Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Velkomin í Litlatún í Garðabæ Opið virka daga frá kl. 7 - 18 og um helgar frá kl. 8 - 17. er í Litlatúni. Verið velkomin. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Rekstri World Class líkamsrækt- arstöðvanna var nánast frá upphafi hagað þannig að félagið Þrek ehf. hélt utan um reksturinn en félagið Laugar ehf. sá um fasteignir og bún- að. Bæði félögin voru að mestu eða öllu leyti í eigu Björns Leifssonar og undir hans stjórn. Nú sækir þrotabú Þreks ehf. hart að Birni, þrjú mál eru í gangi í dómskerfinu og í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær var tek- ist á um eitt þeirra; kaup Þreks á 40% hlut í líkamsrækt World Class á Seltjarnarnesi af Laugum en því fé- lagi stýrir Björn enn. Þrotabúið seg- ir að kaupin hafi falið í sér gjafa- gjörning en Björn að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Þrek var lýst gjaldþrota árið 2010 en var komið í veruleg vandræði snemma árs 2009. Yfirdrátturinn kominn í 68 milljónir „og alls staðar farið að banka á“ eins og Björn sagði í gær. Ástæðan fyrir erfiðleikunum hefði verið misheppnuð útrás til Danmerkur í samvinnu við fjárfest- ingarbankann Straum. Það var þó ekki það eina í rekstrinum sem fór úrskeiðis því bygging stöðvarinnar á Seltjarnarnesi fór langt fram úr áætlunum; úr um 400 milljónum í 715 milljónir, að sögn Björns. Skýr- ingin hefði verið sú að húsið varð stærra en upphaflega stóð til auk þess sem óðaverðbólga og gengisfall áranna 2007-2009 setti strik í reikn- inginn. Byggingarsaga sem þessi er auðvitað ekkert einsdæmi. Að greiða fyrir sína eigin eign Björn sagði að Laugar hefðu ekki getað fengið lán fyrir meira en ríf- lega 400 milljónir og því hefði orðið úr að Þrek myndi taka lán auk þess sem hann gekkst undir sjálfskuldar- ábyrgð. Lánið til Þreks gekk síðan til Lauga en við það varð til við- skiptaskuld Lauga við Þrek upp á um 300 milljónir. Í maí 2008 hefði hann, að ráði fjármálastjóra síns, ákveðið að Þrek myndi eignast 40% í líkamsræktarstöðinni gegn því að skuldin yrði felld niður. Þessi samningur – sem er það sem deilt er um í málinu – var reyndar dagsettur 2. janúar 2008 en Björn sagði að það hefði verið gert til að leigutekjur af stöðinni rynnu bæði til Lauga og Þreks frá áramót- um. Björn tók fram að Laugar hefðu greitt alla reikninga vegna bygging- arinnar en Þrek aldrei lagt neitt fram fyrr en með láninu sem síðar varð að eignarhlut. Hann kvaðst ekki skilja málatilbúnað þrotabús- ins, 40% hlutur í stöðinni hefði ein- faldlega verið seldur á 300 milljónir. „Þetta er algjörlega hreint í bók- haldi, samkvæmt öllum gögnum,“ sagði Björn og í málflutningi lagði lögmaður hans, Sigurður G. Guð- jónsson hrl., mikla áherslu á að eng- in gögn lægju fyrir um að viðskiptin hefðu verið óeðlileg, þvert á móti. Ólafur Kjartansson hdl., lögmað- ur þrotabúsins, lýsti málinu á allt annan veg. Hann benti á að í málinu lægju fyrir þinglýst skjöl, m.a. frá apríl 2008, sem sýndu að Þrek var skráð fyrir lóðarleigu stöðvarinnar til jafns við Laugar og að það væru líkindi til þess að Þrek hefði verið eigandi stöðvarinnar með Laugum. Með því að láta Þrek greiða 300 milljónir fyrir 40% hlut hefði Þrek því í raun og veru verið gert að greiða fyrir sína eigin eign. Þetta hefði verið málamyndagjörningur í þeim tilgangi að lækka skuld Lauga við Þrek úr 394 milljónum í 94. Hann bætti við að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Laugar hefðu greitt allan kostnað við stöðina eða að kostnaður hefði á endanum orðið 715 milljónir. Þá sagði Ólafur að ekki hefðu komið fram trúlegar skýringar á því að samningurinn var dagsettur 2. janúar 2008 og aðeins væru orð Björns og fjármálastjóra Lauga fyrir því hvenær hann var í raun gerður. Það sem skipti mestu máli væri að greiðsl- an hefði í raun ekki farið fram fyrr en 4. febrúar 2009, en það þýðir að greiðslan fór fram innan þess frests sem þrotabú hafa til að krefjast rift- unar. Tekist á um World Class á Nesinu  Krefst þess að kaupum Þreks ehf. á 40% hlut í World Class á Seltjarnarnesi fyrir 300 millj. verði rift  Eðlileg viðskipti og bókhald staðfestir það, að sögn eiganda  Gjafagjörningur að mati skiptastjóra Morgunblaðið/Júlíus Dómur Innan fjögurra vikna mun liggja fyrir hvort kaup Þreks ehf. á 40% hlut í World Class á Seltjarnarnesi voru gjafagjörningur eða ekki. Tvö önnur riftunarmál sem þrotabú Þreks hefur höfðað gegn Laugum eru nú í dóms- kerfinu. Stærsta málið varðar kaup Lauga á rekstri World Class út úr Þreki ehf. Kaupverðið var annars vegar greitt með 25 milljónum króna og hins vegar með því að yfirtaka skuldbind- ingar Þreks gagnvart korthöfum í World Class sem Laugar mátu á um 240 milljónir, skv. upplýs- ingum frá skiptastjóra Þreks. Þrotabúið hefur látið meta verðmætið og er það tölu- vert hærra en skiptastjór- inn vildi ekki upplýsa upp- hæð matsins í gær. Hitt málið varðar út- gáfu á skuldabréfi en með því fengu Laugar lán- aðar 94 milljónir hjá Þreki. Lánið var til tíu ára, vaxtalaust en verðtryggt. Þrotabúið telur vaxtakjörin fela í sér gjafagjörn- ing. Eitt af þrem- ur málum ÚTKLJÁÐ MEÐ DÓMUM Björn Leifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.