Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Foreldrar barna í Hamra- og Bryggju- hverfi, sem sækja Hamraskóla, berjast nú fyrir því að hætt verði við þau áform að leggja unglingadeild Hamra- skóla niður frá og með næsta hausti. Ungling- arnir í hverfinu eiga frá og með þeim tíma að sækja Foldaskóla sem á að verða safnskóli á unglingastigi fyrir Bryggju-, Hamra-, Folda- og Húsahverfi. Áform þessi voru fyrst kynnt snemma árs 2011 og hafa foreldrar og aðrir hags- munaaðilar lýst andstöðu sinni við þau á ýmsum vettvangi. Foreldrar hafa fært rök fyrir því að fyrirhugaðar breytingar dragi úr lífsgæðum barna þeirra, þær rýri gildi hverfanna á ýmsa lund, markmið með þeim séu af- ar óljós, auk þess sem þær gangi þvert á margvíslegar yfirlýsingar meirihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur um samráð við íbúa, velferð barna og minnkaða bílaumferð, svo aðeins þrennt sé nefnt. Gleymdist sérdeildin? Samráð við foreldra hefur verið lítið og á starfi stýrihóps vegna sameining- arinnar hefur verið haldið þannig að fulltrúi foreldra barna í Hamraskóla sá sig tilneyddan til að segja sig úr hópnum. Mánuð eftir mánuð voru haldnir fundir þar sem ekkert nýtt kom fram, engum spurningum var svarað, markmið voru ekki skilgreind o.s.frv. Á meðan búa börn, foreldrar og starfsfólk við óþolandi óvissu. Í Hamraskóla er hópur sem þolir slíkt ástand sérlega illa en það eru börnin í sérdeild fyrir einhverfa. Í desember sl., þegar verulegur þungi fór að færast í andstöðu for- eldra, virðist hafa runnið upp fyrir þeim sem berjast fyrir breytingunum að sérdeildin hafði alveg gleymst eða þá að þeir hafa hreinlega ekki vitað af tilvist hennar. Þá fyrst er settur á laggirnar „starfshópur um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með ein- hverfu í Hamraskóla vegna flutnings unglingastigs Hamra- skóla í Foldaskóla“. Í erindisbréfi eru helstu verkefni hópsins sögð vera: að gera tillögu að skipulagi og staðsetn- ingu deildarinnar og/ eða einstakra aldurs- stiga hennar; að greina og lýsa húsnæðisþörf deildarinnar í heild og/ eða á hverju aldursstigi fyrir sig; að greina og lýsa aðbúnaðarþörf deildarinnar í heild og/ eða á hverju aldursstigi fyrir sig; að draga fram meg- ináherslur sérdeildarinnar í heildar- skólastarfinu. Það er grátlegt að sjá hversu lítill skilningur á þörfum nem- enda og sér í lagi einhverfra, end- urspeglast í þessari verkefnaupptaln- ingu. Ekki á eða má skoða nein þau erfiðu mál sem snúa að börnunum, þ.e. ekkert sem gæti truflað þessa sameiningu. Ekki má heldur ræða þá áhættu sem svona flutningum fylgir, hvernig góðum árangri og framförum er stefnt í hættu né heldur það álag og erfiðleika sem svona breytingar leggja á einhverf börn og foreldra þeirra. Svo glymur endalaust í eyrum foreldra samráð og fagleg vinnu- brögð! Hvað með innkomu barna úr sérdeild? Starfsemi sérdeildar fyrir ein- hverfa í Hamraskóla hefur byggst upp frá árinu 1996. Við deildina starf- ar frábært fagfólk og hún nýtur mik- ils stuðnings og skilnings allra í skól- anum. Árangur við sérdeildina byggist ekki síst á því að öll börnin eru líka í bekkjardeild og þau fara inn í hana eins oft og lengi og mögulegt er. Það er breytilegt frá degi til dags hjá hverjum nemanda og þarf stöð- ugt að meta. Ef bekkurinn er farinn, hvort sem það er í Foldaskóla eða eitthvað annað, verður þetta illfram- kvæmanlegt. Því þarf að flytja deild- ina en í raun verður hún lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla, ferli sem tekur nokkur ár! Nýi bekkurinn verður væntanlega allt annar eða a.m.k. mikið breyttur. Hefur „safn- skóli á unglingastigi“ í Foldaskóla verið skoðaður með innkomu barna úr sérdeild í huga? Reglufestan, það að vera í kunnuglegu og jákvæðu um- hverfi, skiptir einhverf börn gríð- arlega miklu máli. Fyrir einhverf börn er eitt af því mikilvægasta og allar breytingar erfiðar. Sum börnin þekkja bekkjarfélaga sína frá því í leikskóla og ekki síst af þeim sökum hefur aðlögunin og samvinnan verið góð. Við fyrirhugaðar breytingar verður öllum þeim stöðugleika og framförum barnanna stefnt í hættu. Viljum fá að vera í friði Foreldrar barna í sérdeild Hamra- skóla eru hlynntir sparnaði og góðri meðferð fjármuna ríkis- og sveitarfé- laga. Þessi sameiningaráform eru ekki hluti af því. Enginn veit hvað breytingarnar kosta til skamms tíma og hvaða sparnaði þær eiga að skila til lengri tíma. Hvergi er minnst á kostnað og aldrei má ræða kostnað, ef allir þessir peningar eru til þá get- um við nýtt þá betur. Tilurð, und- irbúningur og framgangsmáti eru Reykjarvíkurborg til vansa. Ávinn- ingur er enginn en til að raska um- hverfi og velferð svo viðkvæmra skjólstæðinga sem einhverfra barna, þyrfti hann að vega upp gallana og rúmlega það. Þvert á móti er hér ver- ið að gera atlögu að starfsemi frá- bærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góðum ár- angri, að börnunum sem þar eiga skjól og okkur, foreldrum þeirra, sem höfum jafnvel valið okkur búsetu í þessu skólahverfi vegna hennar. Við myndum gjarnan vilja að deildin og við fengjum að vera í friði fyrir þeim sem vilja teyma okkur í þessa mis- ráðnu vegferð. Sérdeild í Hamraskóla mætir afgangi Eftir Leó Má Jóhannsson » Verið að gera atlögu að starfsemi frá- bærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góð- um árangri. Leó Már Jóhannsson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og foreldri barna í Hamraskóla. Smábátafélagið Skalli fagnar nið- urstöðu Hæstaréttar þess efnis að Jóni Bjarnasyni fv. sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra hafi ver- ið heimilt að leggja bann við dragnóta- veiðum á grunnslóð og inni á fjörðum. Félagið hafði óskað eftir því í nokkur ár að Skagafirði yrði lokað fyrir drag- nótaveiðum a.m.k. innan við eyjar. Undir þessa beiðni okkar tóku Sveitarfélagið Skagafjörður ásamt fjölmörgum aðilum sem ofbauð að sjá stór skip inni á firðinum með dregin veiðarfæri. Jón Bjarnason sjávar og land- búnaðarráðherra setti reglugerð nr.475/2010 sem bannaði dragnóta- veiðar frá og með 7. júní 2010 til og með 6. júní 2015 á 6 svæðum. Skalli félag smábátaútgerð- armanna ályktaði á aðalfundi 14.09. 2010. „Aðalfundur Smábátafélagsins Skalla haldinn 14.9. 2010 fagnar reglugerð útgefinni 31. ágúst 2010 nr. 678/2010 sem bannar dragnóta- veiðar innan línu sem dregin er frá Þórðarhöfða í Ásnef í Skagafirði, frá 31. des. 2010 til ágúst 2015. Sama á við um 2. 3. og 4. gr. reglu- gerðarinnar sem varða friðun í Húnafirði, Hrútafirði og Húnaflóa.“ Fundurinn beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að strax við útfærsluna verði hafnar rann- sóknir á lífríki svæðanna sem frið- uð eru fyrir dragnótaveiðum, þann- ig að úr því fáist skorið í eitt skipti fyrir öll hvort um skaðsemi þessa veiðarfæris á lífríkið er að ræða. Við viljum fá úr því skorið með rannsóknum og treystum á að unn- ið verði að því, óþolandi er að búa við eilíf átök útgerðarmanna og skoðanaágreining um skaðsemi þessa veiðarfæris. Jón Bjarnason fyrrverandi sjáv- ar- og landbúnaðarráðherra kynnti okkur á aðalfundi LS árið 2010 að hann hefði í hyggju að takmarka veiðar með dregnum veiðarfærum í flóum og fjörðum á svonefndri grunnslóð. Vísindamenn hjá Hafró og Háskóla Ís- lands hafa bent á að lífríkið í sjónum út að 50 faðma dýpi sé e.t.v. mesta auðlind þjóð- arinnar, þar sem upp- eldi dýralífsins er hvað mest. Á aðalfundi 30. sept. 2011 ályktaði Skalli: „Skalli lýsir fullum stuðningi við Jón Bjarnason sjávar og landbún- aðarráðherra, sem hefur tekið ákvarðanir sem hleypt hafa lífi í sjávarbyggðir landsins. Skalli telur mikilvægi sjáv- arútvegsmála fyrir þjóðina gríð- arlegt og því ekki tímabært að leggja sjávarútvegsráðuneytið nið- ur og sameina við atvinnuvegaráðu- neyti.“ Jón hafði efasemdir um að það væri rétt að gera þetta núna og um það vorum við honum sammála en talið var að spara mætti 300 millj. kr fyrir ríkissjóð með þessari sam- einingu en niðurstaðan var 34 millj. kr. Við viljum þakka Jóni Bjarna- syni fv. sjávar og landbún- aðarráðherra fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf, hann hefur tekið tillit til sjónarmiða smábáta- útgerðarinnar og metið að verð- leikum mikilvægi hennar fyrir þjóðina. Hæstaréttardómur um dragnótaveiðar Eftir Sverri Sveinsson » Fundurinn beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að strax við útfærsluna verði hafnar rannsóknir á lífríki svæðanna sem friðuð eru fyrir drag- nótaveiðum... Sverrir Sveinsson Höfundur er formaður í smábáta- félaginu Skalla. Flestum lands- mönnum mun ljóst að 1918 varð Ísland sjálf- stætt konungsveldi, með Kristján X. sem konung, sameiginlega með Danmörku. Þessi konungur fór með fullveldisrétt þjóð- arinnar þar til lýð- veldið var stofnað 1944. Með nýrri stjórnarskrá færðist fullveldisrétturinn úr höndum kon- ungs til almennings á Íslandi. Lýðveldi nefnist það stjórn- arform þegar fullveldisréttur þjóð- ar er í höndum almennings. For- seti lýðveldisins er umboðsmaður þjóðarinnar innan stjórnkerfisins. Hann er handhafi framkvæmda- valdsins, en jafnframt er hann eft- irlitsmaður með löggjafarvaldinu. Af 81 grein stjórnarskrárinnar fjalla 30 greinar eingöngu um verksvið forsetans. Forsetinn fer með vald til þingrofs (24. gr.) og vald til að vísa lagafrumvörpum til þjóðaratkvæðis (26. gr.). Jafnframt skipar forsetinn ráðherra og leysir þá frá störfum (15. gr.). Forsetinn er eini valdhafi lands- ins sem kjörinn er al- mennri kosningu. Frá 1944 hefur okk- ar ágæta stjórnarskrá formfest lýðræði sem stjórnarfar landsins, þótt valdastéttin hafi rangtúlkað mörg ákvæði hennar. Sem dæmi um þessar til- raunir til að rugla landsmenn í ríminu, má benda á nafngift- ina „fullveldisdagur“ um 1. desember 1918, þegar þjóðin staðfesti fullveldisrétt Kristjáns X. Hins vegar náðist 1918 fram viðurkenning á sjálf- stæðinu og 1. desember ætti því að nefnast „sjálfstæðisdagur“. Full- veldið var síðan heimt úr greipum konungs með stjórnarskránni frá 1944 og því ætti 17. júní að nefnast „fullveldisdagur“. Þessi fölsun á nafngiftum er auð- vitað smámál, í samanburði við þá vanvirðingu á efnisatriðum stjórn- arskrárinnar sem viðgengist hefur allar götur frá 1944. Þingræð- issinnar hafa komist upp með að sniðganga mörg ákvæði stjórn- arskrárinnar sem er forskrift okk- ar að lýðræðinu. Þingræðissinnar hafa í heitstrengingum að afsala sjálfstæði landsins til risans í austri og afnema formlega fullveld- isrétt almennings. Þeir hafa jafnvel uppi áróður um að embætti forset- ans verði lagt af. Slík krafa lýsir vilja til að lýðveldið verði lagt nið- ur og að í staðinn verði höfð- ingjaveldi formfest, öðru nafni þingræði. Áskorun á Ólaf Ragnar Grímsson Við þessar aðstæður er öðru mikilvægara að þjóðin geti full- komlega treyst að forseti lýðveld- isins fylgi stjórnarskránni og láti ekki fulltrúa hins erlenda valds komast upp með bellibrögð. Við vitum að núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson hefur þann dug og þann skilning á stjórnskipun landsins sem þarf til að mæta at- lögunni. Ef nýr maður kemur að Bessastöðum veit enginn hvort hann muni líta á sig sem umboðs- mann almennings og vörzlumann lýðræðisins. Íslensk þjóð getur ekki tekið áhættu með að embætti forsetans lendi í höndum fólks sem tilbúið er að fórna sjálfstæði landsins og full- veldisrétti þjóðarinnar á altari framandi hugmyndafræði. Ekki má henda að barátta genginna kyn- slóða verði að engu gerð með hirðuleysi, eða í nafni stundarhags- muna. Að beztu manna yfirsýn er því skorað á forsetann Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á áfram- haldandi setu á forsetastóli. Stjórnarskráin er fjöregg þjóðarinnar Ekki eru margar þjóðir sem eiga alvörustjórnarskrá, eins og við Ís- lendingar. Ákvæðið um þjóð- aratkvæði samkvæmt 26. greininni, er einn af dýrgripum þessarar þjóðar og það ákvæði bjargaði okk- ur frá Icesave-kúguninni. En í stjórnarskránni er aðra dýrgripi að finna og þar á meðal er 24. greinin um þingrof og 15. greinin um ráð- herraskipanir: „24. grein. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Al- þingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.“ „15. grein. Forsetinn skipar ráð- herra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“ Þegar hvorki meirihluti Alþing- ismanna né ríkisstjórn landsins njóta trausts þjóðarinnar verður forsetinn að hafa styrk til að beita þeim úrræðum sem stjórnarskráin leggur honum í hendur. Við flest- um blasir að mikil mistök voru gerð í alþingiskosningunum 2009. Til þings völdust of margir óhæfir frambjóðendur, sem dag hvern virðist leggja sig fram um að valda tjóni. Icesave-klafinn sem þetta fólk vildi umfram allt leggja á almenn- ing er bara eitt dæmi af mörgum. Sannast hefur að undirgefni við Evrópusambandið var orsök þess- arar óþjóðhollu tilraunar. Fram- undan er lokaorrusta um sjálfstæði landsins, sem enginn skyldi fyr- irfram telja auðunna. Framtíð þjóðarinnar hangir raunverulega í bláþræði. Næsti forseti verður að hafa dug til að losa þjóðina við gagnslaust fólk sem of lengi hefur hangið á ríkisspenanum. Ólafur Ragnar Grímsson er manna líkleg- astur til að uppfylla þessa kröfu al- mennings. Framundan er harðnandi barátta um lýðveldið og embætti forseta Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Að beztu manna yf- irsýn er skorað á forsetann Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á áframhaldandi setu á forsetastóli. Loftur Altice Þorsteinsson. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.