Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Elsku elsku Steini minn. Það er erfiðara en tárum taki að rita nið- ur kveðju til þín. Þakklæti er orð sem er mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið þig inn í mitt líf og fá að hafa þig sem stoð og styttu þessi ár sem við áttum sam- an. Þú ert einn harðasti maður sem ég þekki en um leið sá auð- mýksti og skilningsríkasti. Að hafa fengið að hafa þig sem men- tor er mér ómetanlegt, og takk kærlega, Steini, fyrir að gera mig að þeim leikmanni sem ég er í dag, því það varst þú sem hafðir fulla trú á mér þegar ég var að byrja í meistaraflokki, og hikaðir ekki við að leiðbeina mér. Þú munt alltaf Sigursteinn Gíslason ✝ SigursteinnDavíð Gíslason fæddist á Akranesi 25. júní 1968. Hann lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 16. janúar 2012. Útför Sig- ursteins fór fram frá Hallgríms- kirkju 26. janúar 2012. eiga þinn stað í hjarta mínu, Steini. Elsku Anna, Maggi, Unnur og Teitur, ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðum tím- um. Guð blessi ykk- ur. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku Steini. Þinn leikmaður, vinur og allt þar á milli. Óttar Bjarni. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Votta Önnu Elínu, litlu molun- um þeirra, aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Hulda Birna Baldursdóttir. Í dag kveð ég kæran vin. Vin sem gerði líf mitt ríkara en það var áður. Steini var sannur vinur. Hann var einn af þeim sem reistu mig upp þegar ég hrasaði og datt og gerði mig að betri manni. Fyrir það er ég honum ævinlega þakk- látur. Það var sárt að horfa upp á Steina lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúkdómi. Hann reyndi sitt besta en það dugði ekki til. Nú horfi ég til himins með höf- uðið hátt og minnist þín, elsku Steini minn. Megi góður guð styrkja Önnu, Magnús, Unni, Teit og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Gunnar Einarsson. Elsku besti Steini minn, að þú sért horfinn á braut er þyngra en tárum taki. Þú varst einstakur maður. Það var alveg sama hvað var, alltaf var hægt að leita til þín. Eftirfarandi segir miklu meira um þig en mörg orð. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Það verður skrítið og án efa erf- itt að snúa til baka í vinnu, eftir mína fjarveru þaðan, vitandi það að hinn lífsglaði, brosmildi, söng- glaði og einstaki Steini verði ekki þar. Maður var svo öruggur í kringum þig því þú hélst svo vel ut- an um allt þitt fólk. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, hafa þekkt þig og unnið með þér. Ég kveð góðan mann með þessu ljóði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Anna Elín, Magnús Sveinn, Unnur Elín, Teitur Leó og aðrir aðstandendur Steina, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Minning um yndislegan mann lifir áfram og yljar á þess- um erfiðu tímum. Silja Rós Sigurmonsdóttir. minningar á netinu Sigurður Njálsson Höfundar: Þorsteinn Skúli og Guðmundur Ingi Ásmundssynir. mbl.is/minningar Þegar vinkona er kvödd eftir hálfrar aldar vináttu er margs að minnast. Á slíkum tímamót- um leitar hugur okkar sem eftir lifum aftur í tímann og minn- umst við liðinna samverustunda Enn hefur fækkað í hópnum okkar, við kveðjum núna með söknuði þá fimmtu af okkur átján sem hófu nám við Hjúkr- unarskóla Íslands haustið 1956. Nemaárin eru ógleymanleg, skólinn var nýfluttur í eigið hús- næði og bjuggum við saman í heimavist, þar gafst okkur kost- ur á að kynnast nánar og tengj- ast órjúfandi vináttuböndum. Dóra útskrifaðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands haustið 1959. Henni þótti vænt um starf sitt og var hún þar áreiðanlega á réttri hillu. Hún var vel liðin af skjólstæðingum og vinnufélög- um Dóra var mikill ljúflingur, sís- yngjandi með sinni fallegu rödd sem brá birtu á umhverfið. Hún var líka sterkur persónuleiki, víðlesin, mikill gleðigjafi og sér- staklega hjartahlý, dugleg, traust og ósérhlífin. Við munum sakna Dóru og góðra minninga sem við höfum um hana frá fjölmögum sam- verustundum innanlands sem utan, munum við geyma vel í Dóra Sigmundsdóttir ✝ Dóra Sig-mundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 6. febrúar 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 19. janúar 2012. Útför Dóru fór fram frá Neskirkju fimmtudaginn 26. janúar 2012. hjarta okkar. Veik- indi hennar voru öllum sem hana þekktu mikið áfall. Hún tókst á við þau af sínu eðlislæga ljúflyndi og mikið þótti okkur holl- systrum vænt um að hún skyldi þrátt fyrir þau, treysta sér til að vera með okkur ávallt þegar við hittumst. Hér að leiðarlokum þökkum við Dóru samfylgdina og sendum Gunnari, eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Auðlegð þeirra er mikil í minningunum um kærleiksríka og heilsteypta konu sem lagði svo mikið af mörkum þeim til heilla. Guð blessi minningu hennar. F.h. hollsystra, Kristbjörg, Rannveig og Una. Okkur langar til að kveðja Dóru vinkonu okkar með nokkr- um orðum. Það er erfitt að skilja að hún sé ekki lengur með okk- ur, en við getum glaðst yfir því að hún á föður á himnum sem tekur á móti henni og þar er hvorki sársauki eða sorg. Dóra var sannkristin kona og þannig atvikaðist það að leiðir okkar lágu saman, þar sem við áttum sameiginlegt áhugamál, en það er boðskapurinn um Jesú Krist. Við héldum bænahóp, þar sem við komum saman bæði á heimilum okkar eða heima hjá Dóru. Það var virkilega gaman að sækja Dóru og Gunnar heim. Þau tóku á móti okkur af ein- stakri hlýju og gestrisni. Þessar stundir lifa í minningunni. Við sjáum Dóru fyrir okkur ávallt glaðlega og tilbúna til að rétta hjálparhönd og miðla af því sem hún átti. Eitt sumar ferðuðumst við saman til Englands til að hitta vini og kunningja og áttum við þar eftirminnilegar stundir. Þeg- ar við vinkonurnar komum sam- an til að minnast Dóru þá kom til okkar vers sem Dóru var afar hugleikið og alltaf þegar hún gat, kom hún því að. Það er í síð- ara Korintubréfinu 10:5: „Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekking- unni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.“ Dóru var mjög umhugað um fjölskyldu sína og bar hana ávallt fyrir brjósti. Þau hjónin áttu fallegt og notalegt heimili. Dóra var sannkallaður listamað- ur og mörg verk eftir hana prýða heimili þeirra hjóna. Það sem lifir í minningunni um Dóru er hversu trúföst hún var og sönn kona. Hún var kær- leiksrík og átti alltaf til tíma fyr- ir þá sem minna mega sín. Við vinkonurnar kveðjum yndislega og ástríka konu og biðjum Guð að blessa og hugga Gunnar og fjölskyldu. Guðlaug, Helga og Sigríður. Mig langar að minnast elsku Dóru með nokkrum orðum en hún kvaddi okkur 19. janúar eft- ir stutt en erfið veikindi. Þegar ég flutti í Garðabæinn 8 ára gömul urðum við Ragnheiður (dóttir Dóru) bestu vinkonur og var ég oft með annan fótinn á heimili þeirra Dóru og Gunnars. Gott og hlýtt andrúmsloftið ein- kenndi heimilið og við vinkon- urnar vorum alltaf svo velkomn- ar. Það var indælt að koma í Espilundinn eftir skóla og oftar en ekki tók Dóra á móti okkur með sitt glaða bros og heima- gerða bakkelsi. Hún gaf sér allt- af tíma til að spjalla við okkur og sýndi pælingum unglingsstúlkn- anna mikinn áhuga og gaf okkur góð ráð. Aldrei skammaðist hún heldur sá alltaf það jákvæða við hlutina og kom fallegum boðskap að hjá okkur. Dóra var snillingur í eldhúsinu og fékk undirrituð oft að njóta þess. Ekkert jafn- aðist á við nýsteiktu kleinurnar og kökurnar. Núna þegar við öl- um okkar börn er hollt að minn- ast þess hvernig hún kom fram og nálgaðist okkur; yndisleg fyr- irmynd, alltaf jafningi okkar og traustur vinur. Ég er svo þakk- lát fyrir stundirnar sem ég átti í bernsku á heimili þeirra. Takk fyrir yndisleg kynni, elsku Dóra mín. Nú ertu komin á fallegan stað hjá Guði þínum og vakir yfir fjölskyldunni þinni. Gleðin í sorginni syngur. Sorgin er tímabils mál, en gleðin í Guði er eilíf í Guði helgaðri sál. Oft þó syrti hið ytra, angist nísti og kvöl, innri gleðin í Guði getur læknað allt böl. (Jón Hjörleifur Jónsson.) Elsku vinir, Gunnar, Ragn- heiður, Ólöf, Hugrún, Salvör, Geir og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum tíma. Guðrún Árdís Össurardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, lang- afa og langalangafa, GARÐARS SIGURPÁLSSONAR frá Hrísey. Hulda Garðarsdóttir, Erling Jóhannesson, Alma Garðarsdóttir, Jón Guðmundsson, Sigurpáll Hallur Garðarsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Heiðarvegi 45, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og læknum Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun, einnig fær starfsfólk Hraunbúða bestu þakkir. Jóna Guðjónsdóttir, Grétar Þórarinsson, Sigurlaug Grétarsdóttir, Stefán Ó. Jónasson, Guðjón Grétarsson, Jóna Gréta Grétarsdóttir, Sverrir M. Jónsson, Grétar Stefánsson, Heiða Ingólfsdóttir, Guðjón Týr Sverrisson. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar hjartkæra MAGNÚSAR VILHJÁLMSSONAR, Grandavegi 47. Einnig viljum við þakka starfsfólki deildar V3 á Grund fyrir góða umönnun. Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Árni Larsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG BÖÐVARSDÓTTIR frá Laugarvatni, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 29. janúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Sigrún D. Jónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Gunnar Þór Kristjánsson, Kristín Jónsdóttir, Örn Jónsson, Böðvar Leós, Linda M. Þórólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVAVARS F. KJÆRNESTED, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar E-13 Land- spítalanum Hringbraut, starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi sem og heimahjúkrun. Svanlaug Jónsdóttir, Borgþór S. Kjærnested, Ragnheiður Kjærnested, Ásmundur Jónsson, Erna S. Kjærnested, Gunnar Benediktsson, Kolbrún Svavarsdóttir, Heiðar Bjarndal Jónsson, Erling S. Kjærnested, Anna Sigurrós Össurardóttir, Þórhildur S. Kjærnested, Kristinn Friðjónsson, Sigrún Alda S. Kjærnested, Kristófer Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SÆMUNDUR Þ. SIGURÐSSON bakarameistari, Heiðarbæ 1, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Snæfríður R. Jensdóttir, Stella Sæmundsdóttir, Sveinn S. Kjartansson, Marsibil J. Sæmundardóttir, Sigvaldi Þór Loftsson, Sigurður Jens Sæmundsson, Hildur Arna Hjartardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.