Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sólveig giftist Dhani Harrison 2. Afþakkaði plássið á Hallgrími 3. Kornabarn tókst á við snák 4. Verslunum lokað á Selfossi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rússneski harmonikkuleikarinn Vadim Fyodorov ætlar að vera með útgáfutónleika á Café Rósenberg og í Gerðubergi 3., 4. og 5. febrúar nk. ásamt tríói sínu, í tilefni af útkomu plötunnar Swing for Sergey. Tríó Vadim Fyodorov með útgáfutónleika  Brasilíska tón- listarkonan Juss- anam da Silva heldur fyrstu tón- leikana sína á þessu ári á Rad- isson Blu 1919 á laugardaginn ásamt Andrési Þór. Þau munu kynna nýja bossa nova-dagskrá með brasilískri djasstónlist auk þekktrar djasstónlistar frá Íslandi og Banda- ríkjunum. Jussanam da Silva á Radisson Blu 1919  Kristján Jóhannsson heldur í vor til Svíþjóðar og kennir þar söng um skeið, en Óperuskólinn við Drottn- ingholm-óperuna í Stokkhólmi hefur falast eftir kröftum hans. Mun hann kenna nemendum í einkatímum og vera með „masterklass“. Í vor heldur Kristján einnig til Ítalíu og syngur í Ve- rona og í Róm. »30 Kristján kennir söng í Stokkhólmi Á fimmtudag Sunnan 3-10 m/s um morguninn, þurrt og víða frost. Suðaustan 10-18 síðdegis með rigningu sunnan- og vestan- lands. Hiti 1-6 stig. Á föstudag Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum syðra og vestanlands en annars þurrt að mestu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða él en rigning suðaustanlands til hádegis. Hiti víða 2 til 8 stig. VEÐUR „Ég held að ég hafi aldrei verið í jafn góðu liði í yngri landsliðunum, og við sýnd- um að við eigum heima í 2. deildinni. Við höfum aldrei verið með jafn mikla breidd því það var engan veikan punkt að finna,“ segir Ólaf- ur Hrafn Björnsson, leik- maður U20 ára landsliðsins í íshokkíi, um glæsilega frammistöðu liðsins á heimsmeistaramótinu á Nýja-Sjálandi. »4 Aldrei verið með jafn mikla breidd Alexander Petersson verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl og það er áfall fyrir Füchse Berl- ín sem er í toppbaráttunni í þýska handboltanum. Ekki liggur fyrir enn hvort hann þarf að fara í uppskurð en þjálfarinn hans, Dagur Sigurðs- son, segir að það sé í höndum lækna að ákveða það. »1 Alexander frá keppni næstu vikurnar Manchester United náði Manchester City að stigum á toppi ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu í gær- kvöld. Fyrrverandi leikmaður United, Darron Gibson, tryggði Everton sigur á City á meðan United lagði Stoke að velli. Það var líka mikið um að vera á lokadegi félagaskiptanna og ljóst að Heiðar Helguson fær stóraukna sam- keppni í liði QPR. »1-2 Manchester-liðin jöfn á toppnum í Englandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dansparið Alex Freyr Gunnarsson og Liis End frá Eistlandi byrja sam- vinnuna vel. Þau voru í 7. sæti í standard-dönsum (enskum vals, tangó, vínarvalsi, foxtrot og quick- step) áhugamanna á Opna breska meistaramótinu (UK Open Cham- pionships) í Bournemouth um þar síðustu helgi og í 4. sæti á alþjóðlegu móti í Kiev í Úkraínu (IDSA World Championship) um nýliðna helgi auk þess sem þau sigruðu þar í flokki 21 árs og yngri. Alex Freyr segir að árangurinn í Kiev hafi ekki komið eins mikið á óvart og frammistaðan í Bourne- mouth. „Þar dönsuðu allra bestu áhugamenn í heimi og árangur okk- ar kom því gríðarlega mikið á óvart en 1. sætið í Kiev er líka geðveikt góður árangur,“ segir hann. Leggur allt í dansinn Námið hefur orðið að víkja fyrir dansinum hjá Alex Frey en hann er í fjarnámi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. „Skólinn var númer eitt til að byrja með en á þessu ári hefur dansinn verið aðalatriðið og ég legg allt í hann,“ segir Alex Freyr. „Þetta er geggjað líf og ekki er hægt að vera frjálsari,“ heldur hann áfram. Hann bætir við að hann læri mikið á því að kynnast fólki í framandi lönd- um og upplifa mismunandi æfingar og áherslur. Alex Freyr og Liis End eru nú við æfingar í Tallinn, en þau æfa um 4-5 tíma daglega. Framundan er keppnisferð til nokkurra landa í As- íu, þar sem þau taka þátt í fjórum mótum. Þaðan fara þau til London 12. mars og æfa þar fyrir næstu átök. Hann segir að þegar hann nái því að verða bestur í hópi áhuga- manna taki atvinnumennskan við, en þangað til verði hann að treysta á fjárstuðning frá foreldrunum. „Eitt tekur við af öðru með því markmiði að verða bestur í hópi atvinnu- manna. Það er stefnan,“ segir Alex Freyr, sem telur að það taki um ára- tug að ná á toppinn. Ljósmynd/Peter Suba Rísandi stjörnur Alex Freyr Gunnarsson og Liis End á Opna breska meistaramótinu í Bournemouth þar sem þau náðu frábærum árangri. Alex Freyr Gunnarsson og Liis End frá Eistlandi nýtt danspar sem vekur athygli Markmiðið að verða sá besti eftir áratug Liis End er 10. dansfélagi Alex Freys Gunnarssonar, en hann er 19 ára og byrjaði að æfa dans þegar foreldrar hans, Gunnar Gunn- arsson og Bergljót Ylfa Péturs- dóttir, tóku hann þriggja ára gaml- an með í danstíma. „Ég dansaði mín fyrstu spor í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar í Kópavogi,“ segir Alex Freyr, sem er í Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar og tók fyrst þátt í danskeppni erlendis þegar hann var níu ára. Alex Freyr segir að ýmsar ástæður valdi því að dansarar standi allt í einu uppi án félaga og erfitt sé að finna rétta dansfélag- ann en þau Liis hafi byrjað sem danspar 5. janúar sl. og strax náð mjög vel saman. Liis End 10. félagi Alex Freys ERFITT AÐ FINNA DANSFÉLAGA TIL FRAMBÚÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.