Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Bandaríska matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfis- einkunn sex alþjóðlegra banka vegna hættunnar á dýpri skuldakreppu á fjármálamörkuðum. Um er að ræða bandarísku bank- ana Bank of America og Goldman Sachs, ásamt Barclays í Bretlandi og franska bankanum BNP Paribas. Jafnframt var lánshæfiseinkunn Deutsche Bank í Þýskalandi og svissneska bankans Credit Suisse lækkuð. Fjármálastofnanir á evrusvæðinu hafa í auknum mæli haldið að sér höndum í lánveitingum. Lánafrost hefur ríkt á evrópskum milli- bankamarkaði og bankastofnanir sem hafa á bókum sínum hátt hlutfall ríkisskuldabréfa verst stöddu evru- ríkjanna eru sérstaklega viðkvæmar fyrir frekari skakkaföllum. Áður hefur matsfyrirtækið Stand- ard & Pooŕs sett 15 evrópska banka á athugunarlista vegna hugsanlegrar lækkunar á lánshæfiseinkunn. Fitch lækkar sex banka Viðskipti hófust með hlutabréf Haga í Kauphöllinni í gær og hækk- aði gengi bréfanna um 18% á fyrsta degi viðskipta. Skráningargengi Haga var 13,5 en við lokun mark- aða stóð gengið í 15,95 á hlut. Fram kom í máli Árna Páls Árna- sonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sem var viðstaddur skrán- ingu Haga, að það væri mikilvægt að efla tiltrú fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Hagar eru fyrsta félagið sem er skráð á aðallista Kauphallarinnar síðan í ársbyrjun 2008. Páll Harð- arson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði skráninguna „marka end- urreisn hlutabréfaviðskipta hér á landi. Þetta er ánægjulegt fyrir fleiri en Haga.“ 18% gengis- hækkun á fyrsta degi Morgunblaðið/Golli                                         !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +.0-1 ++.-++ ,+-230 ,4-252 +/-35, +,0-/ +-3525 +./-1/ +3.-/0 +,,-+5 +.0-.5 ++.-15 ,+-1,+ ,4-1,2 +/-5+2 +24-45 +-35., +..-42 +30-,2 ,+/-+505 +,,-13 +04-2, ++.-.+ ,+-1.2 ,4-1.2 +/-551 +24-1, +-3/,. +..-30 +30-5/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Engin breyting verður á stjórn Kaup- skila (sem fer með 87% hlut í Arion banka) þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður samkvæmt lögum um áramótin. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, hefði til- kynnt þeim sem sátu í stjórn ISB Holding (sem fer með 95% hlut í Ís- landsbanka) að ákveðið hefði verið að skipta um stjórn í tilefni þess að skila- nefnd bankans hættir störfum um ára- mótin. Að sögn Feldísar Lilju Óskarsdótt- ur hdl, sem situr í slitastjórn Kaup- þings, verður það ekki gert hjá Kaup- þingi. „Nei, það verða engar breyt- ingar hjá Kaupskilum í tengslum við það að skilanefndin verður lögð niður,“ sagði Feldís. „Við munum reyndar skipa nýjan mann í stjórnina á næstu dögum vegna þess að Steinar Þór Guð- geirsson fór úr henni en það er ótengt störfum skilanefndarinnar. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á stjórn Kaupskila né störfum hennar.“ borkur@mbl.is Kaupskil óbreytt  Þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður um áramótin stendur ekki til að breyting verði á stjórn Kaupskila Gengi krónunnar hefur veikst þó- nokkuð að undanförnu og stendur gengisvísitala hennar nú í rúmum 217 stigum, sem er það hæsta sem hún hefur farið í fjóra mánuði. Evran kostar nú um 159 krónur, sem er ívið meira en hún kostaði fyrr í vikunni, en „á sama tíma og hún er að veikjast gagnvart flestum myntum þá þokast hún upp í verði í krónum talið. Bandaríkjadollar er kominn yfir 122 krónur og hefur hann ekki verið dýrari síðan seint í júlí á síðasta ári,“ segir í Morgun- korni Íslandsbanka. Krónan ekki veikari í fjóra mánuði Þrotabúið Kaupskil fer með 87% hlut í þrotabúi Kaupþings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.