Morgunblaðið - 17.12.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Það er vegleg jólagjöf sem rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
færir bákninu í Washington þessi
jólin, bákninu sem reyndi að
þvinga okkur til að borga Icesave,“
sagði Tryggvi Þór Herbertsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
um frumvarp efnahags- og við-
skiptaráðherra um hækkun á kvóta
Íslands af stofnfé Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins við umræður á Alþingi í
gær.
Önnur umræða um frumvarpið
fór fram á þinginu í gær en skv.
því mun kvóti Íslands hækka úr
117,6 milljónum SDR í 321,8 millj-
ónir SDR, sem jafngildir um 58,3
milljörðum króna. Framlagið
myndar sérstaka gjaldeyrisinn-
stæðu hjá AGS en nýtt framlag Ís-
lands til sjóðsins verður 37,2 millj-
arðar kr.
Níu milljarðar fluttir á inni-
stæðureikning hjá AGS
Helgi Hjörvar, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar, benti á
það við umræðurnar að fjórðungur
fjárhæðarinnar yrði lagður fram í
erlendum gjaldeyri með þeim
hætti, að af innistæðu Íslendinga í
gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans,
á erlendum bankareikningum,
verða níu milljarðar fluttir á inni-
stæðureikning hjá AGS.
Tryggvi Þór sagði hins vegar að
ríkisstjórnin ætlaði að framkvæma
óhæfuverk á lokadögum þingsins
með þessu frumvarpi, sem virtist
eiga að lauma í gegn án umræðu.
Fáir þingmenn stjórnarmeiri-
hlutans tóku þátt í umræðunni en
Tryggvi Þór og fleiri þingmenn
stjórnarandstöðunnar bentu á að
hækkun stofnfjárframlagsins væri
m.a. gerð til að standa straum af
fjárhagsaðstoð við fallvölt aðildar-
ríki AGS og fæli í sér mikla
áhættu.
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálf-
stæðisflokki mælti fyrir nefndar-
áliti minnihluta efnahags- og við-
skiptanefndar sem telur málið allt
of seint fram komið. Það varði
mikla fjárhagslega hagsmuni þjóð-
arinnar og óskiljanlegt sé að vinna
mál sem varða tugi milljarða með
þessum hætti.
Pétur H. Blöndal Sjálfstæðis-
flokki minnti á að AGS væri alltaf
að taka áhættu og gæti tapað þeim
peningum sem hann veitti ríkjum
sem hefðu leitað ásjár hans í mikl-
um vanda. Ef um stór ríki væri að
ræða gæti AGS lent í því að stofn-
féð dygði ekki til. „Þetta er áhætta
vegna þess að Seðlabankinn er að
kaupa stofnbréf í Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum. Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn gæti farið á hausinn. Þá
lendir Seðlabankinn í því að eiga
ekki lengur þessa eign og þarf að
afskrifa hana og þar af leiðandi hjá
ríkissjóði sem tap,“ sagði hann og
bætti við að ef svo færi þá lentu
tugir milljarða á íslenskum skatt-
greiðendum.
Sjálfstæðsimenn lögðu til að mál-
inu yrði aftur vísað til nefndar og
skoðað þar þegar þing kemur aftur
saman í lok janúar.
Helgi Hjörvar sagði nánast úti-
lokað að sjá fyrir sér að AGS yrði
gjaldþrota. Ef svo ólílega vildi til
þá væri allur heimurinn í kaldakoli.
„Þá yrði þessi inneign hluti af því
vandamáli sem við þyrftum þá að
glíma við. Hins vegar skapar aðild
okkar að sjóðnum, eins og við
þekkjum, okkur líflínu, möguleika á
því að ef við verðum fyrir áfalli þá
getum við leitað þangað og fengið
stuðning til að rísa á fætur á ný,
eins og við höfum góða reynslu af.“
Birgir Ármannsson Sjálfstæðis-
flokki sagði að í sér væri nokkur
óhugur að samþykkja málið í ljósi
vinnubragða stjórnarmeirihlutans.
„Vegleg jólagjöf“ stjórnarinnar til AGS
Heitar umræður um frumvarp um 37,2 milljarða hækkun á framlagi Íslands til AGS Stjórnarand-
stæðingar vöruðu við gríðarlegri áhættu og gagnrýndu að lauma ætti frumvarpinu í gegn á örfáum dögum
Morgunblaðið/Golli
Deilt Frumvarp ríkisstjórnarinnar um 37,2 milljarða aukið framlag til AGS var harðlega gagnrýnt á Alþingi í gær.
Ásmundur Einar Daðason,
Framsóknarflokki, sagði
hneyksli að hér væri reynt að
lauma frumvarpi um framlag Ís-
lands til AGS í gegn rétt fyrir
þinglok. Þessu væri öfugt farið í
öðrum löndum. Í Þýskalandi
varaði t.d. seðlabankinn mjög
við sambærilegu frumvarpi um
aukið framlag til AGS og óvíst
væri hvernig því reiddi af í
þýska þinginu. Miklar efasemdir
og deilur væru líka á bandaríska
þinginu og í Bretlandi um stór-
aukin fjárframlög til AGS.
Efasemdir í
öðrum löndum
SEGIR HNEYKSLI AÐ
LAUMA MÁLINU Í GEGN
Þrjátíu utanlandsferðir voru farnar
á vegum Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins (ÁTVR) fyrstu níu
mánuði ársins, samkvæmt svari
fjármálaráðuneytisins við fyrir-
spurn Ásmundar Einars Daðasonar
alþingismanns. Sex þeirra voru
vegna funda um „samfélagslega
ábyrgð norrænna einkasala“.
Fundirnir voru á Norðurlöndum, í
Argentínu og Síle.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, sagði verk-
efnið felast í því að norrænu áfeng-
iseinkasölulöndin, Finnland, Ísland,
Noregur og Svíþjóð, ynnu að því að
vörurnar í vínbúðunum uppfylltu
kröfur Sameinuðu þjóðanna um
samfélaglega ábyrgð á heimsvísu,
eða The Global Compact. Vörurnar
á að framleiða í
sátt við sam-
félagið og með
siðrænum hætti.
Í því skyni er
unnið að sameig-
inlegum gagna-
grunni um „vott-
aðar“ vörur.
Í ferðum til
Argentínu og
Síle voru m.a.
fundir með framleiðendum, verka-
lýðsfélögum o.fl. og þeim kynnt að
norrænu einkasölurnar myndu
gera þessar kröfur.
Sigrún sagði að ÁTVR hefði ekki
tekið þátt í öllum ferðum hópsins
og taldi að fjarfundir mundu færast
í vöxt í framtíðinni. gudni@mbl.is
Vínið fái vottorð um
„samfélagslega ábyrgð“
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir
frá föstudegi til sunnudags
Grjótháls 10, 110 Reykjavík. Sími 588 1010
Ein ástsælasta bílaþvottastöð landsins hefur opnað í nýju húsnæði að
Grjóthálsi 10. Af því tilefni bjóðum við bón og handþvott á öllum bílum frá
föstudegi til sunnudags fyrir 1500 krónur, svo lengi sem hann kemst inn.
OPNUNARTILBOÐ
Opið alla virka daga: kl. 08:00 – 18:00
Laugardaga og sunnudaga: kl. 10:00 – 16:00Vesturlandsvegur
Grjótháls
Fossháls
Dragháls
H
ö
fð
a
b
a
k
k
i
B
it
ru
h
á
ls
Aðkoma frá Vesturlandsvegi og Bitruhálsi
VIÐ ERUM HÉR
Gamla Bón og
þvottastöðin
í Sóltúni á
nýjum stað.
Bón og handþvottur á öllum bílum á aðeins
Sími 555 2992 og 698 7999
VERIÐ VIÐBÚIN
VETRINUM
Hóstastillandi
og mýkjandi
hóstasaft frá
Ölpunum
NÁTTÚRUAFURÐ
úr selgraslaufum