Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 42

Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Fimm ára strákur fór sporléttur með for- eldrum sínum upp á Esjutind, óttalaus, hönd í hönd. Furðu vekur það, hve börn eru dugleg til gangs á stuttum fótum. Á Þverfellshorni horfðu þau yfir dýrðina, hlustuðu á þögnina og önduðu að sér fersku lofti heiðríkjunnar. Á slíkum stað er auðvelt að skynja hversu himinn, haf, land og byggðir mannanna eru stórkostlega samrýmanlegar. Hug- hrif fjölskyldunnar voru ólýsanleg. Öll tækni er auðveld barnshuganum, en nú fann drengurinn upp á því að hringja úr farsíma í afa sinn og sagði í hrifningu sinni: „Afi, ég er kominn upp á fjall. Það er svo hátt, að ég er næstum kominn upp í him- ininn.“ Börn skilja margt betur en við fullorðnir ætlum. Þegar gleðin er hrein og græskulaus brosa þau í einlægni sinni og hlæja. Þegar sorgin kveður dyra gráta þau með okkur, af því að meðlíðan þeirra vaknar með hjálp þeirra, sem kenna þeim að elska. Inntaki gleði og sorgar er erfitt að finna fyrir, nema þar sé kærleikur. Íslenskir foreldrar hafa um aldir kennt börnum sínum það, að elska og umhyggja eigi sér mikilvæga fyr- irmynd í kærleiksboði Jesú Krists. „Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Í þeim anda hafa þeir valið að gera Jesú sér að fyrirmynd og með þeim hætti eru foreldrar fyrirmynd barna sinna. Um leið vita allir foreldrar, sem þekkja sjálfa sig, að hið full- komna er aðeins hjá Guði og Jesús er mynd hans. Annars myndi eng- inn velja þessa leið í uppeldi barna sinna. Börn læra fljótt að sjá góðan Guð í foreldrum sínum, náttúrunni, samvisku sinni, en líka í þeim, sem reynast vel, m.a. kennurum sínum. Undanfarin ár hefur verið gengið nærri kirkjulegri starfsemi með miklum niðurskurði á félagsgjöldum kirkjunnar. Það hefur orðið til þess að skerða starf á meðal barna og unglinga í kirkjunum og aðra mik- ilvæga þjónustu. Einnig hefur Borg- arráð sett reglur, sem þrengja að hefðbundnu starfi skóla og valda því m.a., að nokkrir skólar hafa fellt niður árvissa heimsókn barnanna í kirkju skólahverfisins í nánd jóla. Sú heimsókn hefur þó flestum verið tilhlökkunarefni og margir eiga dýr- mætar minningar og skemmtilegar frá slíkum ferðum. Foreldrar ráða uppeldi barna sinna, bera ábyrgð á því. Þeir hafa allan umsagnar- og ákvörðunarrétt um uppeldið, innan þess laga- ramma, sem þjóðfélagið hefur kom- ið sér saman um og í skjóli þeirra hefða, sem hafa reynst farsælar og friðflytjandi. Í því ljósi hvet ég for- eldra eindregið til þess að búa sig, ásamt börnum sínum, vel undir komandi jól af gleði og kærleika og þeirri tilhlökkun, sem hátíðin gefur tilefni til. Jólaundirbúningur er eins og að klífa gott fjall. Þegar upp er komið er hægt að njóta útsýnisins, víkka sjóndeildarhringinn, skynja hæð, dýpt og breidd sköpunar og mann- lífs. Þá er hægt að segja börnum okkar í leiðinni, að Guð láti vita af sér í barni jólanna. Jesús er mynd Guðs og þess vegna fögnum við fæð- ingu hans og óskum hverju öðru gleðilegra jóla. Upphaflega var kveðjan svona: Guð gefi þér gleðileg jól. Kirkjuferð, einlægt samtal við eldhúsborðið, bæn við rúmstokkinn eru allt góðar aðferðir til þess að auka þroska barnsins, dýpkta sam- skiptin, takast á við lífið, styrkjast og gleðjast saman í kærleika. Eftir Birgi Ásgeirsson Birgir Ásgeirsson » Börn læra fljótt að sjá góðan Guð í foreldrum sínum, náttúrinni, samvisku sinni, en líka í þeim sem reynast vel, m.a. kennurum sínum. Höfundur er prestur í Hallgríms- kirkju og prófastur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. Barnið og jólin Það hefur tæpast farið framhjá neinum þau vandræði sem skapast hafa við Svað- bælisá undir A- Eyjafjöllum eftir gosið í Eyjafjallajökli. Eðju- hlaupið sem kom niður ána í byrjun gossins eyðilagði jörðina Ön- undarhorn. Saga Svað- bælisár frá ofanverðri 19. öld er í stórum dráttum á þann veg að Þorvaldur Bjarnarson hóf fyrirhleðslu innan við bæinn Svað- bæli eftir að hann hóf búskap þar. Hann breytti nafni jarðarinnar í Þorvaldseyri. Þá færði hann einnig bæjarstæðið sem var áður á svip- uðum stað og þjóðvegurinn liggur núna neðan við Þorvaldseyri. Með fyrirhleðslunni veitti hann ánni á Lambafellið og náði með því móti slægjulandi sem áður var undirlagt vatni úr ánni sem sló sér til. Um leið rýrnaði Lambafellið að sama skapi. Má segja að með þessu móti hafi Svaðbælið, sem seinna varð Þorvaldseyri, orðið að góðri bújörð. Þessari fyrirhleðslu hélt svo Ólafur Pálsson áfram eftir að hann fór að búa á jörðinni. Á seinni árum hefur garðurinn bæði verið hækkaður og lengdur, svo mjög að áin hefur sneitt vestan úr Lambafellinu. Áin rann til sjávar niður Lambfells- engjarnar neðan þjóðvegar og gegnum Yzta-Bælið, Leirnajörðina og Berjanesið út í Holtsós. Stund- um var reynt að setja útfall á hana til sjávar milli Yzta-Bælis og Leirna. Á 6. áratugnum var ákveðið að færa farveg árinnar og láta hana fara austur í Bakkakotsá ofan við Önundarhorn. Ástæða þess var sú að það þurfti að bæta vegi og koma bæjum hreinlega í öruggt vega- samband á þessu svæði, sérstaklega í Miðbælishverfinu. Hringvegur var gerður sem nefnist Leirnavegur. Svo gaus Eyjafjallajökull. Fyrir ut- an fyrsta eðjuflóðið þá berst aska stöðugt niður með ánni, líkt og ger- ist einnig í Holtsá sem hefur skaðað Holtsós mjög mikið. Sleitulaust hefur verið unnið með stórvirkum vinnuvélum að uppreftri öskunnar úr farveginum og hún bæði sett í garða ofan þjóðvegar og ekið burtu við brúna á þjóðveg- inum. Frá gilkjaftinum innan við Þorvaldseyri og Núpakot og að þjóðvegi er áin látin renna í hlykkj- um í stað þess að taka hana beint að brúnni. Af þessu leiðir að rennsl- ið verður hægara og hún nær ekki að bera eins mikið af ösku fram og ella væri. Vandséð er hvað er verið að verja á þessari leið því þarna eru illa grónir aurar. Þar að auki er nýtt afar stórt bjálkahús á Lamba- felli mjög aðkreppt vegna hækk- unar garðanna þarna. Hefur þurft að breyta frárennsli frá húsinu vegna breytinga á ánni. Hefði áin verið tekin beint að brúnni frá gilinu þá væri húsið ekki í hættu og jafnvel rýmra um það en áður. Núna er fyrirhugað að breyta far- vegi árinnar neðan þjóðvegar og taka hana beint frá brú og tengja hana við Bakkakotsá ofan við túnið á bænum Rauðs- bakka, skammt frá bæjarhúsunum á Ön- undarhorni sem Of- anflóðasjóður og Vega- gerðin eiga núna. Þetta er gert til að freista þess að fá meira rennsli frá brúnni og niður úr svo það þurfi ekki að moka og flytja öskuna stanslaust burt frá henni. Ef þetta tekst að nokkru leyti þá er hætta á að ekki verði hugað að framburðinum neðar og hann látinn valsa um lönd jarðanna á svæðinu allt til sjávar. Þetta er ekki ráð sem leysir vandann heldur færir hann til og breytir honum. E.t.v. er eina ráðið við þessum vanda, að setja ána austur í Bakkakotsá ofan við þjóðveginn (áin heitir reyndar Laugará ofan við veginn) og veita Kaldaklifsá líka þangað en tals- verður halli er að Bakkakotsá bæði frá austri og vestri. Við þetta væri búið að safna öllu vatni í einn far- veg sem myndi að öllum líkindum ráða við að fleyta öskuframburð- inum til sjávar og halda farveginum sem hann var áður. Kostnaður við þessa framkvæmd yrði vart nema brot af því sem á undan er gengið og á eftir að kosta vegna fyrirhug- aðra framkvæmda. Brýr eða sver rör á tveim stöðum á sk. Rauf- arfellshring og nokkur hundruð metra uppgröftur á nýjum farvegi og bætur fyrir land, myndi að öllum líkindum vera brot af þeim tilkostn- aði sem er kominn og er fyrirséður með því verklagi sem er fyrirhugað. Þess má geta að sveitarfélagið á jarðarhlut á Raufarfelli. Með þessu móti fengist Önundarhornið til baka sem bújörð og yrði úr hættu. Hvergi hefur sést neins konar yf- irlit yfir þann kostnað sem kominn er vegna öskumokstursins við ána en hann hlýtur að vera mikill, jafn- vel hlaupa á hundruðum milljóna. Það væri þörf á því að opinberir að- ilar gerðu grein fyrir þessum kostn- aði og hvað þeir ætla sér í náinni framtíð með þetta verk. Þetta varð- ar fleiri en þá sem taka ákvarð- anirnar. Einnig er vert að spyrja sömu aðila hvers vegna þeir tóku ána ekki beint frá gilinu innan við Þorvaldseyri og Núpakot og niður að brú. Takið viturlegar ákvarðanir áður en þetta fer að líkjast um of endileysunni í Landeyjahöfn. Eftir Vigfús Andrésson Varafavegur hreinsaður í desember 2011. »Uppgröftur og flutn- ingur á ösku úr far- vegi Svaðbælisár er orð- inn mikill og kostnaður hlýtur að vera mikill. Hvað er til ráða? Höfundur er bóndi í Berjanesi A- Eyjafjöllum. Vandinn við Svaðbælisá Vigfús Andrésson Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði arionbanki.is — 444 7000 Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er Finnur þú ekki réttu gjöfina? Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka og er án endurgjalds í desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.