Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Vinstrivaktin minnir á að JónBjarnason var settur af sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að kröfu Samfylkingarinnar:    Jón hefur að sjálfsögðu talið þaðskyldu sína að verja hagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar, en einmitt þessar tvær atvinnugreinar eru í langmestri hættu að verða fyr- ir stóráfalli við ESB-aðild. Enginn vafi leikur á því að ástæðan fyrir brottrekstri Jóns var fyrst og fremst sú að Jóhanna óttaðist mjög að Jón yrði þrándur í götu ESB-aðildar.    Jón taldi því öruggast að ákveðaeinhliða makrílkvóta fyrir árið 2012 áður en hann yrði rekinn úr embætti. Steingrímur J. Sigfússon, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, sat fundi í Brussel sl. mið- vikudag 25/1 og ræddi þar við hátt- setta yfirmenn ESB, meðal annars Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB.    Eftir fundinn sagðist Steingrímurhafa haldið fram því sjónar- miði að ekki mætti tengja makríl- deiluna við aðildarviðræður ESB og Íslands. Þetta er nú einmitt það sem yfir- menn ESB hafa gert og gera vafa- laust áfram. Taugatitringur Jó- hönnu og Össurar út af þessu máli er því skiljanlegur. Jóhanna hefur marglýst því yfir að klára verði mál- ið fyrir næstu kosningar sem verða í seinasta lagi eftir rúmt ár og for- sætisráðherrann er bersýnilega tilbúin að fórna hverju sem er til að sá draumur Samfylkingarinnar ræt- ist.“ Spurningin er, hver tók upp makrílinn í Brussel núna? Steingrímur J. og Stefan Füle, stækkunar- stjóri ESB. STAKSTEINAR Munaðarlausir þjóðarhagsmunir Veður víða um heim 31.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 7 rigning Kirkjubæjarkl. 5 rigning Vestmannaeyjar 5 rigning Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló -10 snjókoma Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur -3 léttskýjað Helsinki -12 heiðskírt Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel -2 heiðskírt Dublin 2 skýjað Glasgow 3 skýjað London 2 skýjað París 1 skýjað Amsterdam -2 heiðskírt Hamborg -5 heiðskírt Berlín -6 heiðskírt Vín -3 skýjað Moskva -17 heiðskírt Algarve 13 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 1 skýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal -8 alskýjað New York 6 léttskýjað Chicago 8 léttskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:10 17:14 ÍSAFJÖRÐUR 10:31 17:02 SIGLUFJÖRÐUR 10:15 16:44 DJÚPIVOGUR 9:43 16:39 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verðbólguhorfur eru dökkar og margt sem þrýstir á verðlagið um þessar mundir. Ársverðbólgan í jan- úar mældist 6,5%, og er töluvert meiri en spáð hafði verið. Hækkanir gjalda hjá ríki og sveitarfélögum um áramót áttu stóran hlut að máli. Áhrif þeirra fjara að vísu út þegar frá líður en það gera líka áhrifin af vetr- arútsölum janúarmánaðar. Í kjölfar- ið fylgir tilheyrandi hækkun á neysluverðsvísitölunni, eins og bent er á í Vegvísi Landsbankans. Þar segir að mikil óvissa ríki um olíu- verðsþróun á næstu mánuðum. Þá hefur gengisvísitalan hækkað um tæp 4% á seinustu 3 mánuðum. Gangi hún ekki til baka megi ætla að hluti hennar skili sér út í verðlag á næstu mánuðum. Búast má við að methækkanir á bensíni og olíu að undanförnu verði fyrirferðarmiklar í næstu vísitölu- mælingu um miðjan febrúar. Nú um mánaðamótin og 1. mars hækka laun á vinnumarkaði um 3,5%. Þetta er önnur áfangahækkun kjarasamning- anna, sem ná yfir allan vinnumark- aðinn og þeim fylgir mikill kostnað- arauki eða alls upp á um 35 milljarða. Flestum er ljóst að þessi hækkun launakostnaðar verður fyrirtækjum sem reiða sig á heimamarkað erfiður. Þau eiga um þrennt að velja; hag- ræða, hækka verð á vöru og þjónustu eða grípa til uppsagna. „Þegar kjarasamningarnir voru undirritaðir síðastliðið vor, fóru menn af stað með væntingar um að farið yrði í ákveðnar framkvæmdir og lagt var upp með að fjárfestingar- stigið yrði hækkað mikið. Um leið og fjárfestingar og framkvæmdir fara í gang skapast ákveðin eftirspurn og umsvif í hagkerfinu, sem veldur virð- isauka og verðmætasköpun í at- vinnulífinu. Þetta átti að verða ákveðin forsenda þess að atvinnulífið og fyrirtækin, sérstaklega í okkar geira, gætu staðið undir þessum hækkunum,“ segir Bjarni Már Gylfa- son, hagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins. Mjög lítið svigrúm til að taka á sig þessar hækkanir ,,Það hefur ekki gengið eftir að teknar séu ákvarðanir um margvís- legar verklegar framkvæmdir, þann- ig að það skortir ennþá verulega á að þessi innistæða, sem átti að vera fyrir kjarasamningunum verði til. Þegar svo háttar til er svigrúmið sem menn hafa til þess að taka á sig þessar launahækkanir mjög lít- ið,“ segir hann. Hætt sé við því að viðbrögðin verði af tvennum toga. Annars vegar að hækkanir verði sett- ar út í verðlagið en í mjög mörgum greinum er mjög lítið svigrúm til þess, að sögn hans. Þá sé ekki síður al- varlegt ef viðbrögðin verða þau að fyrirtæki þurfi að mæta þessu með því að fækka starfsfólki að einhverju leyti. „Ég vona að svo verði ekki en það er erfitt að spá fyrir um hvað verður.“ „Ef menn fá ekki þessa innstæðu er hættan frekar sú að verðbólgan verði mikil en það er óábyrgt að spá því að hún sé að fara á eitthvert flug,“ segir Bjarni Már. Greiningardeild Arion banka spáði því á dögunum að í febrúar mundu út- söluáhrifin ganga til baka og flugfar- gjöld einnig hækka. Gera mætti ráð fyrir að mjólkurafurðir hækkuðu í febrúar og verð á eldsneyti héldi áfram að stíga upp á við. Þá mætti bú- ast við árstíðarbundnum hækkunum á símaþjónustu, tómstundum og menn- ingu. Verslunin stendur höllum fæti Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir erfitt að spá fyrir um hvaða af- leiðingar kostnaðaraukinn vegna launahækkananna mun hafa fyrir verslun og þjónustu. „Verslunin stendur höllum fæti. Kaupmátturinn hefur ekki náð sér á strik miðað við það sem áður var og almennt heldur fólk mjög í við sig á öllum sviðum,“ segir Andrés. Að hans mati ættu atvinnulífið og samtök launþega að leggja áherslu á það við stjórnvöld að ofurskattlagning á nauðsynjavörum yrði tekin til endur- skoðunar. Það yrði öllum til hagsbóta. „Ég held að fyrirtæki í verslun séu búin að hagræða eins og hægt er. Ég hef meiri áhyggjur af fyrirtækjum í þjónustugeiranum. Ég hef á tilfinn- ingunni að þau fyrirtæki séu ekki al- veg búin að súpa seyðið af kreppunni,“ segir hann. „Það er gömul saga og ný að allar kostnaðarhækkanir sem fyr- irtæki verða fyrir í verslun, þjónustu og á öðrum sviðum, fara út í verðlagið með einum eða öðrum hætti. Þegar ekki er innstæða fyrir þeim, þá kveikir þetta bara verðbólgubálið.“ Þyngri þrýstingur á verðlag og áhyggjur af uppsögnum  Innistæðan sem hækkanir kjarasamninga eru byggðar á lætur ekki á sér kræla Morgunblaðið/Ómar Óvissa Flestir hafa spáð því að verðbólga nái hámarki fyrstu mánuði ársins en hjaðni síðan. Nú eru auknar líkur taldar á að verðbólgan verði meiri. Mikilvægast er að koma fram- kvæmdum og fjárfestingu í gang. Þær eru innstæðan sem kjarasamningarnir hvíla á, en hún lætur á sér standa, að sögn Bjarna Más Gylfasonar, hagfræð- ings SI. Hann segir óvarlegt að spá því að verðbólgan sé að fara á flug. „Um leið og launastiginu er lyft upp með kjarasamnings- bundnum hækkunum hefur það auðvitað áhrif til aukinna um- svifa. Það hefur áhrif á einka- neysluna og áhrif á kaup- máttinn, sérstaklega til skamms tíma. Það er því mik- ilvægt að reyna að verja þessa kauphækkun með því að halda verðbólg- unni í skefjum. Það er stóra verkefnið.“ Undirstaðan FJÁRFESTINGAR HEFJIST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.