sóma og ætti að vera frá-
bær kvöldskemmtun fyrir alla þá
sem kunna að meta góða sögu og
góða tónlist.
Glæsilegur Garland-kabarett
Ljósmynd/Katrín Lilja Ólafsdóttir
Kabarett Lára Sveinsdóttir er frábær í hlutverki Judy Garland í sýningu
um ævi leik- og söngkonunnar í Þjóðleikhúskjallaranum.
» Það er líka ekki oftsem maður getur
setið við borð með rauð-
vínsglas á kabarettsýn-
ingu hérlendis, eitthvað
svo afskaplega retro og
svalt.