Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Lofið þreyttum að sofa Kyrrð var yfir Elliðavatni og álftir sváfu þar standandi á öðrum fæti á svellinu, söfnuðu orku fyrir lífsbaráttuna sem framundan er hjá fuglunum á Fróni á þorranum. Árni Sæberg Eitt höfuðeinkenni EES samningsins er fjórfrelsið. Fjórfrelsið er hugtak sem vísar til frelsis til flutninga á fólki, varningi, þjón- ustu og fjármagns inn- an Evrópska efna- hagssvæðisins. Öll mismunun er bönnuð og jafnræði verður að vera í heiðri haft. Hafa fallið margir dómar hjá aðildarríkjum ESB, hjá Evr- ópudómstólum og dómstólum hér á landi þar sem reynt hefur á þessa mismunun. Því skýtur skökku við að nú ligg- ur fyrir þinginu frumvarp til laga um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við um- sóknarríki ESB sem beinlínis lög- leiðir mismunun einstaklinga og lögaðila eftir ríkisfangi. Þessir styrkir sem áætlað er að taka á móti eru um 5.000 milljónir króna. Markmið IPA-kerfis Evrópusam- bandsins er að styrkja innviði um- sóknarríkja ESB með uppbyggingu stofnana, eflingu milliríkjasamstarfs og styrkingu efnahags- og fé- lagslegrar þróunar sem og byggða- þróunar. Í frumvarpinu er skilyrt að IPA-aðstoð renni ekki til greiðslu skatta, tolla, aðflutnings- gjalda, virðisaukaskatts eða ann- arra gjalda af sambærilegum toga. Nánar tiltekið varða þessi ákvæði alla aðila, hvort heldur er ein- staklinga eða lögaðila, sem samið er við um að veita þjónustu, fram- kvæma verk eða útvega búnað eða annan varning og greitt er fyrir með IPA-aðstoð. Einstaklingar ESB ríkjanna – sem ekki eru bú- settir hér á landi – en samið er við um að veita þjónustu eða vinnu sem fjármögnuð er af IPA-styrkjunum skulu ekki greiða tekjuskatt og út- svar af starfi sem unnið er á grund- velli slíks samnings. Sama á við um lögaðila sem ekki hafa staðfestu/ heimilisfesti hér á landi. Þessi und- anþága á ekki við um vinnu eða þjónustu einstaklinga og lögaðila sem eru búsettir hér á landi eða hafa hér staðfestu/heimilisfesti – þeir eru skattskyldir af hagnaði og/ eða tekjum eftir almennum skatta- reglum hér á landi. Að auki skulu persónulegir munir og búslóð nánustu fjöl- skyldu einstaklinga búsettra erlendis sem ráðnir eru á grundvelli IPA-styrkjanna við innflutning und- anþegnir tollum, að- flutningsgjöldum, sköttum og öðrum gjöldum. Þeir skulu þó ekki njóta diplómat- ískra réttinda. Þetta er dæmalaus mismunun – og ég spyr – hvers eiga innlendir ein- staklingar og lögaðilar að gjalda? Ekki er nokkur leið að keppa við þá innrás sem verið er að lögleiða með frumvarpi þessu. Fái einhverjir inn- lendir aðilar eða lögaðilar að taka þátt í IPA-verkefni þá er komin upp sú staða að hlið við hlið starfi ein- staklingar/fyrirtæki – ESB þegn- inn/fyrirtækið borgar ekki skatt – en sá sem hefur heimilisfesti hér á landi borgar skatt. Ríkissjóður verður af gríð- arlegum tekjum vegna skatt- og tollfrelsisákvæða frumvarpsins enda segir í greinargerð með frum- varpinu að ekki hafi verið lagt mat á það hvað undanþágur þær sem mælt er fyrir um í frumvarpinu gætu þýtt í minni skatttekjum rík- issjóðs frá því sem annars hefði orð- ið og að slíkt mat væri afar erfitt í framkvæmd, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hvernig verk sem unnin verða samkvæmt IPA- styrkjunum munu skiptast milli inn- lendra og erlendra ESB-verktaka. Eins og ég sagði í fyrri grein minni um IPA-styrkina, þá eru þessir samningar fjandsamlegir íslensku samfélagi. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Nú liggur fyrir þinginu frumvarp sem beinlínis lögleiðir mismunun einstaklinga og lögaðila eftir rík- isfangi. Slík er skýrt brot á EES-samn- ingnum. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og alþing- ismaður Framsóknarflokksins. IPA – styrkirnir og ESB-fríðindin Sumarið 2009 ákvað þáverandi dóms- málaráðherra, Ragna Árnadóttir, að hefja undirbúning að breyttu skipulagi lög- reglunnar í landinu. Annars vegar fól hún starfshópi að vinna til- lögu þess efnis að lög- regluumdæmi landsins yrðu stækkuð og þeim þar með fækkað úr 15 í 6-8. Hins vegar fól hún embætti rík- islögreglustjóra að skilgreina grunn- þjónustu lögreglunnar. Þó nokkuð var rætt um skilgrein- ingar á ýmiskonar grunnþjónustu í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins. Slík- ar skilgreiningar voru m.a. taldar nauðsynlegar fyrir stjórnvöld svo að þau gætu tekið upplýstari ákvarð- anir um forgangsmál og niðurskurð í ríkisrekstrinum. Einhver vinna var lögð í slíkar skilgreiningar á mála- flokkum innan stjórnkerfisins en ekki hefur mikið borið á þeim. Innan lögreglunnar hafði aftur á móti verið umræða um þjónustustig og örygg- isstig lögreglunnar fyrir hrun og má t.a.m. finna ummæli um slíkt í pistl- um formanns Landssambands lög- reglumanna. Grunnþjónusta lögreglunnar Aldrei áður hafði verið ráðist í að skilgreina grunnþjónustu lögregl- unnar og þurfti því að þróa aðferð sem uppfyllti þær væntingar sem gerðar voru til embættis ríkislög- reglustjóra. Þróa þurfti aðferð sem væri byggð á traustum forsendum, stæðist gagnrýni og hægt væri að nýta við endurskipulagningu lög- reglunnar. Í stuttu máli voru 527 verkefni lögreglunnar greind út frá lögum, reglugerðum, samningum, áherslum stjórnvalda o.fl. Þar af féllu 384 undir grunnþjónustu lög- reglunnar, en það eru viðfangsefni sem tengjast eða styðja við hlutverk lögreglu, sbr. 2. mgr. 1. gr. lög- reglulaga. Það voru 143 verkefni flokkuð sem stoðþjónusta en slík við- fangsefni hafa ekki beina tengingu við 1. gr. lögreglulaga. Það er hins vegar ekki svo, að hægt sé að leggja niður alla stoðþjónustu. Nálgun rík- islögreglustjóra fólst í því að for- gangsraða öllum þess- um verkefnum út frá því hvort og með hvaða hætti þau styddu við hlutverk lögreglu sbr. 2. mgr. 1. gr. lög- reglulaga. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef innanríkisráðuneyt- isins. Breytt umhverfi lögreglunnar Eitt af því sem skil- greining á grunnþjón- ustu lögreglunnar leiddi í ljós var hvernig umhverfi hennar hefði breyst síðastliðna ára- tugi. Ýmis brot sem áður voru næst- um óþekkt eru nú orðin meðal þeirra stærstu og ýmis verkefni sem lög- reglu voru falin hér áður fyrr mætti hugsanlega fela sýslumönnum, öðr- um stofnunum eða jafnvel sveit- arfélögum. Tilgangurinn með til- færslu á verkefnum frá lögreglunni er ekki til að veikja hana heldur til að styrkja burði hennar til að sinna grunnþjónustunni og mæta þar með þeim kröfum sem gerðar eru til hennar í dag. Frá því skýrslur um grunnþjón- ustu lögreglunnar og sameiningu lögreglunnar komu út í nóvember 2009, hafa bæði dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra lagt fram frumvörp til breytinga á lög- reglulögum. Samkvæmt endurskoð- aðri þingmálaskrá fyrir vorþingið má sjá að innanríkisráðherra áætlar að leggja lögreglufrumvarpið fram í annað sinn fyrir 15. mars næstkom- andi og hefur þá verið mælt fyrir frumvarpinu þrisvar. Í þeim frum- vörpum sem lögð hafa verið fyrir Al- þingi hafa verið lagðar til breytingar á öðrum lögum, um tilfærslu á verk- efnum, í anda þess sem lagt var til í skýrslu um grunnþjónustu lögregl- unnar. Þessar breytingar snúa allar að því að færa verkefni yfir til sýslu- manna, svo sem ýmis leyfamál varð- andi áfengi, veitingastaði og skemmtanahald. Tilfærsla á verkefnum Í skýrslu um grunnþjónustu lög- reglunnar var lagt til að gengið yrði lengra en frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir og færa allar leyfisveit- ingar sem nú eru í höndum lögreglu, s.s. leyfi vegna sprengiefnis, skot- vopna, þungaflutninga og fleira til annarra stofnana. Lagt var til að boðanir, fyrirköll og birtingar dóma og annarra bréfa til einstaklinga, sem ekki eru sviptir frelsi, yrðu færð í hendur stefnuvotta eða póstsins. Stórt verkefni sem tekur mikinn tíma snýr að aðstoð við minniháttar umferðaróhöpp þar sem ekki verða slys á fólki. Lagt var til að þau yrðu færð að öllu leyti til tryggingafélag- anna eða Umferðarstofu. Þess má geta að tryggingafélögin eru þegar farin að bjóða upp á sérhæfða þjón- ustu fyrir viðskiptavini sína sem lenda í umferðaróhöppum á höf- uðborgarsvæðinu. Einnig var lagt til að forvarnir og fræðsla væru í hönd- um fagfólks, t.d. að Umferðarstofa sæi um umferðarfræðslu og heil- brigðisyfirvöld um fíkniefnafræðslu. Við þennan lista má svo sem bæta ýmsu sem sveitarfélögin gætu sinnt. Þeir sem þekkja vel til erlendis vita að sveitarfélög í mörgum nágranna- ríkjum okkar hafa bæði umfangs- meiri verkefni sem og víðtækari heimildir en sveitarfélög hér á landi. Margt af því sem kveðið er á um í lögreglusamþykktum eru skyldu- verkefni sveitarfélaga í kringum okkur. T.a.m. starfrækja sveit- arfélög í Skotlandi deildir sem geta sektað einstaklinga fyrir að henda rusli, veggjakrot, yfirgefna bíla og að þrífa ekki upp eftir hundinn. Slík mál verða aldrei forgangsmál hjá lögreglunni hér á landi og því ætti að skoða það að færa þessi verkefni sem og önnur til sveitarfélaga. Eftir Pétur Berg Matthíasson » Ýmis brot sem áður voru næstum óþekkt eru nú orðin meðal þeirra stærstu og ýmis verkefni sem lögreglu voru falin hér áður fyrr mætti hugsanlega fela sýslumönnum, öðrum stofnunum eða jafnvel sveitarfélögum.Pétur Berg Matthíasson Höfundur er fyrrverandi sérfræð- ingur hjá embætti ríkislögreglustjóra og einn af höfundum skýrslu um grunnþjónustu lögreglunnar. Verkefni og skipulag lögreglunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.