Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sprengingin á Hverfisgötu, skammt frá stjórnarráðinu, var enn í rann- sókn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hafði þá enginn verið tekinn höndum vegna málsins. Grunur beindist að feitlögnum og lágvöxnum manni á miðjum aldri sem vitni sá ganga taugastrekktan af vett- vangi og aka svo á brott í hvítri sendi- ferðabifreið. Náði vitnið ekki núm- erinu á bifreiðinni. Á upptöku öryggismyndavélar mátti sjá mann bíða við strætisvagna- biðskýli á Hverfisgötu laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun, skömmu áður en sprengjan sprakk, og var við- komandi beðinn að gefa sig fram við lögreglu sem hugsanlegt vitni. Götunni lokað í öryggisskyni Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar barst tilkynning um sprenginguna um sjöleytið en það leiddi ekki til taf- arlausra viðbragða lögreglu. Stað- festi Stefán Eiríksson lögreglustjóri að yfirfarið yrði hvers vegna við- brögðin voru þessi. Um níuleytið barst svo önnur til- kynning um torkennilegan hlut á Hverfisgötu. Í kjölfarið var fjölmennt lið, sérsveit lögreglunnar, sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar og lögreglumenn, kallað á vettvang, auk þess sem slökkvibifreið og sjúkrabifreið voru sendar á vettvang. Var Hverfisgötu jafnframt lokað frá Ingólfsstræti að Lækjargötu. Hinn torkennilegi hlutur reyndist vera leifar af sprengjunni sem sprakk og var vélmenni sem er sérútbúið til að eyða sprengjum notað til að eyða henni. Fór eyðingin þannig fram að vélmennið skaut vatni undir háþrýst- ingi á sprengjuleifarnar svo þær sprungu, að því er sérfræðingur, sem ekki vildi koma fram undir nafni, upplýsti. Var sérfræðingur sprengju- deildar Landhelgisgæslunnar sendur á staðinn í sérútbúnum hlífðarbúningi eftir að samstarfsmenn hans höfðu fullvissað sig um að það væri óhætt en þeir sátu þá í færanlegri stjórn- stöð neðst í Hverfisgötunni. Byggði það mat á upptökutæki í vélmenninu. Upptaka úr myndavél kom að gagni við tímasetningu sprenging- arinnar, að því er lögreglan upplýsti en hún vildi að öðru leyti ekki ræða rannsókn málsins. Þá vísaði sprengjudeild Landhelgisgæslunnar öllum fyrirspurnum til lögreglu. Fram kom í tilkynningu lögreglu að frágangur á sprengjunni sýndi að sá eða þeir sem hana bjuggu til hafi þurft að búa yfir einhverri kunnáttu. Um líkt leyti og tilkynningin barst var haldinn ríkisstjórnarfundur í stjórnarráðinu. Þótt sprengjan hafi verið skammt frá stjórnarráðinu þótti ekki ástæða til að rýma bygginguna, að sögn Jóhanns Haukssonar, upp- lýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Voru skrifstofur forsætisráðuneytis- ins á Hverfisgötu 4-6 rýmdar en þar starfa um 15 manns. Bað lögregla jafnframt fólk í nálægum byggingum að vera ekki nálægt gluggum. Arna Ævarsdóttir, verslunarstjóri hjá Sævari Karli, gat ekki opnað verslunina á Hverfisgötu 6. „Ég var stöðvuð á horninu fyrir ofan. Lög- reglan sagði mér að snúa við. Við opnum klukkan tíu og þetta var svona korter, tíu mínútur fyrir tíu.“ Ríkissaksóknari er líka með aðset- ur á Hverfisgötu 6. Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari segir starfsem- ina hafa farið úr skorðum. „Þeir sem ekki voru þegar mættir klukkan níu þurftu að bíða þetta af sér á nálægu kaffihúsi til klukkan ell- efu. Þeim sem mættu fyrr var gert að yfirgefa húsnæðið. Þetta hafði þau áhrif að hér var engin starfsemi til klukkan ellefu,“ segir Sigríður. Lokun á Hverfisgötu var aflétt um hádegi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vettvangur rannsóknar Sérfræðingar sprengjudeildar lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar voru kallaðir á vettvang. Götuhlutinn var opnaður um hádegisbilið eftir þriggja tíma lokun. Sprengja á Hverfisgötu  Lögreglan hefur engan í haldi eftir sprengingu á Hverfisgötu  Tjáir sig ekki um rannsóknina  Skrifstofur forsætisráðuneytisins rýmdar  Lögregla yfirfer vinnubrögð fjarskiptamiðstöðvar Torkennilegar Leifar af sprengjunni eftir að þær voru sprengdar upp. Málið rannsakað Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á vettvangi. Í næsta húsi Stjórnarráðið er aðeins steinsnar frá Hverfisgötu 4-6. Tveim tímum eftir sprenginguna var haldinn ríkisstjórnarfundur í stjórnarráðinu. Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Árni SæbergMorgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.