Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 23

Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 ur, makar og barnabörnin yndis- legu. Ykkar missir er mikill, en perlur minninganna lýsa ykkur og verma um ókomna tíð. Megi góður Guð styrkja ykkur og milda ykkar miklu sorg. Þess biðja Þórhallur Páll, Már, Sigurbjörn og makar. Komin er kveðjustund þar sem vert er að staldra við. Fráfall Sig- rúnar Guðnadóttur mágkonu minnar kom ekki alveg á óvart, en samt sem áður er það högg þegar svo mæt manneskja fellur frá. Það er nefnilega ríkidæmi að eiga góða að. Föðurarmur fjölskyldu minnar er ekki fjölmennur en aft- ur á móti er hann ríkur af mann- gildi. Sjálfur hef ég oft hugsað og sagt að það sé andleg næring að eiga samverustundir með þessum armi fjölskyldu minnar – saman- safn af heilsteyptum og elskuleg- um einstaklingum sem eru að tak- ast á við áhugaverð, spennandi og gefandi viðfangsefni í lífinu. Nú hefur verið höggvið skarð í hópinn. Mér verður hugsað til þess stóra hlutverks sem Sigrún lék í fjölskyldunni þar sem henn- ar sterku og fallegu mannkostir fengu að njóta sín. Hún vakti yfir öllu sínu fólki og var stolt af, enda hefur allt hennar framlag til af- komenda sinna og tengdra verið unnið af alúð og sannri væntum- þykju og get ég fullyrt að það veganesti sem hún miðlaði er stór þáttur í velferð allra þeirra sem henni þótti vænst um og skiptu hana mestu máli. Hvað mig sjálfan varðar þá er hugur minn fullur af góðum minn- ingum og sérstöku þakklæti fyrir góðar og gefandi samverustundir, samtöl og einstakan stuðning í gegnum árin. Þá er mér ofarlega í huga sú væntumþykja sem hún sýndi börnunum mínum og áhugi fyrir velferð þeirra. Þegar ég hafði samband við dóttur mína, hana Hrönn, sem nú býr um tíma á Spáni og tilkynnti henni lát Sigrúnar, kom um stund þögn í símann en svo sagði hún: „Pabbi – hún Sigrún var yndisleg manneskja.“ Þessi einlæga og sanna tjáning dóttur minnar end- urspeglar nákvæmlega það sem rétt er og viðeigandi að segja á þessari kveðjustundu. Kæri bróðir, Vigfús. Ég til- einka þér og allri fjölskyldu þinni hlýjar hugsanir mínar og góðar óskir við að takast á við missinn. Megi allt hið góða í veröldinni vaka yfir minningu Sigrúnar. Magnús Ólafsson. Elskulega systir, stund við- skilnaðarins er sár, já mikið sár. En bjartar minningar um þig og okkar systrasamband verka þó sem smyrsl á mín viðkvæmu sár. Þig man ég sem stóru systur allt frá því að ég fór fyrst að gera mér grein fyrir lífinu í kringum mig á Eiði forðum. Þú varst alltaf stóra systir og virðing mín og að- dáun var í réttu hlutfalli við þá staðreynd að þú varst 16 árum eldri en ég. Þegar þú fluttist aust- ur á Reyðarfjörð með þínum verðandi eiginmanni árið 1957 leið ekki langur tími þar til ég kom þangað til ykkar fyrst, níu ára gömul, í sumardvöl og þá í Dvergastein. Ég leyfi mér að full- yrða að í Dvergasteini hafi orðið hinn stóri vendipunktur í lífi Sig- rúnar systur minnar þegar kær- ustuparið byrjaði búskap þar, í sambýli við föður, systur og ömmu Vigfúsar. Sú veröld sem systir mín kynntist þar var ein- stök og hafði gríðarlega mótandi áhrif á hina ungu konu um allt er varðar heimilishald. Þau áhrif sem fólgin voru í yfirvegun, kær- leika, gestrisni og hreinlæti fylgdu Sigrúnu alla hennar bú- skapartíð. Árin mín á Reyðarfirði stóðu með stuttum hléum til 16 ára ald- urs og þar af var ég í heilt ár milli 15 og 16 ára aldurs. Á þessum ár- um í Dvergasteini, Jóhannsens- húsi og Brekkugötu skapaðist af- ar traust og dýrmætt samband milli okkar, kæra systir, manns- ins þíns og barna. Samband sem hefur að geyma ótal fallegar minningar. Með vaxandi aldri og þroska var sem aldursbil okkar minnkaði sífellt og þegar elsku- leg móðir okkar lést á besta aldri árið 1981 var eins og nafla- strengur minn lægi til þín, elsku systir. Á sorgarstundum í lífi okkar hjóna voruð þið hjónin hið trausta haldreipi og það hald- reipi trosnaði aldrei. Ekki leið sú vika að við heyrðum ekki hvor í annarri og voru laugardags- morgnarnir okkar helgistundir í því sambandi. Fyrir slíkt er nú þakkað af einlægni og ást. En, kæra systir, um leið og við Hafþór og Tommi biðjum góðan Guð að styrkja og styðja þinn elskulega eiginmann, börnin þín, tengdabörn og barnabörn sem öll voru þitt dýrmæti í lífinu vilj- um við helga eftirfarandi ljóð þeim fallegu minningum sem við eigum um þig og þína einstöku samfylgd. Er sól þín er hnigin, systir mín kær, og saknaðarbylgjur fram streyma. Þá minnist ég stunda er standa nær, já, stunda er minningar geyma. Margs er að minnast á langri leið, leið sem var kærleika bundin. Þó gatan þín væri ei ávallt greið sú greiðasta alltaf var fundin. Mörg voru árin okkar á Eiði, þar æskan var björt og hlý. Að alast upp á mætum meiði er minning sem ávallt er ný. Á Reyðarfirði reistir þú bú og rausn var þitt aðalsmerki. Í gestrisni sannri, mín góða frú, gekkst þú að hverju verki. Á unglingsaldri ég undi hjá þér og unganna þinna ég gætti. Gæsku og alúð gáfuð þið mér og gleði sem ávallt kætti. Ég kveð þig nú, kæra systir, klökk á skilnaðarstund. Á ljóssins lendum þú gistir, mín ljúfa, á Drottins grund. (Hafþór Jónsson) Minning þín lifir að eilífu, elsku systir, mágkona og frænka, Lilja Hjördís, Hafþór og Tómas Bolli. Sæl ástin mín. Með þessum yndislegu orðum tókst þú alltaf svo fallega á móti fólkinu þínu og þessi orð lýsa þér svo vel, elsku Sigrún mín. Þú varst yndisleg og góð kona og það var svo auðvelt að þykja vænt um þig. Saman voruð þið Vigfús glæsileg hjón. Ég er þakklát fyrir þau þrjú ár sem ég fékk að þekkja þig og það gerir mig sorgmædda að þau verði ekki fleiri. Egill hefur sagt mér margar skemmtilegar sögur og meðal þeirra er sagan af bestu gjöf sem hann hefur fengið, hana fékk hann frá þér. Við munum geyma dýrmætar minningar um ókomin ár. Ég kveð þig að sinni með virð- ingu og söknuði. Hafðu bestu þakkir fyrir allt. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Vigfús og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Hvíldu í friði, elsku Sigrún, umvafin englum. Sjáumst síðar, Sif Sigþórsdóttir. Í dag kveðjum við Sigrúnu Guðnadóttur. Sigrún frænka okkar og vinkona kvaddi snöggt og óvænt. Þótt heilsan væri farin að bila þá áttum við síst von á að hún væri á förum strax. Sigrún var bæði Reykvíking- ur og Austfirðingur, fædd í Reykjavík en bjó þó lengst af, um fjögurra áratuga skeið, á Reyðarfirði ásamt manni sínum Vigfúsi Ólafssyni. Sigrún hafði alist upp hjá móður sinni Þórunni Jónínu Meyvantsdóttur og fóst- urföður Halldóri Þórhallssyni, ásamt fjórum hálfsystkinum sín- um að Eiði á Seltjarnarnesi, en faðir hennar, Guðni Sigurðsson sjómaður, lést þegar hann tók út af b.v. Hilmi árið 1937. Við sem bjuggum og ólumst upp á Eiði um og upp úr miðri síðustu öld minnumst Sigrúnar eins og nán- asta ættingja, dóttur og stóru systur. Hún var alltaf úrræðagóð og lét sér jafn annt um alla, sama hver átti í hlut. Hún var jafn- framt stolt, ákveðin og fylgin sér ef því var að skipta. Sigrún var bæði listræn og handlagin og eftir hana liggja verk og munir sem hún skapaði af alúð og vandvirkni. Auk þess var hún listakokkur og gestrisin með afbrigðum sem við fengum öll að njóta sem heimsóttum þau hjónin austur á Reyðarfjörð. Við systkinin dvöldum hjá þeim Sig- rúnu og Vigfúsi á sumrin, bæði í Dvergasteini og Johansenshús- inu á Bakkagerðiseyrinni. Þar kynntist maður ævintýraheimi á síldarplani Hjalta Gunnarssonar, tókum þátt í síldarsöltun og lærð- um hvernig spriklandi síldin kom úr bátunum, Snæfugli og Gunn- ari, upp á færiböndin og var svo söltuð í tunnur. Á Reyðarfirði tók Sigrún þátt í alls kyns félagsstarfi og um skeið rak hún verslunina Ártún. En þrátt fyrir mikið annríki í starfi og félagslífi mátti alltaf stóla á rausnarlegar móttökur Sigrúnar og Vigga þegar gestir komu „að sunnan“. Þótt vinnudagurinn væri langur hjá þeim báðum fékk enginn að yfirgefa Reyðarfjörð án þess að njóta veisluhaldanna hjá þeim og skipti þá engu máli hve margir voru á ferð. Sigrún var okkur mjög náin og hennar verður sárt saknað þegar fjölskyldan kemur saman í af- mælum og ættarmótum. Við kveðjum Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar gegnum lífið. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Guðrún, Þórólfur, börn og tengdabörn. Það var okkur sannarlega mik- ið hryggðarefni er við fregnuðum lát Sigrúnar Guðnadóttur, þeirr- ar indælu öndvegiskonu. Þar fór kona sem ekki lét neina hindrun standa í vegi fyrir því sem hún ætlaði sér, var einstök húsmóðir og móðir með gnótt hjartahlýju og reisnar, hvergi lát á verka- gleði og hagleik þrátt fyrir fötlun, heimilið rómað fyrir myndarskap og rausn. Hún fór ekki fram með neinum hávaða, en var föst fyrir og ákveðin ef því var að skipta, listfeng kona og ágæta greind, en framar öðru fengum við kynnast því hversu ljúf og glaðleg hún var í allri viðkynningu. Átti hún þó við erfiðan sjúkdóm að stríða ár- um saman, en aldrei var neinn bilbug á henni að finna. Um hana eiga vel við hin fleygu orð skálds- ins um eikina: „Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast“. Sigrún var prúð kona í allri framgöngu og kom sér afar vel í litla og góða samfélaginu heima. Hún rak verzlun á Reyðarfirði í nokkur ár samhliða húsmóður- störfum sínum og gjörði það með sóma, falleg verzlun og þörf um leið heima. Hún Sigrún var svo rík af lífsgleði og andans þrótti, svo geislandi hlý og alúðleg þegar við hittum hana, við söknum þess mjög að eiga þess ekki kost að hitta hana framar. Á tímamótum í lífi hennar sendum við henni heillaósk þar sem m.a. stóð: Þú sýnt hefur ætíð, er sannar þitt starf að sókndjarfur vilji er allt sem hér þarf. Af árvekni og dugnaði að öllu var hlynnt og uppeldisstörfum af kærleika sinnt. Þessi sönnu orð um hana Sig- rúnu koma upp í hugann á kveðjustund. Hennar lífslán var að eignast svo góðan, hörkugreindan og dugmikinn mann sem hann Vig- fús er, heill í öllu enda falinn mik- ill trúnaður heima. Við skyndilegt fráfall hennar er missirinn mestur og söknuður- inn sárastur hjá hennar góða eig- inmanni, Vigfúsi vini okkar, þeirra einkar vel gerðu börnum þeirra og barnabörnum og öðrum nánum aðstandendum. Hjá Vig- fúsi og börnum þeirra dvelur hug- ur okkar í einlægri samúð og þökk fyrir kynnin svo kær alla tíð. Það er ákveðinn ljómi í hug okkar yfir minningu hennar Sig- rúnar, þar fór sönn hetja og kær- leiksrík kona sem undurgott var að mega kynnast. Blessuð sé hin bjarta minning Sigrúnar Guðnadóttur. Jóhanna Þóroddsdóttir og Helgi Seljan. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elskuleg vinkona mín, hún Sig- rún, er látin, manni finnst það hálf-ótrúlegt, þótt hún hafi oft á tíðum átt við mikil veikindi að stríða en hún tók öllu mótlæti með þvílíku æðruleysi og var ætíð með bros á vör. Það var á haust- dögum 1964 þegar við hjónin fluttum í svokallað Johansenshús á Reyðarfirði, og voru Sigrún og Viggi í einni íbúðinni. Fljótlega tókust með okkur Sigrúnu góð kynni sem úr varð ævilöng vin- átta sem aldrei bar skugga á og var ævinlega mikill samgangur og margt brallað eins og að skreppa yfir til Guðlaugar sem varð vinkona okkar, oft var tekið í spil og spilaður manni. Svo kom að því að við fluttum í húsin okkar og reyndum við eftir sem áður að hittast sem oftast. Sigrún var sér- staklega dugleg kona þrátt fyrir fötlun sína á handlegg, hún var listræn í sér og eru eftir hana margir sérstaklega fallegir perlu- saumaðir munir, einnig tækifær- iskort og fleira. Sigrún rak versl- unina Fis á Reyðarfirði í nokkur ár og var síðast með sjoppu með sama nafni og áttu margir ung- lingarnir Sigrúnu að vin því hún vildi öllum gott gera. Við áttum margar góðar stundir saman í gegnum árin á Reyðarfirði, svo fluttu þau hjónin, Sigrún og Viggi til Reykjavíkur, þá töluðum við oft saman síma. Árið 2008 fluttum við Steini suður og síðan þá höf- um við haft meiri og minni sam- skipti, heimsóknir, símtöl, farið í bingó og fleira, að ógleymdum öll- um bíltúrunum sem þau Sigrún og Viggi buðu okkur hjónunum með í og var þá oft farið í dagsferð t.d. austur fyrir fjall og síðast liðið sumar hringur á Snæfellsnes og fleira. Þetta var ómetanlegt því góður vinur er gulli betri. Sigrún og Viggi eignuðust fimm börn. Ólafur fæddur 1959, Guðni fæddur 1961, látinn 1962, Vigfús Már fæddur 1964, Þórhall- ur fæddur 1966 og Valgerður fædd 1968. Barnabörnin eru orðin átta. Allt er þetta yndislegt fólk, hlýtt og notalegt. Við Sigrún töluðum oft saman í síma, stundum daglega. Seinast átti ég tal við hana í símann dag- inn áður en hún dó og var hún ótrúlega hress í röddinni. Ég kveð þessa elskulegu vin- konu mín með sorg í hjarta og þakka allar góðu samverustund- irnar í gegnum árin og vona ég að þrautum hennar sé nú lokið og nú hefur hún eflaust hitt litla dreng- inn sinn, ásamt fleiri ástvinum. Elskulega fjölskylda, Viggi, Ólafur og Maríanna, Vigfús Már og Inga, Þórhallur og Þuríður, Valgerður og barnabörn, megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni, einnig vil ég votta elskuleg- um systkinum hennar og mökum þeirra mína dýpstu samúð. Þínir vinir, Nanna og Þorsteinn. Sigrún var gjafmild. Fjöl- skyldu sinni og samferðafólki traust og góð. Hafði góða nær- veru, var hláturmild, góður mannþekkjari, hjálpleg og nær- gætin. Það leyndi sér ekki þegar fundum bar saman, að þar fór bæði sterk, yfirveguð og jákvæð manneskja sem vílaði ekki fyrir sér hlutina. Lengst af kynnum okkar glímdi hún við erfið veik- indi. Auðsýndi í gegnum þau ein- stakt æðruleysi, sem var þeim uppörvun og hvatning sem áttu eins og hún á brattann að sækja. Sigrún taldi sig með réttu ríka. Átti yndislega fjölskyldu sem stóð henni þétt að baki. Vigfús var henni mikill stuðningur og hjálparhella. Mótlætið sameigin- legt verkefni og vel að öllu staðið. Með dugnaði og sóma stóð hún vaktina. Fyrirmyndar húsmóðir. Heimilið vinsæll áningarstaður. Gestkomandi fagnað og viður- gjörningur ávallt til reiðu. Kirkju sinni reyndist hún og fjölskylda hennar afar holl. Við- mót og lífssýn mótuð af kærleika og réttsýni. Tók sér stöðu með þeim sem áttu undir högg að sækja. Mátti ekkert aumt sjá né af vita. Vakti aðdáun fjölmargra fyrir kjark sinn og einurð. Sann- arlega forréttindi að fá að kynn- ast manneskju eins og henni sem með framgöngu sinni og hugar- þeli gerðu gott samfélag enn betra. Margar góðar og gefandi stundir átti ég á heimili þeirra hjóna, perlur í safni dýrmætra minninga og þakka þær hér. Megi Guð styrkja og hugga ykk- ur ástvini og vini og blessa hug- ljúfa minningu. Davíð Baldursson. Ég minnist þess með þakklæti hve vel hún Gyða tengdamóðir mín tók mér frá fyrstu stundu eft- ir að ég tók að venja komur mínar inn á heimilið á Laufásveginum, en þá höfðum við Stella kynnst skömmu áður. Ég var strax boð- inn velkominn í fjölskylduna og var frá því sem einn af henni. Gyða var ákaflega minnisstæður per- sónuleiki. Með glaðlegt fas og hlý- legt viðmót. Ákveðin og örugg í framkomu, en með glettni í aug- um. Ég sá strax þegar komið var inn á heimili Gyðu og Narfa að gamlar hefðir voru hafðar í háveg- um. Heimilið á Laufásveginum var hluti af gömlu menningar- heimili þar sem Þorsteinn, fyrr- verandi hagstofustjóri, og Þor- steinn bróðir Narfa bjuggu ásamt fjölskyldum í sama húsi. Ég minn- ist stunda þegar ég skaust yfir á Gyða Guðjónsdóttir ✝ Gyða Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 29.9. 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík 3. janúar 2012. Útför Gyðu var gerð frá Fossvogs- kirkju 27. janúar 2012. Laufásveginn í löngu frímínútum úr Verzló ásamt skóla- bróður þar sem Gyða bauð upp á sitt frábæra ostabrauð og notfærðum við það oft félagarnir að heimsækja Gyðu í þessu skyni. Gyða var einstak- lega gestrisin og ætíð höfðingi heim að sækja ásamt Narfa tengdaföð- ur mínum, en hann lést fyrir aldur fram árið 1989 aðeins 67 ára að aldri. Gyða var mikill vinur vina sinna og hafði gaman af að bjóða til sín gestum. Móttökur voru ætíð glæsilegar og gaman að sjá hversu vinamörg þau Gyða og Narfi voru. Ég minnist notalegra stunda þeg- ar okkur var boðið í grillveislur í Hvassaleitið þar sem Narfi stóð við grillið og Gyða töfraði fram sína frábæru eplaköku í eftirrétt. Gyða var mikil hannyrðakona og hafði unun af því að vefa. Óf hún mörg veggteppi sem unnin voru af mikilli smekkvísi og listfengi. Gyða var einnig ákaflega gjafmild og nutu barnabörnin þess í ríkum mæli. Gyða var einstaklega ætt- rækin og hugsaði vel um þá sem eldri voru í fjölskyldunni. Minnist ég þess hversu nærgætin og natin hún var við þessa eldri borgara í fjölskyldunni. Gyða var mjög barngóð og sinnti barnabörnum sínum af mikilli ástúð og um- hyggju og nutu Guðmundur og Gunnar Narfi synir okkar Stellu þess. Gyða og Narfi voru mikið úti- vistarfólk og nutu þess að ferðast saman um landið sitt. Hluti af þeim ferðum tengdist fjölskyld- unni og einnig vinum úr hópi skáta. Skátastarfið var stór hluti af lífi Gyðu og gaman var að heyra hana segja sögur úr því starfi og af ferðum með skátum. Oft var glatt á hjalla í Hvassaleitinu þegar gamlir skátar voru í heimsókn og einnig minnist ég fjölmennra heimsókna skáta frá Norðurlönd- um, þar sem augljóst var að Gyða og Narfi voru í miklum metum. Gyða hélt sambandi við nokkra af eldri skátum árum saman eða allt þar til að heilsan fór að bila fyrir um tíu árum, en Gyða þjáðist af ill- vígum Alzheimersjúkdómi. Ég minnist ferðar til Kaupmanna- hafnar árið 2005 sem Gyða bauð börnum og tengdabörnum í en þá var hún þegar orðin veik. Engu að síður naut hún þeirrar ferðar vel og hafði mikla gleði af því að við gætum verið öll saman. Síðustu árin voru henni og ekki síður fjölskyldunni þungbær. Ég minnist tengdamóður minnar með hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Helgi Guðmundsson. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.