Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Fólk í fréttum á liðnu ári Flugeldasýningar eru ekki aðeins haldnar á gamlárskvöld. Margt bar til tíðinda á á́rinu sem er að líða. Skiptust á sigraŕ og ósigrar á hinum ýmsu vígstöðvum og stóðu margir í stórræðum. Sumir börðust við náttúruöflin, aðrir juku hróður Íslands á erlendum vettvangi. Allir lögðu hönd á plóg. Stærsta flugeldasýning ársins hjá Rakel Björnsdóttur verður ekki á gamlárskvöld í ár heldur var hún í Frankfurt í haust. „Þetta var fimm daga flugeldasýning,“ seg- ir Rakel, aðstoðarverkefnisstjóri Sögueyj- unnar, sem hélt utan um þátttöku Íslands á bókastefnunni í Frankfurt í október. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár fyrir íslenskar bókmenntir og íslenska menningu og listir. Þetta er stærsti útflutnings- viðburður Íslands í menningu, sem tókst al- veg sérstaklega vel. Undirbúningurinn stóð yfir í þrjú ár og svo var hápunkturinn auðvit- að á þessu ári en bókamessan sjálf stendur í fimm daga,“ segir hún en Ísland var heið- ursgestur að þessu sinni. Starf Sögueyjunnar heldur áfram. „ Það verður framhald á þessu, áframhaldandi kynning á vegum Bókmenntasjóðs. Hann verður styrktur enn frekar og tekur við okkar starfi við að kynna bókmenntir erlendis,“ seg- ir hún. „Það voru rosaleg viðbrigði. Maður þurfti að berjast við að detta ekki í neitt þunglyndi,“ segir Rakel um tímabilið strax eftir hátíða- höldin í Frankfurt. „En það vissu allir að þetta ævintýri myndi taka enda þarna. Núna er bara tekið við þetta dæmigerða, frágangur og uppgjör. Daglega lífið hefur sinn gang.“ Líka hátíð samskipta og samstarfs Bókastefnan er hátíð lesturs en líka sam- skipta. „Það þarf að passa upp á þessa kon- takta sem búið er að safna saman og miðla upplýsingum áfram til annarra,“ segir Rakel um önnur störf sem hafa verið í hennar verka- hring að undanförnu. „Eins og við gerðum þetta vorum við með þýska samstarfsmenn allan tímann. Við spurð- um, hvað eigum við að koma með til Þýska- lands? Hvað vilja Þjóðverjarnir fá? Það eru þessi miklu samskipti þessara tveggja landa sem síðan eiga eftir að dreifast út fyrir Þýska- land. Þýskaland er stökkpallur fyrir bók- menntir til annarra landa.“ Rakel er sjálf vel kunnug Þýskalandi. „Ég er gift Þjóðverja og bjó á þessu svæði þar sem bókamessan er haldin í þrjú ár. Það var svolít- ið eins og að fara heim að taka þátt. Til að byrja með í verkefninu töluðu allir sem að því komu þýsku.“ Rakel er því að vonum ánægð með árið sem var að líða. „Árið var tær „schnilld“!“ segir hún undir þýskum áhrifum. ingarun@mbl.is Fimm daga flugeldasýning Morgunblaðið/Kristinn Stórkostlegt ár Rakel Björnsdóttir er hér í hinum tilkomumikla íslenska sýningarskála á bóka- stefnunni í Frankfurt í Þýskalandi, sem fram fór í ár. Rakel Björnsdóttir, aðstoðarverkefnisstjóri Sögueyjunnar, hélt utan um þátttöku Íslands í bókastefnunni í Frankfurt „Það er ekki nokkur vafi á að það eru störfin fyrir stjórn- lagaráð sem standa upp úr á árinu,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar sem var einnig for- maður stjórnlagaráðs fyrr á árinu. „Störfin fyrir stjórn- lagaráðið ber hæst í ár enda lunginn af árinu sem fór í þá vinnu, undirbúning og úrvinnslu. Þetta var gríðarlega mikil áskorun, bæði fyrir okkur sem einstaklinga sem og fyrir hópinn. Þrátt fyrir að verkefnið hafi verið mikil áskorun þá lukum við því í sátt sem var mikilvægt fyrir okkur og eins fyrir verkefnið, að það kæmist á næsta stig og til þingsins. Núna er mikilvægt að eigi sér stað vönd- uð umræða um tillögurnar.“ Salvör talar um að það hafi skipt máli að það næðist sátt innan stjórnlagaráðsins um útkomuna. „Auðvitað er það þannig í svona vinnu, og sérstaklega þegar við höfum svona afmarkaðan tíma fyrir stórt verkefni, að það fá ekki allir það sem þeir vilja. Fólk þurfti að slá af sínu enda var þetta vitanlega samkomulag stórs hóps. Það hefur staðið mjög lengi til að endurskoða stjórn- arskrána, þó að endurskoðunin fari fram núna í ákveðnu samhengi við atburði síðustu ára. Ýmsar atrennur hafa verið gerðar í gegnum tíðina en þær hafa ekki tekist og ég held að það sé mjög mikilvægt að við náum að ljúka endurskoðuninni á þann veg að breið sátt náist um ákveðin grundvallaratriði. Við höfum skilað tillögunum til þingsins og núna er það þingsins að taka við og ljúka málinu.“ Undir okkur sjálfum komið Aðspurð hvernig hún telji að næsta ár verði fyrir ís- lenska þjóð segist Salvör vitanlega vilja vera bjartsýn. „Ég held að við eigum að geta náð margs konar árangri ef við viljum það og erum tilbúin að vinna saman. Mér hafa verið hugstæð orð sem Thor Vilhjálmsson hafði eft- ir Kjarval á þá leið að fólk sem aldrei lyftir neinu í sam- taki verður aldrei þjóð. Það er lykillinn að því sem fram- undan er. Við eigum að geta lokið þeim málum sem þarf að ljúka en hvort það tekst er undir okkur sjálfum kom- ið. Við eigum einnig að geta lært meira af reynslu und- angenginna ára og þá finnst mér við hafa alla burði til þess að vera bjartsýn á framtíðina. Ef við skoðum til dæmis rannsóknarskýrslu Alþingis og kaflann um sið- ferði og starfshætti er lögð mikil áhersla á það að ef tak- ast á að byggja upp öflugra samfélag þurfi öll íslenska þjóðin að draga lærdóm af hruni bankanna og tengdum efnahagsáföllum og ekki sé eingöngu einblínt á þátt til- tekinna einstaklinga. Ég held að það sé mikilvægt atriði. Annað atriði sem við sem unnum 8. kaflann í skýrslunni, sem fjallaði um siðferði og starfshætti, gerum að um- talsefni er að það er of oft skortur á vönduðum vinnu- brögðum. Vitanlega tekur langan tíma að breyta starfs- háttum og laga ósiði og það er ekki við því að búast að það gerist á einni nóttu eða nokkrum mánuðum. En við þurfum virkilega að huga að því að vanda okkar vinnu- brögð miklu betur heldur en gert hefur verið, til dæmis í stjórnkerfinu og stjórnmálunum. Ég verð að viðurkenna að það eru vonbrigði að sjá ekki mun meiri breytingar á þessum sviðum, meiri vandvirkni og merki um fagleg vinnubrögð. Þá er talsvert rætt í skýrslunni um þau átök og kappræðu sem einkennt hafa íslensk stjórnmál og skort á sjálfstæði löggjafans gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Því miður sjást ekki enn mikil merki um breytingar í þessum efnum. Hér stöndum við frammi fyrir stóru verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er mikilvægur liður í því.“ svanhvit@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Salvör Nordal: Við eigum alveg að geta lokið þeim málum sem þarf að ljúka en hvort það tekst er aðallega undir okkur sjálfum komið. Við eigum einnig að geta lært meira af reynslu undangenginna ára. Vonbrigði að sjá ekki meiri breytingar Salvör Nordal var formaður stjórnlagaráðs „Ég fékk stórmeistaraáfanga á Evr- ópumótinu og vegna þess að ég fékk hann þar þá gildir hann eiginlega sem tveir áfangar,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson, 18 ára skák- íþróttamaður, sem tryggði sér tvo stórmeistaraáfanga á Evrópumóti landsliða í Grikklandi sem haldið var í nóvembermánuði s.l. En til að ná stórmeistaratitli þarf alls þrjá áfanga. Óvæntur áfangi Hjörvar Steinn segir áfangann vera mikla viðurkenningu fyrir sig sem skákíþróttamann og í raun hafi þetta komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað alveg frábært og ég bjóst engan veginn við þessu. Ég var búinn að stefna að því að verða stórmeistari fyrir tvítugt og reyna að ná fyrsta áfanganum næsta sum- ar.“ Stórmeistaraáfanginn kom hon- um því skemmtilega á óvart m.a. í ljósi þess að hann var ekki orðinn al- þjóðlegur meistari á þeim tíma er áfanganum var náð en að sögn er al- gengast að menn hljóti alþjóðlegan titil á undan stórmeistaraáfanga. „Síðan kemur allt í einu stórmeist- araáfangi og þá verð ég sjálfkrafa alþjóðlegur meistari og nú er bara að reyna að klára þetta næsta sum- ar. Ég bjóst engan veginn við þessu, ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Vantar 30 ELO-stig Næstu vikur og mánuðir verða honum mikilvægir og stefnt er á stífar æfingar svo landa megi titl- inum. „Þetta er einmitt tíminn þeg- ar menn byrja að staðna eða gefast upp. Þetta er erfiði parturinn svo það er bara að æfa mikið.“ Hann fær næst tækifæri til að ná þriðja og síð- asta áfanganum í mars þegar al- þjóðlega skákmótið Reykjavík open fer fram. Nái hann þeim áfanga má þó búast við að hann verði ekki út- nefndur fyrr en næsta sumar vegna nauðsynlegs stigafjölda en Hjörvar Steinn hefur nú 2470 ELO-stig en krafist er 2500 stiga. „Þótt það virð- ist vera smá tala þá eru það kannski tvö til þrjú mót ef allt gengur vel.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Skákíþróttamaður Hjörvar Steinn hefur náð ótrúlegum árangri að und- anförnu og stefnir á titil stórmeistara. Til að svo verði þarf hann 30 ELO- stig og einn stórmeistaraáfanga til viðbótar. Einn áfanga frá stórmeistaratitli Hjörvar Steinn Grétarsson skákíþróttamaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.