Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Búnaður frá henni fannst í heimahúsi í höfuðborginni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann á mánudag vopn og búnað frá lögreglu á heimili konu á þrítugs- aldri sem tengist vélhjólasamtök- unum Vítisenglum. Konan hafði verið stöðvuð í bíl sínum þá um daginn. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum vímuefna. Í bíl hennar fundust um tvö hundruð grömm af hvítu efni sem talið er að sé amfeta- mín. Telur lögregla að konan hafi ætlað að selja efnið. Á heimili hennar fundust bæði hnífar og hnúajárn en einnig bún- aður frá lögreglunni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki gefa upp hvers kyns bún- aður þetta hafi verið en staðfesti þó í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að ekki hefði verið um vopn að ræða. Verið væri að rannsaka hvernig búnaðurinn komst í hendur konunnar. Að sögn Friðriks Smára telst konan ekki til góðkunningja lögreglunnar. kjartan@mbl.is Búnaður frá lög- reglu í heimahúsi  Fannst við húsleit hjá Vítisengli 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gerðar hafa verið breytingar á rit- stjórn og fréttastjórn Morgunblaðs- ins og mbl.is í því skyni að skerpa verklag og efla fréttaþjónustu beggja miðla. Guðrún Hálfdán- ardóttir og Sunna Ósk Logadóttir hafa tekið við fréttastjórn á mbl.is og Guðmundur Sv. Hermannsson er orðinn fréttastjóri á Morgunblaðinu ásamt Sigtryggi Sigtryggssyni sem hefur stýrt fréttadeild Morgunblaðs- ins í fjölda ára. Guðrún hefur starfað á Morg- unblaðinu frá árinu 1996 og síðustu ár verið varafréttastjóri mbl.is. Sunna Ósk hefur unnið á Morg- unblaðinu frá árinu 1999 og verið fréttastjóri frá 2008. Guðmundur hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 1986 og verið fréttastjóri á mbl.is frá upphafi eða árinu 1998. Sigtryggur hóf störf á blaðinu árið 1974 og hefur verið fréttastjóri frá 1981. Góð samskipti við lesendur Styrkur fréttaþjónustu Morg- unblaðsins og mbl.is byggist á því að vera í mjög góðu sambandi við lands- menn og eiga þau samskipti stærst- an þátt í að þessir miðlar hafa hvor á sínu sviði og sameiginlega veitt öfl- ugustu fréttaþjónustu landsins. Les- endur eru hvattir til að senda inn ábendingar um hvaðeina sem þeir telja að kunni að vera fréttnæmt eða áhugavert. Netfang ritstjórnar Morgunblaðsins er ritstjorn@mbl.is og netfang ritstjórnar mbl.is er net- frett@mbl.is. Sími fréttastjóra Morgunblaðsins er 569-1317 og sími fréttastjóra mbl.is er 569-1235. Enn öflugri fréttaþjónusta Morgunblaðsins og mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir Sigtryggur Sigtryggsson Guðmundur Hermannsson Sunna Ósk Logadóttir Beðið eftir Persónuvernd  Landlæknir vonast til að fá upplýsingar frá lýtalæknum um PIP-brjóstapúðana Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Geir Gunnlaugsson landlæknir bíður eftir áliti Persónuverndar um það hvort lýtalæknum beri að afhenda upplýsingar um þær 440 konur sem fengið hafa ígrædda frönsku PIP-brjóstapúð- ana umdeildu á undanförnum árum. Telja læknarnir sig vera að brjóta lög um persónu- vernd láti þeir umbeðnar upplýsingar í té, og óskuðu af þeim sökum eftir áliti frá Persónu- vernd. Aðeins tveir læknar hafa sent landlækni um- beðin gögn og í öðru tilvikinu reyndist um ófullnægjandi gögn að ræða. Í hinu var að- allega um að ræða upplýsingar um konur sem höfðu farið í brjóstastækkanir á löngu tímabili og langt frá því allar fengið umrædda púða. „Við þurfum að fá mun fleiri upplýsingar,“ seg- ir Geir og vonast til að álit Persónuverndar liggi fyrir í næstu viku. Í framhaldinu verði teknar ákvarðanir um næstu skref. Markmiðið sé að safna þeim saman í „sátt og samlyndi við alla“, eins og hann orðar það. „Þetta er sá hluti heilbrigðisþjónustunnar sem í langan tíma hefur verið erfitt að ná utan um. Við erum að vinna í því að gera þetta þann- ig að það styrki okkur til lengri tíma litið,“ seg- ir landlæknir. Ómskoðun hjá konum með PIP-púða hér á landi hefst á morgun hjá leitarstöðvum Krabba- meinsfélagsins í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa um 160 konur fengið bókaðan tíma og fleiri hafa haft samband. Fengu konurnar bréf frá velferðarráðuneytinu og viðkomandi lækni, með boð um að þiggja ómskoðun og hafa samband við Krabbameinsfélagið. Skoðunin fer fram tvo daga í viku og gæti tekið allt að fjóra mánuði að ljúka verkefninu. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins, segir að ómskoðunin muni ekki trufla aðra starfsemi leitarstöðvanna á nokkurn hátt, eftir sem áður verði hægt að panta tíma í krabbameinsleit. Sílíkon Ómskoðun hjá konunum hefst á morgun. „Það var haldinn fjögurra tíma fund- ur þar sem oddvitar Samfylkingar og VG hittu oddvita Sjálfstæðis- flokks og flokksbróður hans að máli. Það er samstaða um mörg mál en ágreiningur um önnur. Nú þarf að fara í vinnu við að jafna þann ágrein- ing. Það ætti að skýrast á miðviku- dag hvort úr samstarfi verður eða ekki,“ sagði Hafsteinn Karlsson, 2. á lista Samfylkingar í Kópavogi, um stöðu meirihlutaviðræðna þar í bæ. „Við gerum ráð fyrir að það verði fundur á morgun [í dag] þar sem far- ið verður betur ofan í málin, einkum þau þar sem eitthvað ber í milli og kannað hvernig leysa má úr því.“ Framhald viðræðna ræðst í dag  Fundað í Kópavogi Umhleypingar síðustu daga hafa sums staðar skilið eftir sig nýtt landslag í höfuðborginni eins og þetta snjófjall í Árbæn- um í Reykjavı́k ber vitni um. Vetur konungur hefur haldið borginni í snjó- og klakabönd- um frá því í lok nóvember en um helgina fór hann hins vegar að slaka á klónni með mikilli hláku. Ekkert lát verður á umhleypingunum næstu daga og því er líklegt að snjóhólar og hæðir sem þessar muni smám saman hverfa, vegfarendum eflaust til mikils léttis. Sérstaklega er spáð mikilli vætu á Suðausturlandi í dag. Varar Veðurstofan við því að gera megi ráð fyrir vatnavöxt- um frá Eyjafjöllum til Austfjarða af þeim sökum. Snjófjall í Árbænum eftir vætutíð og umhleypingar Morgunblaðið/RAX Áfram spáð rigningu á landinu og varað við vatnavöxtum á Suðausturlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.