Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 14
Miðvikudaginn
1. febrúar kl. 20
verður haldinn
fræðslufundur
um Sigurð Þór-
arinsson jarð-
fræðing í Volc-
ano House,
Tryggvagötu 11.
Sigurður
Steinþórsson
jarðfræðipró-
fessor og samverkamaður Sig-
urðar Þórarinssonar til margra
ára mun fjalla um vísindastörf
hans og rannsóknir, einkum á
sviði eldfjallafræði og jöklarann-
sókna.
Sigurður Þórarinsson hefði orð-
ið 100 ára hinn 8. janúar síðastlið-
inn hefði hann lifað.
Sigurður
Þórarinsson
Fræðslufundur
um störf Sigurðar
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
.
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar.
Viðtal við formann Ímark.
Saga og þróun auglýsinga hér á landi.
Neytendur og auglýsingar.
Nám í markaðsfræði.
Góð ráð fyrir markaðsfólk
Tilnefningar til verðlauna í ár -
Hverjir keppa um Lúðurinn?
Fyrri sigurverarar íslensku
markaðsverðlaunanna.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn
Morgunblaðið gefur út
ÍMARK sérblað fimmtudainn
23.febrúar og er tileinkað
Íslenska markaðsdeginum
sem ÍMARK stendur fyrir
en hann verður haldinn
hátíðlegur 24. febrúar.nk.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb.
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
S
É
R
B
L
A
Ð
Í tilefni af fjögurra ára afmæli Holl-
vinasamtaka Sjúkrahússins á
Seyðisfirði(HSSS) færðu félagar úr
samtökunum og Lionsklúbbi Seyðis-
fjarðar sjúkrahúsinu góðar gjafir.
Um er að ræða sjúklingalyftara,
ungbarnavog, blóðþrýstingsmæli
og súrefnismettunarmæli. Verð-
mæti gjafanna er um 850.000 krón-
ur.
Þorvaldur Jóhannsson, formaður
HSSS, afhenti gjafirnar og boðaði
frekari stuðning við starfsemina.
Rúnar Reynisson, yfirlæknir
Sjúkrahússins, og Þórhallur
Harðarson, deildarstjóri HSA,
þökkuðu fyrir stuðninginn.
Fram kemur í tilkynningu að
sjúkrahúsið sé fjölmennasti vinnu-
staður á Seyðisfirði sem hafi þurft
að berjast við mikla fólksfækkun
síðustu ár, töpuð fyrirtæki og at-
vinnutækifæri í heimabyggð.
HSSS hafi sérstaklega lagt
áherslu á, með gjöfum sínum, að
bæta aðstöðu og búnað fyrir starfs-
fólk og sjúklinga. Því muni verða
haldið áfram.
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði fékk góðar gjafir
Framadagar háskólanna verða
haldnir í dag, miðvikudaginn 1.
febrúar, í Sólinni í Háskólanum í
Reykjavík á milli klukkan 11 og 16.
Stúdentasamtökin AIESEC standa
að Framadögum og er þetta í 18.
skipti sem þeir eru haldnir hér á
landi. Framadagar eru ætlaðir há-
skólamenntuðum, útskrifuðum sem
og núverandi nemendum, þó að
aðrir séu auðvitað velkomnir á
staðinn.
Á Framadögum kynna 35 fyr-
irtæki, starfsemi sína, fjöldi örfyr-
irlestra verður í boði og árleg
spurningakeppni á milli kennara
HÍ og HR verður á sínum stað.
Markmið Framadaga er að há-
skólanemar geti kynnst fyrirtækj-
unum og kannað sína möguleika
varðandi sumarstörf, framtíð-
arstörf eða hvort í boði sé að vinna
verkefni fyrir fyrirtækin. Einnig að
fyrirtækin hafi möguleika á að
hitta tilvonandi framtíðarstarfs-
menn. Í ár verður viðburðurinn enn
stærri en áður.
Strætisvagnar ganga milli að-
albyggingar HÍ og HR frá 10:45-
16:15 fólki að kostnaðarlausu.
Framadagar Aðsókn hefur ætíð verið góð
að viðburðinum. Í fyrra komu 2000 gestir.
Árlegir Framadagar
verða í HR í dag
SAMFOK hefur hleypt af stokkunum verkefninu ,,For-
eldrar gegn einelti.“ Markmið verkefnisins er að vekja
foreldra til umhugsunar um með hvaða hætti þeir geta
komið að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn einelti í skólum
barna sinna. Foreldrar geta haft áhrif á mörgum sviðum
innan skólasamfélagsins í góðri samvinnu við skóla-
stjórnendur. Foreldrafélög í grunnskólum Reykjavíkur
geta sótt um þátttöku í verkefninu sér að kostn-
aðarlausu. Þegar hafa sjö skólar skráð sig til leiks en
nokkrar dagsetningar eru enn lausar. Umsóknir og
fyrirspurnir sendist á samfok@samfok.is.
Umsjónarmenn verkefnsins eru Bryndís Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri SAMFOK og Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við
menntavísindasvið Háskóla Íslands. Vanda kemur nú til liðs við SAMFOK
en hún hefur mikla reynslu úr starfi sínu með börnum og unglingum í
íþróttahreyfingunni.
Verkefnið „Foreldrar gegn einelti“ hafið
Vanda
Sigurgeirsdóttir
Málstofa í stjórnskipunarrétti verð-
ur haldin í dag, 1. febrúar, kl. 12,15
í stofu 101 í Lögbergi. Frummæl-
endur verða Salvör Nordal for-
stöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ
og Birgir Hermannsson stjórnmála-
fræðingur. Fundarstjóri verður
Björg Thorarensen prófessor.
Fjallað verður um áhrif lýðræð-
islegrar umræðu á mótun íslensku
stjórnarskrárinnar í gegnum tíðina
og vinnu stjórnlagaráðs við gerð
frumvarps að nýrri stjórnarskrá.
Þá verða ræddar hugmyndir um
hlutverk stjórnarskrár og að hvaða
marki er hægt að festa í hana leik-
reglur stjórnmálanna, siðferði í
stjórnmálum og samskipti þings og
ríkisstjórnar, segir í tilkynningu.
Að loknum erindum verða fyrir-
spurnir og umræður. Allir eru vel-
komnir.
Stjórnarskráin rædd
STUTT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Farvegir ánna undir Eyjafjöllum eru
sléttfullir af ösku og aur og árnar
flæmast út á ræktunarlönd bænda.
„Túnin blotna og verða að hálfgerðu
mýrlendi,“ segir Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri.
Mikið efni berst með ánum á
áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjalla-
jökli og er ekki séð fyrir endann á
því. Byggðir hafa verið varnargarðar
til að beina vatninu áfram og stöðugt
hefur verið unnið að uppgreftri úr
Svaðbælisá svo hún haldist undir
brúnni og rjúfi ekki hringveginn.
Askan rífur með sér jarðveg
„Vandamálin stafa af öskunni í
fjallshlíðunum. Hún er frekar gróf
nálægt eldstöðinni. Þegar hún renn-
ur niður lítt grónar heiðarnar tekur
hún með sér mikinn jarðveg sem er
að fylla alla árfarvegi,“ segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri.
Landgræðslan og Vegagerðin vinna
að vörnum og hafa fengið sérstakar
fjárveitingar til þess.
Sveinn segir að vandamálin séu í
öllum ám á svæðinu en sýnu alvar-
legust undir Eyjafjöllum. „Þetta var
slæmt fyrir gos en núna eru allar far-
vegir sléttfullir. Vatnið flæmist út á
ræktunarlönd bænda og er að breyta
þeim í hálfgert mýrlendi. Túnin
blotna og grasið hættir að spretta.
Þetta er alvarleg staða hjá bænd-
um,“ segir Sveinn.
Ríkissjóður hefur keypt jörðina
Önundarhorn sem varð einna verst
úti í flóðunum eftir gosið. Sveinn
segir að Vegagerðin sé að hanna
skurð sem grafinn verður beint frá
brúnni yfir Svaðbælisá, framhjá
bænum og út í farveginn aftur. Það
er gert til að ná meira rennsli á vatn-
ið. Búskap hefur verið hætt á Ön-
undarhorni. „Þessi framkvæmd sker
jörðina ansi illa í sundur en þegar
fram líða stundir verður hægt að
hefja aftur búskap,“ segir Sveinn.
Brýnt að grafa rásir
Enn er mikil aska á heiðunum.
„Vísindamenn okkar og sérfræðing-
ar búast ekki við aurflóðum heldur
að efnið berist stöðugt fram með án-
um. Því er brýnt að grafa rásir í
þessa árfarvegi til að lækka í þeim og
varna því að meira tjón verði á gróð-
urlendi,“ segir Sveinn en tekur fram
að hús séu hvergi talin í hættu.
Gríðarlegu magni af sandi hefur
verið mokað upp úr ánum. Sveinn
áætlar að það skipti hundruðum þús-
unda rúmmetra, að minnsta kosti.
Sandurinn hefur verið fluttur í
burtu eða sléttaður út á staðnum.
Sum svæðin hafa verið grædd upp og
stefnt að því að gera þau aftur að
túnum.
Túnin blotna og
verða að mýrlendi
Ljósmynd/Sigurjón Einarsson
Hringvegur Svaðbælisá hefur sleikt brúarbitana á brúnni oft í vetur.
Árnar undir
Eyjafjöllum slétt-
fullar af ösku
Eldgos
» Mikið öskufall varð í eldgos-
inu sem hófst í Eyjafjallajökli
aðfaranótt 14. apríl 2010.
» Íbúar á svæðinu glíma enn
við afleiðingar þess.