Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 12

Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 12
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félag manna hefur áhuga á því að eiga og reka fræðslu- og skemmtigarðinn Auga Óðins, sem byggist á norrænni goðafræði, og hefur í því sambandi óskað eftir ívilnunum hjá iðnaðarráðuneytinu samkvæmt lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Ólafur Viðarsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að hugmyndin sé að bjóða upp á dagskrá, sem byggist á 18 sögum úr goðafræðinni. Fjallað verði um sköpun heimsins, helstu persónur goðafræðinnar verði kynntar til sögunnar, fylgst með þeim og ragnarrökum í máli og myndum þar sem nútímamiðlunartækni verður beitt. Áætlað sé að sýn- ingin sjálf taki um klukkutíma en öll dagskráin um 75 mínútur. Gert er ráð fyrir um 4.000 ferm. sýningarsvæði og um 2.000 ferm. svæði fyrir veitinga- og minjagripasölu. Ólafur segir að markhópurinn sé fyrst og fremst erlendir ferðamenn og því sé ákjósanlegt að aðstaðan verði ná- lægt Sundahöfn, þar sem skemmtiferðaskip leggist að bryggju með um 100.000 farþega á ári auk um 50.000 manns í áhöfn. Heildarfjárfestingarkostnaður er áætlaður um 2.625 m.kr. og árleg velta um 1.700 m.kr., en starfsmannafjöldi verður yfir 25 manns. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2014. Ólafur segir að fjármögnun sé ekki lok- ið, en framleiðsluferlið taki um 18 mánuði og vonir standi til þess að hægt verði að hefja fram- kvæmdir um mitt ár. Auga Óðins hugsað fyrir ferðamenn  Vilja útbúa fræðslu- og skemmtigarð Fræðsla Gert er ráð fyrir siglingu í fræðslu- og skemmtigarðinum. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Róbert Spanó, prófessor við Háskóla Ís- lands, segist í meginatriðum geta tekið und- ir allt sem hafi verið haft eftir saksóknara Alþingis um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, og heimild Alþingis til þess, þar sem ákæruvaldið væri í höndum þingsins. Þeir fræðimenn sem komu á fund stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær eru flestir sammála um heimild Alþingis til að afturkalla ákæru á hendur Geir. Þeir voru hins vegar ekki einhuga þegar kom að því að meta hvort frumkvæði að niðurfell- ingu ætti að koma frá Alþingi eða saksókn- ara Alþingis. Valgerður Jónsdóttir er formaður nefnd- arinnar en gestir hennar voru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur Al- þingis. Alþingi sem öryggisventill Róbert sagði að þegar kæmi að heimild Alþingis til afturköllunar sneri álitaefnið að því hvernig túlka bæri 29. gr. stjórnarskrár. Hann túlkaði ákvæðið þannig að það væri nokkurs konar öryggisventill þingsins, þar sem kveðið er á um að ráðherra fái sam- þykki þess og þingið hafi því síðasta orðið. Ekkert sé í landsdómslögum sem sýni að saksóknari hafi frumkvæðishlutverk þegar þingið beitir ákæruvaldi sínu. Hann gagnrýndi harðlega að þingmenn skyldu leitast við í umræðum um málið á Al- þingi að setja pólitískan stimpil á skrif sín um landsdómsmálið. Hann hefði aldrei verið pólitískur og skrif hans hefðu verið ná- kvæmlega eins, sama úr hvaða flokki ráð- herra hefði verið ákærður. Ástráður taldi það geta staðist, að það sé innan formlegra valdheimilda þingsins að taka ákvörðun um að fella niður saksókn. Væri sú leið farin, þá einkenndist hún af þess konar sýn sem varað var við í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, það er ákveð- inni lagahyggju. Um það hvort Alþingi eða saksóknari þess hefði frumkvæði að niður- fellingu sagði Ástráður að niðurfelling yrði alltaf að byggjast á málefnalegum for- sendum. Saksóknarvaldið væri bæði á hendi þingsins og þess sem sækir málið fyrir þess hönd. Það væri vandmeðfarið að lögjafna þar á milli. Valtýr tók undir þau sjónarmið Róberts að almennt frumkvæði málsmeðferðar væri hjá Alþingi þrátt fyrir ákvæði í 29. gr. stjórnarskrár enda þar um að ræða undan- tekningu sem skýra verði þröngt. Þó sak- sóknari geti beint ákveðnum tilmælum til Alþingis og lagt til að mál falli niður, þá sé ábyrgðin alltaf Alþingis. Ragnhildur sagði Alþingi ekki óheimilt að afturkalla ákæru. Í stjórnskipunarréttar- bókum segði að þegar Alþingi væri búið að samþykkja kæru, þá væri hún farin úr höndum þingsins og til saksóknara og sak- sóknarnefnda en það vantaði rök með þeim staðhæfingum. Alþingi færi með ákæruvald- ið samkvæmt stjórnarskrá og venjulega gæti það svo afturkallað ákæru. Gísli var á öndverðum meiði hvað aðkomu Alþingis varðar og sagði málið hafa farið úr höndum þess þegar það samþykkti ákæruna. Þingið sé kærandi og þá fulltrúi brotaþola. Ekki einhuga um frumkvæði  Ræddu heimildir til niðurfellingar ákæru Geirs H. Haarde á nefndarfundi Alþingis  Ábyrgðin á niðurfellingu alltaf Alþingis  Ekki sammála um hvaðan frumkvæði að niðurfellingu eigi að koma Morgunblaðið/Golli Ákæra Andri Árnason lögmaður og Geir H. Haarde skjólstæðingur hans í landsdómi. Í umfjöllun fræðimanna um heimild Al- þingis til niðurfellingar ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, er mikið vísað til 29. gr. stjórnar- skrár, þar sem segir að forseti geti ekki leyst ráðherra undan saksókn sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. Í 14. gr. er ákvæðið sem veitti Alþingi heimild til að kæra ráðherra fyrir landsdómi. Þó eldri fræðimenn hafi vísað til 29. gr., finnst sumum að þar skorti á frekari rök- stuðning. Túlkun lagaákvæða AFTURKÖLLUN ÁKÆRU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.