Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Allt á hálfvirði Vertu vinur okkar á Facebook INNRÉTTINGATILBOÐ         VARANLEGVERÐLÆKKUN OG20%VIÐBÓTARAFSLÁTTUR 15% ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR friform.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gamla flugskýlið af Patreksfjarð- arflugvelli fær nýtt hlutverk nái hugmyndir eigenda þess fram að ganga. Ekki fara fleiri flugvélar inn í skýlið en það mun í framtíð- inni hýsa gamla báta við höfnina á Reykhólum. Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar keypti á sínum tíma flugskýlið á Patreksfjarðarflugvelli til niðurrifs. Hætt var að nota það fyrir mörgum árum. Hafliði Aðalsteinsson, formaður áhugamannafélagsins, segir að frá upphafi hafi verið ætlunin að reisa það á Reykhólum. Hafliði segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi verið jákvæðir þegar það var nefnt að reisa bátaskýlið á fyllingu sem gerð var í tengslum við nýjan varn- argarð sem byggður hefur verið í höfninni. Formleg umsókn um lóð var tek- in fyrir á síðasta fundi hrepps- nefndar Reykhólahrepps. Þar var ákveðið að deiliskipuleggja svæðið. Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um úthlutun lóðarinnar. Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar stendur að báta- og hlunnindasýningu á Reykhólum með æðarræktarfélaginu og sveit- arfélaginu. Hafliði segir að báta- geymslan við höfnina sé hugsuð sem viðbót við það. Félagið sé með báta í geymslum í útihúsum víða og þurfi að koma þeim á einn stað til að hægt sé að sýna þá. Áformað er að hafa smíðaverkstæði í öðrum enda hússins þar sem hægt verður að taka inn stærri báta til við- gerðar. Reykhólahreppur áformar að setja upp flotbryggju framan við fyllinguna og verður bátageymslan í góðum tengslum við hana. Þótt gömlu bátarnir séu ekki sjófærir er vonast til að í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á siglingar um Breiðafjörð á gömlum endur- gerðum bátum. Hugarsýn Félagar í Áhugamannafélagi um bátasafn Breiðafjarðar sjá fyrir sér bátasýningu í góðum tengslum við höfnina á Reykhólum. Þar verður gamla flugskýlinu komið fyrir ef lóðin fæst og fyllt af gömlum bátum. Flugskýlið verður fyllt af gömlum bátum  Áhugamannafélag um bátasafn sækir um lóð á Reykhólum Þórhallur Heimsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í emb- ætti biskups Ís- lands. Í framboðs- tilkynningu sinni segir Þórhallur að lyklarnir að traustu kirkju- starfi og gagn- kvæmu trausti kirkju og þjóðar séu aukið lýðræði á öllum sviðum þjónustunnar, valddreifing og sam- vinna, fræðslustarf og grasrótar- vinna. „Ég kalla þá kirkju sem vex úr slíkri breiðfylkingu starfsfólks, bisk- upa, prófasta, presta, djákna, sókn- arnefnda, sjálfboðaliða, en umfram allt sóknarbarna, „Grasrótarþjóð- kirkju“,“ segir ennfremur í tilkynn- ingunni. Þórhallur vígðist til prests árið 1989 og leysti þá af Sigurð Hauk Guðjónsson, þáverandi sóknarprest í Langholtskirkju, í eitt ár. Áður hafði Þórhallur unnið við safnaðarstarf hjá Langholtssöfnuði frá árinu 1983. Næstu árin starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Kirkjumiðstöðvar Austurlands og fræðslufulltrúi kirkjunnar í þeim landshluta, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsstarfs kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæm- unum. Þá þjónaði hann sem prestur í sænsku kirkjunni. Árið 1996 var Þórhallur kosinn prestur í Hafn- arfjarðarkirkju en árið 2009 tók hann við sem sóknarprestur þar. Þórhallur er fæddur í Reykjavík 30. júlí árið 1961. Foreldrar hans eru sr. Heimir Steinsson, fyrrverandi rektor Skálholtsskóla, útvarpsstjóri og sóknarprestur og þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum, nú látinn, og Dóra Erla Þórhallsdóttir, starfsmaður við móttöku Ríkisútvarpsins. Þórhallur Heimisson Þórhallur gefur kost á sér í biskupskjöri Iðuklettur, eitt helsta kennileiti Stóru-Laxár í Hreppum, féll er áin ruddi sig um helgina. Kletturinn var um þriggja metra hár, hálfgert steintröll, og stóð austanvert í ánni við veiðistað er nefnist Iða og er skammt frá bænum Sólheimum. Ófáir veiðimenn hafa gegnum árin sett í laxa við Iðuklett og hefur hann prýtt ófáar ljós- myndir, enda svipmik- ið kennileiti skammt fyrir neðan þar sem Laxárgljúfur opnast. Nú stendur lítill hnall- ur upp úr leysing- arstraumnum, þar sem kletturinn stóð áður. efi@mbl.is Iðuklettur fallinn Iðuklettur Var um þriggja metra hátt kennileiti.  Svipmikið kennileiti í Stóru-Laxá í Hreppum féll er áin ruddi sig Farinn Eftir stendur nú lítill nabbi af klettinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.