Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn gerðistþað sl.mánudag í fyrirspurnatíma á Alþingi að ráð- herra hinnar gagnsæju ríkisstjórnar svaraði ekki einföldum fyrirspurnum þingmanns en kaus þess í stað að snúa út úr og munnhöggvast við fyrirspyrjanda. Að þessu sinni, sem oftar, var það Stein- grímur J. Sigfússon, ráðherra flestra málaflokka, sem vék sér undan fyrirspurn. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, vildi vita, í ljósi þess að fram hefur komið, að eftir að Jóni Bjarnasyni var vikið úr ráðherraembætti myndu viðræður við Evrópu- sambandið ganga greiðar en áður, hver munurinn væri á stefnu Steingríms og Jóns. Steingrímur svaraði því fyrst til að enginn munur væri á stefnunni, en þegar Sigmund- ur spurði út í einstök atriði greip ráðherrann til gam- alkunnugs skætings en svaraði engu. Sigmundur spurði út í þau grundvallaratriði sem fyrrver- andi ráðherra taldi sig þurfa að standa vörð um, til að mynda varðandi innflutning á hráu kjöti. Steingrímur svaraði engu. Sigmundur spurði um styrki til Matíss, en Steingrímur svar- aði engu. Sigmundur spurði um varn- arlínur Bændasamtakanna, sem eru skilyrði, meðal annars um tollvernd, sem Bænda- samtökin hafa skilgreint og talið ófrávíkjanleg. Um þessar varnarlínur svaraði Stein- grímur engu. Loks spurði Sigmundur út í afstöðu nýs allsherjarráð- herra til samningaviðræðna um makríl og hvort hún væri sú sama og fyrr. Steingrímur svaraði þeirri spurningu einn- ig með þögninni og skæt- ingnum. Steingrímur J. Sigfússon hefur þannig eina ferðina enn vikið sér undan því að svara eðlilegum spurningum um það í hverju breytingarnar felist með komu hans í ráðuneytin og brotthvarfi fyrri ráðherra. Af einhverjum ástæðum þóttu þær nauðsynlegar og af ein- hverjum ástæðum fagna Evr- ópusinnar ákaft að hafa fengið formann Vinstri grænna í ráðuneytin. En í anda hinnar gagnsæju stjórnsýslu neitar Steingrímur að upplýsa hvers vegna það er. Eitthvað hefur breyst í afstöðunni til ESB, en hvað?} Steingrímur neitar enn að veita svör Hryðjuverkógæfu- mannsins Breiviks í Noregi var árás á þetta frændríki okkar í svo mörg- um skilningi. Morðæði var beint að ungviði á friðsælum stað, sem ekkert hafði til saka unnið. Höfuðstöðvar norsks stjórn- kerfis voru eyðilagðar og var það bein árás á ríkið sem slíkt. En í þriðja lagi var um að ræða tilræði við hið frjálsa opna þjóðfélag, sem lýðræðisríki eins og Noregur setur í önd- vegi sitt. Og það afhjúpaði hve þessi mikilvægi og eftirsótti þjóðlífsþáttur stendur ber- skjaldaður. Einn maður, brenglaður af hatri og rang- hugmyndum, gat á fáeinum klukkustundum valdið stór- kostlegu óbætanlegu tjóni. Atburðirnir í miðbæ Reykja- víkur í gær voru sem betur fer aðrir en óhugnaðurinn í Nor- egi. En lögregluyfirvöld hér taka málið alvarlega og föstum tökum, svo sem sjálfsagt er. Það undirstrikar það sem sagt var hér að framan, hversu ber- skjaldað hið opna lýðræðisþjóðfélag er gagnvart þeim sem virða ekki leikreglurnar við að koma skoð- unum sínum og stefnu á framfæri. Ísland hefur á liðnum um- brotaárum séð margvísleg merki um slíkan brotavilja gegn almannareglu og öryggi. Og hér hefur einnig sést til fólks sem ber blak af slíku framferði og hvetur til þess beint og óbeint. Þjóðin og ríkisvaldið í um- boði hennar verður að hafa vara á sér gegn slíkri vá. En sú varúð er vandmeðfarin og hið nauðsynlega meðalhóf vand- ratað. Persónulega friðhelgi einstaklinga verður að virða. Yfirvöld verða að beita þeim meðulum einum sem lögmæt eru og eftirlit má ekki verða of íþyngjandi í hinu frjálsa þjóð- félagi, sem enginn vill tapa. En að þeim formerkjum virt- um má heldur ekki þrengja um of að þeim stofnunum sem ör- yggis eiga að gæta og kenna þeim svo jafnvel um ef illa fer. Atburðirnir í mið- bænum eru tilefni til að gefa öryggis- málum í landinu sér- stakan gaum} Berskjaldað þjóðfélag L aunþegar á almennum vinnumark- aði fá nú um mánaðamótin 3,5% launahækkun og um næstu mán- aðamót sigla opinberir starfs- menn í kjölfarið með sambæri- lega hækkun. Þessar hækkanir munu áreiðanlega leiða og verða notaðar sem afsak- anir fyrir verðhækkunum af ýmsum toga, að ekki sé talað um opinber gjöld, sem um þessar mundir eru hækkuð af miklum móð. Það þýðir að enn muni bæta í verðbólguna, sem nú mælist 6,5% á ársgrundvelli. Sveitarfélögin kvarta undan því að vegna launahækkananna verði rekstur þeirra enn erfiðari, en gleyma því að þau hafa gert al- mennan heimilisrekstur erfiðari með sínum hækkunum. Þegar horft er á hækkanir í janúarmánuði vekur athygli að opinber þjónusta hækkaði um 5,8% í mánuðinum. Rafmagn hækkaði um 4,5%. Aðeins ávextir hækkuðu meira, enda ekki beinlínis uppskerutími fyrir þá á norðlægum slóðum. Hækkanir hins opinbera koma við buddu almennings á tvo vegu. Almenningur þarf að borga hækkanirnar og síðan hækka afborganir af verðtryggðum lánum vegna þeirra. Kaupmáttur launa hrapaði þegar bankarnir hrundu og krónan féll. Þetta jók samkeppnishæfni í ferðaþjónustu og útflutningsgreinum, en auðveldaði ekki heimilisrekstur og laun hafa ekki við almennum verðlagshækkunum. Verð- tryggð lán bólgnuðu upp samfara þessum ósköpum og gera enn. Þó hefur ekkert verið gripið til neinna aðgerða út af verðtryggingunni. Þegar verðtryggingin var sett á í upphafi átti hún að vera sanngirnistæki. Henni var ætlað að vernda eigur fólks og koma í veg fyrir að þær brynnu upp á bálkesti verðbólgunnar. Þá tók fólk lán og borgaði smápeninga til baka eftir að verðbólgan hafði gert sitt. Þessu mátti líkja við eignaupptöku. Nú hefur dæmið snúist við og lánþegar verða fyrir eignaupptöku. Það sést á þeim milljörðum, sem almenningur hef- ur tekið út af séreignalífeyrissparnaði, til þess að borga af lánum og reyna að troða marvað- ann. Ýmis rök hafa verið færð fyrir því að ekki sé hægt að afnema verðtrygginguna. Það er hins vegar óþarfi að lánastofnanir beri belti, axla- bönd og hjálm í senn og ýtir ekki undir ábyrga hegðun þeirra. Til dæmis mætti hugsa sér að verðtrygging gildi aðeins upp að ákveðnu marki og fari verðbólga yfir þau mörk verði lánveitendur að bera tjónið. Ekki má heldur gleyma því að hið opinbera gerir sitt til að hækka verðtryggðu lánin og má spyrja hvers vegna ekki hafi verið rætt að taka opinber gjöld einfaldlega út úr vísitölunni þannig að hækkun þeirra hafi ekki áhrif á verð- tryggð lán. Í það minnsta eru laun almennings ekki verðtryggð og þegar almenningur lánar bönkum nýtur hann ekki verð- tryggingar og virðist þá einu gilda um það tjón, sem efna- hagsástandið bakar honum. Þó mætti ætla að verja þyrfti eigur jafnt launþega sem fjármagnseigenda. kbl@mbl.is Karl Blöndal Kjör og ókjör Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is S vínakjötsframleiðendur sjá ekki fram úr þreng- ingum sínum ef Ísland gengur í Evrópusam- bandið. Verð á svínakjöti til bænda mun lækka verulega og þótt kostnaður lækki eitthvað yrði áfram tap á framleiðslunni. Ef bændur fá svipaða styrki og finnskir starfsbræður þeirra eftir aðild verð- ur afkoman bærileg en ef aðild að ESB leiðir til þess að kjötvinnslan færist úr landi verður reksturinn nánast vonlaus. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og horfur svínaræktarinnar og hugsanleg áhrif af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í mati á áhrif- um ESB-aðildar er byggt á reynslu Finna. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands vann skýrsluna fyrir Svína- ræktarfélags Íslands og eru sömu aðferðir notaðar og við mat á stöðu íslenskrar garðyrkju sem gert var á árinu 2010. Verð myndi lækka um 39% Fram kemur að finnskir svína- bændur fengu ágæta aðlög- unarstyrki þegar landið gekk í Evr- ópusambandið. Þeir hafa verið 25-30% af tekjum bænda og hafa heldur verið að lækka. ESB greiðir um fjórðung styrkjanna á móti finnska ríkinu. Svínaræktin í Finn- landi nýtur meiri stuðnings en svína- rækt í flestum öðrum ríkjum Evr- ópusambandsins. Í skýrslunni sést að samkeppn- isstaða íslenskra svínabænda hefur verið að batna, miðað við innflutn- ing. Þó gera skýrsluhöfundar ráð fyrir að verð til bænda myndi lækka um 39% í kjölfar aðildar, ef ekki kemur til neinna mótvægisaðgerða. Líkur eru leiddar að því að fjár- magnskostnaður íslenskra svínabúa myndi lækka, í samræmi við það sem gengur og gerist í sambæri- legum Evrópulöndum. Skýrsluhöf- undar miða við að fjármagnskostn- aður lækki um 37% og breytilegur kostnaður um 5% og þá sérstaklega vegna aðgangs að ódýrara fóðri. Tvær sviðsmyndir Í skýrslunni eru settar upp tvær sviðsmyndir um afkomu ís- lenskra svínabúa eftir inngöngu í ESB. Sú fyrri miðar við 39% verð- lækkun og að tap af rekstrinum yrði þá 31% af tekjum. Til að jafna það þyrfti tæplega 600 milljónir kr. í styrki til að halda óbreyttri afkomu. Ef bændur fengju svipaðan stuðning og finnskir svínabændur myndi það fara langt með að tryggja svína- ræktinni sambærileg rekstrarskil- yrði og yrði að óbreyttu. Svínakjöt er uppistaðan í unnu kjöti hér á landi en talið er hugs- anlegt að samkeppnisstaða unninna vara muni veikjast við opnun mark- aða, sem sagt að mun stærri hluti brauðskinku og annarra slíkra af- urða verði þá fluttur inn. Í sviðsmynd nr. 2 er gert ráð fyrir sömu forsendum og í þeirri fyrri en að auki að framleiðsla á unn- um svínaafurðum muni dragast sam- an um 80% og kjötframleiðslan í heild um 48%. Það hefði þau áhrif að bændur myndu tapa helmingi tekna sinna og greiða þyrfti milljarð í styrki til að halda í horfinu. Ef bændur fengju svipaðan styrk og finnskir starfsbræður þeirra vantaði samt 37% af veltu upp á að endar næðu saman. Daði Már Krist- ófersson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun, tók fram að það væri vonlaus staða, þegar hann kynnti nið- urstöður skýrslunnar á fundi í Bændahöllinni í gær. Vonlaus staða ef kjötvinnslan hverfur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Svín Svínabændur hafa gengið í gegnum miklar þrengingar frá hruni. Greinin hefur þó aðeins verið að rétta úr kútnum síðustu mánuði. Reglubundin kreppa einkennir svínaræktina og skilin milli góð- æris og kreppu eru skýr. Rekstrarniðurstaða svína- ræktarinnar hefur ekki verið hagfelld þau ár sem skoðuð eru í skýrslu Hagfræðistofnunar, 1995 til 2009. Tap varð af grein- inni í sjö af tólf árum. Afgangur er hóflegur þegar vel árar, mest 2007 þegar hún skilaði 19% hagnaði. Mesta tap- ið var á árunum 2003 þegar tapið var 29% og á hrunárinu 2008 þegar afkomuút- reikningar sýndu 60% tap af veltu. Ýmislegt bendir þó til þess að „dúkað borð“ hafi verið fyrir erfiðleika vegna offramleiðslu og niðursveiflan komið þótt ekk- ert hrun hefði orðið. Sjö mögur ár og fimm feit KREPPA Í SVÍNARÆKT Hörður Harðarson er formaður Svínarækt- arfélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.