Morgunblaðið - 01.02.2012, Page 10

Morgunblaðið - 01.02.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Sparaðu með Miele Care Collection hreinsiefni og klútar, sérstaklega framleitt fyrir Miele ofna og helluborð. Með því að velja Miele eldhústæki leggur þú grunn að langtímasparnaði og hærra endursöluverði íbúðarinnar. Hraðhitun Jöfn hitadreifing Auðveld þrif Klassísk hönnun Keramikhelluborð, verð frá kr. 113.995 Ofnar, verð frá kr. 126.995 Farðu alla leið með Miele María Ólafsdóttir maria@mbl.is Lúka Art & Design varformlega stofnað í janúar2009 af tvíburasystrunumGunnhildi og Brynhildi Þórðardætrum. Hins vegar var grunnurinn að samstarfinu lagður árið 2004 með samsýningu þeirra systra á Ljósanótt. Brynhildur og maður hennar Rúnar hafa nú tekið við fyrirtækinu en fatnaður undir merkjum Lúka er þekktur fyrir að vera í skærum litum og mynstrum. Þá hefur ull verið ráðandi í hönn- uninni en er notuð í bland við önnur efni í nýrri haust- og vetrarlínu sem í er að finna 15 alklæðnaði. Rúnar og Brynildur eru nú stödd í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt í Copenhagen Fashion Week. Leika sér með lógóið „Við látum haust- og vetrarlín- una spegla vor- og sumarlínuna að einhverju leyti. En einnig bætum við við nýjum hlutum, bæði efnum og mynstrum. Nú notum við t.d. líka gervileður og rú- skinn í bland við íslenska ull í haustlínunni. Við höfum verið að leika okkur með lógó fyrir- tækisins og nýta það í munstrin og eins höfum við komið með meira abstrakt form inn í nýju línuna. Maður verður alltaf fyrir áhrifum af umhverfinu og náttúrunni í kringum sig. Lúka hefur hingað til skorið sig úr fyrir litríkan klæðn- að og mynstur og við viljum halda okkur við þá sérstöðu. Hönnunin er ekki týpísk íslensk að því leyti þar sem Íslendingar eru jú oft í svörtu. Ytra þykir íslensk hönn- un dálítið á jaðrinum og öðruvísi og Lúka fellur undir það að vissu leyti,“ segir Brynhildur. Tískuvika í Kaupmanna- höfn Brynhildur segir að sér finnist tískan í dag mjög spennandi þar sem margt sé í gangi. Þau Brynhildur og Rúnar eru nú flogin til Kaup- mannahafnar þar sem þau taka þátt Fatnaður frá Lúka Art & Design verður sýndur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn nú í vikunni. Skærir litir, mynstur og ull eru áberandi í hönnuninni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fatahönnun Brynhildur og Rúnar hjá Lúka Art & Design sem hanna fatnað og fylgihluti. Gott er að skipuleggja sig og margir leggja í vana sinn að skrifa lista yfir það sem þeir þurfa að gera yfir dag- inn eða vikuna. Jafnvel mánuðinn fyrir þá sem vilja gera meiri lang- tímaplön. Nú er flest allt í okkar nú- tímaheimi orðið svo tæknivætt og margir nenna ekki að vesenast með penna og blað. Vilja heldur hafa minnislistann í símanum eða tölv- unni og það er einmitt hægt með wunderlist sem er sannkallaður undralisti eins og nafnið gefur til kynna. En hægt er að nota forritið bæði á símanum og í tölvunni. Með því er hægt að skipuleggja hvað sem þér dettur í hug. Búa til innkaupa- lista, plana afmælisveisluna eða til- tekt á heimilinu. Svo getur maður strikað út það sem maður er búin/n að gera. Þægileg og auðveld lausn fyrir þá sem vilja hafa gott skipulag á hlutunum. Vefsíðan www.wunderlist.com Skipulag Dæmi um lista sem hægt er að búa til á vefsíðunni wunderlist.com Rafrænt og hentugt skipulag Í kvöld verður handverkskaffi í Gerðubergi þar sem Tinna Þóru- dóttir Þorvaldsdóttir ætlar að kynna ullargraff og grunnatriði í hekli. Þóra lærði ung að halda á prjónum og heklunál og hún fór fljótt að hekla og prjóna af fingr- um fram og breyta uppskriftum eftir eigin höfði. Henni er umhug- að um íslenskt handverk og að fleiri læri listina. Tinna vill halda á lofti hannyrðaarfinum sem for- mæðurnar miðluðu til hennar og þess vegna er bók hennar, Þóra - Heklbók, tileinkuð þeim og sér- staklega Þóru langömmu hennar sem kenndi henni tökin. Tinna stundar einnig ullargraff, en þá er hekl, prjónles og útsaumur saum- að upp út um borg og bý, á staura, tré, bekki eða hvað sem er. Þetta er nýtt form götulistar sem hefur nú verið iðkað út um allan heim síðastliðin fimm ár. Það sem gerir ullargraffið frábrugðið annarri götulist eru kvenlægir eiginleikar þess, en það er bæði mjúkt og lit- ríkt, ásamt því að það veldur eng- um „skemmdum“. Endilega komið og fræðist og prófið sjálf. Byrjar kl. 20 og aðgangur er ókeypis. Endilega … … kíkið í handverkskaffi í kvöld Glæsilegt Þóra heklaði þetta teppi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Litríkt Skærir litir fá að njóta sín ı́ haust og vetrarlínu Lúka. Litrík og mynstruð tíska á jaðrinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.