Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 22
an harðnaði veðrið. Bragi hefur alltaf gætt þess að vera í sambandi, áður fyrr var hann með stóra Gufunestalstöð, en fjarskiptin gengu illa og hann kom ekki heim fyrr en eft- ir miðnætti. Kindurnar voru úti, en hann bjargaði fólkinu. Í Víðidalnum sagðist hann hafa þurft að keyra með hausinn úti til þess að reyna að sjá veginn. Það var glórulaus stórhríð. Og hún stóð í tvo sólarhringa. Á meðal þeirra sem hann bjargaði var ungt par frá Reykjavík í söluleiðangri. Ég man að maðurinn tók svefnpokann sinn með úr bíln- um, hann stóð hérna við tröppurnar og vind- urinn hrifsaði pokann úr höndunum á honum. Við fundum hann um vorið. Ég var kannski ekki hræddust um Braga. Ég var hrædd um kindurnar. Eins og pabbi Braga sagði einu sinni þegar ég var orðin óró- leg út af honum, þá var hann búinn að vera svo lengi, hann var á sleða að leita að hestum, ég lýsti mínum áhyggjum fyrir tengdapabba og hann sagði sallarólegur: „Bragi? Bragi hefur alltaf skilað sér.“ Nei, ég hef aldrei orðið hrædd um hann í þessum ferðum, þó að hann hafi oft lent í svaðilförum við að bjarga fólki. En við misst- um margar kindur þarna, þær hröktust í skurð og það fennti yfir. Það er sárt að tala um það. Ég man enn drunurnar í loftinu um daginn. Ég held það hafi hreinlega verið frá sjónum, þetta var svo undarlegt. Það var greinilega óveður í loftinu.“ Myrkrið á öræfum Þennan dag er snjór hvert sem augað eyg- ir. Jólalegt um að litast. „Við reynum bara að hafa það notalegt um jólin,“ heldur Sigríður áfram, „förum ekkert, bara sofum, borðum og lesum. Og förum í fjárhúsin.“ – Skjótið þið upp rakettum um áramótin? „Við Bragi höfum stundum verið ein um áramót og þá höfum við ekki gert það, en þeim er skotið upp þegar börnin og barna- börnin eru í heimsókn. Það var alltaf gert á meðan stelpurnar okkar voru yngri. En nei, nei, við erum ekkert að því þegar við erum tvö – hundurinn okkar er hræddur við þetta.“ – Eru þeir ekki nokkrir? „Við eigum eina tík sem er hérna inni, Grímu. Dóttir okkar á labradorinn, Frigg, og hún er bara í pössun hjá okkur. Það er svo stutt síðan þau fóru og við ákváðum að hafa hana þar til þau kæmu um jólin.“ Myrkrið er þykkara á öræfum, því ekki er ljósunum fyrir að fara. Og þarf ekki að undra að þar kvikni sögur af reimleikum. Blaðamað- ur hefur til að mynda heyrt að það sé reimt í sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. „Jú, jú, það hefur verið talað um drauga- gang þar,“ segir Sigríður. „Það þykjast nú einhverjir hafa orðið varir við það hér áður þegar fólk beið þar og gisti jafnvel, fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda köllum við það draugahúsið. Fjalla-Bensi var þarna í eft- irleitum á haustin. Svo hefur Sigurjón Pét- ursson ljósmyndað það. Hann kom í hverjum mánuði í fyrravetur og hélt ljósmyndasýningu í haust. Húsið er komið í vörslu Þjóðminja- safnsins og unnið hefur verið undanfarin sumur við að laga það. Það var skipt um gólf og þak á því í haust.“ En hér er ég Jörðin á Grímsstöðum er heljarmikið flæmi, eins og fram hefur komið í þjóðfélags- umræðunni, einir 300 ferkílómetrar. „Já, ég heyrði það í útvarpinu,“ segir Sigríður. „En það stóð ekki til að selja það allt. Ríkið ætlaði að halda sínum hlut. Landið teygir sig austur að Selá í Vopnafirði, en svo náði ríkið ansi vænni sneið í haust út af þessum þjóðlend- umálum. Ekki þó í norður á afréttum Víðir- hóls, Nýhóls og Hólsels. Þeir unnu það ekki.“ Bragi er upprunalegur Fjöllungur, fæddur og uppalinn á Grímsstöðum. Í þau fjögur ár sem hann bjó annars staðar lærði hann bif- vélavirkjun í Reykjavík hjá Hrafni Jónssyni, sem var kunnur að hnefaleikum. Þegar Sigríður kom fyrst á fjöll, þá vann hún sumrin 1974 og 1975 í Möðrudal. „Þá var verið að koma á fót Fjallakaffi. Og við Bragi vorum í tilhugalífinu,“ segir hún og hlær. Það þvældist ekkert fyrir henni að flytjast með honum í eina afskekktustu sveit á Íslandi í nóvember 1975. „Ég ákvað að prófa það. Ég gat þá haft mig í burtu ef þannig lét. En hér er ég, hef búið hér í 36 ár og ekki farin enn.“ – Var Bragi svona kaffiþyrstur þetta sum- ar? „Nei, það var hann sem kom mér í vinnu þarna. Við kynntumst þegar ég var ráðskona í vegavinnuskúrum. Bragi var ægilegur gæi, á stærsta bílnum og svona,“ segir hún og hlær. „Þú setur ekki allt á prent sem ég segi!“ Hvorki keypt föt né leikföng Sigríður er fædd á Víkingavatni í Keldu- hverfi. „Fjölskyldan fluttist frá Víkingavatni og í Sultir þegar ég var sex ára. Mamma og pabbi voru með tíu börn. Og pabbi var víst búinn að leita sér að jörð nokkuð víða. Ég heyrði á mínum fullorðinsárum að það hefði verið haldinn hreppsnefndarfundur þegar ein- hver jörð var föl, en þeim leist ekki á að fá þessa fjölskyldu – að fá þarna...“ – ... sveitarómaga? „Já, að þetta yrðu ómagar með tíu börn. En pabbi og mamma sáu alltaf um sín börn. Við urðum aldrei sveitarómagar.“ – En bjugguð þið við krappan kost? „Ég varð aldrei vör við það; það var alltaf nóg að borða. Pabbi var mikill veiðimaður, átti lítinn bát og fór á sjó á vorin á Lóni, það er gegnum ós að fara, og hann veiddi bæði fisk og fugl. Hann saltaði mikið fiskinn, bara til að geyma hann, og svo skaut hann bæði lunda og rjúpur. Það voru víst oft borðaðar rjúpur fyrri hluta vetrar þegar ég var lítil. Svo fæddist eitt barn til viðbótar eftir að við fluttum, við erum ellefu systkinin og öll á lífi. Nei, ég varð aldrei vör við þrengingar. Auð- vitað fengum við aldrei neitt sem var keypt, hvorki föt né leikföng, en við bjuggum það bara til. Ömmusystir mín bjó hjá okkur, hún var blind og prjónaði allan daginn á fjölskyld- una.“ Hún þagnar. Í sveitum er tíminn líka ofinn úr þögninni. „Amma og afi á Auðbjargarstöðum sendu okkur alltaf eitthvað um jólin. Ég man eftir því að mamma fékk kaffidúk og við krakk- arnir sokka, sem voru keyptir í kaupfélaginu á Húsavík. Þetta voru ekki ullarsokkar, held- ur röndóttir sokkar og allavega. Þetta var al- veg hreint...“ segir hún og leitar að nógu sterkum lýsingarorðum, „stórkostlegt að fá sokka úr búð. Svo fundum við okkur úti á reka allskonar dót þegar við áttum heima á Víkingavatni, spýtur sem við höfðum sem brúðurnar okkar, kannski hnyðjur flottar í laginu, og svo náttúrlega hornin á haustin. Og ég held að við höfum aldrei velt vöngum yfir því, að dótið var ekki keypt. Það hvarflaði aldrei að okkur.“ – Var það þannig almennt á bæjum? „Nei, nei, það var misjafnt. Við vissum af krökkum sem fengu keypt dót.“ Hún horfir á smáfuglana flögra fyrir utan gluggann. „En ég held að þetta hafi ekki skaðað okkur.“ Hún tekur undir að breytingin hafi orðið gífurleg á þeim árum sem liðin eru. „Ég man að heima á Víkingavatni bjuggum við í gömlu húsi, það var ekki rennandi vatn og það var svo lítið að við sváfum tvö til þrjú í sama rúm- inu. En við vorum ekkert óhamingjusamari börn en gengur og gerist í dag. Og við vorum og höfum alltaf verið frísk, það voru aldrei nein veikindi hjá okkur.“ – Eruð þið í góðu sambandi? „Já. Við eigum jörðina heima, Sultir, og hús þar eftir foreldra okkar. Það eigum við öll saman systkinin. Það er mest notað á sumrin og það eru náttúrlega okkar bestu stundir, þegar við komum saman þar og þá er oft glatt á hjalla – rifjað upp ýmislegt frá fyrri tíð.“ Mátturinn í Jökulsá Jökulsá á Fjöllum er voldugasta vatnsfall landsins, rennur um jörð Grímsstaða og getur orðið ægileg ásýndum. Blaðamaður veit til þess, að eitt sinn er Bragi kom að sunnan sá hann að vöxtur var hlaupinn í fljótið og bjarg- aði brúnni með því að rjúfa veginn sín hvorum megin hennar. Hvernig skyldi nábýlið vera við þetta hamfarafljót? „Hún hefur aldrei gert mér neitt áin,“ segir Sigríður afslöppuð. „Oft hefur verið stór- fenglegt að sjá hana í ham í leysingum, rosa- lega magnað. Og á veturna kemur fyrir að hún stíflast í miklum veðrum og frosthörkum, það hækkar og hækkar undir henni og ísinn ofan á henni, hrönglið, lyftist hærra og hærra. Ég stóð hjá fyrir nokkrum árum við svona að- stæður, þá var hún byrjuð að brjóta af sér og mátturinn var hrikalegur. Maður varð þess áskynja við að heyra hana brjóta af sér ísinn, dynkina, brakið og brestina, hvað maður er lítill.“ Þennan dag er Bragi í bæjarferð, eins og fyrr greinir, en annars þykir þeim hjónum best að vera heima. „Við erum ekki mikið fyr- ir að vera á ferðinni. Bragi hefur til dæmis aldrei farið til útlanda. Segist ekkert hafa þangað að sækja.“ – En þú? „Já, ég hef skroppið aðeins. Ég fór til Bandaríkjanna þegar dóttir okkar var í skóla í Santa Barbara í Kaliforníu og fór á Vest- urströndina. Það var gaman að koma þangað, mjög fallegt fannst mér.“ Um nokkurra ára skeið lagði Land- græðslan áherslu á að rækta upp öræfin, en að sögn Sigríðar hefur lítið farið fyrir því síð- ustu árin. „Það gekk mikið á þegar féð var skorið hér niður vegna uppblásturs og talið var að sauðkindin ætti sök á því. Landið var grætt upp nokkur ár á eftir, en svo hefur lítið farið fyrir því í fjölda ára – það lognaðist bara út af.“ – Sem er til marks um áhugaleysið? „Já, ég myndi segja það. En hinsvegar er búið að drita lúpínu út um allt á Fjöllunum. Hún er umdeild hér á þessu svæði, svo vægt sé til orða tekið. Hún breytir svo landslag- inu. En þess má geta að lággróður eins og grávíðir hefur náð sér vel á strik eftir að það var friðað. Og það er náttúrlega sá gróður sem á að vera og er fallegastur í þessu lands- lagi.“ – Annað en lúpínan? „Henni hefur verið sáð hér og þar. Og svo fer hún í vatnsfarvegi með fræin og dreifir sér þannig, bara í leysingavatni.“ Ferðamenn á heimilið – En á hverju lifið þið eftir að féð var skorið? „Það hefur orðið minna úr landgræðslu- störfum en við áttum von á og er borið við peningaleysi. Þegar féð var skorið niður átt- um við að hafa atvinnu við uppgræðslu. Bragi fékk vinnu við það fyrstu árin. En svo dró úr því ár frá ári, þar til það varð ekki að neinu.“ – Þetta kallast að taka bjargráðin af fólki! „Þess vegna fór ég út í það fyrir tveimur árum að opna heimilið fyrir ferðamönnum. Við höfum verið með svefnpokapláss í gamla húsinu lengi, en eftir að við erum orðin tvö, þá erum við með laust herbergi hérna inni og auglýsum það. Við eigum þetta hús – og ein- hvern veginn verður maður að bjarga sér!“ – Þá dekrarðu við fólk eins og þú dekrar við okkur? „Ég er með svo fá rúm og þá nær maður að dekra við fólkið. Maður myndi ekki gera það ef maður væri með einhvern fjölda. En þetta þykir okkur báðum rosalega skemmti- legt, við drekkum morgunkaffi alveg fram að hádegi með fólkinu, mörgum hollum kannski. Og fáum að heyra að fólki þyki gaman að koma inn á heimili, það sé orðið leitt á hótelgisting- unni og þetta færi það nær þjóðinni. Það er ekki liðinn langur tími frá því við byrjuðum. En þetta gerir okkur kleift að geta búið hér áfram.“ Blaðamaður flettir gestabókum með lofsam- legum orðum. Á einum stað: „Best of Iceland.“ Og svo nafn undir. „Svo er voðalega notalegt hérna á veturna, þá erum við mest tvö, hugsum um veðrið og gefum okkar rollum.“ – Og klappið Grímu? „Já, það er víst óhætt að segja það,“ segir hún og klappar hundinum. – En það væri gott að fá Nubo? „Ójá. Það væri gott,“ segir hún og hlær. Svo verður hún alvarleg í bragði og segir með áherslu: „Þetta voru mikil vonbrigði. Eftir ára- tuga hnignun á þessum stað, þá hefði ekki veitt af uppbyggingu.“ Ætluðu aldrei að flytja Í miðju samtali býst Sigríður til að taka veðrið. Það er kominn sá tími dags. „Þá fer ég í múnderinguna og set á mig prjónahúfuna,“ segir hún og gerir nákvæmlega það. „Við tök- um veðrið fimm sinnum á dag, byrjum klukkan níu á morgnana og sendum á þriggja tíma fresti til níu á kvöldin. Þetta er mikil binding og lítið upp úr þessu að hafa, en samt finnst mér gott að hafa fastan punkt. Jæja, þá fer ég í veðrið.“ Landroverarnir standa í röðum á Fjárhúsið Bragi búinn að moka sig inn í fjárhúsið. Þar hefur hrúturinn Nubo hreiðrað um sig. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.