Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 ✝ Björgvin ÓskarÞorláksson fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 26. des- ember 2011. For- eldrar hans voru hjónin Þorlákur Jónsson, kaup- maður og síðar skrifstofustjóri Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, f. 23. des. 1888 í Smá- dölum í Sandvíkurhreppi í Ár- nessýslu, d. 20. des. 1977 og kona hans, Steinunn Eyvinds- dóttir, f. 23. sept. 1895 á Stein- um í Reykjavík, d. 14. maí 1969. Foreldrar Þorláks voru hjónin Jón Ólafsson, f. 10. apríl 1862, d. 30. maí 1944, bóndi að Höskulds- 1934, d. 30. maí 2007. Bróðir þeirra, sammæðra, var Alfreð E. Clausen, málarameistari og söngvari, f. 7. maí 1918, d. 26. nóv. 1981. Björgvin Óskar fæddist á Grettisgötu, en bjó alla sína ævi á ættarheimilinu á Njálsgötu 51B. Þar ólst hann upp í stórri fjölskyldu. Gestkvæmt var þar, líf og fjör. Einnig var rökrætt um málefni af ýmsum toga, enda skoðanir skiptar. Björgvin tók studentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Stundaði nám við Myndlistaskóla Reykja- víkur í einn vetur, með góðum árangri. Björgvin lauk lög- fræðinámi frá Háskóla Íslands. Starfaði hann lengst af sem fulltrúi hjá Eimskipafélagi Ís- lands eða rúm 40 ár. Við starfs- lok árið 1995 var hann sæmdur gullorðu félagsins fyrir vel unn- in störf. Björgvin var ókvæntur og barnlaus. Útför Björgvins Óskars fór fram frá bænhúsi Fossvogs- kirkju í kyrrþey 30. desember 2011. stöðum við Eyr- arbakka og Björg Hierónýmus- ardóttir, f. 23. ágúst 1860, d. 4. des. 1931. For- eldrar Steinunnar voru hjónin Ey- vindur Guðmunds- son, f. 25. okt. 1860 í Laugarási í Bisk- upstungum, d. í nóv. 1914, sjómað- ur og María Jónsdóttir, f. 2. júlí 1859 á Iðu, d. 25. maí 1948. Börn Þorláks og Steinunnar eru, auk Björgvins Óskars: Sigríður, húsfrú, f. 5. júlí 1920, d. 15. jan- úar 2008, Jón, rennismíðameist- ari, f. 23. júlí 1922, d. 27. feb. 1998, María Guðrún, kaupkona, f. 21. apríl 1932, d. 28. des. 2009 og Hallveig, húsfrú, f. 29. sept. Nú hefur minn kæri frændi, Baui, eins og hann var alltaf kall- aður, lagt í langferð á vit forfeðr- anna. Ég er viss um að hann hefur undirbúið sig vel – hann var alltaf svo skipulagður. Björgvin bjó alla tíð á ættarheimilinu á Njálsgötu 51B, þar til örlögin gripu í taum- ana í ágúst 2010. Þá fékk hann heilablóðfall. Tók þá við nokkurra mánaða erfið sjúkrahúslega. En svo hresstist frændi og komst á hjúkrunarheimilið Eir í Grafar- vogi. Þar átti hann mjög góðar stundir, kynntist indælisfólki og naut aðhlynningar glaðværs starfsfólks. Þarna drukkum við kaffi og spjölluðum tímunum saman, aðallega um hina gömlu góðu daga. Segja má að á Njáls- götunni hafi ég átt mitt annað heimili, enda bar heimilisfólkið mig á örmum sér. Björgvin var reyndar ekki allra, en frá upphafi náðum við vel saman. Hann var frábær sagnaþulur. Ung að árum sat ég og hlýddi dolfallin á hverja spennusöguna á fætur annarri, sem hann skáldaði jafnóðum. Björgvin var sterkur persónu- leiki, ráðagóður og traustur. Fróður á mörgum sviðum, mála- maður og málvöndunarmaður mikill. Hann hafði dálæti á kött- um og dekraði við þá á alla lund. Björgvin var menntaður lögfræð- ingur, en hefði raunar frekar vilj- að starfa sem listmálari eða aug- lýsingateiknari, enda ótrúlega hæfileikaríkur á því sviði. Málaði t.d. nokkrar myndir í anda gömlu meistaranna. Að starfa sem lista- maður þótti ekki vænlegt til fram- færslu á þeim tíma. Vann hann nær alla sína starfsævi sem fulltrúi, hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Á menntaskólaárum mín- um naut ég góðs af að eiga aðgang að hans viskubrunni og kann ég honum ævinlega þakkir fyrir. Minningin um mætan mann lif- ir. Hvíl í friði. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Steinunn María Jónsdóttir. Björgvin Óskar Þorláksson ✝ GuðmundurTómas Guð- mundsson fæddist á Litla-Lóni í Breiðu- víkurhreppi, Snæ- fellsnesi, 24. júlí 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boða- þingi, Kópavogi 17. janúar 2012. Foreldrar Guð- mundar voru Guð- rún Hjálmarsen Helgadóttir, f. 12. apríl 1896, í Helludal, Breiðavík- mundsson, f. 6. september 1953. Eiginkona Sveins er Gerður Krist- ín Karlsdóttir, f. 16. október 1950. Þau gengu í hjónaband 31. desem- ber 1970, börn þeirra eru, Karl Björgvin, f. 10. júlí 1972, Elsa Rannveig, f. 14. október 1975 og Guðrún Þórarna, f. 24. janúar 1981. Fyrir á Sveinn tvo syni, Guð- mund, f. 5. júlí 1968 og Halldór, f. 15. desember 1969. Eiginkona Bjarna er Ida Marguerite Semey, f. 15. júlí 1959, þau gengu í hjóna- band 1. ágúst 1995, börn þeirra eru, Elísabet, f. 5. nóvember 1990 og Anna Kristín Semey Bjarna- dóttir, f. 26. nóvember 1997. Börn Bjarna úr fyrra sambandi eru, Þórunn Elsa, f. 12. júní 1975 og Guðmundur Ingi, f. 18. júlí 1979. Útför Guðmundar fór fram frá Kópavogskirkju 30. janúar 2012. urhreppi, Snæfells- nesi, d. 16. mars 1943 á Vífilsstöðum og Guðmundur Sveins- son, f. 24. apríl 1878 í Gerðum, Gerða- hreppi, d. 30. maí 1957. Elsa og Guð- mundur gengu í hjónaband 20. sept- ember 1947. Synir þeirra eru Sveinn Guðmundur Guðmundsson, f. 22. desember 1946 og Bjarni Guð- Við bræður vorum ekki háir í loftinu þegar við vorum sendir yf- ir til Guðmundar Guðmundsson- ar á Álfhólsvegi 72 til að fá lánaða rörtöng eða annað sem bráðvant- aði á númer 68. Ævinlega var tal- að um hann með fullu nafni til að- greiningar frá nafna hans Hansen á númer 70. Okkur lærð- ist því snemma að það væri gott að eiga þennan kankvísa mann að sem átti það til að vera ögn stríð- inn þegar við birtumst. „Þið eruð nú meiri jólasveinarnir,“ sagði hann oftar en einu sinni með bros í augum þegar við mættum með reiðhjól eða annað til aðhlynning- ar. Það lék allt í höndunum á hon- um. Ef mikið lá við bauð hann okkur inn á litla verkstæðið í kjallaranum sem var sannkallað- ur ævintýraheimur. Sporjárn, lyklar, skrúfjárn og önnur verk- færi í röðum, klukkur á víð og dreif sem hann var að gera upp, öllu snyrtilega fyrir komið; ætli okkur hefði ekki dottið í hug skurðstofa ef við hefðum á þeim tíma vitað hvernig hún leit út. Það var sem sagt ekki laust við að við bærum óttablandna virð- ingu fyrir manninum sem ók um á stífbónuðum Peugoet og gegndi embætti bílstjóra hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, hvorki meira né minna. Til hans var leitað ef það vantaði brennustjóra á gaml- árskvöld en það var líklega mesta virðingarstaða sem ungir piltar á Digraneshálsi gátu falið nokkr- um manni. Við voguðum okkur heldur ekki yfir skrúðgarðinn hjá Elsu þegar við bárum út blöð í hverfinu og verkfærum var skilað eins fljótt og kostur var. Eftir að við uxum úr grasi var samt eins og Guðmundur og Elsa ættu í okkur hvert bein. Þegar annar okkar ætlaði að fara að stjórna hljómsveit spurði Guð- mundur hvort ekki vantaði kjöl- föt og Elsa sótti forláta klæð- skerasaumuð kjólföt af manni sínum inn í skáp og gaf þau. Þau hafa dugað síðan. Þegar hinn okkar gekk í hjónaband komu þau með klukku eins og voru á betri bæjum á Íslandi á 19. öld sem Guðmundur hafði gefið nýtt líf og færðu brúðhjónunum. Guð- mundur hafði nefnilega unun af því að gera upp gamla hluti og færa þeim sem kunnu að meta þá. Er frumbyggjarnir á Álfhóls- vegi hittust var jafnan glatt á hjalla. Elsa, þessi glaðlega danska kona, sá ævinlega spaugi- legu hliðina á öllu, hló með bak- föllum og það krimti í Guðmundi. Nú er gömlu nágrönnunum farið að fækka en minning um góðar stundir með öðlingsfólki lifir. Við bræður sendum sonum Guðmundar Guðmundssonar og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gunnsteinn og Pétur Már Ólafssynir. Guðmundur Tómas Guðmundsson ✝ Garðar Að-alsteinn Sveinsson rafvirki fæddist í Vest- mannaeyjum 15. janúar 1933. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 9. janúar 2012. Foreldrar Sveinn Sig- urhansson, múrari og vélstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 21. júní 1892 í Stóru Mörk, V.- Eyjafjallahreppi, Rang., d. 6. des. 1963 og kona hans Sólrún Ingvarsdóttir, f. 9. okt. 1891 í Hellnahóli, V.-Eyjafjallahreppi, d. 21. ágúst 1974. Garðar giftist Ólöfu Karls- dóttur verslunarkonu frá Stykkishólmi, f. 10. júlí 1935, d. 23. desember 2000. Foreldrar Finnur Karl Jónsson, verka- maður í Stykkishólmi, f. 16. febrúar 1989 í Purkey í Skarðs- hreppi, Dalasýslu, d. 21. janúar 1979 og konu hans Hólmfríðar Einarsdóttur, f. 27. október 1903 í Stykkishólmi, d. 1. jan- úar 1992. Systkini Garðars eru Ágústa, f. 24. febr- úar 1920, Berent Theodór, f. 21. ágúst 1926, kona hans er Laufey Guðbrandsdóttir og Tryggvi, f. 20. júní 1934, kona hans er Þóra Ei- ríksdóttir. Garðar lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og tók sveins- próf 1960. Meistari var Bogi Jó- hannsson. Hann varð meistari í rafvirkjun 1963 og fékk lög- gildingu 1964. Garðar varð meistari í rafveituvirkjun 1993. Hann starfaði hjá Neista og Fiskimjölsverksmiðju Vest- mannaeyja til ársins 1973. Eftir eldgosið í Vestmannaeyjum 1973 fluttu Garðar og Ólöf til Reykjavíkur og starfaði Garðar hjá Rafmagnsveitum ríkisins og RST-neti til ársins 2000. Útför Garðars fór fram frá Fossvogskirkju 31. janúar 2012. Garðar frændi var mikill og góður heiðursmaður. Sérstak- lega vænn og manngóður. Fremur en að rita langt mál, þá ætlum við að vitna í vísu úr Hávamálum, sem lýsir honum frænda vel: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Guð blessi minningu Garðars frænda. Systkinin í Hrauntungu, Sólrún, Tryggvi Þór, Gísli og fjölskyldur. Hefur ekki Eiríkur Sveinn gaman af Garðari var það fyrsta sem Skúli heitinn bróðir minn spurði um þegar ég var búinn að vera nokkra daga í Vestmanna- eyjum. Þá hef ég verið sex ára gamall. Ég man þetta eins og það gerðist í gær. Ég fékk að fara einn til Eyja og vera hjá ömmu og Gústu, en Garðar og Lóa bjuggu þá í kjallaranum á Bakkastíg 11. Það var í þessari ferð sem ég varð syndur. Ég varð syndur þegar ég fékk að fara með Gagga en það var hann kallaður, í sund en hann sagði mér að vera í grunnu lauginni meðan hann synti í djúpu laug- inni. Ekki gat ég sætt mig við það, þannig að ég elti Gagga í djúpu laugina og sagði: „Gaggi, ég er kominn.“ Gaggi minnti mig of á þetta og sagði að sjaldan hefði sér brugðið eins mikið. Seinna þetta sumar var Gaggi fenginn til að leysa Smára Guð- steins af sem sundlaugarvörður og þá fékk ég að vera allan dag- inn í sundlauginni. Eftir það varð ég syndur. Árið 2002 fórum við Gaggi saman til Eyja en þangað hafði hann ekki komið lengi. Við heimsóttum mörg fyr- irtæki og þar hitti Gaggi marga af sínum gömlu vinum. Þarna áttum við tvo mjög skemmtilega daga og Gaggi sagði að hann hefði ekki gengið jafnmikið og þessa tvo daga og hann gerði á heilu ári. Ófáar ferðir fórum við og fengum okkur pylsu á laugar- dögum, þar sem Gaggi heimtaði að fá að splæsa því ég skaffaði bensín á bílinn. En núna verða ferðirnar ekki fleiri í eina með öllu. Við fjölskyldan munum sárt sakna þín þar sem þú reyndist okkur öllum mjög vel. Eiríkur Sveinn Tryggvason. Garðar Aðalsteinn Sveinsson Nú er hún Sigga á Hofsstöðum dáin. Þar kvaddi mikil og merk kona. Ég varð þess aðnjótandi að vera í sveit á Hofs- stöðum í sex sumur. Það er mun- ur að fá uppeldi á góðu og reglu- sömu heimili þar sem gömlu gildin eru í heiðri höfð. Og sólin skein alla daga og allar fimm systurnar voru eins og þær væru stóru systur mínar. Þegar móðir mín kom með mig að Hofsstöðum ásamt báðum systrum mínum var sólskin eins Sigríður Gísladóttir ✝ Sigríður Gísla-dóttir fæddist á Hofsstöðum í Garðahreppi 20. febrúar 1921. Hún lést á Vífilsstöðum 6. janúar 2012. Útför Sigríðar var gerð frá Vídal- ínskirkju 18. janúar 2012. og venjulega, en ég var búinn að ákveða að strjúka úr vist- inni fyrsta daginn, því ég var líklega að breytast í götustrák á Hjalla í Sogamýr- inni þar sem ég átti heima. Það tókst sem betur fer ekki vegna góðra mót- taka. Daginn eftir er ég að dunda mér eitthvað úti og þá kemur Gísli bóndi á Hofsstöðum til mín, en hann var að slá í kring- um bæinn. „Hvernig líkar þér hér á Hofsstöðum?“ spurði hann, en ég svaraði: „Ég rata nú alveg heim.“ Næsta dag kom Ívar í Minkagerði í heimsókn með lítinn og fallegan hvolp sem hét Plútó. Þá byrjuðu ævintýrin fyrir al- vöru, víðsýni mín blómstraði og sólin hélt áfram að skína. Ævintýrin komu hvert af öðru, ég rak kýr og hjálpaði til við eitt og annað. Man ég að ég var stundum þreyttur í handleggjun- um þegar verið var að snúa heyi með hrífu og allir gengu saman í röð. Og oft var ég eini karlinn í röðinni, en þreytan var fljót að hverfa. Síðustu tvö sumur mín á Hofsstöðum var mér trúað fyrir hesti og vagni til að flytja mjólk til mjólkurbúsins í Hafnarfirði og ég var nokkuð hreykinn af þessu starfi mínu. Svo rann upp sá dagur að Sigga, næstelsta systirin, var komin með eiginmann, Svein- björn Jóhann Jóhannesson sem ættaður var frá Hólsfjöllum. Þau höfðu kynnst á Skarði í Gnúp- verjahreppi þangað sem Sigga hafði ráðið sig í kaupavinnu og bróðir Sveinbjörns, séra Gunnar, var sóknarprestur. Líklega næsta sumar voru þau bæði vinn- andi í Saltvík á Kjalarnesi, þar sem ég vann síðar í tuttugu sum- ur með unglingum og sagði sög- ur. Sveinbjörn átti spennandi vörubíl, eins konar Gamla Ford. Hann skutlaðist með mjólkina til Hafnarfjarðar í nokkur skipti og fékk hesturinn frí á meðan, en mér fannst mikið til þess koma. Þau Sveinbjörn og Sigga höfðu eignast litla og sæta stúlku sem farin var að ganga pínulítið og við urðum miklir vinir. Síðan tóku þau ungu hjónin við búskapnum á Hofsstöðum. Nokkrum árum síðar kom ég oft í heimsókn að Hofsstöðum og urðum við Sveinbjörn þá prýðis- vinir. Hann hafði frá mörgu að segja og var bæði góður maður og fluggáfaður. Þau hjónin hvöttu mig mikið og styrktu í sambandi við myndirnar sem ég hef verið að mála á liðnum árum. Á síðastliðnu ári kom Sigga á síðustu málverkasýningu mína í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún var glaðleg og létt á fæti þó níutíu ára væri og var þetta líklega í síðasta sinn sem hún fór út að skemmta sér í höfuðborginni. Þegar ég lít til baka til veru minnar á Hofsstöðum sem drengs, heyri ég fyrir mér glaðan fuglasöng og fjörlegan hlátur stúlknanna og sé sveitina í sól- skini og bláan himin. Megi góður Guð á himni blessa minningu Siggu á Hofsstöðum og fólkið hennar. Ketill Larsen. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN UNNUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Fiskilæk, andaðist fimmtudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Anna Harðardóttir, Eyjólfur Harðarson, Ása Valdimarsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Bent Greniman, Hörður Runólfur Harðarson, Margrét Pétursdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR hússtjórnarkennari frá Harðbak, lést sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Þorgeirsson, Bryndís Sigurjónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Sólveig Jónsdóttir, Eiríkur Ingvar Þorgeirsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.