Morgunblaðið - 17.12.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.12.2011, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Bandaríska matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfis- einkunn sex alþjóðlegra banka vegna hættunnar á dýpri skuldakreppu á fjármálamörkuðum. Um er að ræða bandarísku bank- ana Bank of America og Goldman Sachs, ásamt Barclays í Bretlandi og franska bankanum BNP Paribas. Jafnframt var lánshæfiseinkunn Deutsche Bank í Þýskalandi og svissneska bankans Credit Suisse lækkuð. Fjármálastofnanir á evrusvæðinu hafa í auknum mæli haldið að sér höndum í lánveitingum. Lánafrost hefur ríkt á evrópskum milli- bankamarkaði og bankastofnanir sem hafa á bókum sínum hátt hlutfall ríkisskuldabréfa verst stöddu evru- ríkjanna eru sérstaklega viðkvæmar fyrir frekari skakkaföllum. Áður hefur matsfyrirtækið Stand- ard & Pooŕs sett 15 evrópska banka á athugunarlista vegna hugsanlegrar lækkunar á lánshæfiseinkunn. Fitch lækkar sex banka Viðskipti hófust með hlutabréf Haga í Kauphöllinni í gær og hækk- aði gengi bréfanna um 18% á fyrsta degi viðskipta. Skráningargengi Haga var 13,5 en við lokun mark- aða stóð gengið í 15,95 á hlut. Fram kom í máli Árna Páls Árna- sonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sem var viðstaddur skrán- ingu Haga, að það væri mikilvægt að efla tiltrú fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Hagar eru fyrsta félagið sem er skráð á aðallista Kauphallarinnar síðan í ársbyrjun 2008. Páll Harð- arson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði skráninguna „marka end- urreisn hlutabréfaviðskipta hér á landi. Þetta er ánægjulegt fyrir fleiri en Haga.“ 18% gengis- hækkun á fyrsta degi Morgunblaðið/Golli                                         !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +.0-1 ++.-++ ,+-230 ,4-252 +/-35, +,0-/ +-3525 +./-1/ +3.-/0 +,,-+5 +.0-.5 ++.-15 ,+-1,+ ,4-1,2 +/-5+2 +24-45 +-35., +..-42 +30-,2 ,+/-+505 +,,-13 +04-2, ++.-.+ ,+-1.2 ,4-1.2 +/-551 +24-1, +-3/,. +..-30 +30-5/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Engin breyting verður á stjórn Kaup- skila (sem fer með 87% hlut í Arion banka) þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður samkvæmt lögum um áramótin. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, hefði til- kynnt þeim sem sátu í stjórn ISB Holding (sem fer með 95% hlut í Ís- landsbanka) að ákveðið hefði verið að skipta um stjórn í tilefni þess að skila- nefnd bankans hættir störfum um ára- mótin. Að sögn Feldísar Lilju Óskarsdótt- ur hdl, sem situr í slitastjórn Kaup- þings, verður það ekki gert hjá Kaup- þingi. „Nei, það verða engar breyt- ingar hjá Kaupskilum í tengslum við það að skilanefndin verður lögð niður,“ sagði Feldís. „Við munum reyndar skipa nýjan mann í stjórnina á næstu dögum vegna þess að Steinar Þór Guð- geirsson fór úr henni en það er ótengt störfum skilanefndarinnar. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á stjórn Kaupskila né störfum hennar.“ borkur@mbl.is Kaupskil óbreytt  Þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður um áramótin stendur ekki til að breyting verði á stjórn Kaupskila Gengi krónunnar hefur veikst þó- nokkuð að undanförnu og stendur gengisvísitala hennar nú í rúmum 217 stigum, sem er það hæsta sem hún hefur farið í fjóra mánuði. Evran kostar nú um 159 krónur, sem er ívið meira en hún kostaði fyrr í vikunni, en „á sama tíma og hún er að veikjast gagnvart flestum myntum þá þokast hún upp í verði í krónum talið. Bandaríkjadollar er kominn yfir 122 krónur og hefur hann ekki verið dýrari síðan seint í júlí á síðasta ári,“ segir í Morgun- korni Íslandsbanka. Krónan ekki veikari í fjóra mánuði Þrotabúið Kaupskil fer með 87% hlut í þrotabúi Kaupþings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.