Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 49
orðin hrædd um að við séum öll
farin að sakna þess, það er allt
frekar einmanalegt án þessara
áhyggna.
Hún átti aldrei slæma daga
(samkvæmt henni), það var alltaf
allt eins og það átti að vera. Hún
var nú bara 25 ára svo afhverju
ætti eitthvað að vera að?
Það var alltaf svo gott að koma
til hennar og fá nammi og setjast
við eldhúsborðið og spila við hana,
hún leyfði okkur líka alltaf að
vinna. Já við munum svo sannar-
lega sakna hennar, konunnar sem
var okkur til skammar út í búð
þegar hún leitaði að vörum á til-
boði eða afslætti til að kaupa, sem
keypti sokka handa nýja kærast-
anum í fjölskyldunni til að bjóða
hann velkominn, konunnar sem
taldi upp Hafnfirðingabrandara
fyrir framan vinkonurnar og vin-
ina og hló svo ein.
Það var alltaf svo gott að koma
og kúra hjá henni yfir nóttina, það
var sko dekrað við okkur þá. Hún
bað alltaf faðir vorið og tvær aðr-
ar stuttar bænir fyrir svefninn og
alltaf fannst okkur það tilgangs-
laust en gerðum það samt með
henni.
Amma hafði endalausar sögur
að segja, sögur frá því mamma
var lítil, sögur af mömmu sinni og
pabba sem við fengum aldrei að
kynnast, sögur af gömlum vin-
konum sem gerðu eitthvað vand-
ræðalegt á almannafæri. Amma
var full af sögum og alltaf fannst
henni jafn gaman að segja frá
þeim. Oft skáldaði hún sögur, ég
man eftir sögunni sem hún las
fyrir mig þegar ég var yngri frá
lífinu í himnaríki, það var nú meiri
draumaheimurinn. Einn daginn
mun hún koma til mín í draumi og
segja mér hvort sagan sé sönn eða
ekki.
Það er ekki auðvelt að kveðja,
kona eins og þessi á skilið góða
kveðju, hún á skilið endalausa raf-
ræna kossa og faðmlög, sem hún
fær. Hvíldu í friði, elsku amma.
Sandra Karen, Kristófer
Leví og Lilja Rún.
Elsku besta amma mín, ég man
þegar ég gisti hjá þér allar nætur,
það var svo gott. Þú gafst mér
alltaf nammi og gos, þú gafst mér
alltaf allt sem ég vildi og gerðir
meira en þú gast. Þú hafðir alltaf
allt svo fínt og sagðir mér alltaf að
hafa hreint í herberginu mínu.
Þú sagðir mér sögur síðan þú
varst lítil, svo baðstu alltaf bæn-
irnar með mér, þú baðst alltaf um
handleggi og það bara ef ég væri
að sækja eithvað og koma svo aft-
ur. Ég sakna þess að fá knús á
hverjum degi og fá svo alltaf að
spila. Heyra á hverjum degi hvað
þér þykir vænt um mig. Ég var
ekki tilbúin að missa þig, þú varst
alltof góð að ég vildi aldrei fara frá
þér, ég elskaði þig svo heitt, þú
varst mín besta amma, ég gat
ekki gert neitt annað en að vera
hjá þér öll kvöld, þú sýndir mér og
kenndir mér svo margt. Takk fyr-
ir allt elsku besta amma mín.
Hvíldu í friði.
Kveðja,
Álfheiður Birta.
Í dag verður til moldar borin
frænka mín, Álfheiður, sem ætíð
var kölluð Abba á meðal ættingja
og vina. Hún var fædd á Patreks-
firði og ólst þar upp hjá góðum
foreldrum og stórri móðurfjöl-
skyldu sem bjuggu á símstöðinni.
Systkinin á stöðinni voru ellefu
talsins, móðir hennar elst og mín
yngst. Barnabörnin voru lengi vel
bara tvö, systkinin Abba og
Dengi.
Á mínum yngri árum dvaldi
Abba oft á heimili foreldra minna
þegar hún kom til Reykjavíkur.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ein heimsóknin. Við deildum sam-
an herbergi og er ég vaknaði að
morgni sá ég glitta á trúlofunar-
hring á hendi frænku minnar. Þar
með var Jakob kominn til sögunn-
ar, það var gæfuspor þeirra
beggja og upphaf að farsælu og
góðu hjónabandi alla tíð. Þau sett-
ust að á Ólafsfirði, þar sem Jakob
gerðist rafveitustjóri, og hafa bú-
ið þar alla tíð. Ég held að mér sé
óhætt að fullyrða að bærinn hafi
verið heppinn að fá þetta góða og
trausta fólk, þau unnu staðnum og
vildu hag hans sem bestan.
Systkinabörn þeirra Öbbu og
Jakobs; Örn, Ásta og Jónas,
dvöldu hjá þeim í lengri eða
skemmri tíma. Þau tóku einnig
þrjú kjörbörn Sigurbjörn, Haf-
stein og Ruth. Börnin voru þeirra
ríkidæmi og barnabörnin, sem
eru orðin 10, voru þeim miklir
gleðigjafar.
Abba hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og lét sig
ekki muna um að fara til Reykja-
víkur, panta sér tíma hjá ráða-
mönnum ef henni fannst á hallað.
Sérstaklega er henni ætíð þökkuð
umhyggjan sem hún sýndi móð-
ursystur okkar, Gurru. Abba fór
aldrei til útlanda en undi ávallt
glöð við sitt heima á Ólafsfirði.
Þau hjónin voru höfðingjar heim
að sækja, þar var ætíð gestkvæmt
og má segja að heimilið hafi legið
um þjóðbraut þvera.
Hugur minn er hjá Jakobi, sem
nú dvelur að Hornbrekku. Hann
sér að baki sínum góða lífsföru-
naut. Honum og börnunum sendi
ég og fjölskylda mín innilegar
samúðarkveðjur. Að lokum vil ég
gera orð systur minnar að mínum:
„Hún Abba var með svo stóran
faðm.“
Ása Hanna Hjartardóttir.
Álfheiðar Jónasdóttur er gott
að minnast. Ávallt var eins og
maður hefði farið í gær þegar hún
tók á móti manni, en samt kominn
um svo langan veg og seinfæran
að maður hlyti að vera aðfram-
kominn af hungri og vosi.
Jakob föðurbróðir minn var
gæfumaður að eiga hana og vissi
það vel og lét hana stýra því sem
hún vildi. Slíkar konur hafa
reynst okkur frændum mörgum
vel, enda stundum kallaðar Álf-
heiðar þegar okkur þykir sérlega
mikið í lagt.
Hún bjó nafna og börnunum
þeirra gott atlæti og var öll gló-
andi af umhyggju og hluttekningu
í gleði og sorg, jafnvel svo að
henni kvað ráðlegast að vera ekki
of nærri þegar þeir bræður
kepptu í fótboltanum. Hún hvatti
þau og aðstoðaði og lét ekki af því
þótt þau færu að heiman og náði
örmum um þau allt suður í
Reykjavík og lengra ef því var að
skipta.
Ég kom til þeirra Öbbu og Jak-
obs um páska og endranær þegar
ég var í skóla á Akureyri og fékk
viðtökur af þeim báðum sem seint
verða fullþakkaðar. Ég minnist
sérstaklega fertugsafmælis nafna
sem haldið var með annáluðum
myndarbrag. Ég var beðinn um
að koma með drykkjarföng og
þótti óreyndum nafni ætla að gera
vel við menn í drykk, en svo kom í
ljós að hann var löngu búinn að
efna í veisluna, vildi bara vera viss
um að hafa nóg. Eftir þessu voru
tertuflákar Álfheiðar um allar
hillur og uppslegin borð í bíl-
skúrnum sem okkur Ödda frænda
var stranglega bannað að snerta
meðan við værum að blanda boll-
urnar. Og þótt við hefðum etið svo
sem við höfðum lyst á, og hún gat
verið mikil eins og stundum sann-
aðist, þá hefði ekki séð högg á
vatni.
Systur mínar, Martha og Hera,
minntu mig á það hve jólagjafirn-
ar frá þeim Öbbu og Jakobi voru
tilhlökkunarverðar og gaman
þegar þau komu vestur á sumrum
á dögum barnæsku okkar á Bíldu-
dal.
Seinna þegar við Auður kom-
um við hjá þeim með strákana
okkar voru viðtökurnar eftir
þessu og Daníel okkar, sem hefur
legið þar í landi löngum vegna
uppruna Völu sinnar á þeirra
slóðum, hefur á sama hátt notið
dálætis þeirra og þau öll sem hon-
um fylgja.
Ég skil að nafna muni þykja sól
af himni núna og langnætti. Sig-
urbjörn, Hafsteinn og Rut eiga
um hana minningar um gleðileg
jól þótt ljómi þessara verði minni.
En það mun stöðugt birta af eilífri
sól elskunnar sem alla vill baða
birtu sinni og hlýju. Undir henni
skulum við safnast saman seinast
öll. Í ljóma hennar hugsum við til
Álfheiðar og þökkum líf hennar.
Kveðjur frá Auði minni, systrum
mínum og okkur öllum.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Kær vinkona okkar í Ólafsfirði
er látin, Álfheiður Jónasdóttir.
Margir munu minnast hennar og
notalegra stunda á heimili hennar
í Aðalgötu 25 með kaffi og með-
læti í eldhúsinu eða stofunni. Þar
komu vinir saman, sumir á hverj-
um morgni til að spjalla og vera
samvistum við þessa konu sem
hafði svo mikla hjartahlýju og
ljúfa nærveru og leit á þá eins og
þeir væru úr fjölskyldunni. Úr
varð lítið samfélag sem varð jafn-
vel nánara heldur en margir ná að
öðlast heima hjá sér í venjulegum
stórum eða smáum fjölskyldum.
Álfheiður var þar í essinu sínu og
var eins og hún lifði og hrærðist
fyrst og fremst á því að láta fólki
líða vel í kringum sig, spjalla við
það og láta það finna að einhver
kærði sig um það og áhuga á að
deila með því gleði og þrautum
lífsins.
Abba, eins og við vinir hennar
kölluðum hana, fæddist og ólst
upp á Patreksfriði og eiginmaður
hennar í Bíldudal. Þau fluttust
ung til Ólafsfjarðar árið 1952, en
þá gerðist Jakob rafveitustjóri
þar. Þau áttu fyrst heima á
Brekkugötu 19 í húsi Gunnu
frænku og Gríms Bjarnasonar.
Þær fjölskyldur urðu strax afar
nánar. Við Rúna nutum þess að
vera heimilisvinir þeirra eftir að
við komum í Ólafsfjörð árið 1960.
Við vorum tekin ljúflega inn í
vinasamfélagið. Það var sérstök
upplifun að kynnast því hvernig
þau urðu eiginlega meiri Ólafs-
firðingar en við hin, sem höfðum
alist þar upp, hvað þau tóku virk-
an þátt í að berjast fyrir framfara-
málum í bænum. Jakob varð bæj-
arfulltrúi og haslaði sér fljótt völl í
forystusveit kaupstaðarins. Hann
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum og sveitarstjórnar-
málum. Abba var enginn eftirbát-
ur hans í þeim efnum, hélt fast á
sínum málstað. Hún var mikil
sjálfstæðiskona, en fór aldrei í
manngreinarálit á pólitíska svið-
inu. Það var hins vegar einstak-
lega gaman að því hvað hún var
mikil keppnismanneskja í pólitík-
inni eins og knattspyrnunni. Það
fór ekki á milli mála að hún studdi
Leiftur á knattspyrnuvellinum né
heldur hvar hjarta hennar sló í
stjórnmálunum. Á kosningadag
var oft mannmargt á heimili
þeirra Öbbu og Jakobs. Það var
gaman að finna spennuna og
brennandi áhugann á mönnum og
málefnum. Þá var ekki slegið af
gestrisninni og höfðingskapnum,
sem einkenndi þau bæði.
Abba var afar heppin og farsæl
í einkalífi sínu. Þau Jakob voru
samhent að búa sér og sínum
notalegt heimili. Þau voru börn-
um sínum, Sigurbirni, Hafsteini
og Rut einstakir foreldrar. Það
var stórkostlegt og lærdómsríkt
að sjá hvað þau umvöfðu þau. Nú
er mikill harmur að þeim öllum
kveðinn og ekki síst Jakobi, sem
er orðinn heilsulítill og dvelst á
Hornbrekku. Við Rúna sendum
þeim og öllum vinum Öbbu inni-
legustu samúðarkveðjur. Við biðj-
um góðan Guð að blessa okkur öll-
um minningu Álfheiðar
Jónasdóttur.
Guðrún (Rúna) og Lárus
Jónsson.
Hún Abba mín er dáin. Þessi
staðreynd er eins og þungur
steinn í hjarta mínu. Hún sem
alltaf var svo dugleg, hún sem ég
gat alltaf leitað til í blíðu og stríðu.
Hún gaf mér ráð og kjark í öllum
raunum. Þegar börnin mín voru
veik voru þau vön að segja:„Get-
um við ekki bara hringt í Öbbu?“
Og alltaf kom Abba. Hún reyndist
mér ómetanlegur vinur, sem
besta systir, og var frá fyrstu
kynnum hluti af minni fjölskyldu.
Ég var unglingur þegar Abba
flutti hingað í Ólafsfjörð og kynnt-
ist ég henni fljótt. Við unnum mik-
ið saman við bakstur og matar-
gerð, en það var hennar uppáhald.
Hún kenndi mér mikið í þeim efn-
um og þegar ég fór að læra hár-
greiðsluna kom Abba mér til
hjálpar og kom mér á samning hjá
móðursystur sinni, Mörtu. En
systurdóttir hennar var nýkomin
úr námi frá Bandaríkjunum og
setti upp stofu á Laugaveginum.
Þar vann ég í fjögur ár. Allt vildi
Abba gera fyrir mig.
Álfheiður, eins og hún hét fullu
nafni, var frábær móðir og amma.
Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt
heimili og var höfðingi heim að
sækja, enda gestagangur mikill
hjá henni alla tíð. Þau hjónin áttu
marga góða vini og oft var þröngt
setið við eldhúsborðið. Eins voru
vinir hennar ávallt velkomnir og
gengu þar út og inn. Hún átti allt-
af góðar kökur og bauð í svanga
munna.
Eftir að Jakob, maður hennar,
veiktist hugsaði hún um hann af
mikilli alúð alveg fram á síðasta
dag. Það var hennar lífsviðhorf að
halda áfram meðan kraftarnir
leyfðu. Hún glímdi við sín veikindi
af æðruleysi – ætlaði ekki að láta
undan en sjúkdómurinn hafði bet-
ur.
Við kveðjum elsku Öbbu með
djúpri virðingu og kæru þakklæti.
Hennar er sárt saknað. Nú hvílir
hún í faðmi frelsarans, guð blessi
hana og varðveiti. Elsku Jakob,
Bjössi, Hafsteinn, Rut og fjöl-
skyldur, guð styrki ykkur í sorg-
inni og blessi minningu einstakrar
eiginkonu, móður og ömmu.
Guðrún Jónsdóttir og
fjölskylda.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið þér
ljósara í fjarveru hans, eins og fjall-
göngumaður sér fjallið bezt af slétt-
unni.
(Úr Spámanninum)
Kær vinkona er látin. Vinskap-
ur okkar Öbbu hófst strax þegar
ég flutti til Ólafsfjarðar fyrir 43
árum. Eiginmenn okkar voru vin-
ir og við vorum nágrannar öll
þessi ár. Fyrst í Ólafsveginum,
þar sem nokkur hús voru á milli
okkar og síðar fluttum við í Að-
algötu og bjuggum í húsunum nr.
25 og 27 í yfir 30 ár. Það var stutt
að skjótast á milli húsa í kaffi og
spjall. Abba var höfðingi heim að
sækja, gestrisin með afbrigðum
og borð alltaf hlaðin kræsingum. Í
mörg ár voru nokkrir vinir þeirra
hjóna fastagestir í morgunkaffi
og ef einhver ekki mætti á tilsett-
um tíma var hringt og spurt hvort
viðkomandi væri lasinn. Það
þurfti góða og gilda ástæðu fyrir
því að mæta ekki í morgunkaffið!
Abba var alltaf heilsuhraust en
síðastliðið ár hefur verið henni
erfitt. Hún ætlaði sér að sigrast á
þessum veikindum og stóð á með-
an stætt var, en maðurinn með
ljáinn hafði betur.
Við leggjum blómsveig á beðinn þinn
og blessum þær liðnu stundir
er lífið fagurt lék um sinn
og ljúfir vinanna fundir
en sorgin með tregatár á kinn
hún tekur í hjartans undir.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Að leiðarlokum skal þökkuð
áratuga vinátta og samfylgd.
Elsku Jakob, Bjössi, Haf-
steinn, Ruth og fjölskyldur. Ég
flyt ykkur hugheilar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu mætrar
konu.
Klara.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H.Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
✝
Elsku mamma okkar, dóttir, systir, mágkona
og frænka,
INGIBJÖRG VAGNSDÓTTIR,
Holtastíg 11,
Bolungarvík,
sem lést sunnudaginn 20. nóvember,
verður jarðarsungin frá Hólskirkju í Bolungar-
vík miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð slysa-
varnardeildar kvenna í Bolungarvík, reikningur 1176-15-550655,
kt. 680191-2479.
Kristín, Birna og Ívar Ketilsbörn,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir,
Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur
og Þórður Vagnsbörn og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæri unnusti, sonur og bróðir,
INGI ÞÓR HAFBERGSSON
guðfræðinemi,
Frostafold 42,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
þriðjudaginn 13. desember, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
21. desember kl. 13.00.
Anna Birna Þorvarðardóttir,
Freydís Harðardóttir, Hafberg Magnússon,
Lára Ósk Hafbergsdóttir,
Sóley Dögg Hafbergsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson,
Tristan Ýmir.
✝
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HADDUR JÚLÍUSSON,
Ránargötu 27,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
9. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð.
Starfsfólki Einihlíðar eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra
umönnun.
Elín Rannveig Jónsdóttir,
Margrét Haddsdóttir, Stefán Kárason,
Áslaugur Haddsson, Hulda Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Minn kæri eiginmaður og faðir okkar,
STEFÁN JÓNSSON,
Gnoðarvogi 80,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
aðfaranótt mánudagsins 12. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Kærar þakkir fá allir sem honum sinntu í veikindum.
Halldóra Jónsdóttir,
Elísabet Stefánsdóttir,
Helena Júnía Stefánsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
bróðir,
STEFÁN S. BJARNASON,
lést á heimili sínu að Kambahrauni 19,
Hveragerði.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
G. Sigríður Geirsdóttir,
Bjarni Stefánsson, Lillian Gundestrup-Sørenesen,
Halldór Ásgrímur Stefánsson,
Guðrún Bjarnadóttir Bergese,
Margrét Rósa Bjarnadóttir.