Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 ✝ Sigurjón Guð-jónsson fædd- ist í Reykjavík 23. ágúst 1929. Hann lést 22. janúar 2012. Foreldarar hans voru hjónin Sig- urlaug Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 17. feb. 1894, d. 23. ágúst 1979 og Guð- jón Þórarinsson, sjómaður, f. 12. jan. 1901, d. 26. mars 1999. Bræður hans eru tveir, Haukur, f. 3. maí 1926 og Jónas, f. 1. jan. 1923, d. 18. maí 1983. Sigurjón ólst upp í Reykjavík .Hann varð stúdent frá MR 1949. Hann hóf nám í lyfjafræði það sama ár. Hann kláraði ex- am. pharm. í lyfjafræði í októ- ber 1952. Hann fer síðan til framhaldsnáms til Kaup- mannahafnar. Hann lauk loka- prófi, cand. pharm. árið 1955. Í Kaupmannahöfn kynntist hann konu sinni Kristgerði Kristinsdóttur, Gerðu, eins og hún var alltaf kölluð, f. 28. jan. 1934, d. 8. maí 2011, en hún var þar í námi. Þau giftust í Reykjavík þann 31. des. 1956 og eignuðust fjögur börn: Hlíðunum. Hann vann á þessum árum sem lyfjafræðingur en lengst vann hann í Lyfjabúðinni Iðunni við Laugaveg. Síðan byggðu þau sér hús í Fossvog- inum sem þau fluttu í árið 1969. Þau fluttu til Vestmannaeyja 1976 og þar var hann lyfsali í Apóteki Vestmannaeyja til lok árs 1984. Þar var skemmtilegt tímabil í lífi þeirra. Sigurjón var ásamt konu sinni áhuga- samur um vinnuna í apótekinu. Þau höfðu gaman af að taka á móti gestum og það var oft gestkvæmt á heimilinu. Í byrj- un árs 1985 stofnaði hann Apó- tek Garðabæjar. Þetta var fyrsta apótekið í Garðabænum. Þetta var fallegt apótek. Þar var allt byggt upp nýtt og hann og Gerða konan hans unnu þar saman og nutu þess að veita góða þjónustu. Í lok árs 2000 seldu þau fyrirtækið og settust í helgan stein. Hann og konan hans höfðu mjög gaman af að ferðast og nutu þau þess að hafa meiri tíma en áður. Árið 2007 greindist Gerða konan hans með krabbamein og stuttu seinna veikist hann líka af erf- iðum hrörnunarsjúkdómi. Síð- ustu árin hafa því verið lituð af erfiðum veikindum. Þau studdu hvort annað í gegnum þann tíma og kvörtuðu aldrei, heldur horfðu á björtu hliðarnar. Útför Sigurjóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 1. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1) Kristinn Sig- urjónsson, f. 27. mars 1957, maki, Kristín Aðalsteins- dóttir, f. 5. jan. 1949. Börn þeirra eru a) Svana, f. 2. jan. 1985, sam- býlismaður hennar er Ari Freyr Valdi- marsson, f. 12. nóv. 1984. Dóttir þeirra er Krístín Hrönn, f. 23. júlí 2011. b) Gerða, f. 7. júlí 1989. c) Daði Lárusson, f. 19. júní 1973. Sonur hans er Ragn- ar Darri, f. 24. sept. 2004. 2) Inga Sigurjónsdóttir, f. 3. jan. 1959, maki Ísak V. Jóhannsson, f. 29. okt. 1958. Börn þeirra er a) Sigurjón, f. 20. mars 1993, b) Jóhann Einar, f. 27. feb. 1995. Fyrir átti Ísak sonin Árna, f. 22. okt. 1983. 3) Guðjón F. Sig- urjónsson, f. 6. ágúst 1960. Börn hans eru a) Sigurjón, f. 19. feb. 1994, b) Ingvar, f. 25. ágúst 1996. Móðir þeirra og fyrrum sambýliskona Guðjóns er Jónína Einarsdóttir, f. 29. nóv. 1963. 4) Bjarni Logi Sig- urjónsson, f. 3. feb. 1974. Sam- býliskona, Rebekka Aðalsteins- dóttir, f. 29. júlí 1982. Fyrstu árin bjuggu þau í Ég sé fyrir mér fyrstu árin okkar í Hlíðunum. Pabbi að vinna í Iðunnar apóteki. Það er gaml- árskvöld. Við systkinin og mamma að heimsækja hann. Allt- af geymdi hann smurða brauðið fyrir okkur. Á þessum tíma var ekki oft boðið upp á slíkt góðgæti. Þá var hátíð og gleði í okkar huga og líka spenningur að fá að hitta pabba í vinnunni. Svo þegar hann fór út á land að vinna. Fjölskyldan var að byggja og þá var nú gott að geta nýtt sér sumarfríið til frekari tekjuöflun- ar. Hann kom alltaf heim hlaðinn gjöfum eftir slíkar vinnutarnir. Mest man ég eftir útvarpinu góða sem ég fékk. Það var með hand- bandi þannig að ég gat farið með það út á götu og hlustað. Þá var gaman að vera 7 ára stelpa í Mávahlíðinni. Síðan var það elsku afi og amma og öll fjölskylda pabba.Við bjuggum öll saman í þessu stóra húsi. Við vorum í kjallaranum. Þetta var ævintýraheimur fyrir krakka eins og mig og mikið fannst mér frændsystkinin mín uppi á hæðinni flott og klár. Ég sé pabba fyrir mér í apó- tekinu þar sem hann elskaði að starfa og naut sín svo vel. Sitjandi í receptúrnum í hvíta sloppnum sínum, rólegur að vanda og naut þess að reka apótekið með mömmu sér við hlið. Svo eru þau komin til Parísar. Fara spennt út í morguninn til að upplifa borgin. Komu heim að kvöldi kát og glöð eftir að hafa tekið metro og skoðað hina ýmsu staði. Pabbi búinn að fara á frönskunámskeið og naut þess að spreyta sig á frönskunni einn með mömmu. Ég sé hann sem mína hjálpar- hellu. Alltaf tilbúinn að hlusta og styðja mig í því sem ég vildi gera. Ég sé hann líka síðustu árin, veikan en samt svo sterkan. Sjúk- dómurinn búinn að taka af honum alla krafta. Mamma í sófanum, bók á borðinu, og yndislegt hjúkr- unarfólk frá heimahjúkrun að hlúa að honum. Í litlum bæklingi eftir Ulla Söderström er falleg frásögn um síðustu skrefin. „Við skulum ímynda okkur að við stöndum í flæðarmálinu um sumarkvöld og horfum á fallegt fley sem býr sig undir að sigla úr vör. Seglin eru dregin upp. Þau þenjast í kvöldgolunni og fleyið lætur úr höfn út á opið hafið. Við fylgjum því eftir með augunum þar sem það siglir inn í sólarlagið. Það verður æ minna og að lokum hverfur það eins og lítill depill við sjóndeildarhringinn. Þá heyrum við sagt við hlið okkar „Nú er það farið“. Farið og hvað tekur við? Það að það minnki og hverfi að lokum er í rauninni bara það sem augu okkar sjá. Í raun og veru er það jafn stórt og fallegt og þegar það lá við ströndina. Á sama augna- bliki og við heyrðum röddina segja að það sé farið er ef til vill einhver á annarri strönd sem horfir á það birtast við sjóndeild- arhringinn, einhver sem bíður eftir að fá að taka á móti einmitt þessu fleyi þegar það nær nýrri höfn“. Ég trúi því að mamma hafi beðið hans á annarri strönd. Ég vil að endingu þakka öllu góða hjúkrunarfólkinu sem sá um hjúkrun og umönnun pabba þessi síðustu ár. Sérstakar þakkir fær yndislegt fólk frá heimahjúkrun sem var hluti af lífi pabba og okk- ar allra og gerði honum kleift að vera lengi heima þrátt fyrir mikil veikindi. Inga. Þann 22. febrúar kvaddi elsku- legi tengdafaðir minn þessa jarð- vist eftir mikið og langt veikinda- stríð. Það er margs að minnast, Sig- urjón var ljúfur og góður maður og var í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem heimsóttu afa sinn og ömmu nánast daglega í Hjallalandið. Ég gleymi ekki þeim degi sem við Inga giftum okkur. Sigurjón leiddi Ingu upp að altarinu og það var svo falleg stund sem mér er svo kær og ég geymi þá minningu og mynd í hjarta mínu. Aldrei hef ég kynnst manni eins og honum sem alltaf sá góðu hliðarnar í öllu og var svo æðru- laus og skilningsríkur. Það var einstakt að fylgjast með hvað vel hann reyndist börnum sínum. Var þeim ávallt stoð og stytta. Sigurjón sýndi jafnan nærgætni í samskiptum við aðra og heyrði ég hann aldrei halla máli nokkurs manns. Ég kveð Sigurjón með söknuði og þökk fyrir allt, sem hann gaf mér og mínum. Hin bjarta minn- ing hans lifir með okkur öllum, sem kynntumst honum. Guð blessi minningu þína. Þinn tengdasonur, Ísak V. Jóhannsson. 22. janúar lést ástkær afi okk- ar. Hann fylgdi okkur alltaf í gegnum æskuna og við eigum margar góðar minningar með honum. Það var alltaf jafn gaman þegar við og frændur okkar feng- um að gista hjá afa og ömmu og við hugsum aftur til þeirra tíma með brosi. Afi, og amma auðvitað líka, gerði allt fyrir okkur og þau tvö höfðu gaman af því. Það var oft sem við bræðurnir og frændur okkar fórum í leikfangaverslun- arleiðangra með afa og við feng- um allt sem við vildum, og þegar við vorum andvaka þá myndi afi segja okkur sögur í marga klukkutíma. Hann gerði allt til þess að gleðja okkur og það sýndi sig svo sannarlega þegar hann var orðinn veikur og rúmliggj- andi, þá gerði hann allt sem hann gat til að sjá til þess að við yrðum ánægðir. Það var alltaf svo heim- ilislegt að koma í Hjallaland til afa og ömmu og okkur þykir mjög sárt að þessir tímar séu liðnir. Við munum eftir mörgum bíltúrunum með afa þar sem hann spilaði Elv- is og Pavarotti, og þegar við hlustum á Elvis þá streyma inn minningar um afa. Megir þú hvíla í friði, þín er sárt saknað. Sigurjón Guðjónsson og Ingvar Guðjónsson. Elsku afi, ég sakna þín. Það eru endalausar ljúfar minningar sem koma upp í kollinn, ferðirnar í dótabúðirnar, jólaboðin í Hjalla- landi, gervihnattasjónvarpið og góðu spjöllin. Ég man þegar ég var lítill strákur, þá elskaði ég að koma hlaupandi til ykkar ömmu úr skólanum. Þið voruð alltaf tilbúin með endalaust af góðgæti og hjálpuðuð mér við námið. Einnig er í minningunni að þú elskaðir að horfa á gervihnöttinn sem var með ýmiss konar skemmtilegu efni. Ég man eftir að þinn uppá- haldsþáttur var „Viltu vinna milljón?“ og yfirleitt vissir þú svörin við spurningunum og hefð- ir eflaust unnið keppnina ef þú hefðir fengið tækifæri til þess. Þú varst rosalega gjafmildur afi og þér fannst ekkert skemmtilegra en að gleðja okkur krakkana. Ég minnist einnig sólarstunda í fallega garðinum þínum, við börnin í heita pottinum og þið amma í sólbaði. Það verður tómlegt án þín, elsku afi. Jóhann Einar Ísaksson. Þegar ég rifja upp minningar mínar með Sigurjóni, afa mínum, þá kemur margt upp í huga. Ég á ótal minningar frá Hjallalandinu með afa mínum og ömmu, því Hjallalandið var eins og mitt ann- að heimili þegar ég var lítill. Afi var maður sem elskaði að gleðja fólkið í kringum sig og hon- um þótti alls ekki leiðinlegt að dekra barnabörnin sín. Því fékk ég heldur betur að kynnast. Ég minnist allra kaupferðanna sem afi fór með mig, bróður minn og frændur mína. Þar voru ófáir hlutir keyptir, t.d. pokemon-spil, tölvuleikir og jafnvel leikjatölvur. Ég minnist einnig allra bílferð- anna sem ég fór með afa. Hvort sem hann var að skutla mér á fót- boltaæfingu, píanótíma eða bara heim til mín. Alltaf var Elvis Presley í tækinu eða Pavarotti. Sterkar eru líka minningar þegar við gistum hjá afa og ömmu. Ég minnist þess að vakna við það að ég heyrði afa labba upp stigann snemma morguns. Þegar ég fór svo upp þá vissi ég alltaf að afi var búinn að útbúa morgun- mat fyrir mig. Ég minnist einnig allra göngu- túranna hans afa. Ófá skipti voru það þegar ég var úti og sá afa minn á gangstéttinni í göngutúr. Hann elskaði að labba og gerði mjög mikið af því. Afi minn var einnig mikill sælkeri og elskaði góðan mat. Síðustu ár hefur afi minn þurft að berjast við mikil veikindi. Þessi hræðilegi sjúkdómur tók mikið frá honum. Það var ótrú- lega mikið lagt á hann afa minn á síðustu árum. Hvernig afi höndl- aði sjúkdóminn og barðist við hann er mjög virðingarvert og því er ég mjög stoltur þegar ég segi: þetta er afi minn, maðurinn sem ég er skírður í höfuðið á. Nú er afi farinn og kveð ég hann með mikilli sorg í hjarta. Ekki er ég einungis að kveðja hann afa minn, heldur kveð ég líka Hjallalandið, húsið sem átti svo stóran þátt í æsku minni. Þótt það sé erfitt að kveðja þá hugga ég mig við það að ég veit að afa mínum líður betur þar sem hann er núna. Hann er á betri stað núna og fylgist eflaust með okk- ur, glaður. Afi, þú varst besti afi sem nokkur strákur gat hugsað sér. Þú hefur gefið mér svo mikið. Ég er virkilega stotur að bera nafn þitt, ég elska þig og ég sakna þín. Þitt barnabarn, Sigurjón Ísaksson. Það er erfitt að kveðja þig, elsku afi minn. Þegar þú veiktist þá var það mikið áfall, síðustu árin voru þér og okkur sem stöndum þér næst erfið. Í gegnum veikindin ertu bú- inn að sýna ótrúlegan viljastyrk, kraft og barðist ávallt með mikilli reisn. En í gegnum sársaukann var ávallt stutt í bros þitt og hlýju. Það er sú hlýja sem skín í gegnum allar minningar mínar um þig, elsku afi minn. Það er gott að vita að nú ertu kominn í faðm ömmu og þjáningar þínar á enda. Ég á svo margar góðar æsku- minningar um þig, elsku afi minn. Ég mun aldrei gleyma tilhlökk- uninni sem fylgdi því að fá að fara til ömmu og afa í Hjallaland. Fengum við systurnar alltaf kon- unglegar móttökur fullar af hlýju og kærleik. Alltaf var til nóg got- terí í skápnum og minnist ég einnig skemmtilegu búðaferð- anna okkar saman, þar sem við systurnar fengum að raða öllu mögulegu í körfuna. Þú varst alltaf svo rólegur og yndislegur og vildir allt fyrir mann gera. Návist þín fyllti mig af öryggi og kærleik sem skein í gegnum öll okkar samskipti og vissi ég ávallt að ég ætti stóran sess í þínu hjarta sem var góð til- finning. Þegar ég var yngri þá var ekk- ert skemmtilegra en að heim- sækja ykkur ömmu í apótekið. Þar stakkstu oft að mér góðgæti og sagðir mér að fá mér kókinn eins og þú svo skemmtilega orð- aðir það. Það var alltaf svo stutt í brosið og húmorinn hjá þér. Einnig man ég þegar ég starf- aði í apótekinu hjá þér eitt sum- arið, kenndir þú mér svo margt og var sérstaklega gaman að vinna með þér. Hlý nærvera þín fór ekki fram hjá neinum, þú hlúðir að öllum viðskiptavinum þínum með alúð og samvisku- semi. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, elsku afi minn og á alltaf eftir að minnast þín með brosi, og miklum söknuði. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Svana. Elsku afi minn. Ég á margar góðar minningar um þig, en mín uppáhalds er þegar ég kom og þú hjálpaðir mér fyrir frönskuprófin í Kvennó. Þarna sátum við tím- unum saman með kók og Toble- rone okkur við hlið, en það var alltaf til hjá ykkur ömmu. Auðvit- að gekk mér vel í prófunum enda leitun að öðrum eins kennara. Eftir að þú greindist með ólæknandi sjúkdóm, hrakaði þér hratt og var erfitt að horfa upp á þig veikjast meir og meir. Það er því huggun að þú hefur loksins fengið frið eftir margra ára hetjulega baráttu og færð hvíld við hlið ömmu. Innst inni veit ég að þú vakir yfir okkur. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Gerða. Mér er ljúft að kveðja vin minn og mág, Sigurjón Guðjónsson, með nokkrum orðum á síðum Morgunblaðsins. Sigurjón lést 22. janúar, aðeins rúmlega hálfu ári eftir að eiginkona hans, Gerða systir mín, var borin til grafar. Sigurjón var lyfjafræðingur að mennt, en ævi- og starfsferil hans munu aðrir rekja. Hann var mjög þægilegur maður, gestrisinn og góður heim að sækja. En þar naut hann heldur betur stuðnings eiginkonunnar, sem var ágætlega gestrisin og máttarstólpi heimil- isins. Sigurjón var fróður mjög og áhugasamur um sitt fag, lyfja- fræðina og við áttum saman margt skemmtilegt spjall um lyf, uppbyggingu þeirra og virkni. Hann hafði mikla trú á lyfjum og krafti þeirra, notaði þau mikið, kannski einum um of. Sigurjón hafði mjög ákveðna skoðun á dul- arfullum fyrirbrigðum, paraphys- iologiu og þóttist jafnvel kunna eitthvað fyrir sér í þeim fræðum. Um það var oft skrafað og fannst það sitt hverjum. En það sem mér er efst í huga við leiðarlok er þakklæti til Sigurjóns fyrir allar móttökurnar og fyrir þá hlýju sem ég varð aðnjótandi á heimili hans og systur minnar. Margan góðan Cognac-dropann fékk mað- ur hjá Sigurjóni og jafnvel ekta Havana-vindil, en Sigurjón kunni vel að meta slíkar lystisemdir. Góður drengur, góður eiginmað- ur og faðir er nú allur, en við sem kynntumst Sigurjóni geymum í hug okkar minningu um mann- kostamann. Hvíli hann í friði. Afkomendum Sigurjóns og systur minnar votta ég mína inni- legustu samúð. Haukur Kristinsson, Húsavík. Nú er Sigurjón hefur lokið jarðvist sinni eru okkur Nönnu efst í huga allar þær góðu stundir sem við áttum saman með þeim Sigurjóni og Gerðu, en hún lést í maí 2011. Síðustu ár Sigurjóns var hann haldinn sjúkdómi sem batt hann við stól og rúm. Fyrst gat hann tjáð sig með skrift en það brást líka. Ótrúlegt var að sjá það jafn- aðargeð sem hann sýndi við þess- ar ólýsanlegu aðstæður. En hann naut þá umhyggju Gerðu og allr- ar fjölskyldu sinnar ásamt hjúkr- unarfólki bæði á heimili sínu og sjúkrahúsi. Eftir meira en hálfrar aldar vinskap viljum við Nanna þakka vináttu þeirra og gefandi samverustundir sem voru margar við ýmis tækifæri á heimilum beggja og á ferðalögum heima og erlendis. Hann skynjaði ýmislegt sem öðrum var hulið. Varlega fór hann með slíkt enda enginn hávaða- maður. Andleg málefni voru okk- ur báðum hugleikin og gátum við rætt um slík mál hvenær sem tækifæri gafst. Þá var ég ríkari eftir. Ég þakka Sigurjóni þær stundir. Hann kynntist Ólafi Tryggva- syni huglækni og urðu þeir góðir vinir. Vafalítið var sú vinátta Sig- urjóni mikils virði í sambandi við hin andlegu mál. Kæru vinir, Kristinn, Inga, Guðjón og Bjarni Logi og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kristján og Nanna. Sigurjón Guðjónsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR BJÖRN JÓNSSON, Kirkjuvegi 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 20. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Sævar Sigurðsson, Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Anna Sigga Húnadóttir, Emil Helgi Valsson, Kristinn Sævar Magnússon, Sigurður Sindri Magnússon, Mikael Orri Emilsson, Tómas Aron Emilsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Åkarp, Svíþjóð, lést á heimili sínu fimmtudaginn 26. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haukur Viggósson, María Finnbogadóttir, Finnbogi Már Hauksson, María M. Finnbogadóttir, Una Ragnheiður Hauksdóttir, Jóhann Steinar Hauksson, Hákon Sigurðsson, Katrín Guðjónsdóttir, Björg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.